Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 34
34
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987.
Jarðarfarir
Elín Helgadóttir, Merkigerði, verð-
ur jarðsungin frá Reykjakirkju
laugardaginn 10. október kl. 14.
-Borghildur Vilmundardóttir,
Grýtubakka 26, er lést aðfaranótt 29.
september, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 7.
október kl. 10.30.
Lára Antonsdóttir, Bræðraborgar-
stíg 53, lést í Landspítalanum að-
faranótt 30. september. Útfórin fer
fram frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 7. október kl. 15.
Fundir
Kvenfélag Árbæjarsóknar
■ heldur framhaldsaðalfund sinn í dag 6.
október kl. 20.40 í safnaðarheimilinu.
Kosning formanns. Erla Stefánsdóttir flyt-
ur erindi um heim hinna skyggnu. Þetta
er fyrsti fundur félagsins á þessu hausti.
Skýrslutæknifélag íslands og
Félag
íslenskra iðnrekenda
boða til sameiginlegs félagsfundar í Norr-
æna húsinu, miðvikudaginn 7. október kl.
16. Efni: Söluskattur á hugbúnað. Fundur-
inn er sérstaklega ætlaður þeim fulltrúum
fvrirtækja og einstaklingum sem sölu-
skattur á hugbúnað snertir og er boðaður
til að kynna stöðuna í söluskattsmálum
og ræða áframhaldandi aðgerðir.
Tónleikar
-.Vlichelle Shocked í Abracada-
bra
I kvöld þriðjudag, miðvikudag og fímmtu-
dag verður bandaríska þjóðlagasöng-
konan Michelle-Shocked með tónleika í
veitingahúsinu Abracadabra í Reykjavík.
Michelle-Shocked er um þessar mundir
nýjasta og skærasta stjarnan í heimi þjóð-
lagatónlistar. 1 kvöld kemur Bubbi
Mortens fram með henni, 7. okt. Bjarni'
Tryggvason og þann 8. okt. Bjartmar Guð-
laugsson. Húsið opnar kl. 18 en tónleik-
arnir hefjast kl. 22.
Stórtónleikar í Hollywood
Hljómplötuútgáfan Tóný stendur fyrir
stórtónieikum í veitingahúsinu Holly-
wood fimmtudaginn 8. októbver nk. Eftir-
taldir aðilar koma fram á tónleikakvöld-
inu, Rúnar Þór Pétursson og
stórhljómsveit kynna plötu sína „Gísli",
J-faukur Hauksson ásamt hljómsveit kynn-
ir plötu sína „Hvílík nótt“, Dúettinn „Blár
skjár“ (Steingrímur Guðmundsson og In-
gólfur Steinsson) kynna lögafvæntanlegri
hljómplötu sem inniheldur íslensk þjóðlög
í þeirra eigin útsetningu. Magnús Þór Sig-
mundsson kynnir lög af sólóplötu sinni
sem væntanleg er nú fyrir jólin. Einnig
kemur fram í fyrsta skipti opinberlega
hljómsveitin „Tíbet-Tagú“. Tónleikarnir
hefjast stundvíslega kl. 21.
Tilkyimingar
Eyfirðingafélagið
Árlegur kaffidagur Eyfirðingafélagsins
verður 11. október í Átthagasal hótel
Sögu. Húsið opnað kl. 14.
Félag eldri borgara í Reykja-
vík og nágrenni
Félagsstarf í opnu húsi Goðheimum, Sig-
túni 3. Miðvikudagur kl. 14; dagskrá í
umsjón Hjálmars Gestssonar, fimmtudag-
ur kl. 14; bridds, kl. 19.30 verður félagsvist
og dansað á eftir. Á fóstudag og laugardag
verður opið hús kl. 14. Sunnudagur kl. 14;
opið hús, spilað til kl. 17 en þá hefst
skemmtidagskrá, kl. 18 'hefst' tíáns -sem
stendur fram eftir kvöldi
Kirkjuþing sett í dag
Kirkjuþing Þjóðkirkjunnar verður sett í
dag 6. október kl. 14, með guðþjónustu í
Bústaðakirkju en þar verða fundir þess
haldnir. Þingið sitja 22 fulltrúar, leikmenn
og prestar. Eru þeir kosnir úr kjördæmum
landsins auk fulltrúa Guðfræðideildar og
presta í sérþjónustu. Kirkjumálaráðherra
eða fulltrúi hans á setu á Kirkjuþingi.
Meðal helstu mála sem koma fyrir kirkju-
þing að þessu sinni má nefna frumvarp sem
ráðherraskipuð nefnd hefur undirbúið um
sóknargjöld og kirkjugarðsgjöld, vegna
hins nýja staðgreiðslukerfis skatta, sem
væntanlega gengur í gildi um áramótin.
Einnig er frumvarp um Siðfræðistofnun
þjóðkirkjunnar og Háskóla íslands, en
ýmsar deildir hans hafa óskað eftir aðild
þar. Þeirri stofnun er ætlað að fjalla um
hin margþættu siðferðislegu vandamál
sem skapast í tæknivæddu þjóðfélagi. Við
guðþjónustuna þjóna kirkjuþingsmenn-
irnir sr. Sigurjón Einarsson og sr. Árni
Sigurðsson fyrir altari og sr. Jón Bjarman
predikar. Kirkjumálaráðherra Jón Sig-
urðsson flytur ávarp og biskup setur
þingið. Hann flytur síðan skýrslu kirkju-
ráðs fyrir síðasta starfsár og reikningar
kristnisjóðs eru lagðir fram. Kirkjuþing
mun standa í 11 daga, eru fundnir þess
yfirleitt eftir hádegi og öllum opnir.
U.N.M. í Osló 1988
Stjórn U.N.M. á íslandi óskar eftir verkum
til flutnings á næstu U.N.M. hátíð í Osló
dagana 14.-21. ágúst 1988. Valin verða sex
íslensk verk til ílutnings á hátíðinni og
verðar greiddar ferðir og gisting fyrir þau
tónskáld sem fyrir valinu verða. Það skal
tekið fram að aðeins verða valin verk eft-
ir þau tónskáld sem eru fædd árið 1958 eða
síðar og geta verið virkir þátttakendur í
hátíðinni. Tekið er við hverskonar verk-
um: hljómsveitar-, kammer-, raf- eða
einleiksverkum og er sérstök ástæða til
að benda á það að Dómkórinn í Osló verð-
ur meðal þátttakenda og eru kórverk því
vel þegin. Skilafrestur er til 1. janúar 1988
og skulu tónverkin send til: U.N.M. c/o
Tón&káldafélag íslands, Laufásvegi 40,101
Reykjavík. Nánari upplýsingar gefa þau
Mist Þorkelsdóttir í síma (91) 656586 og
Ríkharður Friðriksson í síma (91) 688943.
Sýning í Listakrubbu
Bókasafns Kópavogs.
Gunnar Ásgeir Hjaltason hefur opnað sýn-
ingu á verkum sínum í Listakrubbu
Bókasafns Kópavogs. Sýningin er opin á
sama tíma og bókasafnið, mánud. til
föstud. kl. 9-21 og laugardaga kl. 11-14.
Aðgangseyrir er engin og eru allar mynd-
irnar til sölu. Sýningin stendur tií 30.
október.
Fræðimannastyrkir Atlants-
hafsbandalagsins 1988-1989.
Atlantshafsbandalagið mun að venju veita
nokkra fræðimannastyrki til rannsókna í
aðildarríkjum bandalagsins á háskólaár-
inu 1988-1989. Markmið styrkveitinganna
er að stuðla að rannsóknum og aukinni
þekkingu á málefnum er snerta Atlants-
hafsbandalagið og er stefnt að útgáfu á
niðurstöðum rannsóknanna. Alþjóðadeild
utanríkisráðuneytisins veitir upplýsingar
um fræðimannastyrkinn og lætur í té
umsóknareyðublöð. Styrkirnir nema nú
185.000 íslenskum krónum (180.000 belg-
ískum frönkum) og er ætlast til að unnið
verði að rannsóknum á tímabilinu maí
1988 til ársloka 1989. Einnig er greiddur
nauðsynlegur ferðakostnaður en gert er
ráð að rannsóknir geti farið fram í fleiri
en einu ríki Atlantshafsbandalagsins.
Styrkirnir skulu að jafnaði veittir há-
skólamenntuðu fólki. Styrkþegum ber að
skila lokaskýrslu um rannsóknir sínar á
ensku eða frönsku til alþjóðadeildar utan-
ríkisráðuneytisins fyrir árslok 1989.
Umsóknir um fræðimannastyrki Atlants-
hafsbandalagsins skulu berast til alþjóða-
deildar utanríkisráðuneytisins eigi síðar
en 15. desember 1987.
Félagsmiðstöð Geðhjálpar
að Veltusundi 3b, er opin á fimmtudögum
kl. 20-22.30, laugardögum og sunnudögum
kl. 14-18. Einnig hefur Geðhjálp opna
skrifstofu aflla virka daga kl. 10-14 þar sem
selderu minningarkort félagsins og veittar
upplýsingar um starfsemina. Síminn þar
er 25990.
Vetrarstarf félags- og tóm-
stundarstarfs aldraðra hjá
Reykjavíkurborg
Vetrarstarf í félags- og þjónustumiðstöðv-
um aldraðra hjá Reykjvíkurborg er nú
hafið á átta.stöðum í borginni. Öllum líf-
eyrisþegum í Reykjavík, 67 og eldri, hefur
verið sent Fréttabréf um málefni aldraðra
þar sem dagskrá hverrar þjónustumið-
stöðvar er nánar kynnt.
Fjölbreytt námskeiðahald er í öllum fé-
lagsmiðstöðvunum og má þar nefna
handavinnu, smíðar, teiknun og málun,
íþróttir og enskukennslu.
Ennfremur má nefna sundnámskeið fyr-
ir aldraða sem hafa farið fram í Sundhöll
Reykjavíkur.
r
I gærkvöldi
Kristinn H. Gunnarsson bæjarfiilttrúi:
Fréttastofu í hvem
Þaö er nú fyrst frá því að segja aö
ég leit aöeins yflr útvarpsdagskrána
í gær en var fljótur aö leggja hana
frá mér. Ég horfði hins vegar aðeins
á sjónvarpið og varð þar fyrstur fyr-
ir íþróttaþáttur. Var þaö nokkuö
góður þáttur en sérstaklega haföi ég
gaman af torfærukeppninni. Það
hefði verið gaman aö hafa svona bíl
í fyrravetur þegar maður var að
moka sig yfir Steingrímsfjarðar-
heiði, maður hefði líklega ekki verið
lengi yfir þá.
Að venju horfði ég á fréttir en þar
bar eins og venjulega mest á nei-
kvæðum fréttum. Ég fór að hugsa
um það á meðan ég horfði á fréttim-
ar að máiin sem koma reglulega í
fréttir, eins og til dæmis dagvistar-
mál, virðast mótast mikið af nálægð
Kristinn H. Gunnarsson.
fjórðung
fréttamanns við viðfangsefnið. Þetta
er mikið hjartans mál þeirra fyrir
sunnan en hér á Vestfjörðum eru
það samgöngumáiin sem brenna á
vörum fólks en þau fá sjaldnast verð-
uga umfjöllun. Þetta myndi auðvitað
breytast mikið ef fréttastofa væri í
hveijum landsflórðungi. Þá var eins
og vepjulega talað um kvótann og
það þótti mér vond frétt. Allt tal um
að skattleggja kvótann þykja mér
lítt skemmtileg tíðindi. Þá finnst mér
eins og fréttastofan hafi litinn áhuga
á því að segja lengur frá sjónarmið-
um íslendinga í kvótamálum.
Sveik var skemmtilegur en það er
virkilega gaman að þáttunum um
hann. Myndina á eftir honum horfði
ég á með öðru auganu og slökkti svo
í miðri mynd.
Frá hringborðsumræðunni sem haldin var á Holiday Inn. Þarna má greina friðarsinna frá flestum heimsálfum.
DV-mynd GVA
Alþjóðleg friðarráðstefria í Reykjavík:
Sendu rfsaveldun-
um orðsendingu
„Mig langaði að upplifa anda
Reykjavíkurfundarins,‘' sagði AIio-
unne Blondin Beye frá Afríkuríkinu
Mali þegar hann var spurður að
ástæðunni fyrir veru sinni hér á
landi. í sama streng tóku aðrir þátt-
takendur friðarráðstefiiunnar sem
bar heitið Ári eftir Reykjavíkurfund-
inn.
Fundurinn var haldinn á Holiday
Inn, helgina 3.-4. október. Þátttak-
endur í hringborðsumræðunum
voru frá 17 löndum í Evrópu, Norð-
ur- og Suður-Ameríku, Asíu og
Afríku. Á fundinum voru auk þess
35 fulltrúar íslenskra friðarhreyf-
inga.
Reynt var að komast að og fá ein-
hveijar niðurstöður á fúndinum en
að sögn Irving Stolbergs, þingmanns
demókrata, sem sótti fundinn, voru
þær niðurstöður mjög almenns eðlis
þar sem erfitt sé að samræma hug-
myndir svo ólikra skoðanahópa.
Samin var orðsending til Ronaids
Reagan forseta og Mikails Gor-
batsjov þar sem lýst er ánægju með
nýgerða afvopnunarsamninga og
vonast til þess að gengið verði alla
leið í útrýmingu kjamorkuvopna.
-ÍS
Gjöf til Hjartaverndar
Þriðjudaginn 29. september komu stjórn-
endur fyrirtækjanna Pharmaco hf. og
Delta hf. á Rannsóknarstöð Hjartavemdar
,og færðu stöðinni höfðinglega.gjöf-.työ
hundruð þúsund krónur - í tilefni tuttugu
ára afmælis Rannsóknarstöðvarinnar, en
hún tók til starfa í október 1987. Myndin
sýnir Werner Rasmusson, stjórnarform-
ann fyrirtækjanna, afhenda Nikulási
Sigfússyni, yfiilaakni Rannaóknarstöðvar
Hjartaverndar, gjöfina.
Tímarit
Tímarit Máls og menningar
3 hefti 1987 er komið út. Yfir 20 höfundar
leggja að þessu sinni fjölskrúðugt efni til
tímaritsins. I heftinu eru ljóð, greinar sem
snúast um fornar merkisbækur, fjallað er
um íslenska rithöfunda og eru að vanda
umsagnir um nýlegar bækur. Ritstjórar
tímaritsins eru Silja Aðalsteinsdóttir og
Guðmundur Andri Thorsson.
Lýst eftir vitni
Lögreglan í Reykjavík látar að
hugsarúegu vitni að ákeyrslu á
kyrrstæða bifreiö á KaplaskjóLs-
vegi sunnudaginn 27. septetnber.
Bifreiðin, sem ekið var á, er Volvo
244árgerö i977,hrúnaölitBifreið*
in, sem ók á Volvoinn, er ljósblá.
Þeir sem geta gefiö upplýsingar um
atburðinn eru vinsamlegast beðnir
að hafá samband viö lögregluna í
Reykjavík.