Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1987, Blaðsíða 40
FRETTASKO T I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjá!st,óháð dagblað Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Síitií 27022 Tíu ára stúlka bjaigaði trillu Gyffi Kristjánssart, DV, Akureyri -tc--------!--!-------------- Tíu ára stúlka er talin hafa bjargaö því að fjögurra tonna trilla brotnaði ekki í fjörunni við Grímsey í gær- kvöldi. Stúlkan býr í húsi fram við fjöru- kambinn og sá hún út um gluggann að trilla var á reki íyrir utan. Hún gerði viðvart og tókst mönnum að komast um borð í trilluna og koma henni í land. Talið er víst að trillan, sem var í leigu frá Siglufirði, hefði brotnað í spón, hefði hana rekið upp í fjöruna, en mikiö brim var við Grírns- ey í gærkvöldi. Engar jarðhræringar urðu í Grím- sey í gær og nótt. Bjami Magnússon hreppsstjóri sagði að jarðskjálftamæl- —■arnir hefðu sýnt „autt blað“ í morgun. Leifsstöð tekur 172 milljónir leigu i • hefur hækkað fargjöld Búið er að ganga frá flestum leigu- samningum í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Stjómendur stöðvarinnar hafa staðið múraðir á upphaflegum leigukröfum og leigutakar hafa mátt faUast á þær í öllum aðalatriðum. Leigutekjur flugstöðvarinnar veröa 172 milljónir króna á ári og leigan er langtum hærri en nokkum leigutaka óraði fyrir. Hún hefur þegar leitt til hækkunar á flugfargjöldum í milli- landaflugi. Það em aðeins flugfélögin og Lands- bankinn sem ekki hafa undirritað leigusamninga sína ennþá. Þessir aðil- ar sitja þó við sama borð og aðrir. íslenskur markaður borgar um 1.770.000 krónur á mánuði eða yfir 21 milljón á ári. Póstur og sími minnkaði við sig um skrifstofuherbergi og slepp- ur með 550 þúsund á mánuði eða 6.6 milljónir á ári. Allar tekjur af frí- merkjasölu og símtölum á svæðinu hrökkva ekki fyrir leigunni, hvað þá öðrum reksturskostnaði. Stutt er síðan Flugleiðir hf. hækk- uöu fargjöld sín í millilandaflugi um 7-9% og er hluti þeirrar hækkunar rakinn til hinnar dým leigu í Leifs- stöð, svo og hækkaðra afgreiðslugjalda þar. Um mánaðamótin áttu flugfélögin að hefja innheimtu á 5 dollara landa- mæraskatti á hvem farþega sem fer um Leifsstöð. Þau hafa hundsað þetta 200 króna gjald ennþá, enda mun kostnaður við að innheimta það jafn- vel veröa meiri en gjaldið sjálft. -HERB Stöðvarfjörður: t Eldur varð laus í vélageymslu í eigu Hraðfrystihússins á Stöðvarfirði í nótt. Vel gekk að slökkva eldinn og litlar skemmdir urðu. í húsinu vora meðal annars geymdir lyftarar en þeir munu ekki hafa skemmst. Einn þeirra sem barðist viö eldinn fékk snert af reykeitrun og var hann fluttur til Fáskrúðsfjarðar til rann- sóknar. Hann mun nú kominn heim. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987. Skagfirðingar í hrossarétt Þetta er ekki leðjuatriði hjá Pan-hópnum heldur eru þessir vösku menn Skagfirðingar í hrossarétt í Hjaltadal á laugardaginn. Veðurguðirnir settu svip á réttirnar, það var hávaðarok og rigning. Um 600 hross voru í réttinni og seldust mörg þeirra. DV-mynd GK - sjá bls. 4 LOKI Það hefur ekkert vantað í hrossa- réttina nema Hrafn! Veðrið á morgun Norðanáttin verður rikjandi Á morgun verður norðanátt um land allt. Slydda verður áfram á norðanverðu landinu og þungbúið. Þar verður hiti fyrir neðan frost- mark. Bjartara verður á sunnan- veröu landinu en heitast verður 4 stiga hiti. Útlit er fyrir þurrt veður syðra. Ólafsvík: Meirihlutinn springuráný Á bæjarstjómarfundi í Ólafsvík, sem haldinn var í gærkvöldi, lagði bæjar- 'TuUtrúi Alþýðubandlagsins, Herbert Hjelm, fram bókun þar sem segir að hann treysti sér ekki lengur til að bera ábyrgð á störfum bæjarstjóra, Krist- jáns Pálssonar. í Ólafsvík hafa tveir fulltrúar Al- þýðuflokks ásamt þeim Herbert og Kristjáni verið í meirihluta. Kristján er bæjarfuiltrúi fyrir lýðræðissinna. í upphafi kjörtímabilsins var myndaður meirihluti á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks en sá meirihluti sprakk á sínum fyrsta fundi. Kristján Pálsson bæjarstjóri sagðist í morgun vera hissa á bókun Herberts Hjelm. Herbert Hjelm sagði í morgun að margar ástæður væra til þess að hann ^færi út úr meirihiutasamstarfi. Kristj- án Pálsson hefði virt að vettugi samþykkt meirihlutaflokkanna um að leggja mál fyrir meirihlutann áður en þau væra lögð fyrir bæjarstjóm. Kristján hefði einnig í mörgum málum hundsað bæjarstjómina. -sme ÞRDSTUR 68-50-60 VANIR MENN lB'L ASTO, á Suðumesjum: ■R. ■. VR| tíu Hópur manna sem fæst við fisk- vinnslu á Suöumesjum hefur ákveðið aö stofna raeö sér útgerðar- félag og kaupa fiskiskip sem sefji afla sinn hjá Fiskmarkaði Suður- nesja, þannig aö allir aöilar í fisk- vinnslunni eigi jafha möguleika á að kaupa hráefhi til vinnslunnar. „Við tefjum okkur þurfa svona 7 til 10 þúsund tonna kvóta til að byija raeð,“ sagöi Logi Þormóðsson, tais- maður hópsins. Hann sagöi aö ekki ætti aö vera erfitt að fá skip til kaups, meðal annars væru nokkur skip nú þegar til sölu á Suöurnesj- um. Logi sagði aö búiö væri að mynda undirbúningshóp aö stofnun útgerð- arfélags; búið væri að ráöa starfs- mann til að safita fieiri þátttakend- um og síðan er fyrirhugaöur stofhfúndur 18. október næstkom- andi. Meðal þeirra sem þegar hafa ákveðiö að vera með eru auk Loga, Eiríkur Tómasson í Grindavik, Sig- urður Garöarsson úr Vogum, Sigurbjöm Björasson hjá Verkalýös- og sjómannafélagi Keflavíkur, Karl Njálsson i Garði, Jón Norðfjörð hjá Skipaafgreiöslu Suöumesja og Birg- ir Guðnason i Keflavik. -S.dór -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.