Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987.
Fréttir
— ,'ra., III i'iYnVYiSÍYliftllTíft
Vigdis þurfti að gripa í hatt sinn til að hindra að vindhviða feykti honum út í loftið við móttökuathöfn við Quirinale-höllina. Forseti Italiu fylgdist vel með. DV-simamyndir GVA
Vigdís í opinberri heimsókn:
Forseta Ítalíu boðið
að snæða rúsínuslátur
Fimm daga opinber heimsókn
Vigdisar Finnbogadóttur, forseta ís-
lands, til Ítalíu, hófst í gær. Utanrík-
isráðherra ítaliu, Andreotti, tók á
móti Vigdísi við komuna tO Róma-
borgar.
Flugvél Vigdísar var um klukku-
stund á eftir áætlun. Brottfór hafði
seinkað vegna snjókomu á Keflavík-
urflugvelii. Ryðja þurfti flugbraut og
afísa flugvélina.
Eftir móttöku á Rómarflugvelli var
ekið til Quirinale-hallar þar sem Vig-
dis mun búa. Þar bauö forseti Ítalíu,
Cossiga, Vigdísi velkomna svo og
fylgdarlið hennar, sem í eru meðal
annarra Steingrímur Hermannsson
utanríkisráðherra. Vigdís og Stein-
grímur áttu síðar í gær fund með
Cossiga og Andreotti.
Heimsóknin virðist ekki hafa vak-
ið mikla athygli fjölmiðla. Komu
Vigdísar var stuttlega getið í fréttum
ítalska sjónvarpsins með einni kyrr-
mynd af forsetum þjóðanna heilsast.
í dagblöðum í morgun var ekki staf-
krók að sjá um heimsóknina.
í dag hittir Vigdís borgarstjórann
í Róm og ritar nafn sitt í hina gullnu
bók borgarinnar. Síðan skoðar hún
Capitolinian-safnið.
í kvöld býður Vigdís til kvöldverð-
ar tfí heiðurs forseta ítalíu. Hilmar
Jónsson matreiðslumaður stjómar
matseldinni. Á matseðli hefur hann
meðal annars rúsínuslátur að hætti
móður sinnar.
Á morgun flýgur forsetinn til Sikil-
eyjar og dvelur þar í tvo daga. Meðal
annars verður henni sýnt eldíjallið
Ema úr lofti.
-KMU/GVA
Vigdis og Steingrimur áttu fund meö Cossiga og Andreotti síödegis í gær.
Cossiga, fórseti italíu, tekur á móti Vigdisi. Andreotti utanríkisráðherra til
hægri.
Egilsstaðaflugvollur:
Ganga bónleiðir frá sjúkrabeðnum
St. Jósefsspítali í Hafnarfirði er vett-
vangur átaka í samgöngumálum þessa
dagana en þar liggur Matthías Á.
Mathiesen samgönguráðherra á sjú-
krabeði. Ráðamenn á Egilsstöðum
heimsóttu hann í gær og heimsækja
hann aftur í dag og vilja fullreyna
samninga heimamanna við flugmála-
sfjóm um byggingu nýs Egilssfaða-
flugvallar. Ráðherra hefur nú ákveðið
opið útboð á verkinu og mun sam-
kvæmt heimildum DV ekki hvika frá
því.
Fyrir liggin- heimild á þessu ári til
þess að slá 60 milljóna króna lán í
fyrsta áfanga flugvallarins. Endur-
skoðuð framkvæmdaáætlun Almennu
verkfræðistofunnar hf. hljóðar upp á
42-45 milljónir. Forveri Matthíasar í
samgönguráðuneytinu, nafni hans
Bjamason, lét hætta við opið útboð og
heimilaði samningaviðræður við til
þess stofnað félag heimamanna. Þeir
buðu fyrst 59 milljónir, síðan 54 og síð-
ast töldu þeir sig til viðræðu um 45-50
milljónir króna.
Fulltrúar bæjarstjómar á Egilsstöð-
um telja að viðræðum hafi verið slitið
áður en fullreynt hafi verið að semja
við þá. Þeir benda á að launakostnaður
og vissir verkþættir séu vanmetnir í
kostnaðaráætlun og vísa ennfremur
til þess að aðkomuverktakar fyrir
austan hafi ítrekað gengið úr verkum
hálfkömðum og skilið eftir sig skulda-
slóða. Ástæöa þess sé undirboð og
ævintýramennska.
Sendimenn bæjarstjómarinnar fara
aftur heim í dag beint á bæjarsljómar-
fund og þangaö munu þeir bera bréf
samgönguráðherra þar sem hann
hafnar beiðni þeirra um frekari við-
ræður utan opins útboðs.
-HERB