Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÖBER 1987. 19 Menning Lágmynd í Einholti: Margbreytileiki í stálinu, - segir Jóhanna Þórðardóttir myndhöggvari Þeir sem lagt hafa leið sina um Einholtið i Reykjavik nýlega hafa vafalítið tekið eftir lágmynd sem prýðir stóran gluggalausan húsvegg á nýbyggingu þarna við götuna. Myndin er samsett úr gríðarstórum skjöld- um úr ryðfríu stáli sem festir eru á þverbönd á veggnum og er óhætt að segja að það veki óskipta athygli vegfarenda. Höfundur verksins er Jóhanna Þórðardóttir mynd- höggvari en hún vann það fyrir Smjörliki hf. sem á umrædda byggingu. „Þetta var mjög skemmtilegt verk- efni,“ sagði Jóhanna í samtali við DV. „Vinnan hófst í september 1985 þegar arkitektamir, þeir Guðmundur Kr. Kristinsson og Ferdinand Alfreðsson, kölluðu mig á sinn fund. Ég hafði unnið fyrir þá áður, skúlptúr sem jafn- framt er loftinntak við byggingu Rafmagnssveitu Reykjavikur og þetta kom svona í framhaldi af því. Ég var höfð með í ráðum um útht veggjarins, svo sem í vali á veggklæðningu, en ég fékk að hafa fijálsar hendur við sjálft myndverkið. Ég byijaði á því að teikna skissur og reyndi smátt og smátt að ná tökum á þessu mikla rými sem ég hafði til umráða. Veggurinn er nefnilega um 40 metra langur og 9 metrar á hæð. Næsta skref var að útbúa módel af stærðinni 1/20, þá gerði ég annað mód- el sem var 1/5 og loks klippti ég út pappírsskapalón af fuilri stærð. Verk- ið sjálft vann ég síðan með aðstoð starfsmanna á jámsmíðaverkstæði Konráðs Jónssonar. Þar klipptum við skildina út úr stálplötum, síðan var farið með efnið í beygjuvél, beygjumar valsaðar og loks vom soðnir kantar á skildina. Þessi vinna fór mikið fram í tömum og tók langan tíma þannig að myndin var ekki sett upp fyrr en 1. júlí í sumar.“ Þrír drekar og ein sól „Ég kalla myndina Sóldreka. Hún er óhlutbundin en í mínum huga em þetta engu að síður þrir drekar og ein sól. Meginmarkmiðið var að fá svif í þennan stóra flöt, bæði með formum en líka með því að nota stál. Stálið og brotin gefa myndinni margbreytileika; visst litaspil eftir því hvemig horft er á hana og hvemig birtan er úti við.“ Jóhanna sagði að stáhð hefði það fram yfir mörg önnur efni, svo sem kopar og eir, að það félh ekki á það með tímanum. „Stáhð er mjög skemmthegt efni og ég á von á að því aukist vinsældir í framtíðinni. Annars er efnisval hstamanna ákaflega per- sónubundið og oft er þetta líka spuming um tílgang og staðsetningu. Mitt eftirlætisefni er tré en auk þess hef ég mikið fengist við pappír sem ég viim þá sjálf frá grunni. Eg hef hins vegar áhuga á að rifja upp þá logsuöu- þekkingu sem ég fékk í myndhöggv- aranámi mínu erlendis á sínum tíma og í þvi augnamiði sæki ég núna nám- skeið í logsuðu. Málmur er ótvirætt inni á sviði myndhöggvarans og það eykur á tjáningarmöguleika mína í framtiðinni að geta unniö með rnálrn." Eins og hljómsveitarstjóri Jóhanna tók engu að síður skýrt fram að hún áhti að samstarf við fag- menn á þessu sviði væri ómetanlegt. „Málmsuða byggist fyrst og fremst á æfmgu og ég tel hæpið að myndhstar- menn nái nokkru sinni sömu færni og þeir sem fást við þetta frá morgni th kvölds. Hins vegar er það yfirleitt of kostnaðarsamt fyrir myndhstar- menn að ráða með sér iðnaðarmenn th þessara starfa. Það er helst viö ákveðin verkefni eins og Sóldreka að þetta er hægt. Þar gat ég líka verið með þeim í öhu myndferlinu, fylgt verkinu eftir og stjómað því eins og hljómsveitarstjóri. Fyrir hstamann sem er vanastur því að vinna í ein- angrun er það mikh og góð thbreyting að hafa svona hóp með sér.“ Aðspurð kvaðst Jóhanna vera mjög ánægð yflr að hafa fengið tækifæri th að vinna verkefni af þessu tagi. „Tækifærunum hefur flölgað á undanfómum árum enda fylgja margir þeirri reglu að 1% af byggingarkostnaði sé varið th kaupa á hstaverkum. Hins vegar er ljóst að það þarf að standa vel að myndskreytingu húsa. Þetta em hlutir sem eiga eftir að standa um áraraðir og því flnnst mér brýnt að fela þá menntuðum eða reyndum hstamönn- um.“ Kvíðablandin spenna Þegar Jóhanna var innt eftir því hvort hún væri ánægð með árangur- Jóhanna með einn Sóldrekann. inn hjá sér sagöi hún að tíminn ætti ennþá eftir að skera úr um það. „Ég byijaði á skissum og litlum módelum og átti í sjálfu sér erfitt með að átta mig nákvæmlega á hvemig endanleg útkoma yröi. Stækkunin var svo mik- h. Svo kom að því að ég varð að velja ákveðið efni og form, taka endanlega ákvörðun en þá býr með manni þessi efi; vitneskjan um alla þá möguleika sem em th staöar en þarf að úthoka. Það var þess vegna sérstök thfinning að sjá myndina á sínum stað, í sinni endanlegu mynd: Þama er hún, þama verður hún og nú verður engu breytt. Og þó svo að þessi efi hafi fvht mig kvíðablandinni spennu er hann kannski sú drifflöður sem hvetur mann th að halda áfram, gera betur og reyna eitthvað nýtt.“ JKH Sóldrekarnir á Golíatshúsi. DV-mynd GVA Mjög ánægðir með árangurinn - segja Davíð Sch. Thorsteinsson og Guðmundur Kr. Kristinsson „Þetta hús er reist utan um vél- mennið Gohat sem vinnur í myrkri og þannig stendur á þessum stóra gluggalausa útvegg. Það þurfti nauð- synlega eitthvað th að gera um- hverfið svohtið huggulegra, enda töluðu arkitektamir strax um að fá hstaverk þama á vegginn," sagði Davíð Sch. Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Smjörlíkis hfl, þegar harrn var spurður um lágmynd Jó- hönnu Þórðardóttur. Davið sagðist vera mjög ánægður með árangur- inn. „Mér finnst Jóhanna hafa leyst þetta verkefni vel af hendi. Það er mikh prýði að þessari m>md.“ Guðmundur Kr. Kristinsson, ann- ar arkitekta byggingarinnar. tók í sama streng. „Mér sýnist þetta koma ágætlega út. Jóhanna hefur unnið fyrir okkur áður og hún vinnur sín verk af mikihi vandvirkni. Að minu mati mætti gjaman vera meira af slíkum veggskreytingum hér í borg- inni." sagði Guðmundur ennfremur. „að því thskhdu að þær fari vel viö arkitektúrinn." JKH Að raða saman og byggja upp Fyrir nokkrum dögum var frá því skýrt að Ragna Róbertsdóttir mynd- hstarkona hefði verið útnefnd borgarhstamaður fyrir árið 1987-88, sem þýðir að hún verður á launum hjá Reykjavíkurborg frá 1. október í ár th sama tíma á næsta ári. Var hún vahn úr hópi 27 umsækj- enda. Ragna á að baki nokkuð óvenjuleg- an feril. Hún lagði fyrst stund á myndvefnað en upp úr 1980 fór hún að færa sig upp á skaftið, hantéra stóra stranga af hampi og skorða þá niður með granítflögum, svo úr urðu fábrotin en blæbrigðarík verk í anda naumhyggjunnar (mínímahsmans). Sýning sú sem Ragna hélt á slíkum verkum í Nýhstasafninu í fyrra er með þekkhegustu sýningum sem þar hafa verið haldnar vegna þess hve vel verk hennar áttu saman og pöss- uðu við húsnæðið. Eðlileg þróun Th þessa hefur Ragna sýnt bæði með textílhstamönnum og mynd- smiðum (skúlptörum). Henni er raunar sama hvar í flokk menn vhja skipa henni. Hún sýndi sem textílhstamaður í Lausanne, fyrst íslendinga, árið 1985 en sem myndhstarmaður á farand- sýningunni Scandinavian Today þar áður og nú á hún tvö myndverk á sýningum í Japan. Ég spurði hana hveiju það breytti fyrir hana að fá árslaun frá Reykja- víkurborg. „Það gerir mér kleift að kaupa þau Viðtal við Rögnu Róbertsdóttur borgariistamann Ragna Róbertsdóttir, borgarlista- maður 1987-88. DV-mynd GVA lagar sig að ákveðnum hugmyndum sem ég geng með í kohinum hverju sinni. Því get ég ekki svarið af mér tengsl við hugmyndahstina. Þó held ég ahtaf í áferðina, sem er örugglega eftirhreytur úr textíln- um.“ Skipta hugmyndimar Rögnu þá mestu máh? Rýmið heillar mest „Já og nei. Ég safna í hugmynda- banka, smátt og smátt, geng svo í það eins og hvert annað starf að færa þær í fast form, raða saman einingum, byggja upp hehdir. Á endanum er það samt rýmið sem heillar mig mest, hvemig það tekur við og lagar sig að hinu fasta formi. Ég fæ mest út úr þvi að koma fáum verkum fyrir í stóm rými, eins og í Nýhstasafninu í f\Tra og í sal menn- ingarmálaráðuneytisins danska í janúar. Þó svo ég leggi áherslu á sjálfstæði hvers skúlptúrs vh ég láta Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson verkin kahast á innbyrðis, mynda eina stóra hehd." Finnst Rögnu miður að naum- hyggjan, minímahsminn, skuh ekki vera lengur í tísku? „Myndhstartiskan skiptir mig ekki minnsta máli. Ég fylgist svo sem með því sem er að gerast en get ekki unnið öðmvisi en ég geri." Líta skúlptörar á Islandi ekki nið- ur á kohega með texthmenntun? „Ég veit ekki hvort þeir taka mig eins alvarlega og þá sem hafa lokið hefðbundnu skúlptúmámi. Vonandi gera þeir það á endanum. Mér hefur ahtaf fundist íslenskir myndhstar- menn einstaklega viðsýnir." Hvað stendur svo til? „Við verðum fimm íslendingar, ég, Borghhdur Óskarsdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Hulda Hákonardóttir og Sverrir Ólafsson, með sýningu í Röhska hstasafninu í Gautaborg aht næsta sumar. En auövitað verð ég mest í því að vinna fyrir einkasýninguna mína, sem verður að Kjarvalsstöðum í september 1988.“ -ai hráefni sem ég þarf að nota. Ég er komin út í svo fyrirferðarmikh og dýr efni að þau vom farin að verða mér ofviða." Hvaða augum htur Ragna þá þró- un sem orðið hefur í verkum hennar, úr tvíviðum textílverkum yfir í þrívíð skúlptúrverk? „Mér finnst þetta hafa gengið af- skaplega eðlhega fyrir sig. Með reglulegu mihibih hef ég fundið hjá mér þörf th að breyta um efni og þær breytingar hafa svo haft áhrif á stærðimar." Er það þá efnið sem ráðið hefur ferðinni í þessari þróun? „Nei, eiginlega er það efnið sem Eitt af nýrri verkum Rögnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.