Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1987. Jarðarfaiir Stefanía Eiríksdóttir andaðist 28. ágúst sl. Hún fæddist 5. mars 1918 á Hesti í Borgarfirði, dóttir hjónanna Sigríðar Björnsdóttur og dr. Eiríks Albertssonar. Stefanía lauk stúd- entsprófi 1938 og vann eftir það ýmis störf, meðal annars við farkennslu og afgreiðslu í bókabúð. Hún giftist Myron Appleman. Þau eignuðust ekki börn en Stefanía átti eina dótt- ir. Mann sinn missti hún árið 1963. Eftir lát hans hóf hún nám í bóka- safnsfræði við Háskóla íslands og vann sem bókavörður á Akranesi og Selfossi um árabil. Útför hennar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag ,kl. 15, Ingvar Arnarson, Logafold 75, Reykjavík, sem lést af slysförum sunnudaginn 6. september, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 10. september kl. 10.30. Elín Jörgensen, Bogahlíð 18, verð- ur jarðsett frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. september kl. 13.30. Útför Elísabetar Maríu Matthías- dóttur fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 10. september kl. 15. Tillcyimingar Eldri borgarar í Reykjavik og nágrenni Farið verður í ferðalag laugardaginn 12. september nk. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöð BSÍ kl. 10 árdegis og ekið um Kjalarnes og Kjósarskarðsveg til Þingvalla, kaffiveitingar í Valhöll. Síðan ekið um Grafning, komið að Nesjavöllum og hitaveituframkvæmdir skoðaðar. Það- an verður farið um Grímsnes og til Selfoss, kafíiveitingar á hótelinu og kannski eitt- hvað til skemmtunar. Komið verður til Reykjavíkur um kl. 20 um kvöldið. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins, Nóatúni 17, sími 28812. Gullmen tapaðist Tapast hefur gullmen (mánaðarmerki - sporðdreki). Finnandi vinsamlegast hringi í sima 71024 eftir kl. 18. Fundarlaun. Skákþing íslands 1987 Keppni í drengja- og telpnaflokki (14 ára og yngri) verður dagana 11.-13. september nk. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad- kerfi og er umhugsunartími 40 mín. á skák fyrir keppenda. Ef næg þátttaka fæst verð- ur sérstakur telpnaflokkur, annars verður hafður sami háttur á og undanfarin ár. Teflt verður á föstudag kl. 19-23, laugar- dag og sunnudag kl. 13-18. Teflt verður í félagsheimili TR að Grensásvegi 46, Reykjavík. Þátttökugjald er kr. 300. Inn- ritun fer fram á skákstað föstudaginn 11. september kl. 18.30-18.55. Skákstjóri verð- ur Ólafur H. Ólafsson. Söngtónleikar í Hafnarfjarð- arkirkju Madrigalaramir munu halda söngtón- leika í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni verða verk m.a. eftir Philippe Verdelot, Thomas Morley, Ivan Ponce, John Farmer, Josquin Des Prés og Hans Leo Hassle. Madrigalaramir em: Hildigunnur Halldórsdóttir, Marta Guðr- ún Halldórsdóttir, Martial Nardeau, Sigurður Halldórsson og Sverrir Guð- mundsson. Tónleikamir verða endurtekn- ir í Nýlistasafninu sunnudagskvöldið 13. september kl. 20.30. Byggingahappdrætti Fær- eyska sjómannaheimilisins Dregið var í happdrætti Færeyska sjó- mannaheimilisins 7. september sl. Komu vinningar á miða: 6316, 10550, 10991, 818 og 2526. Nánari upplýsingar um vinninga eru veittar í síma 12707 og 43208. Húsnæðismiðlun stúdenta 1. september sl. tók Félagsstofnun stúd- enta við rekstri Húsnæðismiðlunar stúd- enta, en um árabil hefur stúdentaráð Háskóla Islands haft þá starfsemi með höndum. Fjöldi námsmanna hefur notið aðstoðar Húsnæðismiðlunar og em í dag u.þ.b. 50 manns á biðlista eftir íbúðum. Meðal nýjunga sem Félagsstofnun hefur bryddað upp á er ráðning fasts starfs- manns sem mun sjá um daglegan rekstur. Einnig er fyrirhugað að bjóða leigusölum upp á nýja þjónustusamninga þar sem Húsnæðismiðlun sér um innheimtu húsa- leigu og ýmsa aðra þjónustu. Má vænta að samningurinn verði tilbúinn í byrjun næsta mánaðar. Húsnæðismiðlun stúd- enta er til húsa í Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut í síma 29619. Opnunatími er kl. 9-12.30 alla virka daga. Tónleikar á Borginni Fimmtudagskvöldið 10. september koma fram á Hótel Borg hljómsveitirnar Hyskið, Bleiku bastarðarnir og Sogblettir. Tón- leikarnir hefjast kl. 22 og er miðaverð kr. 400. Handritasýning í stofnun Árna Magnússonar Handritasýning hefur að venju verið opin í Árnagarði í sumar og hefur aðsókn verið mjög góð. Þar sem aðsókn fer mjög minnk- andi með haustinu verða síðustu reglulegu sýningamar í dag, 8. september, og fimmtudaginn 10. september. Eftir þann t,íma verða sýningar þó settar upp fyrir skólanemendur og ferðamannahópa með nægilegum fyrirvara. í gærlcvöldi Ami Sigfússon, formaður SUS: Framhaldsþættir hvimleiðir Ámi Sigfússon Ég hef verið önnum kafinn að undanfömu og hef því lítið getað íylgst með útvarpi og sjónvarpi. Ég horfi þó á fféttatíma í báðum sjón- varpsstöðvunum en það getur orðið skemmtileg blanda. Á Stöð 2 er farið ítarlega yfir fá atriði en í RÚV er hlaupið um stærri flöt. Annars horfi ég lítið á sjónvarp, það er helst ef eitthvað spennandi er á dagskrá i kjölfar írétta að maður sitji lengur. Framhaldsþættir þykja mér hvim- leitt íyrirbrigði þar sem þeir krefjast þess að maður sé mættur við kass- ann á ákveðinni stund. Ég er ekki með afruglara þannig að ég get lítið nýtt mér af því sem boðið er upp á í Stöð 2. Undanfarið hefur einkennilegur hlutur verið að koma fyrir mig í útvarpsmálum. Ég er farinn að færa kvarðann æ oftar á gömlu gufuna. Þetta er hvíld frá harðri tónlist og spjalli. Það er hins vegar gaman að geta valið á milli. Ég hlusta hins vegar mest á Bylgj- una og Stjömuna. Ég myndi hlusta meira á Stjömuna ef ekki væri fyrir það að ég næ henni ekki í bílnum, ég veit ekki hvort það er tækið mitt eða útsendingin sem bregst en við náum ekki saman. Annars hlusta ég á allar stöðvar öðm hverju. Þar fær meira að segja kristilega stöðin sinn skerf. Ég er ánægður með þetta skipulagsleysi sem gerir það að verkum að maður getur alltaf fundið eitthvað við sitt hæfi og er ég óspar á að skipta um stöð í hvert skipti sem mér leiðist eitthvað. Kjartan Jóhannsson: Einkennileg vinnubrögð „Ég er mjög undrandi á ríkisstjóm- inni að sniðganga utanríkismálanefnd Alþingis í deilumálum síðustu daga við Bandaríkjamenn. Mér finnst þessi mál komin í einkennilegan farveg og sumt af því sem gert hefur verið geti orðið meira til ógagns en gagns,“ seg- ir Kjartan Jóhannsson, þingmaður Alþýðuflokksins og fulltrúi hans í ut- anríkismálanefhd. „Annars hef ég ekki frekar en aðrir nefridarmenn næga vitneskju um sjrvndilegar sviptingar í þessum mál- um. En ég tel það rangt að ráðfæra sig ekki við þingflokkana og ná sam- stöðu um aðgerðir ríkisstjómarinnar. Það blasir ekki beinlínis við hvers vegna þessi mál hafa verið flutt á borð forsætisráðherra, hvað þá forseta Bandaríkjanna. Ég tel að fyrst Bandaríkjamenn sættu sig ekki við þá málamiðlun sem gerð var um fækkun veiddra hvala hefði átt að íhuga að við kipptum okkar hluta af henni til baka til þess að við stæðum aftur jafnfætis. Þetta snýst ekki lengur um hvalveiðamar heldur óþolandi afskipti Bandaríkja- manna af innanríkismálum okkar,“ segir þingmaðurinn. -HERB Eyjólfur Konráð: Meridlegt ef Shultz eyðir tíma sínum í viðræður um hvalveiðar Utanríkismálanefnd Alþingis hefur verið boðuð til fundar um hvalamálið svokallaða í dag en nefndin hefur ekki fjallað um málið síðustu daga, að sögn am A OLLUM ALDRI VANTARí EFTIRTALIN HVERFI AFGREIÐSLA Þverholti 11, sími 27022 Eyjólfs Konráðs Jónssonar, formanns nefhdarinnar. Aðspurður hvort Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra, myndi ræða við utanríkisráðherra Bandríkj- anna um málið sagði Eyjólfur Konráð: „Mér finnst það merkilegt ef Shultz ætlar að eyða tíma sínum i viðræður um þetta mál.“ Búist er við því að fundur Steingríms og fulltrúa utanríkisráðherra Banda- ríkjanna verði síðdegis í dag eða á fimmtudag en þar mun Steingrímur reyna, samkvæmt upplýsingum DV, að komast að óformlegu samkomulagi um það hvað íslendingum líðst að veiða marga hvali í vísindaskyni í sæmilegum friði við Bandaríkjamenn. „Samkvæmt þeirra lögum ber Bandaríkjamönnum að beita einhveij- um viðurlögum ef um rányrkju á dýrastofhum er að ræða en ég veit ekki betur en að lög þeirra heimili vísindaveiðar. Þeim finnst það hins- vegar of mikið sem við tökumsagði Eyjólfur Konráð. -ój Reykjavík I Skúlagötu 54 - út Laufásveg Laugaveg 120-170 Bókhlööustig Borgartún 1-7 Síöumúla Síöumúla Suöurlandsbraut 4-16 Suöurlandsbraut 4-16 ***.*•**.*•••*•*•*•*••***** Aöalstræti Ármúla Garðastrætí SuÖurlandsbraut 16-36 Grjótagötu Hávallagötu Baldursgötu .............................. Bragagötu Skólavöröustíg .......................... Lokastig Skólavöröustig Bjarnarstig Lokastíg ************************** Hverfisgötu 2-66 Bergstaöastræti Vatnsstig Miöstræti Smiöjustig Grundarstig Aragötu Ingólfsstræti Oddagötu ************************** Fossagötu Hörpugötu ******************************* Byggöarenda Austurgeröi Litlageröi Skógargerði Laugaveg, oddatölur Bankastræti, oddatölur Lindargötu Klapparstig 1-30 Frakkastig 1-9 **************************** Freyjugötu Þórsgötu Lokastíg Átak í umferðarmálum: Margir misstu númerin Sextíu og sjö bílar voru færðir til skoðunar í gær. Af þeim voru aðeins fimm sem stóðust skoðun. Hraða- mælingar voru í nágrenni skólanna, en í gær var fyrsti skóladagur yngstu nemendanna. Voru 13 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur. Einn ökumaður var tekinn á Miklubraut í gær á 117 kílómetra hraða. Hefur hann nú verið sviptur ökuleyfi. Tveir ökumenn til viðbótar voru sviptir ökuleyfi í nótt af sömu sökum. Mikil slysalda hefur verið í Reykjavík að undanfömu. Tuttugu og sjö árekstrar vom í Reykjavík í gær. Lögreglumaður, sem rætt var við í morgun, sagði að nauðsynlegt væri að ökumenn heföu hugann við það sem þeir væm að gera en ekki við það sem þeir væm að fara að gera. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.