Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987.
5
Jón Baldvin Hannibalsson:
„Ekki flokksSeg ákvörðun"
„Forsetaembættið hefur á undan- Hannibalsson, fjármálaráðherra og
fómum ámm verið haflð yflr flokka- formaður Alþýðuflokksins, varðandi
pólitík. Alþýðuflokkurinn mun ekki áskoranir á Vigdísi Finnbogadóttur
taka afstöðu til forsetaframboðs, það um að gefa áfram kost á sér í forseta-
er ekki nein flokksleg ákvörðun í því framboð.
efni á dagskrá," segir Jón Baldvin -HERB
Svavar Gestsson:
Vigdís sHji áfram
„Ég styð það að sjálfsögðu að Vigdís
Finnbogadóttir gefi kost á sér áfram
sem forseti landsins og hvað það varð-
ar tek ég undir með Þorsteini Páls-
syni,“ sagði Svavar Gestsson,
formaður Alþýðubandalagsins, í sam-
tali við DV í morgun.
Svavar sagöist ekki hafa rætt þetta
mál við Vigdísi enn sem komið væri
en hann sagðist af og til ræða við for-
seta og myndi hann bráölega ræða
þetta mál við hana.
-S.dór
Halldór Ásgrímsson:
„Styð Vigdísi eindregið“
„Það hefur ekki verið rætt í Fram-
sóknarflokknum að skora á Vigdísi að
gefa kost á sér í forsetaembættið
áffam. En við höfum verið afskaplega
ánægð með störf hennar sem forseta
og ég tel einsýnt að við styðjum hana
áfram á meðan hún gefur kost á því
að gegna þessu embætti," segir Halíd-
ór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
og varaformaður Framsóknarflokks-
ins.
„Við hvöttum Vigdísi Finnbogadótt-
ur mjög til þess síðast að taka áffam
kjöri í forsetaembættiö og ég styð hana
eindregið nú ekki síður en þá.“
-HERB
Þórhildur Þorieífsdóttir:
„Enginn stórglæpur“
„Það má sjálfsagt finna einhveija
annmarka á því aö forsætisráðherra
skipti sér með þessum hætti af forseta-
ffamboði en þetta er enginn stórglæp-
ur, ekki get ég séð það, og það eru
fleiri að gera það sama,“ segir Þór-
hildur Þorleifsdóttir, formaður þing-
flokks Kvennalista, um áskorun
Þorsteins Pálssonar á Vigdísi Finn-
bogadóttur um að gefa kost á sér áffam
til forsetastarfa.
„Strangt til tekið geta afskipti af
þessu tagi hugsanlega stangast á við
einhveijar hlutleysisreglur, en þetta
slær mig nú samt þannig að ekkert
sé athugavert við það.“ -HERB
Albert Guðmundsson:
Ætla hvorki að hvetja né letja
Vigdísi í framboðsmálum
„Ég kem hvorki til með hvetja né
letja Vigdísi Finnbogadóttur til að
gefa kost á sér áfram sem forseti ís-
lands. Mér þykir það koma úr
hörðustu átt þegar forsætisráðherra
landsins er farinn að skipta sér af
svona málum. Mér þykir það ekki
viðeigandi,“ sagði Albert Guð-
mundsson, formaður Borgaraflokks-
ins, í samtali við DV í morgun
aðspurður hvort hann ætlaði að
reyna að hafa áhrif á Vigdísi Finn-
bogadóttur um að gefa kost á sér
áfram næsta kjörtímabil. -S.dór
Stjómmál
Warentest í Berlín, sem er ráðgefandi
stofnun í vörukönnun, hefur látið prófa
allar helstu ritvélategundir á markaðinum.
Niðurstaðan varð sú, að af þeim 8 teg-
undum, sem prófaðar vom, var
BROTHER CE 550 talin framúrskarandi
og dæmd „besta ritvélin".
Vegna hagstæðra samninga getum vió nú, meðan birgðir endast, selt
bestu ritvélina á markaðinum á
AÐEIIMS KR. 31.450.-
BORGARFELL, Skólavöióustíg 23, sími 11372
KOSTAKJÖR
15% VERÐLÆKKUN
ÞvaKKo^ tekur
UlvU IWI FORYSTUIMA
Fokksforingjar
og forsetinn
Þorsteinn Pálsson, formaöur
jálfstæðisflokksins, staöfesti i DV
laugardaginn aö hann heföi skýrt
rigdísi Finnbogadóttur frá þeirri
sk siiini að hún gæfl kost á sér til
forsetaframboös í það minnsta eitt
kjörtfmabil enn. Hvert er álit ann-
arra flokksforingja? Svör þeirra
birtast hér á síðunni
Funda-
■__æ__m.
nerrero
ffwff iriiMBiiri
oiais
Ragnars
Ólafur Ragnar Grímsson er
greinilega kominn á fulla ferð í
kosningabaráttu tfl formanns i
Alþýöubandalaginu. Um síðustu
helgi fór hann um Vesturlands-
kjördæmi og hélt fundi á Akra-
nesi, í Borgamesi, Ólafsvík og
Grundarflröi.
Samkvæmt heimiidum DV er
þetta aðeins upphafið að funda-
herferö hans um landið fyrir
landsfundinn. Um næstu helgi
ætlar hann aö halda fundi á Aust-
urlandi og siöan í öörum kjör-
dæmum.
Enn sem komið er hafa ekki
fleiri en hann og Sigríður Stef-
ánsdóttir veriö neöid sem
frambjóðendur tíl formanns Al-
þýðubandalagsins á landsfundin-
um sem hefst 5. nóvember
næstkomandi.
-S.dór
Hárlos ?
ÁSTA KAREN VAR ORÐIN ÞREYTT
Á AÐ HAFA BURSTANN ALLTAF
FULLAN AF HÁRUM.
Hún gerði sér grein fyrir að þéttur og góður hár-
vöxtur krefst réttra næringarefna, sem stundum skort-
ir í fæðuna.
Ress vegna reyndi hún HÁRKÚR töflurnar. Hálfum
mánuði eftir að hún byrjaði að nota þær var hún laus
við hárlosið og hefur það ekki angrað hana sfðan.
HÁRKÚR töflurnar innihalda næringarefni sem eru
nauðsynleg góðum hárvexti.
FÆST í HEILSUBÚÐUM, APÓTEKUM, HÁRSNYRTI-
STOFUM, HEILSUHILLUM MATVÖRUVERSLANA
OG HJÁ HÁRSKERUM.
Éh
eilsuhúsið
Skólavoröustíg 1 Sími 22966 • Kringlunni Sími 689266