Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987.
Útlönd
DV
Albanía opnast
ferðamönnum
Albönsk bóndakona í hefðbundnum búningi á göngu fram hjá myndum
af feðrum kommúnismans. Símamynd Reuter
Kommúnistaríkið Albanía, sem
löngum hefur þótt fylgja harðari
stjómmálalínu og vera óaögengi-
legra en flest önnur ríki, er nú smám
saman að opna landamæri sín ferða-
mönnum og öðrum þeim sem hugur
leikur á heimsóknum. Aðstreymi
ferðamannanna er stýrt af varfæmi
því aðeins um þrem þúsundum
þeirra er hleypt inn í landið árlega,
en ijöldinn hefur þó vaxið mjög frá
því sem tíðkaðist fyrir fáeinum árum
þegar einungis örfáir heittrúaðir
kommúnistar og ævintýramenn
vom svo heppnir að fá landvistar-
leyfi.
Viðskipti og fréttamennska
Fyrir venjulega ferðamenn kostar
dvölin í Albaníu um fimmtán þús-
und krónur á viku. Smám saman
hefur ferðafrelsi þeirra innanlands
aukist og nú fá þeir að kynnast fom-'
um rústum, óspiHtri náttúm og
sérstæðu stjómmálakerfi landsins
Auk almennra ferðamanna hefur
fjöldi þeirra sem heimsækja Albaníu
í viðskiptaerindum, sem stjómarer-
indrekar annarra ríkja og sem fufl-
trúar erlendra fjölmiðla einni aukist
til muna. Albanir em nú að treysta
að nýju tengsl sín við umheiminn
en þeir einangmðust nær algerlega
eftir að sambönd þeirra við fyrrum
bandamannaríki sín, Júgóslavíu,
Sovétríkin og Kína, rofnuðu.
Æ fleiri erlend flugfélög sækja um
og fá flugrekstrarleyfi í Albaníu,
þeirra á meðal Swissair, sem nú flýg-
ur vikulega til Tirana, höfuðborgar
Albaníu. Júgóslavnesk, rúmönsk og
ungversk flugfélög bjóða jafnframt
upp á ferðir þangað.
Afslöppuð landamæri
Þeir sem þekkt hafa til í Albaniu
um nokkurt árabil segja að gjör-
breyting hafi orðið á viðhorfum í
landamæravörslu Aibana. Á landa-
mærum Júgóslavíu og Albaníu fyllir
myndaskýrslu um ferð sína, leit í
bifreiðum og farangri er yfirborðs-
kennd og ferðamenn yfirleitt boðnir
letilega velkomnir.
„Albanía er ekki lokað land, við
bjóðum útlendinga velkomna," segir
Shkelsqim Begari, embættismaður
sem oft tekur á móti erlendu fjöl-
miðlafólki. Og þeir sem komið hafa
tíl landsins undanfarið segja að aðrir
embættismenn ríkisins virðist taka
það viðhorf alvarlega.
Handan viö þessi afslöppuðu
landamæri eru þó önnur sem minna
á liðna tíð, þegar Albanía var lokað
land. Þar ekur ferðamaðurinn um
þungt jámhlið í gaddavírsgirðingu
og steinsteyptir herskálar minna
enn rækilegar á fortíðina. Vopnaðir
bændur sitja á ösnum sínum við
þessi landamæri og virða ferðamenn
fyrir sér.
Herbúðimar og gaddavírsgirðing-
amar vom byggð til að verja
Albaníu innrásum. Landið hefur
Símamynd Reuter
réðu því um fimm alda skeið og
sneru íbúum þess til múhameðstrú-
ar. ítalir réðust inn í Albaníu í
byrjun tuttugustu aldar og Þjóðveij-
ar tóku það í síðari heimsstyijöld-
inni. Óttinn við innrás átti sér þvi
ákveðnar forsendur þótt hann virð-
ist nú liðinn hjá að mestu.
Trúleysi
Albanía er eina trúlausa ríki ver-
aldar þar sem trúarbrögð em með
öllu bönnuö. Enver Hoxha, fyrrum
leiðtogi Albaníu, sem lést 1985, lét
loka moskum landsins 1968. í stað
trúarlegra minja em nú komnir
rauðir borðar og risavaxnar myndir
af leiðtogum heimskommúnismans.
Að mörgu leyti' hefur framþróun
orðið nokkuð hröð í Aibaníu undan-
farin ár. í Elbasan, einu af helstu
virkjum Tyrkja í landinu, er nú risin
mikil iðnaðarmiðstöð. í henni miðri
má þó greina merki þess hversu
langt á eftir Vesturlöndum Albanía
er enn. Bankar em svipaðir því sem
gerðist fyrir síðari heimsstyijöldina
annars staðar í Evrópu, án tölvu-
væðingar eða annarrar tæknivæð-
ingar.
Þótt Albanir hafi ef til viii loks
sannfærst um að enginn hyggi á
innrás í landiö lengur má ætla að
þeir opni nú landamæri sín meira í
von um vestræn áhrif. Telja verður
næsta líklegt að þeir geri sér grein
fyrir að ef landið verður áfram lokað
dragist það enn aftur úr og verði því
að standa frammi fyrir annarri og
jafnvel enn meiri hættu síðar meir.
Líkt og mörg önnur kommúnistaríki
hefur Aibanía ef tii viii komið auga
á að ekkert ógnar eins sjáifstæöi rík-
isins og það að vera ekki samkeppn-
isfær í efnahagslegu og tæknilegu
tiiiiti.
Haldi sjarmanum
Þeir sem þekkja Albaníu segjast
þó vona að framþróun sú er verður
muni ekki eyða þeim sjarma sem
þeir telja landið hafa í dag. Þeir
hugsa með hryliingi tii þess ef bif-
reiðar ýta reiðhjólunum, sem ein-
kenna stræti höfuðborgarinnar, til
hliðar. Þeir viija ekki að Dajti hótel-
ið, sem á sínum tíma var byggt fyrir
ítalska einræðisherrann Mussolini,
breytist í túristagildru, með tilheyr-
andi glamri. Með öðrum orðum vona
þeir aö hin nýja Albanía og sú gamla
geti staöiö hiið við hlið.
Reynslan hefur að vísu kennt
mönnum að við sliku er vart að bú-
ast því tæknilegar og efnahagslegar
framfarir hafa mjög sterka tilhneig-
ingu tii að eyða þessum einkennum
fyrri tíma. Ef til viii verður því hver
síðastur að sjá og upplifa Aibaníu
eins og hún er í dag.
mun nanar en áður gerðist. ferðamaðurinn tii dæmis út mála- þurft aðjþola margar slíkar. Tyrkir
Hermenn úr fótgönguliði albanska hersins á göngu á sveitavegi.
Taiwanbúar krefjast samskipta við Kína
Þann 14. október næstkomandi
er búist við að yfirvöld á Taiwan
gefi út tilkynningu um takmarkað
ferðafrelsi til Kína. Ekki er þess þó
vænst að íbúar eyjarinnar verði
ánægðir þar sem þeir krefjast ótak-
markaðs ferðafrelsis.
Tæplega tvær milljónir manna,
þar á meðai sex hundruð þúsund
hermenn, flúðu frá Kína til Taiwan
árið 1949 ásamt stjórninni í Kína
sem kommúnistar þar steyptu af
stóli.
Taiwan, sem áður hét Formósa,
var á árunum fyrir og eftir alda-
mótin ýmist undir yfirráðum
Kínveija eöa Japana. Um þetta
leyti lýstu íbúarnir yfir sjálfstæöi
en Japanir brutu á bak aftur slíkar
tilraunir. í lok seinni heimsstyrj-
aldarinnar urðu Japanir að af-
henda Kínverjum Taiwan.
Tveimur árum seinna eða 1947
gerðu Taiwanbúar enn eina tilraun
til þess að öðlast sjálfstæöi en upp-
reisnin var bæld niður af stjóm
Chiang Kai-cheks sem síðan flúði
tii Taiwan. Frá 1949 hefur Taiwain
veriö starfrækt sem sjálfstætt lýð-
Tæplega tvær milljonir manna
flúöu til Taiwan áriö 1949 er kom-
múnistar gerðu byltingu í Kína.
veldi en öpinberlega er það aðeins
hérað í Kína.
Taiwan hefur notið efnahagslegs
og hemaðarlegs stuðnings frá
Bandaríkjunum til að koma efna-
hag eyjarinnar í góðar horfur.
Hagvöxtur er góður á eyjunni og
heiidarþjóðarframleiðsla mikil.
Tilfinningaflóð
Tilkynning yfirvalda í Taiwan í
síðasta mánuði um að leyfa íbúum
eyjarinnar að snúa heim aftur til
að sameinast ættingjum olli miklu
tilfinningaflóði sem embættismenn
á Taiwan reyna nú að halda í skefi-
um.
Vestrænir stjórnarerindrekar
eru þeirrar skoðunar að harölínu-
menn í stjórnarflokknum sjái
jafnvel eftir að hafa fært í tal til-
slakanir á ferðabanni eftir að hafa
orðið varir við það sem eitt blað-
anna kallaði meginlandssóttina.
Margir þeirra sem flúðu gerðu
ráð fyrir að dvelja aðeins í nokkrar
vikur á Taiwan. Vikurnar urðu svo
að tugum ára. Flokkur Chiang Kai-
-cheks talaði um að ná aftur
völdum í Peking og bannaði öll
samskipti við Kína á meðan á bylt-
ingu kommúnista stóð.
Stjórnin í Taiwan segist vera yfir-
höfuð kínverska alþýðuveldisins
„Við skulum fara heim,“ stendur á
borðanum fyrir aftan þennan Taiw-
anbúa sem er einn þeirra er flúðu
Kína árið 1949. Fyrrverandi meg-
inlandsbúar krefjast nú ótakmark-
aðs ferðafrelsis til Kína.
Símamynd Reuter
og líta á Kínverja, hvar sem þeir
eru, sem borgara þess.
Margir Taiwanbúa virðast nú
ætla að láta stjórnina standa við
stóru orðin sín með því að krefiast
ótakmarkaðs ferðafrelsis i eigin
landi. Þeir fara einnig fram á að
mega hefia verksmiðjurekstur á
meginlandinu og að verslun verði
frjáls milli Taiwan og Kína.
Ákæru að vænta
Víst þykir að hermönnum, opin-
berum starfsmönnum, fréttamönn-
um og kennurum verði meinað aö
fara til Kína. Líklegt þykir að Rauði
krossinn verði látinn hafa eftirlit
með ferðunum sem embættismenn
segja að verði leyfðar í mannúðar-
skyni. Kvisast hefur að Kínveijum
á meginlandinu verði heimilað að
heimsækja ættingja á Taiwan.
í síðasta mánuði virtu tveir
blaðamenn bann Taiwanstjórnar-
innar að vettugi og flugu til Kína
þar sem þeir voru í þrettán daga.
Þeir eiga nú yfir höfði sér ákæru
sem útgefandi blaðs þeirra kveðst
ætla að berjast gegn um leiö og
hann vitnar til stuðnings almenn-
ings.