Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987. Meiming Þetta sjaldgðetia yfir- bvagð manneskjunnars ku:ogbr us Pétur Gunnarsson. Sykur og brauð: þættir og greinar. Bókaútgáfan Punktar, 1987. Tvö ár eru liöin síðan sagan af Andra Haraldssyni var öll og les- endur Péturs Gunnarssonar ræða gjarnan um það af eftirvæntingu hvert og hvernig næsta skáldverk hans muni verða. Eflaust veröa ýmsir til þess að reka augun í nýj- ustu bókina hans nú á aðvífandi vertíð og telja þar komið stórvirkið sem André Hemingway (eins og hann er nefndur á einum stað í Persónum og leikendum) gengur með í maganum. Við verðum að bíða þess verks enn um sinn. Nýj- asta bókin, Sykur og brauð, er úrval 45 greina, ritdóma og ann- arra pistla Péturs frá sl. hálfum öörum áratug. Suður á bæi Allir kannast viö braglínuna „sækja bæði sykur og brauö“ úr háttbundinni kveðandi æskuár- anna. Ef til vill er Pétur með bókartitli sínum að vísa til þess að skáldin verði stundum að hverfa frá sínum meginstarfa og fara bæj- arferð eftir „nauðsynjum". Þau verði að skyggna aldarfarið á „praktískan“ hátt, glíma við jarð- bundin vandamál, rífa svolítið kjaft, benda á sitthvað sem aflaga hefur farið í menningunni og spill- ingunni, en viða jafnframt að sér þeim forða sem duga ma nokkra hríö við skáldskaparhokrið. Ófáir eru þeir höfundar sem varið hafa aukagetu sinni í þannig skrif: greinarispur, tækifærispistla, ferðasögur, ádeilublekburð, skáld- skaparfræði. Ekki veit ég hvort við eigum svo að túlka kápumynd bók- arinnar í þessu samhengi: Þar er bernsk teiknimynd af afa/Pétri á honum Rauð í miðri örvadrífu (samtímans?). Leiðin í bæinn er semsé ekki svo greiðfær. En er bóndi á flótta? - og þá hvert? Eftir eina ljóðabók, eitt leikrit og fjórar skáldsögur um Andra kemur semsé í ljós að Pétur Gunnarsson hefur farið í allmargar slíkar bæj- arferðir og komið heim með sitt af hveiju tagi. Er þó ekki allt birt á þessari bók. Þarna er til dæmis hvorki ritgerðin „Um ríkiskenn- ingu Marx“ frá 1983 né skemmtileg ritgerð frá í sumar um Kristin E: Andrésson, Pjölnismenn og Rauða penna, en þær birtust báðar í Tíma- riti Máls og menningar. Frágangur Raunar virðist Pétur litlu skipta hvar þessi skrif fóru á prent, því oftast eru ártölin einu upplýsing- amar sem gefur aö líta um upphaf- lega birtingu efnisins. Engin formálsorð eða eftirmáli fylgja greinasafninu og það er ekki einu sinni ljóst hvort efnið hafi í raun allt birst áður. Að þessu leyti er frágangur bókarinnar afleitur og hefði þó ekki þurft mikið til að bæta hér um. Að vísu má segja sem svo að ef efnið'er gott eigi það beint erindi við okkur enn í dag, en það getur einungis veriö lesanda til skilningsauka aö fá að vita hver hinn upprunalegi vettvangur var. Þegar verst lætur jaðra þessir frágangshnökrar við tillitsleysi. í grein sem heitir „MM enn“ segir t.d. svo: „í fyrsta hefti þessa árs birtir Vésteinn Lúðvíksson „Nokk- ur orð um páfadóm“ og Magnús Kjartansson svarar... “ (49). I ljós kemur að máhð snýst um Mál og menningu og þeir sem til þekkja munu átta sig á því að Pétur er hér að vísa til fyrsta heftis Tímarits Máls og menningar og að hann er aö blanda sér í umræðu á síðum þes9 tímarits. En með greininni fylgir engin leiðsögn handa þeim sem ekki eru þannig innvígðir. Um skáldskapinn Stundum er því haldið fram aö þaö sem höfundar segi um verk sín sé sjaldan oröað af mikilli ein- lægni, en þau orð sem þeir viðhafi um verk annarra eða um skáld- skapinn almennt megi ætíð skoða sem óbein en nokkuð ábyggileg ummæli um viðhorf þeirra til eigin verka. Um eigin skáldskaparferil birtir Pétur bara eina grein; hún er um fyrstu skáldsöguna hans, Punktur punktur komma strik, sem sló rækilega í gegn á sínum tíma (1976). Pétur fjallar slétt og fellt um ævi- sögulegan aðdraganda og ritun verksins, án þess að í raun komi fram hvernig honum fannst hann vera að takast á viö skáldsögufor- mið, máltjáningu og hverskonar hefðir í prósaritun. Og við erum í raun litlu nær þótt við rýnum í greinina „Raunsæi skáldskapur veruleiki“, nema hvað Pétur virð- ist álíta sig vera raunsæishöfund sem gerir sér grein fyrir síbreyti- leika raunveruleikans. „Raun- veruleikinn er samband“ (121) og 'því eru formbyltingar nauðsynleg- ar, þótt jafnframt megi aldrei festast í forminu. Má e.t.v. sjá vísbendingar um þetta samband í þeim þremur rit- dómum Péturs sem hann hefur valið í bókina? Þeir eru um ljóða- bókina Dropi úr síðustu skúr eftir Anton Helga Jónsson (sem er kannski sá unghöfundur sem mest líkist Pétri og er (var?) mikið efni, hvað er hann að gera núna?), um Næstsíðasta dag ársinse. Normu Samúelsdóttur og um Leið 12 Helmmur Fell eftir Hafliða Vil- helmsson. í þeim fyrsta er ágæt úttekt á nýstárlegu og markvissu en þó um leið hversdagslegu mynd- máli, sem einmitt einkennir gjarn- an skáldskap Péturs sjálfs. í hinum ritdómunum fer heldur en ekki að síga á „hversdagshliðina“. Pétri þykja þessir höfundar sinna á áleit- inn hátt „hversdagslegu borgarlífi“ (40), „hversdagslífi hversdags- fólks“ (70), sem hafi verið afskipt í bókmenntunum. Svo „raunsær" eru þessi skáldskapur, að mati Pét- urs, að ef „Alþingi væri sjálfrátt“ ætti gjörvallur þingheimur að sitja við að lesa og kryfja bók Normu: „Fljótvirk leið til að stinga þing- mönnum í samband við það sem er að gerast.“ (72) Leið út úr öngstrætum nýraunsæisins? Eiga ekki bókmenntir allt eins að rífa okkur úr sambandi við eitt og annað (hugmyndafræði, samfé- lagsvana)? Til að nálgast eitthvert jafnvægi með tilliti til skáldlegra afurða Péturs sjálfs hefði ég því viljað hafa með í bókinni (miklu betri) ritdóm sem hann skrifaði eitt sinn um Guðberg Bergsson, en hjá honum hittum við, eins og Pétur segir..Ríkjandi ástand“ ekki á heimavelli, heldur í kringumstæð- um þar sem þaö finnur ekki hefðbundin rök sín og stendur af- hjúpað." (Vísir, 10. jan. 1977.) Ég hef gerst frekar langorður um bókmenntagreinar Péturs (sem eru raunar fáar talsins) vegna þess aö skáldsögur hans hafa þegar skipað sér sess í bókmenntasögu okkar sem talsverð tímamótaverk, án þess þó að búið sé að komast að raun um hver þessi tímamót séu. Aö sumra mati er Pétur forsprakki „fyndnu kynslóðarinnar" (sbr. rit- dóm í Morgunbl. 24. des. 1985). Eru skáldsögur hans kannski visst „framhald“ á nýraunsæi því sem hátt lét í á ritunarskeiði Punktsins, framhald sem kryddað er húmor og orðaleikjum? Aðrir vilja ugg- laust sjá í verkum hans leið út úr öngstrætum nýraunsæisins jafn- framt því sem svarað er meö málfantasíu ögrun þeirri sem mód- ernismi Guðbergs og fleiri höfunda síðla á sjöunda áratugnum boðaði yngri höfundum (og boðar líklega enn). Þau bókmenntaskrif sem Pét- ur (endur)birtir nú verða þó ekki til að ýta undir það sjónarmið. Smásögur Auðvitað má einnig rekja aðra þræði milli þessa pistlasafns og skáldskapar Péturs. Þegar í fyrstu pistlunum (þeim er raðað í tíma- röð) má sjá dæmi um þá líflegu myndskynjun sem einkennir skáldverkin: „Grasið er sprottið á fætur og syngur di- bi- brimm!... Trén á hæðartoppunum eru eins og úlfaldar á göngu. Eða uppflosn- að fólk á leið til himna.“ (7) „Flug- vél potaðist upp í loftið eins og Bókmenntir Ástráður Eysteinsson fingur Guðs eða pulsa með öllu.“ (18) En eins og ég drap á áðan er þetta myndmál jafnframt yfirleitt „hversdagslegt" að því leyti að við getum „rakið það upp“ á stund- inni. Slíkt er yfirleitt ekki ámæli- svert, en ánægjulegt er að rekast líka á myndir sem biðja um lengri viðdvöl, eins og þá af tijánum hér að ofan eða aðra af manninum sem flatmagaði í Vatnsmýrinni með sjónauka sem hann beindi síðan „upp í loft þangað til sólin rak gul- an fingur í augun á honum og hann lá lengi bhndur eins og glerbrot“. (12) Raunar eru margir elstu þættirn- ir þessháttar svipmyndir og sögubrot að þeir flokkast helst sem smásögur, sumar góðar, til dæmis „Saga úr snjónum“. Sögumaður þessara þátta er semsé enginn venjulegur greinahöfundur. Sá höfundur kemur fram á sjónar- sviðið þegar farið er að „munn- höggvast við kerfið“; Pétur fer ótrauður út í orrahríð íslenskrar dagblaðaumræðu, þótt hann bendi á að í kjallaragreinum sé annars „aldrei komið að kjama máls, held- ur dvalist við yfirborðskennd fyrirbæri vandans". (34) Óhætt er að segja að Pétri tekst iðulega að nálgast kjarnann, auk þess sem greinar hans eru auðvitað betur stílfærðar en mest af því dagblaðs- efni sem bírtist hér á Fróni. Þjóðþrifaskrif Pétur skrifar skeleggar greinar um hersetið island, um vemdun umhverfis, t.d. gamla bæjarins í Reykjavík, um íslenska vinnu- þrælkun og launamisrétti, um fjölmiðlasprengjuna og um friðar- hreyfingar gegn atómbombu og hernaðarkapphlaupi. Hann ástundar póhtiska greiningu á ýmsum hliðum vinstristefnu á Vesturlöndum, t.a.m. á afstöðunni til Sovétríkjanna, og er ófeiminn við að gagnrýna þá vinstrimenn sem hafa frosið í sporunum ein- hvers staðar „á leiðinni". Yfirleitt hefur málflutningur hans ekki úr- elst, er ekki of dægurbundinn. Á einn og annan hátt mega marg- ar greinar hans kallast grasrótar- hugvekjur. Hann skammar menn sem „eru búnir að gleyma því að veröldin er ekki bara miðaldra karlkyns, þaö eru börn, það eru gamalmenni, þaö er meira að segja kvenfólk". (44) Hugmyndalega er Pétur andstæður þeirri uppa- mennsku og gljáhörðu markaðs- hyggju sem nú tröllríður okkur. Hann er fulltrúi hinna mjúku gilda, „mjúkur maður“ eins og nú er stundum sagt (þótt vinur minn hafi eitt sinn bent mér á að það hugtak megi finna í Sturlungu!). Stöku sinnum finnst mér rök- leiðsla Péturs rista of grunnt. Þetta kemur til að mynda fram í því hvemig hann setur markmið og þarfir þjóða fram sem endurspegl- un af markmiðum og þörfum einstaklinga (t.d. bls. 59 og 82). Mörgum vinstrimönnum hefur orðið hált á shkum hliðstæðu- reikningi, því múghegðun þjóða reynist oft alveg úr takti við „rök- rétt“ umsvif einstaklingsins. Útópía og almenningur Þannig á ég dálítið erfitt með að taka undir þau útópísku viðhorf sem koma fram í greinum Péturs, eins mikinn skyldleika og ég finn þó tfi með þeim. Hann er óbilunar- samur fulltrúi Upplýsingarinnar og telur að rétt eins og hvert og eitt okkar ætti að geta notað tækn- ina til hagsbóta, þannig muni framtíðin óhjákvæmilega færa samfélaginu frelsandi tæknivæð- ingu. Að hans mati blasa nú við „róttækustu hvörf síðan maðurinn kveikti eld og það varð ljós“. (103) Sjálfvirknin er frelsandi engill sem léttir af okkur öllu líkamserfiði: í stað þess að læsa manninn í vinnulag sitt mun tölvan gera hann frjálsan, taka af honum brauðstritið og hann situr uppi með fangið fullt af tíma sem hann hefur ævina til að fylla út í. Fram undan eru e.t.v. tímar sem draga dám af Grikkl- andi til forna þegar helstu menntagreinar voru heim- speki, listir og líkamsrækt nema hvað upplýsingarsam- félagið mun ekki grundvahast á þrælahaldi heldur sjálfvirk- um vélakosti. (108) Annarstaðar segir Pétur að okk- ur beri að spyrja: „hvernig getur framleiöslan gert okkur kleyft að eiga frí, liggja í keleru, annast börnin, stoppa í vanþekkingu, víkka út skynjunina og ... já og hlakka til ellinnar?" (84) Við megum ekki gleyma því að sitthvað í upplýsingasamfélaginu kann að draga dám af „þræla- haldi“. Eins og Pétur bendir á „er nútímamaöurinn fyrst og fremst mótaður af hugmyndafræði neysl- unnar“. (110) Við erum að mörgu leyti þrælar neyslunnar. Og ekki síst hugmyndir okkar um fríið, sem Pétur biður um, eru mótaöar af hugmyndafræði neyslunnar. Ætli raunveruleg Útópía, þar sem ég vildi gjarnan vera nágranni Péturs, væri ekki staður þar sem þurrkuð hefðu verið út skilin milli vinnu og frítíma, staður þar sem þessi hugtök væru ekki lengur skiljanleg og þar af leiðandi staður sem við getum í raun ekki skilið undir okk- ar kringumstæðum? Og þó. Ýmsar vísbendingar má finna, sumar þeirra í næmri skynj- un Péturs á því sem á ensku nefnist „Pubhc spaces" eða „pubhc sphere“ á máh félagsfræðinga og kalla mætti almannasvæði eða jafnvel bara almenning í a.m.k. tvöfaldri merkingu orðsins. Pétur hefur einkar glöggt auga fyrir því hvernig fólk umgengst í almenn- ingi, á svæðum þar sem allir hafa jafnan rétt til þess sem gert er á hverjum stað. Úm þetta fjallar t.d. snjall þáttur, „Gagntekjur", og má kannski skynja þarna að baki eins- konar „skáldskaparfræði" sem tengja mætti boðskiptunum í sög- um Péturs. Pétur sýnir vel hversu hollt það er (væri) manneskjunni að varpa af sér höftum og persónu- hlífum í almenningi, hvort sem þaö gerist úti í brauöbúð, þegar fólk hristist saman í rútu („Ferðalýs- ing“) eða (sem kannski er dæmi- gerðast) í laugunum, þar sem fólk afklæðist og fær „á sig þetta sjald- gæfa yfirbragð manneskjunnar, það þarf ekki að vera annað en manneskja“. (24) Kannski liggur hér helsta ástæðan fyrir því að ís- lendingar sækja af kappi ahar landbúnaðarsýningar, sjávarút- vegskynningar og bókmenntahá- tíðar - það skyldi þó aldrei vera eitthvað innra með okkur sem þrá- ir almenninginn, staði þar sem allir eru jafnir? Pétur Gunnarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.