Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987. Fréttir Erfiðleikar Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga: Löng og liót saga segir bóndi á Breiðalæk, sem á tveggja og háifs árs húsaleigu inni hjá fyrirtæki í eigu kaupfélagsins „Aö mörgu leyti minnir saga Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga á þaö sem gerðist hjá kaupfélaginu á Svalbaröseyri og meðferð þess á bændum í Rauðasandshreppi og Barðaströnd er ljót. Það hefði verið nær fyrir Sambandið að láta bændur á þessu svæði hafa þær 30 milljónir sem það var að gefa kaupfélaginu á dögunum til að verja eina ómerki- lega matvöruverslun á Patreksfirði gjaldþroti," sagði Kristján Þórðar- son, bóndi á Breiðalæk á Baröa- strönd, í samtali við DV. Uppboði frestað aftur og aftur Fyrir rúmum þremur árum var stofnuð þorskhausaþurrkunarstöð á Barðaströnd sem nefnd var Klif hf. Kaupfélagið á mikinn meirihluta í þessu fyrirtæki. Kristján Þórðarson leigöi fyrirtækinu húsnæði undir starfsemina. Hann hefur ekki fengið greidda húsaleigu í 2 til 3 ár. Fyrir einu og hálfu ári afhenti hann máfið lögfræðingi sem hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá fram uppboð á lausatjármunum fyrirtæk- isins. Sýslumaðurinn á Patreksfirði hefur aftur og aftur frestað uppboði og borið ýmsu við, nú síðast miklum önnum hjá embættinu. Pólitískt samspil Ýmsir, sem fylgst hafa með þessu máli, benda á að pólitísk lykt sé af þessu öllu saman. Sýslumaðurinn á Patreksfirði situr í hreppsnefnd þar fyrir Sjáifstæðisflokkiim en fVrir Framsóknarflokkinn sitiu- Sigurður Viggósson oddviti sem giftur er Önnu Jensdóttur, stjómarformanni Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur mynda meirihluta í hrepps- nefnd. Annað sem margan hefur undrað í máli kaupfélagsins var þegar stjómarmenn kaupfélagsins stofn- uðu fyrirtæki og seldu sjálfum sér sláturhúsið á Patreksfirði sem var í eigu kaupfélagsins að nafninu dl. En það sem menn urðu hvað mest undrandi á var að þeim tókst aö þinglýsa þessari sölu. Síðan fór fyrir- tæki þeirra á hausinn og Stofnlána- defid landbúnaðarins yfirtók sláturhúsið enda hafði hún lánað mest til byggingar þess á sínum tíma. Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson Öll loforð svikin Árið 1976 stofnuðu bændur í Barðastrandarhreppi með sér kaup- félag vegna óánægju bænda með kaupfélagið á Patreksfirði. A milli 60 og 70 manns stóðu að stofnun kaupfélagsins. Þá bragðu Erlendur Einarsson, þáverandi forstjóri Sam- bandsins, og stjóm Sambandsins hart við og báöu bændur að hætta við kaupfélagsstofnunina en stofna þess í stað Kaupfélag Vestur-Barð- strendinga með aðsetri á Patreks- firði. Erlendur sendi sérstakan erind- reka, Ólaf G. Ólafsson, vestur til að fá bændur á band Sambandsins. Eft- ir mikið þref samþykktu bændur þetta loks í veislu sem haldin var í Flókalundi. Þá vom bændum gefin 9 loforð varöandi rekstur og þjón- ustu Kaupfélags Vestur-Barðstrend- inga. Þau vom öll svikin nema eitt, að sögn Kristjáns Þórðarsonar. Hann segir að síðan núverandi kaupfélagsstjóri, Jens Valdimars- son, tók við stjómartaumunum hafi samskiptin við bændur og saga kaupfélagsins verið ein hörmungar- saga. Bændur skipta ekki við kaupfélagið Kristján segir að allir bændur séu fyrir löngu hættir að skipta við kaupfélagið. Þegar Stofnlánadeild landbúnaðarins tók yfir sláturhúsið á Patreksfirði stofnuðu bændur með sér sláturfélag, tóku húsið á leigu og reka það nú. Eitthvað er um þaö að bændur eigi inni peninga hjá kaupfélaginu og þar á meðal er Kristján sem fékk húsa- leigu greidda í aðeins eitt ár hjá Klifi hf., fyrirtæki sem kaupfélagiö á mestan part. Næsta uppboð á lausafjármunum Klifs á að fara fram seinni hluta októbermánaðar og nú bíða menn spenntir eftir því hvort uppboðinu verður frestað enn einu sirmi. -S.dór Forsetinn til Sikileyjar í dag gggjHBH Forsetinn sat í gær hádegisverð í boði Giovanni Goria, forsætisráðherra ítalfu, og i gærkvöld hélt Vigdís forseta Ítalíu kvöldverðarboð. Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, hitti borgarstjóra Rómaborgar á öðrum degi opinberrar heimsóknar sinnar til Ítalíu í gær og skrifaði nafn sitt í hina gullnu bók borgarinnar og einnig lagöi forsetinn blómsveig á gröf óþekkta hermannsins. Þá ræddi Vigdís í gær við forsætis- ráöherra Ítalíu, Giovanni Goria, og skoðaði Seleniahátækniverksmiðjuna en Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra ræddi við Andreotti utanríkisráðherra Ítalíu. í gaerkvöldi hélt forseti íslands for- seta Ítalíu kvöldverðarboð þar sem Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari sá um matargerðina. í dag, miðvikudag, heldur Vigdís til Sikileyjar og lendir flugvél forsetans í borginni Palermo en þaðan mun for- setinn halda til Agriento og Siracusa. -ój Forsetinn kom í gær i heimsókn til borgarstjóra Rómaborgar, Nicola Signo- rello. Þau skiptust á gjöfum og góðum orðum. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, og Giovanni Goria, forsætisráöherra ítaliu Forsetinn leggur blómsveig á minnisvarða óþekkta hermannsins. DV-myndir: GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.