Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1987. Spumingin Ætlarðu að stunda lík- amsrækt, leikfimi eða dans í vetur? Dagný Gunnarsdóttir: Nei, en ég æfi á skíðum. Ég hef einu sinni verið í jassballet en ég hætti. Valdís Arnarsdóttir: Já, ætli ég æfi ekki eitthvað. Kannski handbolta, annars er ég í leikfimi í iðnskólanum þar sem ég er að læra. Kristín Þórisdóttir: Það gæti vel ve- rið. Ég hef verið í aerobik og það var æðislega gaman en ég er ekkert búin að ákveða um framhaldið. Ólafur Ingi Gunnarsson: Ég er í leik- fimi í Réttarholtsskóla þrisvar í viku og læt það nægja. Ég hef takmarkað- an áhuga á líkamsrækt og svoleiðis. Sveinbjörn Halldórsson: Nei, ég hef nú ekki mikinn áhuga á því. Ég fer í fjallgöngur þegar tækifæri gefst og held mér þannig í formi. Árni Jóhannesson: Já, ég stunda ör- ugglega einhverjar íþróttir í vetur og þá aðallega fótbolta og handbolta. Ég hef verið í líkamsrækt en ég efast um að ég nenni því í vetuc,______ Lesendur Hún er slæm en raunsönn, umsögn erlenda ferðamannsins um umferðamenningu Islendinga. Hann líkir umferðinni hér ó landi við striðsástand þar sem hver er á flótta til að bjarga eigin skinni. Frumskógarlögmál ís- lenskrar umferðar - Umsögn eriends ferðamanns V. FR. E. skrifar: Ég fékk einkabréf frá erlendum ferðamanni sem hafði verið hér á landi. Úrdráttur úr því bréfi gæti ef til vill orðið ökumönnum til um- hugsunar. Hér á eftir fer romsan hans um bifreiðaöngþveitið hér á landi: „Það er helst hægt að líkja þessum ósköpum (umferðinni) við stríðs- ástand. Gjörsamlega stjómlaust undanhald á hraðasta flótta við að bjarga eigin skinni með alls engan áhuga á náunganum. Umferðar- merki eru hér orðin alþjóðleg en það gagnar ekkert því fæstir fara í nokkru eftir þeim og ég var í tvær vikur að finna út að til að bjargast í þessu frumskógarlögmáli umferð- arinnar hjá ykkur var ekkert hægt að gera annað en taka þátt í dansin- um þó erfitt væri. Það er alveg ný reynsla að þurfa EKKERT að taka tillit til annarra, aðeins að bægslast áfram með hug- arfarinu FYRST ÉG og láta skeika að sköpuðu hvort árekstur og slys verði af akstursmátanum eða ekki. Allavega þakka ég forsjóninni fyrir að hafa vemdað mig í þessum ósköp- um og ég komst heill frá þessu og víst er að aldrei aftur reyni ég að taka bíl á leigu til að aka sjálfur í þessu annars yndislega landi. Aldrei á ævinni hef ég séð önnur eins kynstur af alls kyns og oft alveg óskiljanlegum árekstrum sem gerast með þeim hætti að engu er líkara en bifreiðastjórar hafi soíhað undir stýri og þetta skeður í veðri sem er svo gott að skyggni er ómælanlegt; sólskin og blíða ásamt þessu undur- hreina lofti að sést óravegu en ekki í blindþoku, súldarsudda eða dimm- viðri. Þetta er auðvitað eðlileg aíleiðing allt of hraðs aksturs. Maður er alltaf FYRIR í umferð- inni ef ekið er á þeim hraða sem lög mæla fyrir um og verður oft að hrökklast út í kant eða bara reyna að komast undan á annan hátt t.d. með því að auka hraðann. Þá gerist það að næsti maður á eftir virðist taka þetta sem hólmgönguáskorun, eltir mann uppi með tilheyrandi blikki á ljósum og músíkalskir bif- reiðastjórar flauta langdregið um leið og ruðst er fram úr á ca 80 til 120 km hraða, með einstökum svip sem segir: „Þú veður ekkert yfir mig, góðurinn," síðan er beygt snöggt inn í næstu götu, auðvitað án þess að gefa stefriuljós því í ís- lenskri umferð virðist næstum algert einkamál hvert beygt er þangað til, í sumum tilfellum alla vega, athöfnin er að gerast eða jafrivel yfirstaðin. Heildamiðurstaða okkar varð sú að ég er næstum viss um að þekkja þá bifreiðarstjóra úr sem nokkum tíma hafa ekið erlendis. Þeir em sennilega þó nokkrir því við hittum endrum og eins á alveg ágæta sam- starfsmenn í umferðinni. Ég er viss um að þeir hafa verið meira eða minna erlendis og þurft að aka þar. Það sést á akstursmátanum. Með bestu óskum að úr megi ræt- ast hið fyrsta því það mun spara mörg mannslíf og fjárhæðir svo miklar að svona lítið land eða öllu heldur svona fámenn þjóð mun finna fyrir því. Gangi ykkur allt í haginn og vonandi getur venjulegur ferða- maður sem ann þessu landi ykkar merkt mun til hins betra á næsta Vandræði í Svínahrauni Ágúst Sigurðsson, 0142-6583, hringdi: Ég lenti í því aðfaranótt mánu- dagsins rétt fyrir kl. 3 að ég var stoppaður af lögreglunni rétt áður en komið er að Þrengslaafieggjar- anum í Svínahrauninu. Ég er réttindaiaus og var því key rður til Selfoss þar sem skýrslu- taka fór fram. Ég bað lögregluna um að koma bílnum tii Hveragerð- is, Selfoss eða á einhvem öruggan stað en hún neitaði þó að hún hefði vel getað það mannafla vegna. Þegar mér var sleppt fór ég beint með öðrum til að ná í bílinn. Það hefúr liðið u.þ.b. klst. þangað til ég komst aftur upp að bítoum og þá var búið að keyra framan á hann, brjótaat inn í hann og stela úr honum. BíUton var svo skemmdur að það þurfti að fjar- læjja hann með kranabíL Eg fór aftur og talaði við lögregl- ima og vildi hún ekki kannast við að bíllinn hefði verið á ábyrgð þeirra en tveir lögfræðingar, sem ég hef leitað til, fúllyrða aftur á móti að svo sé. Bíllinn var sem sagt á fulla ábyrgð lögreglunnar og er það á meðan hann er úr umferð af þeirra völdum. Ég veit að þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan gerir svona lagað og ef einhver sem lent hefúr í þessu áður gæti gefið mér upplýs- ingar um hvemig ég á að snúa mér í þeasu máli þá væri það vel þegið. Guðmundur Steinsson, fyrirliði íslenska liðsins, á fullri ferð sl. miðvikudag þegar ísland sigraði A-Þjóðverja, 2-0. Stöð 2 fær bestu þakkir fyrir golf- þáttinn sem sýndur er á laugar- dögum. TSI hamingju strákar! Áhugamaður skrifar: Mig langar ti! að óska íslensku strákunum til hamingju með 2-0 sigur- inn gegn A-Þjóðverjum. Þeir áttu sigurinn skilinn og er langt síðan ég hef séð íslenskt lið jafiisamstillt og spila jafnvel. Þessi úrslit og 0-6 ósigur- inn gegn A-Þjóðverjum í vor fá mann til að hugsa hvort það geti verið að í 0-6 leiknum höfum við stillt upp B-liði okkar gegn A-liði þeirra og í sigur- Jóhanna skrifar: í DV þann 2.9. bað B.E. um eftirfar- andi texta sem er eftir Valgeir Sigurðs- son: Vertu sæl, mín kæra, og ég þakka þér það þýtur í ránum og brotnar við sker. Á sjóinn fer bátur frá bryggju í nótt. Gegnum brim og rastir til fiskjar er sótt. Vertu sæl, mín kæra, þó að kalt sé þar og toapþur sé leikur við ólgandi mar. leiknum hafi það verið öfugt? Ég held að það sé tími til kominn að við fáum okkur alvöru landsliðs- þjálfara í fótboltanum eins og í handboltanum. Við eigum gífurlega mikið af efnilegum leikmönnum hér heima í dag. Með þeim og nokkrum afgerandi leikmönnum sem leika er- lendis + góðum þjálfara getum við búið til frábært lið sem áhorfendur myndu flykkjast á völlinn til að sjá. Um djúp verður sótt bæði heiman og heim því að höfin þeim lúta, sem storka þeim. Gegnum brim og rastir þegar ber mig fley ég bylgjur skal varast en hræðist ei. I höfn yfir sjó ég sigli til þín vertu sæl, mín kæra, þú bíður mín. Kærkveðia.________________________ Góðir golf- þættir Gunnar Sigurðsson hringdl: Ég vil koma á framfæri innileg- um þökkum til Stöðvar 2 fyrir golfþættina sína sem sýndir eru reglulega á laugardagskvoldum kl. 6. Við golfarar erum geysilega á- nægðir með þetta og það eru fjöldamargir sem límast fyrir fram- an skerminn á laugardögum og horfa á þáttinn. Stöð 2 á allar þakkir skildar fyrir framtakið og ég vona bara að þátturinn haldi áfram í vetur. Þá veit ég lika fyrir víst að mun fleiri muni horfa á hann. Vegna þess að því er nú þannig farið að á vetuma getum við takmarkað spilað golf og verð- um því að sætta okkur við að horfe bara á þessa þætti sem svala þá þörfinni og koma að nokkru leyti f staðinn. Textinn kominn í leitirnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.