Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987. Fréttir Sala á hrossum gekk ágætlega þrátt fyrir afar óhagstætt veöur og var meðalverð fyrir folöld 25-30 þúsund krónur og 80 þúsund krónur fengust fyrir eitt tveggja vetra trippi. DV-mynd gk Þórarinn V. Þórarinsson: Mjög óeðlilegt ef stjómvöld vevta ekki atvinnuleyfi „Ég vek athygli á þvi að verkalýðs- félögin veita ekki atvinnuleyfi hér á landi. Þau eru aðeins umsagnaraðfiar. Mér þætti það hins vegar í hæsta máta óeðlilegt ef stjómvöld, í þessu tilfelli félagsmálaráðuneytið, veita ekki útlendingum atvinnuleyfi undir þeim kringumstæðum sem nú ríkja á vinnumarkaðnum hér þar sem þús- undir manna vantar til vinnu,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, í samtah við DV vegna áskorunar Verkamannasambandsins til aðildarfélaga sinna um að sam- þykkja ekki atvinnuleyfi fyrir útlend- inga í fiskvinnslu. Þórarinn benti á að fólk frá Norður- löndunum þyrfti ekki að sækja um atvinnuleyfi hér á landi vegna samn- ings Norðurlandaþjóðanna þar um. Eför væri þá fólk frá írlandi og Bret- landi sem nú væri verið að fá til vinnu. Varðandi umsagnarrétt verkalýös- félaganna um atvinnuleyfi fyrir útlendinga sagði Þórarinn að hann hefði verið settur á til þess að félögin ættu þess kost að verja félaga sína atvinnumissi. Undir slíkum kringum- stæðum væri eðlilegt að félagsmála- ráðherra tæki tíllit til umsagna félaganna en þegar svo mikill viimu- aflsskortur væri sem nú stæðist það ekki og væri raunar óeðlilegt að taka tillit til neikvæðra umsagna þeirra. -S.dór Laufskálaréttir í Hjaltadal: Veðurguðimir í aðalhlutverkinu Gyifi Krisjánssan, DV, Akureyit „Ég tel að hér hafi verið um fjögur hundruð fullorðin hross en um sex hundruö hausar þegar allt er talið með, folöld og annað,“ sagði Haraldur Jóhannesson, réttarstjóri í Laufskála- rétt í Hjaltadal í Skagafirði, eftir að réttarstörfum var lokið á laugardag. Laufskáiaréttir þykja með mestu stóðréttum landsins og þangað kemur ávallt geysilegur fjöldi fólks víðs vegar af landinu. En nú voru veðurguðimir heldur betur í aðalhlutverkinu, háv- aðarok og mikil úrkoma. „Ég man ekki eftir öðru eins veðri í réttum hér,“ sagði Haraldur. „Það sést líka á því að hér er talsvert færra fólk en venjulega. í fyrra voru hér um þúsund manns en mun færra núna og fólkið hélt sig margt í bílunum." Skagfirðingar reka hross sín af Kol- beinsdal þegar þeir fara í síðari göngur og koma þeim fyrir í girðingu svo stutt er að fara eftir þeim á réttardaginn. Þrátt fyrir veðurhaminn gengu réttar- störfin vel og var aðgangur mikill í drullunni í almenningnum þegar menn voru að koma hrossum sínum í dilkana. Að sjálfsögðu voru menn í verslun- arhugleiðingum og seldu margir þokkalega að sögn Haralds. Ekki hafði hann þó heyrt um neinar stórsölur en gangverð á folöldum var á bilinu 25-30 þúsund krónur og hann hafði heyrt um 80 þúsund krónur fyrir tveggja vetra trippi. Eitthvað var um að er- lendir hestamenn væru að versla en þó bar ekki mikið á þeim, senniléga hafa þeir haldið sig míkið í skjóli fyrir veðrinu. Um kvöldið var svo réttardansleikur í Miðgarði og var þar mjög mikið fjöl- menni og menn í réttarstuði eins og venjan er að afloknum réttarstörfum í Laufskálarétt. Kaupfélagið á Patreksfirði: Engar breytingar á meðan greiðslu- stöðvunin vaiir - segir Anna Jensdóttir stjómarformaöur „Við höfum fengið greiðslustöðv- un tfi 2. janúar 1988 og á meðan hún varir verða engar breytingar gerðar á rekstri Kaupfélags Vestur-Barð- strendinga," sagði Anna Jensdóttir, stjómarformaður kaupfélagsins, í samtali við DV. Anna var spurð hveijar væm or- sakir erfiðleika kaupfélagsins. Hún sagði að bygging sláturhúss- ins, sem síðan var boðið upp á nauðungamppboði í vetur er leið, væri höfuðorsök erfiðleikanna. Einnig benti hún á að æ erfiðara yrði með hveriu árinu sem líður að reka verslun í dreifbýlinu. Með auknum og bættum samgöngum væri það svo að fólk á landsbyggð- inni færi í vaxandi mæli til Reykja- víkur í verslunarferðir. Ef verslanir úti á landi ætluðu að standa undir nafni yrðu þær að hggja með dýran lager sem hreyfðist hægt. Sannleik- urinn væri sá að aðeins svonefndar dagvöraverslanir gætu staðið undir sér úti á landi. Arma sagði að kaupfélagið gæti ekki dregið saman seglin frekar en orðið er nema þá að leggja alla starf- semi niður. Þegar hafa þijú útibú þess verið lögð niður, á Barðaströnd, Bfidudal og í Tálknafirði. Nýtt slát- urfélag hefur tekið við sláturhúsinu eftir nauðungarappboðið og eftir stendur þá matvöraverslun, vöra- skemma við skipaafgreiðsluna og byggingavöradeild. Hjá þessum deildum starfa á milli 10 og 15 manns að jafnaði. -S.dór Island fyrir Islendinga Það virðist eitthvað vera á reiki hvað vantar margt fólk til starfa um þessar mundir og í hvaða atvinnu- greinum. Því hefur verið lýst yfir af einum aðila aö það vanti að minnsta kosti tvö þúsund manns og þennan fjölda þurfi að flytja inn ef ekki á að skapast vandræðaástand. Það eina sem hamli þessum innflutningi sé húsnæðisekla og því hefur þessi vinnumiðlunarstjóri ákveðið að byggja nokkrar blokkir í Reykjavík undir erlendan verkalýð sem hann kveðst ætla að sækja til nágranna- landa í Skandinavíu, Englands og írlands. Forystumemj verkalýðsfélaga ókyrrðust mjög við þessi tíðindi og ætla nú að láta banna innflutning verkafólks þar til tekist hefur að knýja fram hærra kaup því til handa, sem og til innfæddra sem enn leggja sig niður við fiskvinnslu. Nú hefur verið rætt og ritað svo mikið um smánarlaun í fiskvinnslunni hér að halda mætti að erfitt reyndist að fá útlendinga til aö vinna á þessum lúsarlaunum. Þaö væri miklu betra fyrir þá. aö sitja bara heima og vera á sósíalnum í stað þess að þræla í frystihúsi á íslandi. Engu að síður segja innflytjendur verkafólks og vinnuaflsheildsalar aö hægt sé að fá. nóg af fólki á þeim kjörum sem gilda í dag og má skilja sem svo að fólk bíði í röðum eftir að komast í fisk á íslandi. Þá benda þeir einnig á að undanfarin ár hafi hundrað útlend- inga, aðallega stúlkur, unnið við fiskvinnslu í fystihúsum úti um land allt. Nú er það spuming hvort Guö- mundur Joð og félagar geti nokkuð skipt sér af því þótt hingað komi Norðurlandabúar til starfa. Norður- lönd era orðin sameiginlegur vinnumarkaður og eins og íslend- ingar vinna og búa hundraöum eða þúsundum saman annars staðar á Norðurlöndum hafa íbúar þessara landa fulla heimfid tfi að koma hing- að til starfa ef þeir kæra sig um án þess aö Guðmundur og félagar hafi nokkuð með þaö að gera. En það er nú einu sinni svo að við íslendingar fórum bara eftir milliríkjasamning- um þegar okkur hentar svo það getur vel fariö svo að hingaö komi ekki fleiri í vinnu fyrr en Guðmund- ur er búinn að tryggja þeim hærra kaup. Nú veit víst enginn hve margir útlendingar era að störfum hérlend- is og skiptir kannski engu máli meðan þenslan er á fullu og alls stað- ar vantar fólk. Hér í eina tíð fengum viö Færeyinga til að manna fiskir skipin og rákum þá svo heim þegar kjör sjómanna bötnuðu. Nú á hins vegar að snúa þessu við og bæta kjör fiskvinnslufólks svo um munar - gera þetta að slíku hálauna- starfi að þar vfiji allir vinna. En ef þaö vantar í heild í nokkur þúsund störf hér á landi þá hljóta þeir sem stökkva í fiskinn að skfija eftir sig laus störf. Dg hvað gerir verkalýös-. forystan þá? Ætlar hún að banna innflutning á vinnuafli í þau störf þar tfi búið er að hækka laun þar svo mikið að fólkiö hleypur úr frysti- húsunum á nýjan leik því betur býðst annars staðar? Þetta mál er allt hiö skemmttiegasta ef svo fer fram sem horfir. Kannski þetta íra- fár stafi einnig af því að í raun vtijum við ekkert með útiendinga hafa. Þeir mega koma hinga sem ferðamenn og eyða peningum en ef þeir ætia að setjast hér upp þá er það allt ann- að mál og raunar bara vandamál. Konungablóðið gæti farið að þynn- ast og ekki vfil nokkur maður taka ábyrgð á slíku. Við íslendingar era mestir og bestir og vfijum vera út af fyrir okkur og halda kynstofnin- um hreinum. Þess vegna er þetta kannski öðrum þræði viss þjóðemis- stefna verkalýðsforingja að beijast gegn útiendu vinnuafli þótt látið sé í veðri vaka að fosendumar séu aðr- ar. Raunar hafa margir látið þá skoðun í ljós að það sé svo sem í lagi að hingað komi eitthvað af fólki frá Norðurlöndum því íbúar þar séu svo líkir okkur. En það gegni allt öðra máli um barbara frá megin- landinu og Bretiandi, svo ekki sé nú minnst á þá sem koma lengra að. Þaö þýöir ekki lengur að leita á náð- ir Færeyinga því þeir hafa það orðið miklu betra en við. Kannski við verðum bara að rifa seglin og hægja ferðina í þeim tfigangi að takmarka vinnumarkaðinn við þessa 120 þús- und íslendinga sem era vinnufærir og koma þannig í veg fyrir að við verðum útiendingafárinu að bráð. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.