Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 30
JO
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1987.
Kvikmyndahús
Bíóborgin
Tveir á toppnum
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Sérsveitin
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.
Bláa Bettý
Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20.
Bíóhúsið
Undir eldfjallinu
Sýnd kl. 5, 7, 9, og 11.05.
Bíóhöllin
Geggjað sumar
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11
The Living Daylights
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Tveir á toppnum
Sýnd kl. 5, 7. 9 og 11.
Lögregluskólinn 4.
Sýnd kl. 5 og 7.
Innbrotsþjófurinn
Sýnd kl. 9 og 11.
Blátt flauel
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Háskólabíó
Superman IV
Sýnd kl. 7. 9 og 11.
Laugarásbíó
Hver er ég?
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Valhöll
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Rugl i Hollywood
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Regnboginn
Vildi að þú værir hér
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Kvennabúrið
Sýnd kl. 9 og 11.15.
Villtir dagar
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Herdeildin
Sýnd kl. 5 og 9.
Þrír vinir
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
Otto
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.
Ginan
Sýnd kl. 3, 7.15 og 11.15.
Stjömubíó
Óvænt stefnumót
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Neðanjarðarstöðin
Sýnd kl. 7 og 11.
Wisdom
Sýnd kl. 5 og 9.
Þjóðleikhúsið
Sala aðgangskorta er hafin.
Verkefni í áskrift leik-
árið 1987-1988.
Rómúlus mikli
eftir Friedrich Dúrrenmatt.
Brúðarmyndin
eftir Guðmund Steinsson.
Vesalingarnir, Les Miserables.
söngleikur byggður á skáldsögu eftir Victor
Hugo.
Listdanssýning
Islenska dansflokksins.
A Lie of the Mind
eftir Sam Shepard.
Fjalla-Eyvindur
eftir Jóhann Sigurjónsson.
Lygarinn
eftir Goldoni.
Verð pr. sæti á aðgangskorti með 20% afs-
lætti kr. 4320.
Ath! Fjölgað hefur verið sætum á aðgang-
skortum á 2.-9. sýningu.
Nýjung fyrir ellilífeyrisþega:
Aðgangskort fyrir ellilífeyrisþega á 9. sýn-
ingu kr. 3300.
Kortagestir leikárið 1986-1987:
Vinsamlegast hafið samband við miðasölu
fyrir iO. september, en þá fara öll óseld
aðgangskort i sölu.
Fyrsta frumsýning leikársins,
Rómúlus mikli, verður 19. september.
Almenn miðasala hefst laugardaginn 12.
september.
Miðasala opln alla daga kl. 13.15-19 á
meðan sala aðgangskorta stendur yfir. Sími
i miðasölu 11200.
aO'
ám
Wk-
Aðgangskort
Sala aðgangskorta, sem gilda á leiksýningar
vetrarins, stendur nú yfir. Kortin gilda á eftir-
taldar sýningar:
1. Faðirinn eftir August Strindberg.
2. Hremming eftir Barrie Keefe.
3. Algjört rugl Christopher Durang.
4. Síldin kemur, sfldin fer eftir Iðunni og
Kristinu Steinsdætur, tónlist eftir Valgeir
Guðjónsson.
5. Nýtt íslenskt verk, nánar kynnt síðar.
Verð aðgangskorta á 2.-10. sýningu kr.
3.750.
Verð frumsýningakorta kr. 6.000.
Upplýsingar, pantanir og sala i miðasölu
Leikfélags Reykjavikur í Iðnó daglega kl.
14-19. Slmi 1-66-20.
Einnig símsala með VISA og EUROCARD á
sama tíma.
Superman IV
Bandarísk frá Cannon Group INC.
Leikstjóri: Sidney J. Furle
Aðalhlutverk: Christopher Reeve, Gene
Hackman, Jackie Cooper
Enn á ný flýgur Superman um loft-
in blá og gerir góðverk 24 stundir á
sólarhring, hvar sem er og hvenær
sem er, og tekur ekkert fyrir það.
Fjórða myndin sinnar tegundar er
komin og nú er Superman farinn að
skipta sér af vígbúnaðarkapphlaup-
inu þrátt fyrir að hafa verið varaður
við að blanda sér í söguþróun jarð-
arbúa.
I upphafi myndarinnar kemur fram
að leiðtogafúndur stórveldanna hef-
ur farið út um þúfúr og nýtt víg-
búnaðarkapphlaup er í þann mund
að hefjast. Superman fær bréf frá 11
ára gömlum skóladreng sem biður
hann að eyða kjamorkuvopnum.
Eftir nokkra umhugsun ákveður
Superman að málefnið sé nógu göf-
ugt til að brjóta þá reglu sem honum
var sett, að blanda sér ekki í sögu-
þróun jarðarbúa. Hann heldur
áhrifamikla ræðu á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna og tilkynnir
útrýmingu kjamorkuvopna við mik-
inn fögnuð fulltrúanna. Síðan
hreinsar Superman til, safhar
sprengjunum saman í net og hendir
í sólina.
En snjallasti glæpamaður heims-
ins og aðalandstæðingur Superman,
Lex Luthor, sleppur úr fangelsi og
þá er ekki að sökum að spyrja. Vand-
ræði em á næstu grösum, einkum
og sér í lagi þar sem Luthor er ákveð-
inn í að hefna sín á ofúrhetjunni.
Lex Luthor, dyggilega studdur af
frænda sínum Lenny, rænir lokk úr
hári Superman. Lokkurinn er til
sýnis á safiii og heldur uppi 500 kílóa
steini. Þrátt fyrir það er hann klippt-
ur í sundur með einföldum vírklipp-
um!
Úr frumunum í lokk Superman
skapar Luthor kjamorkumanninn
sem fær orku sína frá sólinni. Kjam-
orkumanninum er ætlað að sigra
Superman og verða tæki Luthors til
að verða voldugasti maður heims.
Kjamorkumaðurinn dreifir ógn og
skelfingu um heiminn og virðist vera
Superman fremri hvað varðar afl,
auk þess sem hann heldur Superman
uppteknum við að gera góðverk. Um
tíma hverfúr Superman og enginn
veit hvar hann er niðurkominn,
margir segja að hann sé allur. Hann
birtist þó á síðustu stundu, endur-
nærður af kröftum frá Kiypton og
nú fer fram lokaorrustan þar sem
tunglið kemur mikið við sögu.
Superman IV er ekta fjöldafram-
leiðslumynd. Þeir sem hafa séð
myndimar í þessum myndaflokki sjá
fátt nýtt í Superman. Þetta er eins
og að heyra sama lagið með nýjum
texta. Clark Kent er alltaf sami
klaufinn, Lois Lane er söm við sig,
Lex Luthor sami þijóturinn og heim-
urinn á heljarþröm. Superman er
ágætis afþreying þegar ekkert betra
er að gera en fátt annað.
-JFJ
Háskólabíó/Superman IV
Superman
býður kjamork
unni byrginn
Lex Luthor kynnir Superman fyrir kjarnorkumanninum, versta vandamáli
sem sá bláklæddi hefur komist í kynni við.
Á ferðalagi__________._____________
Þjórsárdalsbæimir og Dímon
Mörk Þjórsárdals em oftast talin
við Gaukshöfða í Hagafjalli enda
lokar hann dalnum nær alveg. Fyrir
innan Gaukshöfðann skagar annar
lægri höfði að nafni Bringa. A milli
þessara tveggja höfða er giljótt og
hrikalegt landslag. Útsýni er frábært
frá Gaukshöfða og um höfðana tvo
er einstaklega fallegt að keyra. Veg-
urinn undir Bringu liggur alveg við
yfirborð Þjórsár og ef Hekla drottn-
ing lætur svo lítið að sýna sig er
útsýnið fullkomnað.
Þegar kemur inn fyrir Bringu
víkkar útsýnið óðum inn dalinn. Þar
em tveir bæir; Skriðufell undir
Skriðufellsfjalli og Ásólfsstaðir. Við
báða staðina er allmikill skógur en
árið 1938 friðaði Skógrækt ríkisins
land Skriðufells og þar hefur nú ve-
rið gróðursettur víðlendur nýskógm-.
Umhverfi þessara tveggja dalbæja
er unaðslega fagurt. Þar skiptast á
skógi vaxnar kvosir og ásar, giljóttar
hlíðar með lækjarsprænum og græn-
ar gmndir. Frá Skriðufelli blasir við
fjallahringurinn og fljótið auk þess
sem auðnin innar í dalnum sést vel
á aðra hönd. Litbrigðin í fjöllunum,
Búrfelli, Heklu og öllu umhverfinu
em alltaf jafrifalleg hvort sem er að
morgni dags eða að kvöldi þegar ljós
og skuggar skiptast á.
Við Sandá niður undan Ásólfsstöð-
um em aðaltjaldsvæði dalsins og þar
hinum megin árinnar em Gauks-
mótin um verslunarmannahelgina
haldin. I gili Sandár, sem hlykkjast
við tjaldsvæðið, er mjög fallegt um
að litast og er þessi staður vinsæll
dvalarstaður ferðamanna eða a.m.k.
viðkomustaður á leiðinni upp á há-
lendið.
Þegar haldið er áfram veginn, upp
dalinn, bregður svo skyndilega við
að komið er í sandauðn og vikur og
em það töluverð viðbrigði við gróið
landið og skógarlundina áður. Á
vinstri hönd blasir fjallið Dímon við.
Það er sérstakur klettahöfði með
þursabergi og stuðlum efst. Þar fann
dr. Helgi Péturss merkileg jarðlög.
Innar í dalnum miðjum gengur
fram langur fjallsrani, Rauðukamb-
ar, og htlu framar í beinu framhaldi
er fjallið Reykholt. Þama við heitar
uppsprettur undir Reykholti á milli
fjallanna er nýleg sundlaug.
Fjallið Dímon í Þjórsárdal.
Útvarp - Sjónvaip
Sjónvarpið kl. 22.05:
Allende
- náfrænka fyrrum forseta Chile
Isabel Allende er væntanleg hingað
á bókmenntahátíð I þessum mán-
uðl.
Þáttur frá danska sjónvarpinu,
þar sem rætt verður við hinn kunna
chileska rithöfúnd Isabel Allende,
verður á dagskrá sjónvarpsins í
kvöld.
Isabel Allende er fædd 1942 í Chile.
Hún starfaði sem blaðamaður en
skrifaði nokkur leikrit og sögur fyrir
böm áður en fyrsta stóra skáldsagan
hennar, Hús andanna, kom út árið
1982. Sú bók vakti gífúrlega athygli
og hefur verið þýdd á fjölmörg
tungumál. Önnur saga hennar, Um
ást og skugga, kom út árið 1984 og
hefur einnig hlotið afbragðsviðtök-
ur.
Isabel Allende er náfrænka fyrrum
forseta Chile, Salvadors Allende,
sem lét lífið í herforingabyltingunni
1973 og afdrif lands hennar og þjóð-
ar em henni mjög hugleikin.
Allende er væntanleg hingað til
lands á bókmenntahátíð í þessum
mánuði.