Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÖBER 1987. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987. 21 Iþróttir DV DV íþróttir „Þetta verður harður leikur“ segirGuðni Kjartansson lón Kristján Siguiðsgan, DV, LisBaban; „Leikurinn á morgun leggst ágætlega í mig. Viö gerum okkur hins vegar fyllilega grein fyrir því að portúgalska liðiö er mjög sterkt. Þeir eru með leikmenn frá Porto og Benfica," sagði Guðni Kjartans- son, aðstoðarmaður Sigi Helds landsliðsþjálfara, i samtali viö DV í gær. „Þetta veröur örugglega harður leikur. Það er erfitt fyrir okkur aö leika svona leiki heilum mánuði eftir að keppnistimabilinu á ís- landi lýkur. Þetta er spuming um í hvemig formi liðið veröur á morgun. Við ætlum okkur að sigra og koma heim með meira í far- angrinum en við fórum út með,“ sagði Guðni. -SK Oánægja með hótelið Jóti Kris^án Sigurðasan, DV, Lissaban: Mikil óánægja hefur ríkt í her- búðum íslenska landsliösins með það hótel sem liðið dvelur á hér í Portúgal. Hótelið er dæmigert strandhótel en á slíkum hótelum er ekki gert ráð fyrir öðm en að gestimir dveljist aðeins á herbergj- um sinum yfir blánótttna. Slikt á ekki við þegar knattspymulands- lið er annars vegar og hefur mönnum boðið í gmn að hér væri um vísvitandi ógestrisni Portúgala að ræða. Sigfried Held landsliös- þjálfari vildi að leikmenn yröu færðir á annaö hótel en það fékkst ekki í gegn. íslenska landsliðið fór til Leiria á hádegi i dag en þar verður keppt á morgun. -SK Dómararnir frá Spáni Jón Kristján SiguiðsBcn, DV, Lissaban: Það gæti skipt máli á morgun þegar Islendingar mæta Portúgal hvaðan dómaratrióið kemur. Það kemur í hlut dómara og linuvaröa frá Spáni að dæma landsleikinn á morgun og kann það að reynast okkar mönnum óhagstætt en Spánverjar eru sem kunnugt er nágrannar Portúgala. -SK Pétur með flensu Jón Kristján SSgurÖBsan, DV, Liasaban: Pétur Amþórsson gat ekki ætt með íslenska landsliðinu í gær vegna flensu sem herjað hefur á kappann. Pétur hefur verið í með- ferð hjá Sigurjóni, lækni íslenska liðsins og hefur tekið þaö miklum framfórum að hann mun æfa með liðinu í kvöld í Leiria og nær ör- uggt er að hann leikur með á morgun. -SK 12-13 þúsund? Jén Kriaíán aguiðaBcn, DV, Lissaban: Þeir Gunnar Sigurðsson og Sig- urður Hannesson fóm í gær á vegum KSÍ til Leiria þar sem leik- ið verður á morgun og skoðuðu þeir völlinn sem keppt verður á. Líkaði þeim vel og töldu þeir völl- inn mjög góðan. Völlurinn rúmar um 25 þúsimd áhorfendur en þar sem leiknum verður sjónvarpað beint um Port- úgal er ekki búist við nema um 12-13 þúsund áhorfendum ef veður veröur gott. Þaö ríkir þó mikil spenna í borgjnni Leiria fyrir leik- inn þar sem það er afar sjaldgæfl að landsleikir í knattspymu fari þar fram. -SK • Islensku landsliðsmennirnir hafa tekið vel á á æfingum í Portúgal og á þessari mynd er ekkert gefið eftir. Myndin var tekin á æfingu í gær. DV-símamynd/Jón Kristján Sigurðsson „Ég er alveg skíthræddur' - segir þjátfari portúgalska OL-liðsins sem mætir Islandi á morgun Jón Kristján Sigurðssan, DV, Lissaban: „Ég veit ekki betur en að íslenska liðið verði skipað sömu leikmönnum og unnu Norðmenn tvívegis í Evrópu- keppninni. Og ég verð að viðurkenna að ég er mjög kvíðinn fyrir þennan leik og í raun alveg skíthræddur. ís- lenska liðið er greinilega mjög sterkt," sagði Juca, þjálfari portúgalska ólympíuliðsins, í samtali við DV í gær- kvöldi. „Almenningur hér í Portúgal heldur að þetta verði mjög auðveldur leikur fyrir okkur en ég hef reynt að vara við of mikilli bjartsýni. íslensk knatt- spyma er á mikilli uppleið og mínir menn verða að ná toppleik til að sigra ísland á morgun. Það getur allt gerst en ef við vinnum sigur þá eigum við góða möguleika á að komast til Seoul. En það er alveg ljóst að leikurinn gegn íslendingum verður mjög erfiður og ég hef verið að reyna að gera mínum mönnum það ljóst,“ sagði þjálfari portúgalska liðsins ennfremur. Einn frá Porto og frá Benfica Portúgalar hafa leikið þrjá leiki í riðlinum og fengið úr þeim tvö stig. Portúgal gerði jafntefli gegn Austur- Þjóðverjum, 0-0, einnig jafntefli gegn Hollendingum, 1-1, og síðan tapaði portúgalska liðið fyrir því ítalska, 0-2. Islenska liðið sigraði hins vegar það austur-þýska, 2-0, gerði 2-2 jafntefli gegn Hollandi og tapaði einnig, 0-2, gegn Ítalíu. • Portúgalska liðið, sem mætir ís- lenska liðinu á morgun, er eingöngu skipað atvinnumönnum. Einn leik- maður leikur með Evrópumeisturum Porto og einn kemur frá hinu þekkta félagi Benfica. Upphaflega var annar leikmaður Benfica, Borros að nafni, valinn í liðið en hann er meiddur. Sá þykir einn snjallasti leikmaður Portú- gals um þessar mundir. -SK Jón Krístján Sigurðsson, íþróttafréttamaður DV, skrifar frá Lissabon • Valþór Sigþórsson. • Ómar Jóhannsson. Kunnir kappar þjálfa Reyni „Við erum mjög ánægðir með að hafa fengið þessa kunnu knattspymumenn til okkar sem þjálfara, þá Valþór Sig- þórsson og Ómar Jóhannsson, og þeir munu einnig leika með Reyni næsta keppnistímabil,“ sagöi Sigurður Jó- haimsson, formaður knattspymu- deildar Reynis í Sandgerði, í samtali við DV í gær. Reynir leikur í 3. deild og var í fimmta sæti þegar keppnis- tímabilinu lauk í haust. Lengstum áður í þriðja sæti. Þeir Ómar Jóhannsson og Valþór hafa skrifað undir samning við Sand- gerðinga sem þjálfarar, auk þess sem þeir munu leika með hðinu. Valþór þjálfaði og lék með liöi Njarðvíkinga í sumar en Ómar lék með 2. deildar liði Vestmannaeyinga. Um tíma í haust var mikið rætt um að Ómar mundi leika með Fram næsta sumar en af því verður ekki. Þeir Valþór og Ómar eru í hópi kunnustu knattspymumanna lands- ins - báðir frá Vestmannaeyjum og léku við góðan orðstír í liði Eyjamanna í 1. deild. Valþór fluttist síöan á Suður- nes og lék með Keflavík. Mjög góður leikmaður með liði ÍBK og fyrirliði um tíma. Hann hefúr leikið með íslenska landsliðinu. Ómar Jóhannsson lék eitt keppnistímabil með Fram - var síðan um tíma í Þýskalandi. Það fer ekki milli mála að liö Reynis verður sterkt næsta sumar með þessa kunnu kappa innanborðs. Það verður stefnt að sæti í 2. deild og síðan að verða þriðja félagið á Suðumesjum til aö leika í 1. deild. Sl. sumar var Kjart- an Másson, þjálfari Reynis, og aðstoð- aði einnig Keflvíkinga um tíma. -hsím „Llð Portúgala er sterkara á pappimuirT - segir Sigfried Held landsliðsþjátfari Jón Kristján Sigurðssan, DV, Lissaban: „Það verður að viðurkennast að lið Portúgals er sterkara á pappímum en það íslenska. Það kom þó greinilega í ljós á dögunum í Evrópukeppninni aö íslenska landsliðið er jafnan líklegt til afreka þegar marga sterka leikmenn vantar og vonandi ná strákamir sér á strik í leiknum á morgun. íslenska lið- ið hefúr leikið vel að undanfomu og ef liðið nær jafngóðum leik á morgun og gegn Austur-Þjóðverjum á dögun- um þá getur allt gerst á morgun," sagði Sigi Held landsliðsþjálfari í gærkvöldi. -SK W naum hagstæðum - segir Guðmundur Steinsson Jón Kristján SignrösBan, DV, LÉBaban: I I |„i^e xucuviva uu icmöiiib a niurguti ttiis sigra. vio noium nao tram goöum ' og raunar allir í liöinu. Ég vona bara úrslitum að undanfómu og vonandi I Iað við náum hagstæöum úrslitum,“ verður framhald á því,“ sagði Guö- . sagði Guðmundur Steinsson í gær- mundur. | ^ ^ ^ _ -SKj „Staða okkar í riðlinum er góð og ■ --------------------------------- vænkast mjög ef okkur tekst að I „Eg hlakka til leiksins á morgun eins sigra. Við höfum náö fram góðum 1 5 ára biðtíma Regis lokið „Cyrille Regis hefur ekki leikið með landsliðinu í nokkum tíma en hann áttí frábært keppnistímabil á síðasta ári og hefur haldið áfram á sömu braut í upphafi þess keppnistímabils sem nú er nýhafið," sagði Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englendinga í knattspymu, í gær en þá tilkynnti hann þá 22 leikmenn sem hann hefúr valið fyrir Evrópuleik Englendinga og Tyrkja sem fram fer á Wembley leik- vanginum eftir rúma viku. Regis lék síðast með enska landslið- inu árið 1982 gegn Vestur-Þjóðveijum. Regis, sem er 29 ára, var einn aðalmað- urinn í liði Coventry sem varð bikar- meistari í fyrra. Robson valdi í gær eftirtalda leikmenn fyrir leikinn gegn Tyrklandi: Peter Shilton, Chris Woods, Viv Anderson, Kenny Sansom, Terry Butcher, Stuart Pearce, Mark Wright, Tony Adams, Gary Mabbutt, Dave Watson, Neil Webb, Peter Reid, Glenn Hoddle, Bryan Robson, Trevor Steven, Steve Hodge, Chris Waddle, Clive Al- len, Gary Lineker, Peter Beardsley, Cyrille Regis og John Bames. -SK Verhofstadt aðstoðarforsætisráðherra Belgíu, lengst til hægri á mynd- inni, afhendir Amóri Guðjohnsen verðlaun sín sem fylgja útnefningunni knattspyrnu- maöur ársins í Belgíu. Amór fékk i gærkvöidi einnig sams konar verðlaun fyrir að skora flest mörk á síðasta keppnistímabili. Fyrir miðri mynd er þekktur sjónvarpsþulur í Belgíu, Marc öytechoeve, Hemmi Gunn þeirra i Belgíu. DV-símamynd/Marc de Waele Arnór heiðraður í Brússel í gærkvoldi: Þetta var mjog gaman - Amór Guðjohnsen markahæstur og bestur í Belgíu í fyira Verð- launum hampað að lokinni verðlaunafhendingu f Briissel i gærkvöldi. Frammi- staða Amórs Guðjohnsen á siðasta keppnistimabili með Anderlecht var stórglæsileg og nú er kappinn tekinn til við að skora og leika a( snilld fyrir (élag sitt eftir langvarandi meiðsli. DV-símamynd/Marc de Waele Kiistján Bemburg, DV, Belgiu: „Það var vlrkilega gaman að þessu, ekM síst vegna þess sem á undan er gengið. Að lenda í þetta miklum meiðslum og svo að þurfa aðeins eitt tímabil til að sýna hvað maður getur. Þetta hefst með harðri vinnu og dugnaði. Þetta er nokkuð sem eng- inn tekur frá manni,“ sagði Amór Guðjohnsen, knattspymu- maður hjá Anderlecht, í samtaii við DV í gærkvöldi. á síðasta keppnistímabili með Anderlecht. Amór fékk tvo glæsilega verðlaunagripi í miklu hófi í Brússel í gærkvöldi sem stór- blaðið Het. Niewsblat efindi tfi. Annars vegar varö hann markahæsti leikmaöurinn i 1. deUd og hins vegar var hann útnefndur knattspymumaður ársins í Belgíu af blaðinu Het Niewsblat. Viðstaddir hófið í gærkvöldi vora m.a. aðstoðarforsætisráðherra Belg- íu, Verhofstadt, forseti Anderlecht, þjálfari liösins, framkvæmdastjóri og liðsstjóri. -SK „Bara eitt Dagblað á lslandi“ - DV mætti að sjáHsógðu í Brussel KrKtján Bemburg, DV, Belgíu: DV hafði boðaö komu sína í verölaunaafhendinguna í Brússel í gærkvöldi. Þegar Amór hafði veitt verðlaunum sinum viðtöku baö þulur kvöldsins hann um að lyfta verðlaunagripnum einu sinni enn fyrir ljósmyndara íslenska Dagblaðsins sem væri á staðnum. Það gerði Amór að sjálfsögðu og sagöi síðan í hátalarakerfið: „Það er ekki neina eitt Dagblað á íslandi." -SK Hannes og Atli að braggast - Leika Hannes Leifsson og AUi Hilmarsson með Fram gegn Víkingi 14. október? ,JÉg er aHur að braggast enda hjá góðum lsekra. Ég held bara að ég sé að verða góður af þessum meiðslum og þetta hefur breyst mikið á síðustu dögum. Ég er farinn að gæla við þá hugmynd að ég geti leikið með Fram gegn Víkingi þann 14. október eftir rúma viku,“ sagði Hannes Leifsson, handknattleiksmaður í Fram, í samtali við DV í gær. Hannes hefur sem kunnugt er átt við slæm meiðsli að stríða í nára en hann reif vöðva fyrir um þremur vikum. Lengi vel var útlit fyrir að Hannes yrði frá jafn- vel framyfir áramót en nú virðist bjart- ara framundan: „Ég er að vonast til þess að þetta sé allt að koma og ég útskrifist jafnvel frá lækninum á morgun (í dag). Það að lenda í svona meiðslum fer alveg hroðalega í taugamar á mér og ég get helst ekki verið utan vallar þegar strák- amir em að hefja keppnistímabilið. Ég er ekki byijaður að æfa en það styttist í það. Ég verð snöggur að koma mér í æfingu og mun leggja mig allan í þetta með Fram,“ sagði Hannes ennfremur. Atli líka að braggast? „Ég hef ekki haft neina verki í þessu frá því ég meiddist en það er þó ekki alveg að marka þetta þar sem ég er í gifsi,“ sagði Atli Hilmarsson í samtali við DV í gær en hann meiddist á vinstri hendi í fyrsta leik Fram í íslandsmótinu gegn Val fyrir viku og er jafnvel talið að bátsbein í úlnlið sé brotið. „Ef ég er ekki brotinn ætti ég að geta leikið með Fram á sunnudaginn gegn Breiöablik. Ég vona að svo verði,“ sagði Atli. • Þess má geta að Hannes Leifsson hefur á sínum ferli brotið bátsbeinið í úlnlið og var hann þá frá í hálft ár. „Þetta ætlaði aldrei að gróa en mér skilst að þetta sé eina bein líkamans þar sem næring rennur í gegnum. Ég vona fyrir Atla hönd að hann sé ekkrbrotinn," sagði Hannes Leifsson, félagi Atla í Fram. • Þrátt fyrir að þeir Hannes og Atli virðist á batavegi er ekki sömu sögu aö segja um Egil Jóhannesson sem tvi- kjálkabrotnaöi á dögunum. Hann verður ömgglega ekki með Fram í fyrri umferð íslandsmótsins. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.