Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987. 15 Auglýsing á smygli? Það vakti furðu mína, þegar Búvöru- sýningin var haldin nýlega, þegar var bryddaö upp á nýjungum hjá landbúnaðarforystunni og borin á borð fyrir alþjóð smygluð skinka. Þessi smökkun fór fram í bás Bændablaðsins. Ekki nóg með það heldur var hún líka auglýst kirfilega í hátalarakefi Reiðhallarinnar, enn- fremur í útvarpi svo enginn missti af því. Gaman eða alvara? Þvílík niðurlæging fyrir snilldar- framleiðanda og hinn þjóðkunna Þorvald Guðmundsson í Síld og fisk sem hefur verið talinn einn fremsti ef ekki besti framleiðandinn í þess- ari grein. En ekki má gleyma öðrum ágætismönnum, þar á ég við Hrafn Backman. Þetta uppátæki var gert af Bjama Harðarsyni, ritstjóra Bændablaðs- ins, sem fékk fullt leyfi Jónasar Jónssonar, búnaðarmálastjóra og formanns sýningamefndar BÚ ’87, til að framkvæma þessa hluti. Til- gangur með þessari sýningarauglýs- KjaUariim Jóhann Páll Símonarson sjómaður ingu átti að vera gamanmál en breyttist fljótlega í alvörumál. Reynt var að dreifa vandamálum þjóðar- innar yfir á blessaða sjómennina okkar sem hafa verið að færa þjóð- inni björg í bú. En eftir höfðinu dansa limimir, segir máltækið. Ég held að þessir vesalings menn hafi gert þetta af fljótfæmi því þeir hafa ekki hugsað dæmið til énda þegar þeir buðu sýningargestum að bragða á íslenskri og smyglaðri skinku sem fór á þann veg að þjóðarskinkan vann, 34-25. Þvílíkur sigur fyrir Þor- vald í Síld og fisk og Hrafn Backman og hans félaga. Þetta sýnir að þessir framleiðendur standast fyllilega er- lenda samkeppni. Ég held að menn ættu að standa vörð um þessa menn frekar en að reyna að lítilsvirða þá í augum þjóðarinnar. En eitt finnst mér furðulegt hjá búnaðarmálastjóra, aö hann, sem fyrrverandi alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Norðurlands- kjördæmi eystra 1973-1974, skuli láta hafa sig út í svona fíflagang. Spurningarvakna Spumingar vakna hjá mér. Var þetta kannski gert með ráðum innan Framsóknarflokksins til að dreifa athyglinni frá Útvegsbankaævintýr- inu sem Framsóknarflokkurinn var flæktur í? Enda em fleiri hissa en ég. Sumir em orðlausir. Þar á meðal Ingi Tryggvason, fyrrverandi for- maður Stéttarsambands bænda, sem sagði þetta í DV 20. ágúst 1987: „Mér finnst þetta alveg stórmerkilegt mál, ég er eiginlega orðlaus." Ennfremur sagði landbúnaðarráðherra í DV 20. ágúst 1987 eftirfarandi: „Þetta mál kemur mér undarlega fyrir sjónir og ég hef ekkert um það heyrt fyrr en núna,“ sagði Jón Helgason. Þann 21. ágúst, þegar Jón Helgason var spurður hvort ráöuneytið hygð- ist kæra þetta mál til toÚyfirvalda eða raxmsóknarlögreglu, sagði hann efdrfarandi: „Ég vil ekkert rnn það segja á þessu stigi, ráðuneytisstjóri er með máliö til meðferðar. En ég held að fréttaflutningur af þessu til- tæki hljóti að hafa náð eyrum toll- gæslunnar og lögreglunnar." Ennfremur sagði Sveinbjöm Dag- fmnsson, ráuneytisstjóri í land- búnaðarráðuneytinu og stjómar- maður í BÚ ’87, að honum fyndist tollgæslan og lögreglan hafa fullt til- efni til að kæra þetta mál til rarrn- sóknarlögreglu ríkisins. „Þeir sem stóðu að smyglauglýsingunni verða að svara fyrir sig sjálfir." sagði Sveinbjöm Dagfinnsson. í framhaldi af þessu hefur vaknað hjá mér spuming. Vpm kannski landbúnaðartækin á BÚ '87 öll und- anþegin tolh? Þá varpa ég þeirri spumingu til tollgæslustjóra og yfir- manns rannsóknardeildar hvort þeir hafi öll þau gögn varðandi innflutn- ing á þessum tækjum á BÚ ’87 og hvort þau hafi verið löglega flutt inn. Mikilvægari málefni Mér frnnst persónulega að ritstjóri Bændablaðsins ásamt fyrrverandi alþingismanni Framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra (búnaðarmálastjóra) ættu að snúa sér að öðrum mikilvægari málefnum bænda sem búa við lökustu kjör í þessu landi. Því þeir sitja ekki við sama borð og aðrir þjóðfélagsþegnar. Þar á ég viö kaupmátt þeirra því að bændafólk þarf að lifa á lúsarlaun- um og fer harönandi með hveijum deginum sem iíður því bændum fækkar mjög ört vegna ails kyns hafta og banna sem landbúnaðar- ráðherra hefur rejmt að koma í gegn. Þar á ég við kvóta á bændur. Mín skoðun er að bændur rísi nú upp og selji sínar afurðir milliliðalaust en láti ekki aðra kúga sig lengur því nú er nóg komið, vörum bænda er haldið allt of dýrum því miililiðir eru of margir og aflir þurfa sitt. Útkoman verður núll. En ekki má gleyma slát- urfélögunum sem hirða stóran hlut af þessum krónum bænda enda þurfa menn ekki arrnað en að sjá allar hallimar þeirra, þá komast þeir að því rétta. Ég held að þessir milliliðir geti ekki haldið áfram á sömu braut þvi vörum bænda er haldið allt of dýrum. Það verður að verða brevting á þessum hlutum til þess að aliir þjóðfélagsþegnar geti keypt vörur bænda án þess aö fólk grípi um magann. Allir verða að lifa í þessu landi. Mér finnst bændur hafa verið htilsvlrtir þjóðfélaginu að undanfömu. Þar á ég við haugakjö- tið margumtalaða. Kannski vaknar sú spuming hvort rottumar á haug- unum séu á leið niður á Alþingi að éta upp Framsóknarflokkinn með húð og hári. Þá fá bændur kannski viðunandi verð fyrir sínar afurðir. Jóhann Páll Simonai-son „Tilgangur með þessari sýningaraug- lýsingu átti að vera gamanmál en breyttist fljótlega 1 alvörumál.“ Hvað vill meirihlutinn? DV hefur við skoðanakönnun fengið verulegan meirihluta með því að áfengur bjór verði seldur hér á landi. Þessari niðurstöðu fylgir svo Hauk- ur Helgason ritstjóri eftir með leiðara 29. september. Sýnist honum málið næsta einfalt og eðlilegt að þingið setji nú lög um frjálsa bjór- sölu. Þetta er þó ekki svo einfalt sem ýmsum virðist. í þessari skoðanakönnun var spurt: Ertu fylgjandi eða andvigur sölu áfengs öls hér á landi? Sundurleitur meirihluti Þeir sem segjast vera fylgjandi áfengu öli em það margir hverjir með vissum skilyrðum en annars ekki. Fylgi þeirra er skilyrt. Um það var ekki spurt. Það er takmarkað hvað einir og aðrir blaðamenn skilja en þingmenn ættu að vita öðrum betur að ekki er nóg að óska einhvers. Það þarf að ákveða framkvæmd. Þessi meirihluti með áfenga bjóm- um er sundurleitur og getur alls ekki komið sér saman um tilhögun sölu og dreifingar á bjómum. Að vísu segja sumir bjórmenn nú KjáUaiinn Það hggur í augum uppi að yrði bjórinn seldur í áfengisútsölum yrði kvartaö og kveinað um misrétti og ójöfnuð, annars flokks fólks og und- irmálsmenn. Hitt má vel vera, að bjórmönnum finnist ráðlegast að vinna máhð í áfóngum. Mismunandi viðhorf Ef DV vill kanna viðhorf almenn- Á að binda söiu áfengs bjórs við vinbúðir og veitingastaði? - spyr greinar- höfundur. Hvar á svo að selja þetta? Á það hvergi að fást nema á vínveitinga- Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. aö enginn sé að tala um annað en sölu í vínbúðum og vínveitingastöð- um. Það em auðvitað hrein og bein ósannindi og mgl. Kaupmenn hafa farið fram á það að mega hafa á boðstólum í almennum matvöm- búðum þær áfengistegundir sem einkum er neytt með mat. Kaupmenn hafa farið fram á það að mega hafa á boðstólum 1 almennum matvörubúðum þær áfengistegundir, sem einkum er neytt með mat. ings þyrfti að taka saman spuminga- hsta. Hvaða styrkleika vilja menn hafa á ölinu? Á að fylla í það bil léttra drykkja sem nú er og selja alls konar bjór, frá því sem nú fæst óáfengt og að því sem öl verður sterkast? A að sleppa úr því sem er undir einhveiju marki, t.d. 5%? stöðum? Á að binda söluna viö vínbúðir og vínveitingastaði? Á að takmarka söluna við svo og svo mik- ið, flöskur eða kassa? Þetta aht veröur að tilgreina og ákveða í hugsanlegu frmvarpi um verslun með áfengt öl á íslandi. Þar verður ekki gert svo öhum líki. Þar er nefnilega ekki til neinn meiri- hluti. Ritstjórinn segir í leiðara sínum að utanfarir íslendinga hafi áhrif á viðhorf til áfenga ölsins. Vel má svo vera en ekki mun það aht á einn veg. Svo mikið er víst að margir eru á móti bjór vegna þess að þeir hafa kynnst neyslu hans erlendis. Þeim hefur sýnst að bjóriim væri stundum plága á vinnustöðum. Það ghdir í hafiiarvinnu, byggingariðnaði, skrif- stofum og víöar. Aðrir hafa tak- markað þekkingu sína við bjórkrár eingöngu. Ekki skal lastað þó að DV vilji hugsa fyrir þingmenn og búa mál í hendur þeim. En í þessu sambandi ætti það þá að kanna hvaða tegund- ir menn vfija og hvemig menn vilja haga sölunni. Þar eru ennþá margir óþekktir. -H.Kr. -rrr rrm TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.