Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987. Fréttir DV Gestur Einar Jónasson var kynnir á skemmtuninni og hér kynnir hann aðalmanninn, Ingimar Eydal. Sjallinn Akureyrí: DV-mynd gk Stjómur Ingimars slógu í gegn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii „Stjömur Ingimars Eydal í 25 ár“ nefnist stórsýning Sjallans á Akur- eyri sem frumsýnd var á föstudags- kvöld. í tilefni aldarfjórðungsaf- mælis hljómsveitar meö nafni Ingimars hefur veriö kallaö á marga þeirra sem gert hafa garðinn frægan með hljómsveitinni á þessu tímabili og ferillinn rifjaöur upp í stórum dráttum. Um 15 hljóðfæraleikarar koma við sögu og 6 söngvarar auk dansara og fleiri en kynnir er Gestur Einar Jón- asson. Það er óhætt aö segja að hér hafi vel til tekist. Til þess að fylla upp í eyður, sem óhjákvæmilega hafa myndast, er notast við myndbands- tæknina og myndum varpað á stórt tjald. Er efst í huga að þannig fengu gestir að sjá Vilhjálm heitinn Vil- hjálmsson syngja lagið Vor í Vagla- skógi og var Ijóst að það atriði snerti áhorfendur. Mun þetta vera eina myndbandið sem til er með þessum vinsæla söngvara. En þeir eru fleiri sem gert hafa garðinn frægan með Ingimar. He- lena Eyjólfsdóttir hefur engu gleymt, Bjarki Tryggvason litlu og Þorvald- ur Halldórsson setti punktinn yfir i-ið í lokin og hreif. Aðrir söngvarar, sem koma fram, eru Grímur Sig- urösson, Inga Eydal og Snorri Guðvaröarson. Ingimar er á sviðinu allan tímann meðan sýningin stendur yfir og fer á kostum að venju. Það er líka af mörgu að taka þegar ferillinn er rifj- aður upp, lög eins og Á sjó, Ó, hún er svo sæt, I lágum bæ, Vor Akur- eyri, Ég tek hundinn, í sól og sumaryl, Róti raunamæddi og áfram mætti telja. Þetta er engin logn- mollusýning og það er nokkuð víst að stjömur Ingimars munu draga marga gesti í Sjallann í vetur. Sýn- ingin er fagmannlega unnin og ljóst af fagnaðarlátum áhorfenda að vel hefur til tekist. Tækjaleysi slökkviliðsins á Akureyri: Alvarlegt vandamál þegar eitthvað gerist - segir slökkviliðsstjórinn Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; „Þetta er ekki alvarlegt vandamál fyrr en eitthvað gerist en þá getur komið upp erfið staöa,“ sagð' Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, í samtali við DV en á fundi bygginganefndar bæjarins á dögunum vakti hann athygli á því að slökkvilið- ið hefði ekki yfir að ráða tækjakosti til björgunar- og slökkvistarfa úr meiri hæð en um það bil tíu metrum. Á fundinum var samþykkt að breyta fimmtu hæð fjölbýli$húss við Hjalla- lund og byggja sjöttu hæð ofan á hluta hennar. SlökkviðMðsstjórinn vildi láta bóka að hann teldi óráðlegt að byggja hærri hús en fjórar hæðir á meðan tækjakostur slökkviliðsins væri ekki betri en raun ber vitni. „Við höfum einungis lausa stiga og komumst því ekki nema upp í 9-10 metra hæð með þeim,“ sagöi Tómas Búi viðDV. „Öllbjörgunarstörfíþeirri hæð eru þó mjög erfið og ef til dæmis kemur upp eldur í þaki fjögurra hæða húss komumst við ekki upp nema að fá aðstoð og slikt tekur tíma. Við höfum fengið aðstoð frá Raf- veitunni en þeirra körfubíll er burðar- lítill og tekur ekki nema tvo menn þannig að ef bjarga þarf fólki er ekki hægt að senda nema einn mann upp og bjarga einum manni í einu. Shpp- stöðin á bíla sem henta betur en það er erfitt að þurfa að reiða sig á þessa utanaðkomandi aðstoð og reyndar alls óvíst hvort þeir sem sjá um þessa bíla eru reiðubúnir þegar við þurfum á þeim að halda. Vegna þess hversu alvarlégt þetta mál er hef ég tvívegis látið bóka í bygg- inganefnd að ég telji óráðlegt að láta byggja hærra en íjögurra hæða hús í bænum. Ég vil ekki bera ábyrgð á því að það sé gert. En því miður sé ég ekki að lausn á þessu máli sé á næstu grösum, undirtektimar hafa ekki ve- rið þannig,“ sagði Tómas Búi Böðvars- son. Framleiðmsjoður landbunaðarins: Skuldar greiðslu slátur- kostnaðar síðan í fýrra Kaupfelag Skagfirðing mun ekki hefja slátrun á sauðfé því er Fram- leiðnisjóður kaupir af bændum fyrr en lokauppgjör frá sjóðnum fyrir árið 1986 liggur íyrir. Framleiðnisjóður landbúnaðarins á enn óuppgerðan hluta af sláturlaun- um við Kaupfélag Skagfirðinga frá haustinu 1986. En þá keypti Fram- leiðnisjóður á fjórða þúsund fuliorön- ar kindur af bændum í Skagafirði sem slátrað var hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga. Aö sögn Ólafs Friðrikssonar kaup- félagsstjóra skuldar Framleiðnisjóður Kaupfélagi Skagfirðinga um 1,4 millj- ónir króna vegna sláturlauna og geymslukosnaðar á kjöti. „Greiðslur era að berast og loka- greiðslur eru hafnar. En það er engin meining að draga greiðslur í heilt ár. Ég er hræddur um að bankakerfið myndi ekki samþykkja slíkan við- skiptamáta," sagði Ólafur. Framleiðnisjóður landbúnaðarins er nú að semja við bændur um kaup og leigu á fullvirðisrétti. Ásamt því að semja við Kaupfélag Skagfirðinga um slátrun á því sauðfé sem sjóðurinn kaupir. „í fyrra voru samningar milli kaupfélagsins og Framleiðnisjóðs í lausu lofti en við ætlum að vera búnir að semja um greiöslur frá sjóðnum áður en við förum að slátra fyrir sjóð- inn nú í haust," sagði Ólafur. -J.Mar Húsaleigan í Leífsstöð Nokkuö hefur verið rætt um háa húsaleigu í Leifsstöð á Keflavíkur- flugvelli. Sá háttur virðist hafa verið haföur á að þeim aðilum er þar leigja húsnæði hafi veriö tilkynnt seint og síðar meir um leiguupphæð og hafi leigjendum þótt sem þama væri um mun hærri upphæðir að ræða en þeir áttu von á. Það virðist allt bera að sama brunni þegar rætt er um tölur varðandi flugstöðvarbygging- una. Fyrirtæki ákveða að taka þar á leigu svo og svo mikið pláss fyrir sína starfsemi án þess að hafa hug- mynd um hvað þeim verði gert að greiða í legu. Ástæðan fyrir því hvað leigugjaldið var ákveðið seint er svo auðvitað sú að enginn virðist hafa vitað fyrr en eftir að flugstöðin var opnuð hver byggingarkostnaðurinn er í raun og veru. Fjármálaráðuney- tið vissi ekki neitt, hvað þá önnur ráðuneyti. Byggingamefndin telur sig eitthvað hafa vitað en ef þaö er rétt þá virðist nefndinni hafa láðst að koma þeirri vitneskju á framfæri við yfirvöld. En það lítur einna helst út fyrir að menn hafi almennt búist við að fá þessa flugstöð gratís þótt í ljós komi svo aö hér er líklega um að ræða dýrustu flugstöðvarbygg- ingu heims miðaö við stærð. Það er raunar ekkert nýtt að opin- berar framkvæmdir fari fram úr kostnaðaráætlunum bæði hér á landi sem í útlöndum. En fyrr má nú rota en dauðrota. Formaður byggingamefndar Leifsstöðvar var gerður að sendiherra í útlöndum strax og stöðin var opnuð og var það annaðhvort vegna þess að þá vissu einhverjir um að kostnaður var allur kominn úr böndum eða vegna þess að enginn haföi hugmynd um það. Stjómvöld gera eflaust eitthvað til að komast að því hvers vegna Leifs- stöð kostar mörg hundmð milljón- um meira en ætlað var. En auðvitað er enginn ábyrgur frekar en fyrri daginn. Menn yppta bara öxlum og segja „ekki ég“ og skattgreiðendum verður svo sendur reikningurinn. Og ailir era svo glaðir og ánægðir að vera lausir við gömlu skúrana og geta nú gengið þurrum fótum út í vél aö almennt verður lítið aðhafst til að komast til botns í málinu. Enda kynni slík hnýsni að koma sér illa fyrir einhverja sem vilja koma sér vel við ahnenningsáMð. Við skulum þess vegna gleyma þessum mis- tökum sem fyrst og halda þess í staö áfram að gleðjast yfir nýju stöðinni og segja öllum sem heyra vilja að þetta sé glæsilegasta fiugstöði í heimi, enda viljum við íslendingar ekkert nema það besta fyrir okkur og þá sem vilja sækja okkur heim. Að vísu má búast við að bjórinn hækki í verði fyrst hann er afgreidd- ur í svona dýrum húsakynnum, en góður bjór verður aldrei of dýra verði keyptur. Og eflaust verður ekki gefið að fá sér í gogginn meðan beðið er eftir flugi en þaö skiptir nú ekki öllu máli með einn fimm hundr- uð kall til eða frá. Svo halda flugfar- gjöld áfram að hækka vegna þess að við þurfum að ganga í gegnum þessa dýra flugstöð en fargjöldin era nú svo ódýr að hækkun af og til ætti engan að drepa. Með jákvæðum hugsunarhætti tekst okkur að gleyma fjasi um braðl og óþarfa fjáraustur þegar Leifsstöð er annars vegar og í dag er þaö sem gildir að vera jákvæður og hress. Einstaka nöldrarar rpunu eflaust ekki hætta að heimta skýringar og neita að fall- ast á að hundrað milljóna fjúki út í loftið athugasemdalaust. Þeir veröa þá bara að halda áfram að nöldra. En við látum það ekki spilla ánægju okkar yfir hærri fargjöldum og dýr- ari veitingum og hærra vöraverði í Leifsstöð. Og hvers vegna ekki að borga þennan fimm dollara skatt sem lagður hefur verið á farþega? Hvað munar um einn tvö hundrað kall fyrst við borgum nú þegar 750 krónur í flugvallarskatt í hvert sinn sem við förum um Keflavíkurflug- völl. Þá er nú ekki mikið að borga tvö hundrað krónur í aðgangseyri að Leifsstöð, enda fer enginn langt nema hann fari fyrst inn í flugstöð- ina. Hins vegar gætu einhveijir gamansamir menn gert það sér til dundurs að skrifa byggingarsögu flugsöðvarinnar heföu þeir ekkert þarfara að gera. Má vel vera að sú saga seldist vel og þá sjálfsagt að láta ágóðann renna til líknarmála, til dæmis í eftirlaunasjóð sendi- herra. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.