Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 32
FRÉTT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritst|órn - Auglýsingar - Á skrift - Dreifing: Sími 27022
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1987.
Drög að fjáriagaframvarpi:
Þögn sam-
ráðherra
* ersamaog
samþykki
- segir Jón Baldvin
..Samráðherrar tóku hugmyndum
mínum dável og enginn mótmælti
þeim ákaflega og þvi lít ég svo á að
þögn sé sama og samþykki," sagði
Jón Baldvin Hannihalsson íjármála-
ráðherra í samtali við DV í morgun.
Eins og skýrt var frá í DV í gær
kynnti Jón hugmýndir sínar til
tekjuöflunar ríkissjóðs sem og niður-
^ skurð á fjárlögum næsta árs á
dagslöngum ríkisstjómarfundi í gær.
„Markmið mitt er að ná fjárlaga-
hallanum niður í hálft prósent af
þjóðarframleiðslu á næsta ári sem
myndi þýða að fjárlagahallinn yrði
1,5 milljarðar í stað 3,5 eins og nú
stefnir í. Fjárlagahalli þessa árs er
um það bil 1,5% af þjóðarframleiðslu
eða um 3 milljarðar króna,“ sagði
Jón Baldvin.
Jón var spm-ður hvort hugmyndir
hans myndu þýða beinar skatta-
hækkanir fyrir almenning og sagði
hann erfitt að svara því í ljósi þess
að staðgreiðslukerfi skatta tekur við
um áramót en Ijóst væri að ffamund-
an væm skattabreytingar.
Loks sagðist Jón staðráðinn í að
afnema þá sjálfvirkni sem væri í fjár-
lögunum en ekkert hefði enn verið
ákveðið í þvi efhi.
Fjárlagagerðin fer nú í frekari
vinnslu og verður síðan lögð fyrir
annan ríkisstjómarfund. -S.dór
Matthías á
sjúkrahús
Matthías Á. Mathiesen samgöngu-
ráðherra lagðist í gær inn á sjúkra-
hús til meðferðar vegna bijóskloss í
baki.
Reiknað er með að ráðherrann
verði fjarverandi í viku til tíu daga
vegna þessa. -ój
Allar
gerðir
sendibíla
I 25050
SEnDIBiLKTÖDIIl
Borgartúni 21
LOKI
Nú er Stóri Rauður í ham!
Islendingur í
í London:
Skinb á hsði um
wVml|#Mifl Cfl MIVvl Mlll
Llov4a á%cf liigirfii
mana o& lun&u
W mw V
Ungur íslendingur liggur nú á
sjúkrahúsi og bíður eftir því að kom-
ast í aðgerð í London þar sem skipta
á um hjarta og lungu f honum. Þar
með yrði hann fyrsti íslenski hjarta-
þeginn.
Islendingurinn, sem er 24 ára, er
með meðfæddan hjartagalla og
gekkst undir hjartaaðgerð tveggja
- og verður því fyrsti íslenski hjartaþeginn
ára, Hann fann lítið fjTÍr hjartagall-
anum þar til fyrir nokkrum árum
að siga tok á ógæfuhliðina. Fyrir sjö
mánuðum var harrn lagður á sjúkra-
hus og tveim mánuðura síðar lá
niðurstaða læknanna fyrir: Eina
leiðin var að skipta um hjarta og
lungu í unga manninum.
í fimm mánuði hefur ungi maður-
inn legið á sjúkrahúsi i Reykjavík
og beðið eftir að komast í aðgerðina
sem einn fremsti hjartaskurðlæknir
í heimi mun framkvæma á sjúkra-
húsi í London. Biðin stafar hæði af
þvi að hörgull er á h'ffærum sem lík-
ami sjúklingsins mundi ekki halha,
og svo er íslendingminn ekki ffemst-
ur í forgangsröð þar sern líðan hans
er nokkuð viðunandi miðað við að-
stæður.
Ungi maðurinn mun því enn um
sinn bíða í óvissu eftir því að aðgerð-
in geti farið frám því engar dagsetn-
ingar er hægt að setja.
-ATA
Harka færist í Steingrím:
Framkvæmdir
stöðvaðar?
„Steingrímur Hermannsson utan-
ríkisráðherra óskaði eftir því að
forúthlutunarfundinum um ffam-
kvæmdir Bandaríkjamanna á Kefla-
víkurflugvelli yrði frestað um
óákveðinn tíma á meðan hann ætti í
viðræðum við Bandaríkjamenn fyrir
vestan,“ sagði Þorsteinn Ingólfsson,
forstöðumaður vamarmálaskrifstof-
unnar, í morgun.
Þorsteinn sagði að á þessum forút-
hlutunarfundi kynntu Bandaríkja-
menn fyrir íslendingum þær
framkvæmdir sem fyrirhugaðar væru
og í þessu tilviki þá ffamkvæmdir á
næsta. ári. Formlega væri svo gengið
frá málunum á fundi í Bandaríkjunum
í lok október.
- Situr utanríkisráðherra þennan
forúthlutunarfund?
„Nei, yfirleitt er það ekki.“
- Hvaða ffamkvæmdir eru það sem
blasir við að ffestist á næsta ári ef
dregst á langinn að halda fundinn?
„Þetta er spuming um viðhald og
nýjar framkvæmdir á Keflavíkurflug-
velli en ég get ekkj, sagt nákvæmlega
um hvaða framkvæmdir þetta eru.“
-JGH
Forsætisráðherra:
Engin tilkynning
um vsðræðunefnd
Steingrímur grípur töskuna
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra greip þéttingsfast í töskuna sina
þegar hann skundaði beint af ríkisstjórnarfundi i gær vestur yfir haf til Kanada.
Hann situr þar ráðstefnu frjálslyndra flokka. í leiðinni mun hann ræða við
Bandaríkjamenn um hvalamáiið. Það mál verður lika tekið föstum tökum.
DV-mynd GVA
„Við munum bíða með allar yfirlýs-
ingar um fr amhald málsins þar til þeim
viðræðum við Bandaríkjamenn, sem
fyrir dyrum standa, er lokið,“ sagði
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra í
samtali við DV um það hvort íslend-
ingar væru hættir hvalveiðum.
Veðrið á morgun:
Bjart og
hlyttaS-
og V-landi
Á morgun verður norðlæg átt á
landinu, dálítil rigning og 5 til 8 stiga
hiti norðanlands en þjart veður að
mestu á Suður- og Vesturlandi og 8
til 12 stiga hiti.
„Við getum ekki ráðið því hverja
Bandaríkjamenn senda til viðræðn-
anna og ég hef ekki fengið neina
formlega tilkynningu um það hverjir
það verða," sagði Þorsteinn þegar
hann var spurður hverjir yrðu í banda-
rísku viðræðunefndinni.
Búist er við því að viðræðunefhdim-
ar hittist í dag og þegar Þorsteinn var
spurður um þá yfirlýsingu utanríkis-
ráðherra að ekki stæði til að gera
grein fyrir hvalveiðunum sem slíkum
heldur áhrifum staðfestingarkæru á
íslendinga svaraði hann: „Eg geri ráð
fyrir því að Steingrímur geri grein fyr-
ir þvi sem mestu skiptir, hvalveiðun-
um.“
Aðspurður um bréfaskriftir forsætis-
ráðherra og Bandaríkjaforseta og
upphaf þeirra sagði Þorsteinn að áður
en hann sendi sitt fyrra bréf hefði ve-
rið búið að leggja málið fyrir forsetann
og því hefði þótt rétt að skrifa forset-
anum beint og leggja þannig áherslu
á okkar sjónarmið. „Bréfið frá mér fór
ekki fyrr en málið var komið til forset-
ans,“ sagði Þorsteinn.
-ój
- sjá einnig bls. 26