Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987.
37 *
Sviðsljós
Dæmigert slot í Hollywood.
Ekki í kot vísað
Þaö er víst ábyggilegt að engin þjóö
býr í jafnglæsilegu húsnæöi og
Sonny og Cher skildu og seldu.
Bandaríkjamenn, nema ef vera
skyldu íslendingar. Flottustu húsin
í Bandaríkjunum eru síðan auðvitað
í Hollywood og þau eru ekki gefin.
„Hin gullni þríhymingur" heitir
glæsilegasta svæðið í Holly en það
er svæðið sem afmarkast af Beverly
Hills, Bel Air og Malibu. Þrátt fyrir
að verðið sé himinhátt á þeim glæsi-
höllum sem þar bjóðast er enn slegist
um húsin ef „For Sale“ skiltið birtist
fyrir framan eitthvert þeirra. Þá eru
margir góðir að lesa í skilaboðin sem
fylgja þessum skiltum því oft þýðir
það að skilnaður er á næsta leiti í
frægri fjölskyldu.
Óendanlega hátt verð
Einn af þeim bústöðum sem hefur
gengið kaupum og sölum að undan-
fórnu er Keckslotið. Það stendur á
tveggja hektara landi á besta stað í
Bel Air og þykir húsið einstaklega
glæsilegt. Tony Curtis keypti húsið
1966 fyrir 300.000 dollara. 1970 seldi
hann húsið til Sonny og Cher sem
voru þá nýrík vegna sjónvarpsþátta
sinna og næturklúbbabrölts. Þau
ákváöu að skilja 1973 og þá var húsið
selt vellauðugum tannlækni. Sölu-
verðið þá var komið upp í 1,3 mihjón-
ir dala. En þá var komið að
aröbunum. 1977 keypti arabískur
viðskiptajöfur húsið á 4,4 milljónir
dala og nýverið hafnaði hann tilboði
upp á 12 milljónir dala í húsið þann-
ig að verðið hefur heldur betur
margfaldast síðan Curtis gamli
keypti húsið.
wmmmmmM; mma ;■» - i icnWBmmmmmmmi
Curtis hafði ekki efni á að eiga húsið.
ur frumsýnd í Bandaríkjunum
seinna í mánuðinum. Caine telur
þessa mynd verða eina af sínum
betri myndum og segist sannfærð-
ur um að hún eigi eftir að slá í gegn.
„Mig hefur alltaf langað til að leika
í ekta bandarískri gamanmynd -
gamanmynd eins og þeir gerðu fyr-
ir stríö. Ég vildi ekki að mér yrði
gert að leika eins og Englendingur
heldur vildi ég fá að vera amerísk-
ur grínari. Ég segi ekkert um hvort
þetta er góð eða slæm mynd en ég
held að ég geti fullyrt að í þessari
mynd er ákaflega mikil hamingja,
mér hefur aldrei liðið jafnvel við
gerð nokkurrar myndar. Ég er
sannfærður um aö þetta verður
mín vinsælasta mynd til þessa.“
í myndinni leikur Caine auðugan
og einþykkan bandarískan rithöf-
und sem kýs að halda sig bak við
tjöldin. Hann hefur orðið fyrir von-
brigðum í ástamálum og treystir
konum lítt. Þá verður hann ást-
fanginn af listakonu einni sem er
leikin af Sally Field. Til að komast
að hvern hug hún ber til hans þyk-
ist hann vera öreigi.
Michael Caine hefur leikið með
mörgum frægum konum. Má á
meðleikaralista hans flnna konur
eins og Liz Taylor, Fay Dunaway,
Jane Fonda og Shirley MacLaine.
Hann segir þó að bést hafi verið að
starfa með Sally Field sem tvisvar
hefur fengiö óskarinn eftirsótta.
„Það var ákaflega afslappandi að
leika með Sally. Ég man ekki eftir
að hafa átt jafnánægjulegt sam-
band við leikara síðan ég lék með
Sean Connery í The Man who Wo-
uld Be King.“
Andrewssystur saman á ný
Maxine Andrews býr sig undir að kyssa systur sína, Patty, þegar tveir
þriðju Andrewssystra komu saman á ný í fyrsta skipti í 15 ár. Andrews-
systur voru geysilega vinsælar á árunum milli 1930 og ’40 og eru nú komnar
á spjöld sögimnar. Þær voru heiðraðar með því að gera þær að 1856. meðlimi
stJömuklúbbsins, Walk of Fame, JElsta systirin, Laveme Andrews, dó l%1.
Símamynd Reuter
Michael Caine bak við myndavélina
Michael Caine ætlar að eyða ellinni
í Englandi. Þetta kemur fram í ný-
legu viðtali við Caine en nú lítur
út fyrir að róttækar breytingar séu
að verða í lífi þessa 54 ára gamla
leikara. Hann er að flytja til Eng-
lands þar sem hann ætlar að
leikstýra sinni fyrstu mynd. „Eftir
62 myndir langar mig að gera mín
eigin mistök en ekki aö leika ann-
arra,“ sagði Caine í fréttaviðtali
nýlega en viðtaliö fór fram á veit-
ingastað í London sem hann á.
Caine hefur haft miklar tekjur af
kvikmyndaleik sínum en hann fær
núna um 40 milljónir króna fyrir
hverja mynd sem hann leikur í.
Hann leikur í um tveim til þrem
myndum á ári svo að hann þarf
ekki að líða skort.
Hann er nýbúinn að leika í sinni
nýjustu mynd, Surrender, sem er
rómantísk gamanmynd sem verð-
Michael Caine er nú á 55. aldurs-
árl en ætlar ekki að verða gamall
fyrir framan myndavélina
Simamynd Reuter
Grace Jones
hefur tilkynnt að hún vilji ekki
fleiri vöðvakalla. Hún hefur
nú náð sér í öllu væskilslegri
náunga en þann sænska
Dolph Lundgren og sýnir
þann nýja við öll tækifæri.
Peter Beard Ijósmyndari, sem
áður var giftur leikkonunni
Cheryl Tiegs, er hinn lukku-
legasti með Grace sem nú er
hætt öllum einlífisáformum.
Fay Dunaway
er nú skilin við Ijósmyndarann
Terry O'Neill og tók hún að
sögn skilnaðinn mjög nærri
sér. Nú býr hún ein með sex
ára gömlum syni sínum, Liam,
og er flutt aftur til Los Angeles
eftir að hafa búið í nokkur ár
í London. Það lítur þó út fyrir
að hún ætli að verða fljót að
jafna sig eftir skilnaðinn því
nýverið sást hún opinberlega
með hinum fræga spennu-
sagnahöfundi Frederick
Forsythe og fór vel á með
Bill Cosby
hefur miklar áhyggjur af því
að verða gamall en hann varð
fimmtugur fyrir stuttu. Reynd-
ar gerir Cosby grín að aldrin
um eins og honum einum er
lagið: „50 ár eru lítið ef þú ert
tré, þokkalegur aldur ef þú ert
fíll en gerir menn að fornaldar
dýri. Þegar ég fer út að hlaupa
með syni mínum tekur hann
námsbækurnar með sér!"