Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1987 25 Fólk í fréttum Ámi Sigfússon Ámi Sigfusson hefur verið í frétt- um D V en hann var kosinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á nýafstöðnu þingi þeirra í Borgamesi. Ámi er fæddur 30. júlí 1956 i Vest- mannaeyjum og lauk stúdentsprófi írá MH 1977 og B.Ed. prófi frá Kenn- araháskóla íslands 1981. Hann lauk mastersprófi í stjómsýslu frá Uni- versity of Tennessee í Bandaríkjun- un 1986 og var stundakennari í Vogaskólanum 1974-1978. Ámi var blaðamaður á Vísi 1980-1981 og framkvæmdastjóri Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Rvík 1982-1984 og hefur rmnið í hluta- starfi hjá Fjárlaga- og hagsýslustofn- un frá 1986. Ámi var formaður Heimdallar 1981-1983 og borgarfull- trúi frá 1986 og formaður félagsmála- ráðs. Kona Ama er Bryndis Guðmunds- dóttir talmeinafræðingur. Foreldrar hennar em Guðmundur Egilsson, flokksstjóri hjá Rafmagnsveitu Rvíkur, og kona hans, Hervör Guð- jónsdóttir. Þau eiga tvær dætur, Aldísi Kristínu og Védísi Hervöm. Systkini Áma em Þorsteinn Ingi eðlisfræðingur, sérfræðingur á Raunvísindastofnun, giftur Berg- þóm Ketilsdóttur, Gylfi viðskipta- fræðinemi, sambýliskona hans er Hildur Hauksdóttir, Margrét, nemi í innanhússarkitektúr, gift Heimi Gunnarssyni málarameistara, Þór viðskiptafræðinemi og Sif verslunar- skólanemi. Foreldrar Áma em Sigfús Jömnd- ur Johnsen, félagsmálastjóri í Garðabæ, og kona hans, Kristín Sig- ríður Þorsteinsdóttir. Föðursystkini Áma em Gísli, sjómaður í Vest- mannaeyjum, Anna Svala, gift Ólafi Þórðarsyni, b. og rafvirkjameistara í Suðurgarði í Vestmannaeyjum, Jón Hlöðver, útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum, Ingibjörg, kaupkona í Vestmannaeyjum, gift Bjamhéðni Elíassyni skipstjóra, móðir _ Áma Johnsen, frv. alþingismanns, Áslaug hjúkmnarkona, gift Jóhannesi Ól- afssyni lækni og kristniboða. Sigfús, faðir Áma, er sonur Áma Johnsen, útvegsbónda í Suðurgarði i Vest- mannaeyjum, Jóhannssonar John- sen, kaupmanns og útvegsbónda í Vestmannaeyjum, afkomanda Jóns Steingrímssonar, prófasts á Prest- bakka á Síðu. Móðir Sigfúsar var Margrét Marta Jónsdóttir, b. í Suð- urgarði í Vestmannaeyjum, Guð- mundssonar. Móðir Margrétar var Ingibjörg Jónsdóttir, b. og formanns í Hallgeirsey í Landeyjum, Brands- sonar, af Víkingslækjarættinni. Móðursystkini Áma em Stefán, kennari í Hafnarfirði, Víglundur Þór læknir og Inga Dóra, gift Guðmundi Guðjónssyni, deildarstjóra hjá Bíl- vangi. Kristín, móðir Áma, er dóttir Þorsteins, skólastjóra í Vestmanna- eyjum, Víglundssonar, b. á Krossi í Mjóafirði, Þorgrímssonar. Móðir Kristínar er Ingigerður Jóhanns- dóttir, b. á Krossi í Mjóafirði, Marteinssonar. Afmæli Hundrað ára í dag Einar Bjömsson, Litlalandi í Mos- fellsbæ, sem nú dvelur á Reykja- lundi, er hundrað ára í dag. Hann er fæddur í Laxnesi í Mos- fellssveit, þar sem faðir hans bjó,.en hann lést þegar Einar var þriggja ára og giftist þá móðir hans Einari Jónssyni, b. á Norðurgröf á Kjalar- nesi, og þar var Einar alinn upp til fullorðinsaldurs við gott atlæti. Hann gerðist bóndi í Lambhaga í Mosfellssveit en 1928 fluttist hann að Laxnesi og keypti þá jörð af ekkju Guðjóns Helgasonar. Einar bjó þar í 14 ár með Eyjólfi bróður sínum, sem fórst með Jarlinum 1941, en 1942 var jörðin seld og hætti Einar þá búskap og tók upp önnur störf. Einar flutt- ist þá að Litlalandi og hefur búið þar síðan. Hann hefúr aðallega unn- ið þar sem veiðivörður við laxveiðiár og stundað hestatamningar. Einar' er frægur hestamaður og bjó alltaf vel en ekki stóm búi og komst þó alltaf vel af. Hann er þekktastur fýr- ir tamningar og meðferð á hestum og hefur alla tíð tekið erfiða hesta og lagfært þá. Einar er vinsæll mað- ur og ákaflega vinfastur og vin- margur. Einar hefur verið mjög heilsugóður alla tíð og hefur talið að sín góða heilsa og hái aldur sé því að þakka að hann hefur átt mjög góða konu og fjölskyldu. Þegar Ein- ar var níræður héldu sveitungar hans honum mikla veislu en hann tekur ekki á móti gestum að þessu sinni. Kona Einars var Helga Magnús- dóttir. Foreldrar Einars vom Bjöm Kaprasíusson og Margrét Jónsdótt- ir. Einar Björnsson. Anna Hjartardóttir Anna Hjartardóttir, fyrrum hús- freyja á Geirmundarstöðum, nú til heimilis á Víðigmnd 6, Sauðárkróki, verður áttræð í dag. Anna er fædd í Þrastarstaðagerði í Staðarhreppi í Skagafirði. Hún gift- ist 1931 Valtý Sigurðssyni, f. 1902, og bjuggu þau á Geirmundarstöðum í Staðarhreppi fram yfir 1970 er þau fluttust til Sauðárkróks og lést hann þar 1982. Foreldrar Valtýs vom Sig- urður Jónsson, b. á Litlu-Gröf í Staðarhreppi, og kona hans, Gunn- vör Guðlaug Eiríksdóttir. Böm þeirra em Gunnlaugur, bifreiðar- stjóri í Rvík, kona hans er Jóhanna Haraldsdóttir, og Geirmundur, hljómlistarmaður og skrifstofumað- ur hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, kona hans er Mínerva Bjömsdóttir. Systkini Önnu em Sólveig, sem er látin, gift Tryggva Ámasyni, trésmið í Rvík, Guðlaug, sem er látin, var gift Eiði Thorarensen, trésmið á Siglufirði, Jóhannes Gísli, sjómaður í Ytri-Njarðvík, sem er látinn, var giftur Guðbjörgu Bjömsdóttur, Ásta, gift Haraldi Steingrímssyni, trésmið í Rvík. Foreldrar Önnu vom Hjörtur Ól- afsson, b. í Þrastarstaðagerði á Höfðaströnd, og kona hans, Jónína Margrét Gísladóttir. Anna Hjartardóttir Jón Ágústsson Jón Ágústsson prentari, frv. fqr- maður Hins íslenska prentarafélags, Hverfisgötu 21, Reykjavík, er sjötug- ur í dag. Hann er fæddur í Rvík og lauk prentnámi í Alþýðuprentsmiðjunni 1942. Jón tók sveinspróf í setningu 1943 og var vélsetjari í Alþýðuprent- smiðjunni 1943-1954. Hann var vélsetjari í Prentsmiðjunni Odda 1954-1974 og starfsmaður Lífeyris- sjóðs prentara frá 1974 og Lifeyris- sjóðs bókbindara frá 1977. Hann sat í stjóm Hins íslenska prentarafélags 1956-1976 og var formaður félagsins 1966-1971 og 1974-1975. Foreldrar Jóns em Ágúst Guðjón Jónsson, verkamaður í Rvík, og Þór- dís Kristjánsdóttir. Jón tekur á móti gestum í Félags- heimili FBM, Hverfisgötu 21, Rvík, milli kl. 16 og 19. Jón Ágústsson. 60 ára Hreiðar Hálfdánarson, Ásvalla- götu 48, Reykjavík, er 60 ára í dag. Vilhjálmur Sveinsson, Smyrla- hrauni 42, Hafnarfirði, er 60 ára í dag. Valgerður Bjarnadóttir, Raufar- felli 2, Austur-Eyjafjllahr., er 60 ára í dag. 50 ára Kristín Kristinsdóttir, Dvergholti 18, Mosfellssveit, er 50 ára. í dag. Ólöf Snorradóttir, Ásabyggð 6, Akureyri, er 50 ára í dag. ____________________40 ára Helgi Magnússon, Stekkjarbrekku 12, Reyðarfjarðarhreppi, er 40 ára í dag. Aðalsteinn Blöndal, Norðurfelli 3, Reykjavík, er 40 ára í dag. Sigríður Jónsdóttir, Rauðagerði 62, Reykjavík, er 40 ára í dag. Þórunn Bergsdóttir, Álfabyggð 6, Akureyri, er 40 ára í dag. Guðrún Eiríksdóttir Guðrún Eiríksdóttir, Kvíabólsstíg 4, Neskaupstað, er níræð í dag. Guð- rún fæddist að Sandvíkurseli í Norðíjarðarhreppi en hún á ættir sínar að rekja í Meðallandið í Vest- ur-Skaftafellssýslu. Þegar Guðrún var sjö ára lést móðir hennar og var Guðrún þá send í fóstur til Norð- fjarðar þar sem hún hefur búið síðan. Var hún fyrst f þrjú ár hjá Einari Jónssyni, hreppstjóra á Ekm, og konu hans, Jónínu Halldórsdóttur, en síðan önnur þrjú ár hjá Sigmundi Stefánssyni, skósmið á Neskaupstað. Eftir það bjó hún hjá fóður sínum til tvítugsaldurs, fyrst að Sólheimum og síðan að Steinholti í Neskaup- stað. Guðrún gifti sig 1918. Eiginmaður hennar var Pétur Ragnar Svein- bjömsson útgerðarmaður og sjó- maður, en hann drukknaði eftir fimmtán ára sambúð þeirra hjóna 1933. Guðrún stóð þá uppi með sjö böm, það elsta fjórtán ára en það yngsta sex mánaða. Henni tókst þó með dugnaði og hjálp bróður síns að halda fjölskyldunni saman og koma öllum bömum sínmn til manns. Elstur barna hennar er Eiríkur, verkamaður og sjómaður á Nes- kaupstað, f. 1918. Hann heldur heimili með móður sinni. Næstelstur er Ragnar, fyrrv. bæjarstjóri í Nes- kaupstað, og fyrrv. kaupfélagsstjóri í Hafnarfirði, f. 1919. Kona Ragnars er Hanna Valdimarsdóttir og eiga þau fimm böm. Sveinþór kemur næstur, f. 1922. Sveinþór hefur lengi verið skipstjóri á Amarfellinu. Hann býr í Reykjavík, er giftur Áslaugu Matthíasdóttm' og eiga þau tvo syni. Þá kemur Hallgrímur vélstjóri, f. 1925. Hallgrímur er vélstjóri á Kefla- víkurflugvelli. Hann er giftur Helgu Steingrímsdóttur en þau búa í Hafn- arfirði, og á hann þijú böm. Jens Gunnar, f. 1928, hefur verið bílstjóri og sýningarstjóri í kvikmyndahús- inu í Neskaupstað. Kona hans er Ásthildur Sigurðardóttir hjúkrunar- kona. Þau búa í Neskaupstað og Guðrún Eiríksdóttir eiga einn son og eina dóttur. Nanna Hlín, deildarstjóri i kaupfélaginu, er f. 1930. Hún býr hjá móður sinni í Neskaupstað. Pétur Ragnar er svo yngstur, f. 1932. Hann starfar á Keflavíkurflugvelli og býr í Hafiiar- firði. Kona hans er Sigfríð Björgúlfs- dóttir og eiga þau tvo syni. Sonur Hallgríms hefur verið alinn upp hjá ömmu sinni á Neskaupstað. Hann heitir Pétur Sævar, f. 1953. Pétur Sævar vinnur í frystihúsi í Neskaup- stað og spilar í hljómsveitinni Bumbumar. Foreldrar Guðrúnar vom, Eiríkur Runólfsson, b. í Bakkakoti syðra, í Meðallandi, og kona hans, Guðrún Ingimundardóttir. Faðir Guðrúnar, Eiríkur, var sonur Runólfs, b. og tré- smiðs á Klauf í Meðallandi, Sveins- sonar. Móðir Guðrúnar, Guðrún, var dóttir Ingimundar, b. í Staðarholti í Meðallandi, Sveinssonar, bróður Ingimundar eldra, afa Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals. Móðir Guð- rúnar var Kristin Sigurðardóttir, b. í Kerlingadal í Mýrdal, Freysteins- sonar. Guðrún er vel em og stjómar heim- ili sínu enn með aðstoð dóttur sinnar. Andlát Málfríður Jensdóttir, Köldukinn Páll Hafstað, Snekkjuvogi 3, 10, Hafnarfirði, lést laugardaginn 5. Reykjavík, lést 5. september í Landa- september. kotsspítala. Sigurður Ingvar Grímsson, Ragnar Einar Einarsson, Fum- Smáratúni 14, Selfossi, andaðist í gerði 1, andaðist 6. september í Sjúkrahúsi Suðurlands laugardag- Landspítalanum. inn 5. september. Ingvar Arnarson, Logafold 75, Pétur Þór Magnússon, Einilundi Reykjavík, lést af slysforum sunnu- 1. Garðabæ, lést af slysförum laug- daginn 6. september. ardaginn 5. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.