Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987.
Frjálst.óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Hvað á að gera?
Ný þjóðhagsspá greinir okkur betur en fyrr frá þensl-
unni í efnahagslífmu. Við vitum af þessari þenslu. Við
vitum, að nú er flutt inn erlent vinnuafl. Við þekkjum,
að kaupmáttur tekna hefur aukizt ár eftir ár. Þjóð-
hagsstofnun sendir okkur nú nýtt yfirht yfir þróun
mála í ár. Það er því auðvitað meira að marka en stund-
um vafasamar spár stofnunarinnar um framtíðina.
Nú er gert ráð fyrir sjö prósent aukningu framleiðslu
í landinu. Búizt er við að þjóðartekjur vaxi um níu og
hálft prósent. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir, að kaup-
máttur atvinnutekna vaxi um 16-17 prósent á þessu
ári. Þetta er gott. En böggull fylgir. Þetta þýðir auðvitað
meiri einkaneyzla. Þar með vex þrýstingurinn á inn-
flutninginn. Því má búast við, að hallinn á viðskiptum
við útlönd verði 2600-2700 milljónir eða nálægt 1,3 pró-
sentum af framleiðslu í landinu. Við megum ekki lifa
um efni fram. Við megum ekki auka skuldabyrðina er-
lendis. Það getum við ekki gert komandi kynslóðum,
nóg er af slíku samt. Því verðum við að taka afleiðingum
þenslunnar. Þar reynir á ríkisstjórnina. Nú verður
þrýstingur á gengið. Ýmsir útflutningsatvinnuvegir
munu lenda í vanda. Stjórnin heldur í fastgengisstefn-
una. En auðvitað fer gengisfelling að koma til greina.
Hún mundi bæta tekjur útflutningsgreina. Hún mundi
hækka verð innfluttra vara og því geta unnið gegn inn-
kaupum þeirra. Stjórnvöld verða nú að glíma við
þensluvandann, sem er vissulega miklu betra viðfangs-
efni en að glíma við samdráttar- og kreppuvanda.
Þetta hlýtur að verða meginverkefni ríkisstjórnarinn-
ar á næstunni. Nú hefur kaup hækkað hinn fyrsta
október um yfir sjö prósent. Ekki gátu stjórnvöld hindr-
að þá kauphækkun. Verðhækkanirnar, sem þar voru
bættar, höfðu þegar orðið. Ekki er við Alþýðusamband-
ið að sakast. Kaupið varð að hækka samkvæmt samn-
ingum. Það er ekki heldur verkefni þessarar stjórnar
að stöðva með lögum þær kauphækkanir, sem kunna
að verða upp úr áramótum. Látið fyrirtækin bera ábyrgð
á því, hvaða kauphækkun þau samþykkja. Ríkisstjórnin
á að vera með í samningum, en þá einkum til að bjóða
fram niðurskurð ríkisútgjalda og minnkun tekjuskatts.
Ríkisstjórnin á ekki að koma inn í samningana til að
bera ábyrgð á gengisfellingu, sem þeir kunna að valda.
Menn ættu að vera sammála um, að grípa verður til
aðgerða gegn þensluvandanum. Við megum ekki þola
mikinn halla á viðskiptum við útlönd og skuldasöfnun.
Þá er fyrst til að taka, að ríkið hefur ekki komizt
klakklaust frá eigin búskap. Þrátt fyrir aðgerðir stefnir
enn í mikinn halla á ríkisbúskapnum. Þetta er ógæfu-
legt. Afgangur á að vera á ríkisbúskapnum, þegar þensla
er, til að draga úr henni. í sumum tilvikum getur verið
afsakanlegt að reka ríkisbúskapinn með halla, þegar
samdráttur er í efnahagnum. Nú er annað uppi á ten-
ingnum, og.ríkið bregzt rangt við.
Nú kemur til greina að auka aðhald í peningamálum,
svo sem með vaxtahækkunum. Það mundi strax draga
úr þenslunni. Enn má ræða um hækkun skatta til að
minnka einkaneyzlu. Flestum mun þó þykja nóg komið
af slíku. Þriðja og bezta leiðin er niðurskurður ríkisút-
gjalda, sem strax mundi vinna gegn of mikilli þenslu.
Þetta hefur verið rætt margsinnis en þó ekki nógu oft.
Þetta er sú leið, sem hver skynsöm ríkisstjórn mundi
fara við núverandi aðstæður.
Haukur Helgason
„Með bjálka
í báðum augum“
Góðvinur minn kom til mín í kurt-
eisisheimsókn á dögunum og eins
og vanalega kom hann færandi
hendi af hollráðum og ýmiss konar
þönkum um lífið og tilveruna sem
hann deildi með mér lengi dags.
Efst í huga hans var þó mynd ein
sem birtist í fjölmiðlum fyrir
skömmu og gegndi hnifkuti einn þar
aðalhlutverki en í aukahlutverkum
voru formaður Verslunarráðs ís-
lands og fjármálaráðherrann okkar.
Hinn fyrmefhdi var gefandi kutans
en sá síðamefndi þiggjandinn.
Þessi litla gjöf, gefin af örlátu
hjarta og enn örlátari hönd, vákti
viðmælanda mínum ýmsar þenking-
ar svo af varö ógleði mikil.
Riddarinn sigursæli
Viðmælandi minn fór að vísu fyrst
nokkrum velvóldum orðum um
þiggjandann, ráðherrann sigursæla,
sem hann sagði hafa lofað ótöldum
milljörðum í ríkiskassann mætti
hann nokkm um þann eðla kassa
ráða. Nú væri tómahljóð í kassanum
og kassavörður enginn annar en
riddarinn sigursæli með alla ósóttu
milljarðana sem hann áður kvað
auðvelt að sækja til þess stóreigna-
lýðs sem ranglega eignaði sér ísland.
Við komu riddarans sigursæla í
ráðherrastól hefðu allir þessir und-
ursamlegu milljarðar gufað upp en
í kassann verið klórað smápening-
um einum þar sem margfrægur
eyrir ekkjunnar væri aðalbúsílagið.
Jöfnunaraðgerðir
Nú er þessi vinur minn með þeim
undrum skaptur að vilja fleiri millj-
arða í ríkiskassann, sem hann kallar
að geymi samneysluþörf okkar allra
og þeirra mest sem mest þurfa á að
halda. Hann er einnig með þeim
ósköpum gerr að hann vill láta
byggja skóla, hafnir, heilsuver og
m.a.s. dagvistarheimili hreint út um
allar trissur og segir það bestu fjár-
festingu til framtíðar svo og ýmis
óarðbær mannvirki önnur sem
landshomamenn einir kunna að
meta. Hann heldur líka fram þeirri
firru að drýgstur hluti ríkisútgjalda
fari til jöfnunaraðgerða í þjóðfélag-
inu í formi trygginga, menntunar,
heilsugæslu og annars viðlika hé-
góma sem allt frjálshuga fólk forakt-
ar, vitandi um hin sönnu verömæti,
sem á fínu máli kallast „bisness" af
ýmsu ágætu tagi.
Hann er m.a.s. svo forhertur að
honum þykir sem meiri þörf sé að
spara annars staöar en hjá hinu op-
inbera, þó hann sé fundvís á ýmis-
legt sem einnig þar mætti betur fara.
Offjárfesting
Já, hann er svo undarlegur aö allri
gerð að hann afneitar því að mesta
offjárfesting okkar sé í þeim bann-
settu atvinnugreinum sem menn
enn stunda af einni saman sérvisku
og kenndar em viö landbúskap og
útveg. Hann gerir sig jafnvel sekan
um að telja ýmislegt annað upp á
undan sem offjárfest sé í og svo djúpt
er hann oftlega sokkinn að hann
nefnir verslun og viöskipti sem
dæmi um sóun og bmðl og hallmæl-
ir jafnvel nýju englastöðinni okkar
á „Guðs eigin“ flugvelli á Miðnes-
heiöi.
Og er þá aftur komið að kutanum
og gefandanum þó að þiggjandinn
hljóti áður ófáar kárínur úr munni
vinar mins fyrir það að hafa gleymt
öffum ósóttu miOjörðunum sem
urðu óvart að álögum á aOan lands-
lýð, þennan lýð sem aldrei er fjær
því en nú að eiga ísland, þó riddar-
inn sigursæO sitji klofvega á kassa
allra landsmanna og beiji ákaft fóta-
stokkinn eins og siður er þeirra
manna er ekki kunna hest að sitja.
Arftakar Skúla
Fádæma virðingarleysi vinar míns
í garö lúnna göfugu gefanda - versl-
dnárá’ðalsins a' Isláhdí -'má' gléggsf *
KjaUarinn
Helgi Seljan
fyrrverandi alþingismaður
helgum boðoröum gefendanna, sem
stjómarherrar síðustu ára hefðu tal-
ið sig verða að lesa kvölds og morgna
og um miðjan dag og hlýða í einu
og öOu, ef sáluhjálp ætti að vera í
augsýn.
Hefur frelsið staðnæmst?
Ekki gat ég neitað þessum sann-
indum með öOu því verslunaraðaO-
inn hefur látið á þrykk út ganga
árlega boðskap sinn og fyrirmæO um
leið til stjómarherra um hegðan aOa.
Hefur „frelsi“ verið þar fyrirferð-
armikið, frelsi undan skattaáþján,
frelsi frá hömlum öOum á athafnir
„bisnessúis", frelsi tíl að gera aOt
sem mönnum hugkvæmist, ef aöems
„er unnt að græða á því“. Frelsið
hefur aOtaf staðnæmst við dyr þess
heimtufreka launalýðs, sem vdl eiga
hlutdeOd í þeim gæðum, sem versl-
unaraðaOinn einn á að njóta. Það
„Frelsið hefur alltaf staðnæmzt við dyr
þess heimtufreka launalýðs sem vill eiga
hlutdeild í þeim gæðum sem verzlunar-
aðallinn einn á að njóta.“
marka af því að hann telur þessa
eðalbomu arftaka Skúla heitins
Magnússonar sækja aflafé sitt til
annarra með aðferðum, sem ekki
em prenthæfar að prúðra manna
mati. Aílafé þeirra telur hann sum
sé ekki gefiö þeún af Guði á hæðum
í krafti þeirrar gömlu helgisetningar
að Guð hjálpi þeim sem hjálpa sér
sjálfir - heldur telur hann aðra erf-
iða og sveitast tíl uppdialds þessum
elskum hjartagæskunnar, sparsem-
Ornar og göfugmennskunnar, sem
allir ærlegir menn vita að era ein-
kenni þeirra æðst og mest.
Skera, skera
Gefandinn góði kemur nú aftur
beint við sögu og vOiur minn segir
að hann hafi haft uppi þulu þessa
um leið og hann afhenti „fiára“ karl-
inum kutann. „Bregð þú kuta þínum
sem best og fimast. Skerðu niður -
norður og niður. Skerist burt skólar
og sjúkrahús, heimdi ellimóðra og
örkumla, einnig vistir óþarfra bama,
minnki mennt og menning, trosni
aOar tryggingar, skerðu burt mein
aOs kyns eins og námslán óráð-
síunnar, sérkennslu sóunarinnar,
aðstoð tíl fatlafóla og félagslegs jafn-
réttiskjaftæðis - svona utan enda.
Hér er aðeins hið fegursta úr þul-
unni fært á blað eins og vinur minn
sagði hana vera. Hvílíkir endemis
órar og ragl. En vinur minn kvað
mig geta lesið þetta aOt með aðeins
fegurri orðum og kurteisislegri í
hefur Oka snarlega numið staöar við
aOar athafnir Idns opinbera, enda
bera þær yfirleitt ekki skjótan arð,
allra síst fyrir verslunaraðaOnn og
þ.a.l. er það ekki góður arður.
Hin heilögu hof
En aftur aö lokaorðum míns mæta
vinar. Hann kvað þessa kutagefend-
ur síst allra eiga að reyna að hafa
vit fyrir öðrum. í engu væra þeir til
fyrirmyndar um sparsemi og aðhald.
Hann fór að agnúast út í íðidogur
musteri þeirra og kvað þörf á aö þar
kæmi eOihver inn td að sópa út þeim
óguðlegu og svo langt gekk hann að
nefna hið hedaga hof Mammons -
Kringluna. Var mér þá að vonum
öOum lokiö. Ég fór í það að rýna í
mynd og frásögn af þessu atviki og
sá raunar að kutann skyldi nýta tO
þess annars vegar að spara ada hluti
hins opOibera og svo hins að leggja
ekki skatta á aðalinn.
Enda brýndi vinur minn raustina
og sagði: „Þeim ferst, sem svikja
mdljarða undan skatti („fiári" er tO
vitnis um það) og þenjast út með
degi hverjum eins og púkinn á fiós-
bitanum - alþýðan sér um það.
Hektaramir era yfirbyggðir í steypu
og marmara Mammoni og aðO hans
td dýrðar og vegsömunar. Og svo
ætla þeir að sýna öðrum hvemig á
að spara. Þessir Farísear með bjálka
í báðum augum.“
Þessu er hér með komiö á fram-
færi.
Helgi Seljan
Fjármálaráðherra talar til fréttamanna. Hann varð aðnjótandi sendingar
Verzlunarráðs. • ............-.................................