Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987. 29 Sviðsljós Eins og frægt er orðið er misjafn hátturinn hafður á þegar nýnemar eru teknir gildir inn i mennta- og framhaldsskólana - sums staðar með ruddalegum aðförum, annars staðar með kaffisamsæti. í Menntaskólanum í Reykjavik er gamla venjan sú að tollera nýnemana. Enginn telst fullgildur nemi við það menntasetur nema hafa fengið sinn skammt. gildir Þessar yngismeyjar fylgdust bara með ósköpunum úr fjarlægð, raunar út um gluggann á skólanum. Kannski bíða þær eftir því að að þeim komi að „fljúga" örlítið. DV-myndir Brynjar Gauti nemar i teknir Ólyginn sagði... Ursula Andress var einu sinni draumadís allra karlmanna. Síðustu ár hefur hún fallið í skuggann fyrir yngri og spengilegri dömum. En fátt er svo með öllu illt. Ritstjórar tímaritsins Playboy sáu það út að fá- klædd Ursula yrði gott söluefni þótt aldurinn væri farinn að færast yfir hana. Hvernig skyldi hún líta út í dag? Henni var boðin væn fjárfúlga fyrir að sitja fyrir á nokkrum myndum. Ursula var nærri búin að taka boð- inu en þá stöðvaði nýi kærastinn, Faustin Fagone, leikinn. Hann bauð Ursulu að velja á milli sín og nektar- myndanna. Ursula varð að vonum hvumsa en valdi kærastann. Janni Spies ríkasta kona Danmerkur er nú trúlofuð eins og fram hefur komið í Sviðsljósi. Kærastinn er Gunnar Hells- tröm sem er allmörgum árum eldri en Janni, líkt og eigin- maðurinn sem hún missti. Þegar Janni er spurð hvers vegna hún leiti til sér eldri manna í leit að eiginmanni svarar hún því að ungir menn höfði engan veginn til sín. Það er einhver hlýja sem hún finnur í fari eldri manna, eitthvað sem yngri menn skortir. Þessir ungu menn eru yfirleitt svo sjálfselskir og hugsa um fátt annað en konur og bíla. Janni segist vilja hafa karlmennina þroskaða og með önnur við- horf til tilverunnar. Þeir blönku Sumir hafa ekki efni á því að borga sig inn á fótboltaleik og þá er bara að finna eitthvert gott ráð því engin ástæða er að láta góðan leik fram- hjá sér fara. Nú, kannski hefur þeim einfaldlega þótt þetta vera besta stæðið, það sést nú vel yfir völlinn. DV-mynd Eiríkur Jónsson er væntanlegur til íslands í nóvember eins og kom fram í fréttum DV. Björn er nýskil- inn en hann segist hlakka mikið til að koma hingað til lands. Helst hefði hann vilj- að sýna litla syni sínum náttúrufegurð landsins en telur hann þó aðeins of ung- an til að njóta náttúrunnar. Björn ætlar að nota tímann til að kynna vörur sínar hér á landi en á næstunni hefst sala á Björn Borg-vörum. Líklega mun Björn nota tækifærið og þregða sér á dansleik því hann veit vel hve hér gefur að líta margar fallegar dömur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.