Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987.
31
Sandkom
Ungi litli
Jónsson
Landbúnaöarráðuneytið
hefur ráðið sér upplýsinga-
fulltrúa og dugði ekki annað
en fá í starflð fyrrverandi rit-
stjóra Tímans og varaþing-
mann Framsóknarflokksins.
Sá er Níels Árni Lund. Fyrsta
meiri háttar kynningarat-
höfn fulltrúans snerist um
framkvæmd búvörusamn-
ings ríkisstjórnarinnar og
bændasamtakanna og þótti
hún nýstárleg. Væntanlega
hefur fulltrúinn byggt það á
reynslu sinni sem ritstjóri
Timans að ekki þýddi að
leggj a mj ög flókin landbún-
aðarmál fyrir fréttamenn
íslensku fjölmiölanna því
efni kynningarinnar var tek-
ið saman í fáeinar línur og
sett á sex vélritaðar síður
með málfari og stafastærð
sem líktist helst efni Litlu
gulu hænunnar og Unga litla.
En þau fræði eru ætluð 5-6
árabörnum.
Annars er þessi afurð Jóns
Helgasonar, Ungi litli hinn
síðari, mjög til fyrirmyndar
og má nú búast við að ís-
lenskur landbúnaður fái
uppreisn æru.
Afmælis-
tónleikar
Geira Steina
Húsvíkingar undu sér við
lúðraþyt og strengjaklið í
gærkvöld þegar Sinfónían
kom þangað í heimsókn. Vík-
urblaðið fagnaði þessari
heimsókn að vonum og vakti
athygh á einleikara hljóm-
sveitarinnar sem er upp-
runninn á Húsavik og gengur
undir nafninu Geiri Steina.
Hann heitir annars Ágúst
Hermann Steingrímsson og
átti þrítugsafmæh nákvæm-
legaígær.
Ekki þarf að spyrja um það
áhvaðahljóðfæriGeiri
Steina leikur. Sem sannur
Þingeyingur leikur hann vit-
anlegaátrompet.
Stórmarkaður
Austfirðinga
Reyðfirðingar hafa tekið
frá 2.000 fermetra lóð fyrir
stórmarkað og bensínsölu
OLÍS. Austurland hefur það
eftir Óla Kr. Sigurðssyni, eig-
anda OLÍS, að hann ætli að
leita eftir samvinnu við kaup-
menn á Austurlandi um
þennan stórmarkað og hafi
ekki áhuga á að eiga meiri-
hlutaíhonum.
Samkvæmt frétt Austur-
lands um málið er það
markmið Óla að ná mun
stærri hluta af olíuviðskipt-
unum eystra en hann hefur
nú. „Það er aht of mikiö af
góðu fólki þarna eystra sem
hefur ekki viðskipti við okk-
ur,“ er haft eftir olíufurstan-
um.
Baðgrjótið úr
Bárðardal
íslenska sveitabyltingin
heldur áfram. Nýlega var
sagt frá því að Ólafur Skúla-
son, fiskeldisbóndi á Laxa-
lóni, Fiskalóni og í
Hvammsvík, hefði tekið
Hvammsvíkina í Hvalfirði og
næstu jörð við undir útivist-
arsvæði fyrir almenning. Þar
er nú svo brjáluð aðsókn í
regnbogasilungsveiði og golf
að tímar eru pantaðir meö
löngum fyrirvara, sérstak-
legaíveiðina.
Víkurblaðið á Húsavík seg-
ir frá því að bændur í
Bárðardal séu aö leggja út í
framleiðslu á gólf- og vegg-
ílísum en þeir munu rífa
einhver stykki úr dalnum til
þess að steypa úr. Bárðar-
dalsbaðgijótið þykir lofa
góðu og eru vélar til fram-
leiðslunnar væntanlegar
fyrir áramót. Þær koma frá
Belgíu en framleiðsluaðferð-
in er þekkt og eru verksmiðj -
ur eins og sú sem Bárðdæl-
inga dreymir um reknar í
tuttugu eða jafnvel þrjátíu
löndum.
Engjabúskap-
ur íslensks
sjávarútvegs
„Sjávarútvegurinn býr
ennþá viö engjabúskap og elt-
ir uppi hvern sinuflóa og
mýrarsund hvar sem nokk-
urt kóðakvikindi er að finna
þar til aht er sk'eint og skaf-
ið,“ segir Pétur Bjarnason,
skipstjóri á ísafirði, sem tek-
ur laxveiðistefnu þj óðarinnar
th bæna í Vestfirska frétta-
blaðinu. Hann segir okkur
hirða ávöxt þess sem náttúr-
an gefur af sér en skha engu
í staðinn nema auðn og ör-
deyðu og þarna talar Pétur
um fiskveiðistefnuna al-
mennt.
Hann vhl afnema bann við
laxveiðum í sjó og hætta að
selja útlendingum laxaseiðin.
Þess í stað vih Pétur flytja
Ólafur á Laxalóni er áreiöanlega
eini golfbóndinn á íslandi. Nú ætla
Bárödælingar aö hefja veggflísabú-
skap. Áhyggjur af hrynjandi sveitum
ættu aö dvina til muna á meðan
menn sjá nýjungarnar spretta upp
útumallartrissur.
seiðin milljónum saman á
loðnubreiðurnar norður í
hafi og selja síðan flotanum
laxveiðheyfi fyrir kostnaðin-
um. Hann bendir á að engin
þjóð við norðanvert Atlants-
haf önnur en við banni
laxveiðar í sjó og aö þær séu
umtalsverður atvinnuvegur
hjá keppinautum okkar í
sjávarútvegi, eins og Norð-
mönnum og Sovétmönnum.
Þeir síðarnefndu framleiði til
dæmis mihjarð laxaseiða á
ári á Chaklineyju í Rússlandi
sem sleppt sé í ár og ósa og
út um hafþar sem skilyröi
séu best. Ut á þetta starfi
margvísleg útgerö og umtals-
verðurfiskiðnaður.
Umsjón:
Herbert Guðmundsson
Viðtalið
Ég er einlæg-
ur KR-ingur
segir Hjötieifur Kvaran
„Ég hef nú unnið hjá Reykjavíkurborg frá því að ég
útskrifaðist úr lagadeild árið 1976 svo að ég þekki nokk-
uð vel til starfseminnar hér. Það ætti þvi ekki margt að
koma mér á óvart héma þó að ég sé að byrja í nýju
starfi," sagði Hjörleifur Kvaran sem skipaður var fram-
kvæmdastjóri lögfræði- og stjómsýsludeildar Reykjavik-
urborgar frá og með 1. október. Hjörleifur var áður
skrifstofustjóri hjá borgarverkfræðingi en tekur nú við
af Bimi Friðfinnssyni sem tók við starfi aðstoðarmanns
dómsmálaráðherra.
Hjörleifur Kvaran, nýráðinn framkvæmdastjóri lög-
fræði- og stjórnsýsludeildar Reykjavikurborgar.
DV-mynd GVA
Hjörleifur er skipaður í embættið th eins árs þar sem
Bjöm fékk launalaust leyfi í eitt ár.
„í gamla starfmu mínu hjá borgarverkfræðingi vann
ég mest í uppbyggingar- og skipulagsmálum. Nú kem
ég meira th með að vera nefndmn og ráðum borgarinn-
ar th ráðgjafar um lögfræðheg og stjómunarleg efni. Það
verða því nýjar áherslur hjá mér í nýja starfinu og ugg-
laust fjöldamörg ný og spennandi viðfangsefm sem ég
þarf að leysa úr. Mér hst mjög vel á starfið þó ég sé
ekki búinn að vera hér nema í örfáa daga,“ sagði Hjör-
leifur.
Hjörleifur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja-
vík áriö 1971. Hann fór strax í lögfræðina og útskrifaðist
úr lagadehd Háskóla íslands árið 1976. Strax að lokinni
útskrift réðst hann th starfa hjá Reykjavíkurborg. Fyrst
var hann fulltrúi á skrifstofu Borgarverkfræðings en tók
síðan við lóðamálum og lóðaúthlutunum á vegum borg-
arinnar. Við það starfaði Hjörleifur th ársins 1982 að
hann tók við starfi skrifstofustjóra borgarverkfræðings,
en því starfi gegndi hann th fyrsta október.
Hjörleifur Kvaran er 36 ára gamall. Sambýhskona
hans heitir Kolbrún Sveinsdótth’ og eiga þau eina dótt-
ur, sex ára gamla.
„Starfið hefur tekið mikinn tíma hjá mér undanfarin
ár en í frístundum reyni ég að vera sem mest með fjöl-
skyldunni. Svo gutla ég dáhtið í golfi og spha vikulega
innanhússfótbolta með hressu og gjörvhegu hði lögfræð-
inga. Ég hef ahtaf haft áhuga á fótbolta og sphaöi með
KR í yngri flokkunum enda búsettur í vesturbænum.
Reyndar fæddist ég á Valssvæði og hélt upphaflega með
Val en eftir að ég komst th vits og ára hef ég verið einlæg-
ur KR-ingur og haldið með KR í öhum hugsanlegum
íþróttagreinum," sagði Hjörleifur Kvaran.
-ATA
Vinningstölurnar 3. október 1987
Heildarvinningsupphæð: 4.696.967,-
1. vinningur var kr. 2.355.575,- Þar sem enginn fékk fyrsta vinning færist hann yfir á
fyrsta vinning í næsta útdrætti.
2. vinningur var kr. 704.400,- og skiptist hann á 400 vinningshafa, kr. 1.761á mann.
3. vínningur var kr. 1.636.992,- og skiptist á 9.408 vinningshafa sem fá 174 krónur hver.
TVÖFALDUR 1. VINNINGUR NÆSTA LAUGARDAG!
Upplýsingasimi: 685111.
SAAB 900 GLI ÁRG. 1986
- silfurgrár, ekinr* 17 þús. km, 4ra dyra, 5 gíra, með
aflstýri og -hemlum.
Saab er framdrifinn gæðavagn.
Tökum skuldabréf að hluta.
Sumir segja að Aðal Bílasalan selji bestu bílana.
,A$>a£ ^tta^atan
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á fasteigninni Ægisbraut 28, þinglesin eigandi Jón V.
Björgvinsson fer fram á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 8. okt. kl. 14.15.
Uppboðsbeiðendur eru: Landsbanki Islands, Akraneskaupstaður, Stefán
Sigurðsson hdl., Verslunarbanki íslands hf„ Sigurður G. Guðjónsson hdl„
Jóhann S. Guðmundsson hrl„ Anna Th. Gunnarsdóttir hdl., Hákon H.
Kristjónsson hdl„ Ævar Guðmundsson hdl. og Brunabótafélag islands.
Bæjarfógetinn á Akranesi
Nauðungaruppboð
sem var auglýst í Lögbirtingablaðinu, 55., 62. og 71. tbl. 1987, á eigninni
Smiðsbúð 5, Garðakaupstað, þingl. eigandi K. Richter hf„ fer fram á skrif-
stofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 9. október nk. kl. 15.30 og
verður því siðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins. Upp-
boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Garðakaupstað.
Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem var auglýst í Lögbirtingablaðinu, 55., 62. og 71. tbl. 1987, á eigninni
Löngufit 15, Garðakaupstað, þingl. eigandi ívar Hlújárn Friðþjófsson, fer
fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 9. október nk. kl.
14.45 og verður því síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttar-
ins. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Garðakaupstað.
Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem var auglýst í Lögbirtingablaðinu, 55., 62. og 71. tbl. 1987, á eigninni
Hrísmóum 4, íb.301, Garðakaupst., þinglesinn eigandi Garðaverk hf„ fer
fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 9. október nk. kl.
14.30 og verður því síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttar-
ins. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Garðakaupstað.
Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
þriðjá og síðasta á eigninni Holtsbúð 23, Garðakaupstað, þingl. eign Dóru
Bjarnadóttur og Sigurjóns Pálssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn
9. október 1987 kl. 13.00.
Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem var auglýst í Lögbirtingablaðinu, 55., 62. og 71. tbl. 1987, á eigninni
Hraðastöðum 4, Mosfellssveit, þingl. eigandi Magnús Jóhannsson, fer fram
á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 9. október nk. kl. 14.00
og verður siðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins. Upp-
boðsbeiðandi er Guðjón Á. Jónsson hdl.
Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu
Nauðungaruppboð
sem var auglýst í Lögbirtingablaðinu, 55., 62. og 71. tbl. 1987, á eigninni
Hrauntungu 2, Hafnarfirði, þinglesinn eigandi Gunnar Árnason, fer fram á
skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 9. október nk. kl. 14.15 og
verður síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins. Uppboðs-
beiðendur eru Guðjón Steingrímsson hrl. og Valgeir Kristinsson hrl.
______________________Baejarfógetinn í Hafnarfirði