Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987.
23
DV
Dægradvöl
eðli. Þess vegna vill hann sífellt vera
að sækja eitthvað fyrir húsbónda sinn,
honum finnst bæði gaman að leita að
hlutum og sækja þá. Ef fólk kynnir sér
skapgerð hundsins áður en það tekur
haim að sér veit það nákvæmlega að
hveiju það gengur. Ég hvet alla til
þess að gera það áður en ákvörðun er
tekin um aö taka hund inn á heimilið.
Önnur mikilvæg ástæða fyrir vinsæld-
um golden retrievers er að lítið er til
af smáhundum hér á landi og er þetta
þá einn þægilegasti stóri hundurinn."
- Hafa sigurvegaramir á hundasýn-
ingunum mikil áhrif á hvaða tegund
verður vinsælust hveiju sinni?
„Jú, ég held að hundasýningamar
skipti einhveiju máli. Þær kynna
hundana íyrir almenningi og þá sér-
staklega sú sem var haldin í Reiö-
höllinni vegna þess hversu húsnæðið
er fínt og gerir umgjörðina um sýning-
una þægfiega. Sigurvegarinn skiptir
að sama skapi einhverju máli en þó
ekki öllu. Annað atriði er mikilvægara
í þessu sambandi. Flestir eigendur
golden retriever hunda em mjög
ábyrgir hundaeigendur. Þeir fara flest-
ir strax á hlýðninámskeið með
hundana og þar er þeim kennd rétt
framkoma. Þetta atriði skiptir miklu
máh þegar utanaðkomandi fólk kynn-
ist hundinum. Golden retriever er
mjög hæfur fulltrúi út á við til að sýna
hundahald sem er til fyrirmyndar."
- Viltu spá einhveiju um hvaða
hundur verður næst númer eitt á vin-
sældalistanum?
„Þar sem við höfum næstum enga
smáhunda á íslandi fyrir utan poodle
em það mest stórir hundar sem ná
vinsældum. Sá sem mestar likur era
fyrir að slái í gegn er labrador. Sú teg-
und er að flestu leyti ipjög lík golden
retriever. Eðli þeirra og skap er mjög
svipað, þeir em báðir stórir en mörg-
um finnst golden retriever fallegri. En
labradorinn hefur lengi verið vinsæll
og er í sókn.“
50 manns bítast um 7 hvolpa
Við heimsóttum fjölskyldu sem á 4 'A
árs gamla golden retriever tík sem
heitir Sísí. Sísí eignaðist nýlega 7
hvolpa. Eftirspumin eftir hvolpunum
er gífurleg. Um 50 manns hafa haft
samband við þau og sóst eftir að fá
• hvolpana keypta.
Hjónin sem eiga tíkina heita Gestur
Pálsson og Björg Jónsdóttir. Við
spurðum hvers vegna þau hefðu upp-
haflega valið sér hund af golden
retriever tegund.
Björg varð fyrir svörum. Hún sagöi
ástæðuna vera að þau hjónin hefðu
búið í Svíþjóð ásamt bömum sínum
um nokkurra ára skeið. Tík af þessari
tegund var í næsta húsi og urðu dætur
þeirra mjög hændar að henni. Þegar
fjölskyldan fluttist aftur til íslands var
ákveðið að fá hund inn á heimiliö og
af hálfu bamanna kom aldrei önnur
tegund en golden retriever til greina.
Gestur hélt áfram: „Þetta er alveg
sérstaklega góður heimilishundur.
Tíkin geltir næstum aldrei, hún er
mjög sveigjanleg og geðgóð þannig að
hún lagar sig alltaf að aðstæðum
hveiju sinni. Ef við erum löt heima
einhvem laugardagsmorguninn þá er
hún líka löt og hreyfir sig varla. Aftur
á móti ef allir fjölskyldumeðlimimir
em hressir og spretta á fætur elds-
nemma þá er hún líka hress og til í
allt. Hún fagnar öllum jafnt í fjölskyl-
dunni og fer ekki í manngreinarálit
milli þeirra sem hún þekkir. Hún er
ipjög hlýöin og vill gera allt til að geðj-
ast eigandanum. Við getum til dæmis
sett hana út í garð óbundna og verið
viss um aö hún fari ekkert þaðan. Að
vísu geta hundamir veriö erfiöari í
þeim efnum. Tíkumar em rólegri.
Þessi tegund er í góðu jafnvægi and-
lega og auðveld í umgengni. En
auðvitað þarf að ala hundinn upp.
Uppeldið verður að vera markvisst og
ákveðið annars missir það marks. Þaö
má ekki leyfa eitt í dag en banna það
svo á morgun. Þetta er því heilmikil
vinna. Það þarf að fara í minnst
klukkutíma gönguferð á dag með hana
og svo er hún vitlaus í að synda. Það
þýðir þess vegna ekkert að vera latur
ef veðriö er leiðinlegt. Maður er á
Sísí passar upp á afkvæmin sín. Það veitir ekki af því margir vilja eignast þau.
margan annan hátt bundinn yfir
hundinum. Til dæmis þýðir ekki að
skilja Sísí eina eftir heima meirihluta
dagsins. Fólk verður því að hugsa sig
vel um áður en þaö fær sér hund. Það
er ekki ákvörðun sem maður tekur í
skyndi heldur þarf að íhuga málið
vandlega áður.“
25 þúsund fyrir hvolpinn
Sísí var látin gjóta núna vegna þess
hversu gömul hún er orðin. Æskileg-
ast er að tíkumar gjóti í fyrsta sinn
áður en þær verða 4 ára og var þetta
þar af leiðandi í seinna lagi. Meðgang-
an og fæðingin gekk vel. En nú er
helsta vandamálið að finna foreldra
handa afkvæmunum. Það virðist ekki
mikið mál þar sem 50 manns hafa sóst
eftir að eignast hvolpana en Gestur
sagði þeim mikið áhyggjuefni að finna
rétta eigendur. „Þetta er næstum jafn-
erfitt og að finna fósturforeldra fyrir
bam. Sumir koma náttúrlega alls ekki
til greina. En samt sem áður er mjög
erfitt að velja úr. Við reynum að finna
fólk sem hefur allar aðstæður til þess
að hafa hund.“
- Hvað fáið þið fyrir hvem hvolp?
„Ræktunarráð hefur sett upp 25 þús-
und krónur fyrir stykkið. Við gætum
hæglega selt þá dýrar en við gerum
það ekki. Það sem okkur gekk til var
að leyfa tíkinni að eiga einu sinni yfir
ævina en ekki að græða á þessu. Við
fáum andvirði sex hvolpa en eigendur
hundsins fá andvirði eins.
- Nú heyrast alltaf sögur um fólk
sem lætur tíkumar sínar gjóta eins
oft og mögulegt er. Þekkið þið dæmi
þess?
Maður heyrir alltaf sögur um svo-
kölluð píningargot en við vitum ekki
um golden retriever tíkur sem hafa
verið látnar gera það. Maður myndi
halda að þetta færi illa með dýrin.
Flestar tíkur, sem við vitum um af
þessari tegund, hafa aðeins gotið einu
sinni. Ræktunarráð velur pörin ávallt
saman og fylgist með öllu í kringum
gotið svo allt fer fram eftir settum regl-
um.“
15 til 29 ára hlusta á Stjömuna
Áp, Syarnan er vinsælasta útvarpsstöðin hjá
þeim sem eru á aldrinum 15 til 29 ára.
Það kemur fram í könnun Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla íslands. Engin stöð nær
jafn mikilli hlustun hjá þessum aldurshópi.
Þegar aldurshópurinn 15 til 19 ára er kann-
aður sérstaklega sést að hlustun á Stjörn-
una er ennpá meiri par en í 15 til 29 ára
hópnum.
Stilltu
á Stjörnuna.
Stjarnan
er stillt á þig.
★ Þetta heitir að hafa línurnar í lagi.
Utvarpshlustun 15-19 ára
Svæði þar sem fjórar stöðvar nást
Utvarpshlustun 15-29 ára
Svæði þar sem fjórar stöðvar nást
FJÖLMIÐLAKÖNNUN FÉLAGSVfSINDASTOFNUNAR HÍ
þriðjudaginn 14. júlí 1987