Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987. 9 Utlönd Eldflaugaárásir gerðar á Bagdad Iranar skutu tveimur eldflaugum inn í Bagdad meö tæplega sex klukku- stunda millibili í gærkvöldi. Báöar eldflaugamar lentu í íbúöarsvæöi þar sem mannfall varö og miklar skemmdir á eignum. í morgun var ekki vitað hversu margir hefðu látiö lífið í eldflaugaárás- unum sem fylgdu í kjölfar haröra árása íraka á írönsk skip og olíu- hirgðastöðvar. Aö minnsta kosti fimm írönsk skip urðu fyrir árás við Hormuzsund. Af öryggisástæðum hefur ekki verið greint nákvæmlega frá hvar eldflau- gamar komu niöur í Bagdad. Undan- fama þrjá daga hafa að minnsta kosti fjörutíu manns látist og fimmtíu særst í eldflaugaárásum írana á horgir í ír- ak. í byijun þessa árs gerðu íranir og írakar árásir á borgir í Iran og írak. Þúsundir manna létu þá iifið og særð- ust. Fastafulltrúamir fimm hjá Örygg- herskip á siglingu við hliðina á japanska risaolíuskipinu Tokýo Maru. Japönsk skip sigldu út úr Persaflóa í gær þar sem þau ætla aö hætta sigling- um þar. Simamynd Reuter 130 féllu í Uganda Eitt hundraö og þijátíu raanns féllu i Uganda í gær þegar stuðnings- menn trúarleiðtoga þar réöust nær vopnlausir á sveitir stjómarher- manna. Trúarleiðtoginn, sera er kona, hefur leitt uppreisnarmenn í landinu og ganga stuöningsmenn hennar fram til bardaga syngjandi sálma, smurðir svörtum smyrslum sem þeir trúa að vemdi þá gegn byssukúlum. Talið er að um fimm hundruö þeirra hafi verið felldir undanfama fjóra daga, en á sama tíma er tálið að heildartala fallinna úr röðum uppreisnarmanna nemi þúsundum. Búast til átaka Hersveitir stjómarinnar í Suri- name búast nú til átaka við upp- reisnarmenn í landinu. Áætiað er að hefja sókn gegn uppreisnaar- mönnum þeim sem síöastliöinn fimmtudag réöust á Moenso-héraö í austurhluta landsins, um tuttugu kílómetra frá landamærum Suiin- ame og Frönsku Guyana. Aö sögn talsmanna uppreLsnamianna féllu ellefu manns í árás þessari. Stjórnarherinn hefur aflað sér mikils magns af vopnum og skot- færum, sem ætlunin er að nota í sókninni gegn uppreisnarmönnum, en ekki er vitað hvenær hún hefst í hefmsókn til Smrét isráöi Sameinuðu þjóðanna hittust í gær til þess að ræða næstu aðgerðir til þess að reyna að binda enda á Pers- aflóastríðið. Að sögn eins heimildar- manns rasddu þeir hvað gera mættí til þess að styöja aðalritarann, Javier Perez de Cuellar, í tilraunum hans til þess að fá írana til að fallast á vopna- hlésályktun Öryggisráðsins. Hafna rannsókn kjamorkumálanefndar arinnar. Að sögn talsmanns norska utanríkisráðuneytisins segja ísraels- menn að innan Alþjóða kjamorku- málastofnunarinnar væru pólitískar skoðanir andstæðar ísraelsmönn- um. Norsk stjómvöld eru enn ekki búin að ákveða hvort þau ætii að senda norska skoðunamefnd til ísraels til rannsóknar. Ekki er talið líklegt að norsk stjómvöld vilji fara í hart út af þessu máli. í öllum stærstu stjómmálaflokkunum í Nor- egi er að finna stóran hóp velunnara ísraels. Tamíltígrar skutu til bana átta hermenn Páll Vilhjálniascin, DV, Osló: Ríkisstjóm ísraels neitar að verða við beiðni norskra stjómvalda um að Alþjóða kjamorkumálastofnunin fái að rannsaka notkunina á norsku þungavatni í israel. Árið 1955 og nokkrum árum síðar seldu Norðmenn ísraelsmönnum mikið magn þungavatns. Þungt vatn er meðal annars notað til að fram- leiða kjamorkuvopn. Söluskilmál- amir kváðu meðal annars á um að norsk stjómvöld ættu rétt á að rannsaka notkunina á þungavatn- inu sem eingöngu var ætlað til friðsamlegra nota. Fyrir nokkm vöknuðu grunsemd- ir um að ísraelsmenn notuöu norska þungavatnið til framleiðslu kjam- orkuvopna. Þrýst var á norsk stjóm- völd að nýta skoðunarrétt sinn. Opin nefnd var send til ísraels í því skyni að fá stjómvöld þar til að samþykkja skoðun. Norðmenn vildu að Álþjóða kjamorkumálastofnunin sæi um skoðunina. ísraelsmenn samþykktu hins veg- ar ekki tillögu Norömanna um að skoðunarrétturinn yrði framseldur til Alþjóða kjamorkumálastofnun- Pullendran, leiðtogi skæruliða tamíltígra i austurhéruðum Sri Lanka, var einn þeirra sem styttu sér aldur i gær meö því aö gleypa hylki með blásýru. Þessi mynd var tekin af honum í septemberbyrjun þar sem hann sýnir blásýruhylki sem hann var með um hájsinn.. . Siraamypd Reuter Skæruliðar tamila á Sri Lanka skutu tíl bana í gær átta hermenn sem þeir höfðu tekiö til fanga. Var þaö aöeins nokkrum klukkustundum eftir að tólf tamílar í varðhaldi frömdu sjálfsmorð með því að taka inn blásým. Hermennimir höfðu verið fangar í sjö mánuði. Höfðu þeir verið teknir í árás á herbækistöð. Eftir að hafa sko- tið hermennina fóm skæruliðar með líkin aö strætisvagnastöð og afhentu þau friðargæslusveit Indveija. Sautján tamílar, sem vom á flug- velli á Jaffnaskaga og biðu eftir að flogið yrði með þá til Colombo, gleyptu hylki með blásým. Farið var með þá á hersjúkrahús þar sem tólf þeirra létust. Ástand hinna er enn alvarlegt. Tamílamir sautján vom teknir til fanga á laugardaginn þegar þeir vom að reyna að smygla vopnum á báti. Samtök þeirra hafa lýst því yfir að mennimir hafi verið óvopnaðir þegar þeir vom gripnir. Stuttu eftir sjálfsvígin gerðu tamíltí- grar árás á tvær herbækistöðvar á Jafínaskaga og rufu þar með vopna- hléð sem lýst var yfir í friðarsamning- unum frá því í júlí. Fjórir hermenn Mauno Koivisto, forseti Finnlands, er nú í opinberri heimsókn í Sovétríkj- unum og mun eiga þar viðræður við marga sovéska leiðtoga, þar á meðal Mikhail Gorbatsjov, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins. Aðalritarinn tók sjálfur á móti forsetanum í gær og bauð hann velkominn til Sovétríkjanna. Heimsókn Koivisto kemur í kjölfar tillagna Gorbatsjovs í síðustu viku, þar sem hann lagði til að efht yröi til viðræðna milli austurs og vesturs um takmörkun hemaöarathafha f Eystrasalti, Noröursjó, Noregshafi og Græn- landshafi svo og aðrar afvopnunarhugmyndir sem ná til Skandinaviu. Fílabeinsströndin er nú orðin grið- arstaður fyrir sértrúarsöfnuði af ýmsu tagi og þar starfa nú að minnsta kosti eitt hundrað slíkir. Meöal trúarstofhana landsins er heilsumiðstöð þar sem fólk Mtar sér lækninga gegnum bænahald. Kon- umar á myndinni em meðal þeirra sem vonast eftír úrlausn vandamála sinna f miðstöðinni og munu þær liggja kyrrar i þijá sólarhringa, með- an beðiö er fyrir þeim. Kvölar kvennanna em af ýmsu tagi, meðal annars era þarna konur sem þjást af krabbameini, af eyðni og af þvi að vera komnar fram yfir á ávísana- reikningi sínum. Hjálparstarf heldur áfram i Dur- ban i Súður-Afríku þar sem flóö geröu mikinn usla fyrir skömmu. Taliö er að um ein mifijón manna séu heimilislaus eftir flóöin. sem lögðu mikið af íbúðarhúsnæði í rúst. Flóð þessi era talin vera hin verstu sem gengið hafa yfir í Suður-Afríku, svo lengi sem menn muna. Björgunarstarf er allt miklum erf- iðleikum háð, þar sem samgöngur liggja víða algerlega niöri og fólk er illa fært um að bjarga sér sjálft Veg- ir rofiiuðu rpjög viða og talið er að mánuöir muni líða áöur en tekst að koma ástandinu f samt horf aftur. Engar tölur liggjaennfyrir um það hversu rnargir fórust í flóðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.