Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÖBER 1987.
32
Fréttir
Eftirhreytur frá
íslandsmótinu á Akureyri
Margeir Pétursson stórmeistari
varð skákmeistari íslands annað
árið í röð eftir sigurgöngu á íslands-
mótinu á Akureyri. Margeiri nægði
jafhtefli við Gylfa Þórhallsson í loka-
umferðinni til þess að hreppa titilinn
en lét sér það ekki nægja. Knúði
Gylfa til uppgjafar og þar með var
sigurinn gulltryggður. Margeir
hiaut tólf vinninga af þrettán mögu-
legum, sem er frábær útkoma. Hann
gerði jafntefli við Helga Ólafsson í
fyrstu umferð mótsins og jafntefli
við Sævar Bjamason í fimmtu um-
ferð. Aðrar skákir vann Margeir og
flestar mjög sannfærandi. Þetta er í
fyrsta skipti síðan 1961 og 1962 sem
skákmeistari vinnur þennan eftir-
sótta titil tvö ár i röð. Þá varð Friðrik
Ólafsson tvöfaldur íslandsmeistari.
Tveir stórmeistarar voru meðal
keppenda á Akureyri og báðir skör-
uðu fram úr. Helgi Ólafsson fékk
einum vinningi minna en Margeir -
samtals ellefu vinninga af þrettán,
sem í langflestum tilvikum hefði átt
að nægja til sigurs. Varla er hægt
að álasa honum fyrir að hafa ekki
séð við skörpu skákskapi Margeirs
sem nú hefur teflt þijátíu og sex
skákir í beit án taps.
Þriðji stigahæsti keppandinn, Karl
Þorsteins, lenti á sínum stað í röð-
inni, þriðja sæti. Margir voru um
hituna. Hannes Hlífar átti hættuleg-
ustu atlögima. Hann var óstöðvandi
um tíma og hjó mann og annan á
báðar hendur. Loks tókst Helga að
stöðva hann en þá var Hannes búinn
að vinna sjö skákir í röð. Ef hann
hefði unnið síðustu skákina hefði
hann náð Karli og saman hefðu þeir
deilt þriðja sæti. En Hannes varð að
sættast á jafntefli í lokataflinu viö
Jón Garðar Viðarsson efdr 114 leikja
baráttu. Hannes tefldi hpurlega á
mótinu en tapaði fyrir öllum titil-
höfunum. Enn er harm ekki kominn
í þann flokk en hann er sterkari
orðinn en titillausir félagar hans.
Davíð Ólafsson kemur næstur á
eftir Hannesi og má vel við una.
Honum tókst að skjóta aftur fyrir sig
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 V.
1. Margeir Pétursson 1/2 1 1 1 1/2 1 1 1 1 1 1 1 1 12
2. Helgi Ólafsson 1/2 1/2 1 0 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11
3. Karl Þorsteins 0 1/2 1 1 1/2 1/2 1/2 1 1 0 1 1/2 1 8/2
4. Hannes H. Stefánsson 0 0 0 1 0 1 1/2 1 1/2 1 1 1 1 8
5. Davíð Ólafsson 0 1 0 0 1/2 1/2 1 1/2 1 0 1 1 1 7'/2
6. Sævar Bjarnason 1/2 0 1/2 1 1/2 0 0 0 1/2 1 1 1 1/2 6/2
7. Þröstur Þórhallsson 0 0 1/2 0 1/2 1 1/2 1 1/2 1/2 0 1 1 6'/2
8. Jón G. Viðarsson 0 0 1/2 1/2 0 1 1/2 0 1 0 1 1 1 6/2
9. Dan Hansson 0 0 0 0 1/2 1 0 1 1 0 1 1/2 1 6
10. Þröstur Árnason 0 0 0 1/2 0 1/2 1/2 0 0 1 1/2 1 1 5
11. Ólafur Kristjánsson 0 0 1 0 1 0 1/2 1 1 0 0 0 1/2 5
12. Áskell Ö. Kárason 0 0 0 0 0 0 1 0 0 1/2 1 1 1 4/2
13. Gylfi Þórhallsson 0 0 1/2 0 0 0 0 0 1/2 0 1 0 1 3
14. Gunnar F. Rúnarsson 0 0 0 0 0 1/2 0 0 0 0 1/2 0 0 1
þekktum meisturum, eins og Sævari
Bjamasyni, alþjóðlegum meistara,
og Þresti Þórhallssyni, sem hefur tvo
áfanga að titlinum. Davíð var örlaga-
valdur mótsins, lagði Helga að velli
í 4. umferð sem gerði það að verkum
að Margeir komst upp í efsta sæti
og hélt forystunni til enda.
Heimamenn raða sér mun neðar
en eðlilegt má teljast miðað við gang
mótsins. Þeir voru skeinuhættir
framan af. Ólafur Kristjánsson hafði
t.aun. hlotið 3'/2 v. eftir 5 umferðir
og meðal fómarlamba hans var Karl
Þorsteins. En Ólafur missti flugið og
raunar aörir Akureyringar eimiig.
Það er með ólíkindum hvað þeir
fengu fáa vinninga í seirrni hluta
mótsins. Reynsluleysi - eða tókst
aökomumönnum kannski að finna
snöggu blettina er líða tók á mótið?
Hvað um það, mótið var eflaust góð
æfmg fyrir heimamenn sem aðra og
vonand’ um leið lyftistöng fyrir
norðlenskt skáklíf.
Taflan segir meira en nokkur orð
um mótið og árangur einstakra
keppenda. Viö skulum hins vegar
snúa okkur beint að taflmennsk-
unni. Skoðum þá skák sem átti eftir
að verða mikilvægari en nokkum
óraði fyrir.
Skák
Jón L. Arnason
Hvítt: Davíð Ólafsson
Svart: Helgi Ólafsson
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
RfB 5. Rc3 e6 6. Bg5 Be7 7. Be2 a6 8.
a4 Rc6 9. Dd2 (M) 10. 0-0 Dc7
Davíð teflir byijunina óvenjulega
en um leið ekki sérlega markvisst.
Nú jafnar svartur taflið með 10. -
Rxd4 11. Dxd4 Da5 en Helgi kýs að
halda fleiri leiðum opnum.
11. Khl Hd8 12. Hadl Rxd4 13. Dxd4
b614. f4 Bb715. Bf3 Hac816. Df2 e5
Nú kemur fram dæmigerð Sikil-
eyjarstaða, þar sem hvítur mun
sækja fram á kóngsvæng en svartur
leita eftir gagnfærum á drottningar-
væng. Hvítur hótaði sjáifur að leika
e4-e5 í ýmsum tilvikum og því vill
Helgi verða fyrri til. E.t.v. er þessi
framrás þó ekki nægilega vel grund-
uð.
17. f5 Bc6 18. Be3 Rd7 19. g4 b5 20.
axb5 axb5 21. g5 Bf8 22. b4!? Ba8 23.
Hd3 Dc4 24. Hbl d5(?)
Ætla mætti að svartur sé að ná
frumkvæðinu en möguleikar hvíts
era hættulegri en þeir virðast við
fyrstu sýn. Til greina kemur 24. -
g6!? með stöðu sem gefur hvoragum
leyfi til þess að bjóða jafntefli.
25. Rxd5 Da2 26. Hbdl Hxc2 27. Dg3
He8
Ekki 27. - Bxd5 28. Hxd5 og svartur
lendir í óþægilegri leppun eftir d-
linunni.
28. Rf6+! RxfB 29. gxfB g6 30. Bc5!
Lykilleikurinn í sókninni. Ef hann
nær svartreitabiskupnum verður
svarta kóngsstaðan veikburða.
Svartur er knúinn til þess að fóma
skiptamun með 30. - Hxc5! 31. bxc5
Dc4 en nú er timahrakiö í algleymingi.
30. - Bxc5? 31. bxc5 Hxc5 32. Dg5!
Svartur er nú vamarlaus. Hótunin
er 33. Dh6 og mátar.
32. - Da6 33. Hd6 Da3 34. Bg2 Bxe4
Örvænting.
35. Bxe4 Db4 36. H6d4! Hc4 37. fxg6
fxg6 38. Bxg6 Hxd4 39. Bh5+
- Og Helgi lagði niður vopn.
Frá Taflfélagi Seltjarnarness
Firmakeppni Taflfélags Seltjam-
amess er nýlokið. Þátt tóku 85
fyrirtæki og var teflt í íjóram riölum.
Efstu sæti í úrshtum skipuðu:
1. Límmiðaprent (keppandi Jóhann-
es Gísh Jónsson) 10 v. af 11 möguleg-
um.
2. Landsbankinn (Jóhann Öm Sigur-
jónsson) 9 v.
3. Útvegsbankinn (Gunnar Gunnars-
son) 8‘/2 v.
4. Litaver (Snorri Bergsson) 814 v.
5. Natura Casa (Erlingur Þorsteins-
son) 6'/2 v.
Næsta stórverkefni TS er haust-
mót félagsins, sem hefst næstkom-
andi þriðjudagskvöld (13. október)
kl. 19.30. Tefldar verða 9 umferðir
eftir Monrad-kerfi, á þriðjudags- og
fimmtudagskvöldum og á laugar-
dögum kl. 14. Öilum er heimil þátt-
taka í haustmótinu. ÚLÁ
Fréttir DV
Vélsmiðja Heiðars í Kópavogi:
Pantanir til margra vikna
Eitt þeirra fyrirtækja sem gerði það
gott á nýafstaðinni sjávarútvegssýn-
ingu er Vélsmiðja Heiðars í Kópavogi.
Heiðar Marteinsson framleiðir söltun-
arkerfi fyrir s£ld og fiskþvottavélar og
það vora einmitt fiskþvottavélamar
sem gerðu mesta lukku á sýningunni.
Heiðar sagöi í samtph við DV að hann
hefði fengið 27 pantanir á sýningunni,
allar frá innlendum aðilum. Erlendir
sýningargestir hefðu einnig sýnt mik-
inn áhuga, þeir fengu allar upplýsing-
ar og tóku með sér heim. Sagðist
Heiðar hafa fengið fyrirspumir frá
Grænlandi, Noregi og Færeyj-
um.
„Ég þarf nauðsynlega að stækka
smiðjuna og hef til þess húsnæði. En
ég fæ hvergi byggmgariðnaðarmenn
til að innrétta húsnæðið og eins vantar
mig fleiri starfsmenn við framleiðsl-
una, en þeir hggja ekki á lausu. Þær
pantanir sem ég fékk á sýningunni
taka allan okkar tíma alveg fram í fe-
brúar ef viö geram ekkert annað en
sinna þeim,“ sagði Heiðar Marteins-
son.
Og allir hinir
Margir aðrir gerðu það gott á sýn-
ingunni. Þar má nefiia Jósafat Hinn-
riksson með sína frægu toghlera.
Hann fékk pantanir á sýningunni en
hlerar hans vora frægir víða um lönd
áður en þessi sýning hófst.
Fyrirtækiö Mega, sem framleiðir
vélalínur fyrir frystihús, fékk samning
um stórverkefhi í Grænlandi. Traust
hf., sem einnig framleiðir ýmsar vélal-
ínur fyrir fiskiðnað, vakti mikla
athygh á sýningunni, en það fyrirtæki
er löngu þekkt víða erlendis.
Fyrirtækið Stjömusteinn, sem fram-
leiðir einnota plastkassa undir fisk,
vakti athygh á sýningunni. Fiskkau-
pendur erlendis frá vora mjög hrifitir
af þessum kössum og má gera ráð fyr-
ir að þeir setji fram kröfur um að þeir
sem selja þeim fisk frá íslandi noti
þessa kassa. .;;> 1, 2■.((;:
Bátasmiðja Guðmundar í Hafnar-
firði sýndi hina sérstæðu Sómabáta
og vakti athygli. Sömuleiðis vöktu
plastkörin frá Normex athygh og loks
má nefna fyriitækið DNG sem fékk
70 pantanir á hinum kunnu hand-
færarúhum sem það framleiðir.
Sjálfsagt hafa fleiri fyrirtæki gert
það gott á sýningunni í Laugardal en
hér að framan era bara talin þau fyrir-
tæki sem flestum kemur saman um
að hafi gert það best. -S.dór
Heiðar Marteinsson og fiskþvottavélin hans sem gerði svo mikla lukku á sjávarútvegssýningunni. Hann byrjaði að
smíða fiskþvottavélar fyrir 25 árum en miklar breytingar hafa verið gerðar á þeim síðan þá. Sú mesta að færibandið er
nú úr plasti. DV-mynd GVA