Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987.
7
Matvöruversluninni lokað í
„svefhplássinu“ Svalbarðseyti
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Þegar ekiö er frá þjóðveginum niö-
ur afleggjarann aö Svalbaröseyri er
ekki laust við aö sú tilfinning geri
vart við sig aö hér sé um „dautt“
pláss aö ræða. Aö vísu er líf i nýju
íbúðargötunum tveimur ofarlega í
þorpinu en niöri viö sjóinn, þar sem
áöur fyrr iðaði allt af lífi, er nú ósköp
dapurlegt um að litast.
Raunasaga Svalbaröseyrar og
hrun kaupfélagsins þar hefur verið
í sviðsljósinu undanfarin ár. Er
óhætt að oröa þaö þannig aö Sval-
baröseyri sé orðin „svefnpláss" því
langflestir vinnufærir karlmenn
staðarins stunda nú vinnu á Akur-
eyri eöa á öðrum stööum viö Eyja-
fjörðinn.
Enn er Svalbarðseyri í sviösljós-
inu, nú vegna þess að Kaupfélag
Eyfirðinga, sem rekiö hefur mat-
vöruverslun á staðnum undanfarin
misseri, hefur lokaö fyrir þá þjón-
ustu. Skýringin er sögö vera sú aö
þar sem svo margir sæki orðið vinnu
til Akureyrar og kjósi fremur að
versla þar til heimilisins sé grund-
völlur fyrir rekstri slíkrar verslunar
þar brostinn.
En lokun verslunarinnar kemur
þó illa viö margt fólk, eins og t.d.
gamalt fólk og fólk í sveitunum í
kring. Þó er önnur verslun á staön-
um og eigandi heniiar segir aö sú
verslun geti veitt þá þjónustu sem
þarf ef fólkið vill þaö. DV kom við á
Svalbarðseyri í fyrradag og ræddi við
fólk þar.
Einar Viðarsson í bakaríinu.
DV-mynd gk
Draumurinn var að
starfa sjálfstætt
- rætt við Einar Viðarsson
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyxt
„Ég var aiveg viss um að þaö væri
grundvöllur íyrir rekstri lítils bakarís
hér á Akureyri og því sló ég til og
skellti mér út í þetta," segir Einar Viö-
arsson, ungur bakari á Akureyri, sem
í nokkum tíma hefur rekiö Einars-
bakarí í bænum.
Margir undruöust kjark hans að fara
út í þennan rekstur og keppa viö stóru
bakaríin tvö í bænum, Brauðgerð
KEA og Brauðgerð Kristjáns Jónsson-
ar sem hafa „átt“ markaöinn. En
Einar hafði kjarkinn sem þurfti og
reksturinn hefur gengið vel.
Einar lærði bakaraiðn hjá Jóni Al-
bert Kristinssyni í Álfheimabakaríi í
Reykjavík en fluttist til Akureyrar
árið 1985, heim á æskustöðvar eigin-
konu sinnar. „Ég fór þá að vinna hjá
Brauðgerð Kristjáns en draumurinn
um að starfa sjálfstætt var alltaf fyrir
hendi og svo sló ég til.“
- Er ekki dýrt fyrirtæki að setja svona
lagað á fót?
„Jú, þetta kostaði sennilega ekki
undir 10 milljónum króna en ég fékk
gott lán úr Iðnlánasjóði. Þetta hefur
gengið mjög vel og strax eftir að ég
opnaði var húsnæðið hér við Tryggva-
braut orðið of lítið. Nú er ég að velta
fyrir mér að kaupa viðbótarpláss hér
og þá væri ég á grænni grein.“
- Einar bryddaði upp á þeirri nýjung
á Akureyri að hafa opna brauðbúð um
helgar. „Mér finnst nauðsynlegt að
fólk geti fengið nýbökuð brauð og kök-
ur um helgar og sú þjónusta hefur
mælst mjög vel fyrir. Ég hef eignast
talsverðan hóp af fóstum viðskiptavin-
um sem ég þekki orðið persónulega,
þá eru flest stærstu fyrirtæki Akur-
eyrar hér í nágrenninu og því nóg að
gera,“ sagði Einar, en 14 manns eru á
launaskrá í hinu unga fyrirtæki hans.
„Getum séð um
þessa þjónustu"
- segir Stefán Einarsson
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri;
„Við getum auðveldlega bætt við vör-
um hjá okkur og séð um þessa
þjónustu fyrir fólkið hér í plássinu,“
sagði Stefán Einarsson, en hann og
kona hans, Bima Gunnlaugsdóttir,
hófu fyrir um tveimur árum starf-
rækslu verslunar á Svalbarðseyri.
Verslunin heitir Bimubúð og það er
Bima sem sér um rekstuinn. Hún var
ekki viðlátin er DV átti leið um á Sval-
barðseyri en Stefán sagði að upphafið
að þvi að þau fóm út í þennan verslun-
arrekstur hefði verið er KEA tók við
rekstri matvöruverslunarinnar af
KSÞ.
„Þeir tóku fyrir kvöld- og helgar-
verslun og fólkið var í vandræðum ef
það vantaði eitthvað. Við fórum því
út í þennan rekstur sem hefur gengið
vel. Við erum þó ekki með mjög mikið
vömúrval í dag, en við höfum húsrými
til að bæta við vörum og auka úrvaiið.
í dag erum við með allar helstu nauð-
synjavörur s.s. mjólk, brauð, kjöt,
dósa- og pakkavörur. Málið er bara
það að fólkið hefur í auknum mæli
kosið að versla inni á Akureyri. En
ef áhugi er fyrir því þá getum við
bætt þjónustuna héma mikið á þann
hátt að auka vömúrvalið," sagði Stef-
án.
Verslunin Birnubuð á Svalbarðseyri hefur gengið vel og eru eigendurnir tilbún-
ir til að auka þjónustuna við íbúana ef áhugi er fyrir hendi. Þessi mynd var tekin
í versluninni fyrir helgina. DV-mynd gk
Bjami Hólmgrímsson oddviti:
r?Auðvitað haima ég þessa þróun“
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri;
„Ég heyrði fyrst um þetta daginn
áður en lokað var og mér skilst að
ástæðan fyrir lokuninni sé tap-
rekstur,“ sagði Bjarni Hólmgríms-
son, oddviti og bóndi á Svalbarði,
um það að matvöruverslun Kaup-
félags Eyfirðinga á Svalbarðseyri
hefur verið lokað.
Versluninni var lokað fyrirvara-
laust frá og með 1. október og sagði
Bjami að hann væri að sjálfsögðu
ekki ánægður með það. „Aðvitað
harma ég þessa þróun hér á staðn-
um en maður getur lítið sagt þar
sem maður er ekki sérfræöingur í
verslunarrekstri. ‘ ‘
- Nú er vitað að lokun verslunar-
innar kemur verst niður á gömlu
fólki sem ekki á þess kost að versla
á Akureyri. Hvað er hægt að gera
fyrir það fólk?
„Það er ekki mikiö. Þó á að vera
möguleiki að aðstoða þetta fólk
þannig að það geti fengið helstu
nauðsynjavörur með póstbíl á veg-
um hreppsins og yrði þá um
daglega þjónustu að ræða.“
- En hvað veldur því að þínu mati
að margt fólk hefur fremur kosið
að versla á Akureyri en hér á
staðnum?
„Það spilar sjálfsagt ýmislegt þar
inn í. Að sjálfsögðu er fólk hér ekki
ánægt með að þurfa að greiða
hærra verð fyrir vörurnar en fólk
á Dalvík t.d. Vöruverð hér og á
Grenivík hefur verið þaö sama og
það hefur verið hærra en t.d. á
Dalvík. Svo verður að taka það með
í reikninginn að flestir sem búa hér
vinna orðið inni á Akureyri eða í
öðrum plássum hér við fjörðinn
eða eru komnir til sjós.“
- Er þá litla eða enga atvinnu að
hafa hér?
„Hún er sáralítil eins og er. Við
erum nú að binda vonir við aö kart-
öfluverksmiðjan fari í gang aftur
fljótlega og þá myndi hún veita 8-10
manns atvinnu," sagði Bjarni.
„Lokun kaupfélagsins kemur verst niður á gamla fólkinu," segir Bjarni
Hólmgrlmsson oddviti og er hann óhress með þessa þróun mála.
pV-mynd gk
Fréttir
vifiur
\lvíSk/2M i
AM
J/j'dnt, A&tf Atfhr
fZAíu/if'a/~ -fuufa,
íÆpí/um t*r a
Of /&r/ar AurxAtr****
-jíui A&éuéT fp ‘ jMtí
/. O/A/e-r -
Þetta skilti blasti við viðskiptavinum
Kaupfélags Svalbarðseyrar á
fimmtudagsmorgun. DV-mynd gk
Sigmar Benediktsson er óhress með
lokun kaupfélagsins. Hann er 83 ára
gamall og þarf nú að gera öll sín
innkaup á Akureyri. DV-mynd gk
„Það er búið
að fara illa
með þetta
pláss“
- segir Sigmar Benediktsson
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuryeyri:
Allir eru sammála um að lokun
matvöruverslunar Kaupfélags Ey-
firðinga á Svalbarðseyri komi verst
við gamalt fólk í plássinu. Einn
þeirra sem ávallt hefur gert sín heim-
ilisinnkaup þar er Sigmar Benedikts-
son og DV leit inn hjá honum. Sigmar
var fyrst spurður hvernig lokun
verslunarinnar kæmi viö hann og
hans heimili.
„Þetta kemur sjálfsagt mjög vel við
mig og mína konu en við erum bæði
83 ára gömul og ein í húsinu," sagði
Sigmar. „Ég hef alltaf verslað þama
en æth það sé ekki vilji þessara
manna að við sækjum allt sem við
þurfum til Akureyrar.
Ég vil taka það fram að ég er sam-
vinnumaður og ég starfaði í 34 ár sem
vélstjóri við frystihúsið hérna. En ég
. skil ekkert hvert mennirnir eru að
fara með því að loka þessari verslun.
Þetta er reyndar eftir öðru og sjálfur
tapaði ég stórfé á gjaldþroti Kaup-
félagsins, ég segi ekkert hversu
miklu.“
- Átt þú auðvelt með að komast inn
á Akureyri til að versla?!
„Auðvelt? Ég á bíl sem ég get farið
á til Akureyrar en ég hef bara lítið
gert að því að keyra úti á vegunum.
Annars á ég dóttur á Akureyri og
hún bjargar okkur sjálfsagt ef við
lendum í vandræðum.
Það er búið að fara illa með þetta
pláss og þeir sem bera ábyrgð á því
eru auðvitað þeir sem hafa stjórnað
sveitarfélaginu og e.t.v. þeir sem hafa
stjómað kaupfélaginu. Hér hefur
verið farið ógætilega í fjárfestingar
og það hefur sáralítið veriö rætt um
hlutina enda er nú á^standið orðið
þannig hér að maðiir sér ekkert
framundan og vonandi fömm við
j hjónin að K$na|£| eþibeimi^,“sagði,
Sigmar Benedíktsson’