Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 12
12 Frjálst,óháð dagblað Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Vigdís forseti Forseti íslands hefur gert víöreist á þessu hausti og er nú í fjórða skipti á stuttum tíma í opinberri heimsókn erlendis. Fyrst lagði forsetinn land undir fót til Fær- eyja, síðan til Japan, þá til Bordeaux í Frakkladi og nú síðast stendur yfir heimsókn á Ítalíu í boði Cossiga, for- seta ítala. Þessar ferðir forseta íslands eru engin tilviljun. Frú Vigdís Finnbogadóttir er þjóðarleiðtogi sem hvarvetna er eftirsóttur gestur. Hún er eina konan í veröldinni sem er kjörin til æðstu þjóðhöfðingjastöðu og sjálf er hún með persónuleika sínum og glæsileik fulltrúi lýðræðis, mennta og siðmenningar. Engan þarf að undra þótt aðrar þjóðir vilji kynnast slíkri konu og telji sér sóma í því að njóta heimsóknar hennar og nærveru. íslendingar geta verið stoitir af forseta sínum, ekki bara vegna landkynningarinnar heldur og þeirrar virð- ingu sem henni er sýnd og ljómans sem frá henni stafar í orðsins fyllstu merkingu. Nafn íslands og orðspor teng- ist ósjálfrátt Vigdísi í hugum þeirra milljóna útlendinga sem sjá henni bregða fyrir í sjónvarpi og blaðamyndum og það er ekki amaleg mynd. Þar fer glæsileg kona með fágaða en látlausa framkomu, höfðingi í sjón og reynd. Betri fulltrúa er ekki hægt að hugsa sér fyrir litla og fámenna þjóð sem sjaldan er í sviðsljósinu og um- heimurinn veit lítið sem ekkert um. Einhverjum kann að þykja nóg um allt tilstandið í kringum slíkar heimsóknir en hver þjóð hefur sína siði og enda þótt konunglegt tilstand sé okkur Qarlægt og framandi verður að meta það og virða að slíkar athafn- ir eru fremur táknrænar og bera vott um vináttu og virðingu. Tilstandið er þeirra en látleysið er Vigdísar og það látleysi er æ augljósara eftir því sem tildrið er meira. Annað kjörtímabil Vigdísar Finnbogadóttur rennur út á næsta ári. Af skiljanlegum ástæðum hafa menn velt vöngum yfir því hvort Vigdís kunni að draga sig í hlé að því tímabili loknu. Áskoranir og stuðningsyfirlýs- ingar hafa verið gefnar út þar sem Vigdís er hvött til áframhaldandi forsetaframboðs. Það er góðra gjalda vert en í rauninni er það ankannalegt að slíkar áskoran- ir berist frá tilteknum einstaklingum eða þröngum samtökum. Sannleikurinn er nefnilega sá að meðal þjóð- arinnar allrar ríkir einhugur um Vigdísi sem forseta og eindreginn vilji til að hafa hana áfram á forsetastóli, í þeim efnum er hún hvorki fulltrúi stjórnmálaflokka né hagsmunasamtaka, ekki fulltrúi kvenna eða fram- bjóðandi tiltekinna afla sérstaklega. Ekki er heldur vitað um nokkurn mann eða konu sem hyggur á mótfram- boð, enda yrði slíkt bæði óviðeigandi og ástæðulaust. Þegar þjóðin hefur eignast ástsælan þjóðhöfðingja sem enn er í blóma lífsins hlýtur það að vera keppikefli og ósk allra að slík manneskja sitji sem lengst á Bessastöð- um. Það er einlæg von alls þorra íslendinga að Vigdís gefi kost á sér áfram og er í rauninni hafið yfir allan vafa. í upphafi voru skiptar skoðanir um forsetaframboð Vigdísar sem ekki var óeðlilegt. En efasemdum hefur verið eytt og þjóðin hefur sameinast að baki hennar. Eins og jafnan áður hefur skapast friður um forseta íslands enda er það gæfa þjóðarinnar að til þess embætt- is hefur vahst úrvalsfólk sem hefur í hvívetna uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til æðsta embættismanns þjóðarinnar. Það er þess vegna í þágu íslendinga allra að frú Vigdís Finnbogadóttir gefi kost á sér áfram. Hún situr á friðarstóli, nýtur virðingar og vinsælda. Ellert B. Schram MÍÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987. Alkunna er að skóglendi hefur gengið mjög saman. Þar hefur maðurinn verið mesti skaðvaldurinn Landvemd eða gróðureyðing Mikil umræða hefur orðið i þjóð- félaginu um gróðurvemd og land- eyðingu. Það sem vakti umræðuna var mikið jarðvegsfok á liðnu sumri. Það eitt út af fyrir sig, að slíkan at- burð skuii þurfa til að vekja menn KjaJlaiiim Kári Arnórsson skólastjóri fækkað sauðfé í landinu. Af sjálfu leiðir að þetta minnkar beitarálagið. En þrátt fyrir þetta þá em stór svæði á landinu sem enn era ofbeitt. Sum þessara svæða ætti að friða alfarið og banna allan upprekstur búfjár. Ég segi upprekstur vegna þess að hér er fyrst og fremst um að ræða afrétti á hálendinu þar sem gróður er illa farinn og mikill uppblástur á sér stað. Það búfé, sem áður var rek- ið til þessara svæða, verður að vera í afgirtum heimalöndum. Fjalla- auðnir eiga ekki að vera afréttar- lönd. Þetta hygg ég að flestir bændur landsins sætti sig við enda eiga þeir mest undir því komið að gróðurlendi landsins aukist og batni. Þegar okkur hefur tekist að stöðva landeyðinguna þurfum við að hefja þjóðarátak í þvi að auka gróður- svæðin. Það þarf að auka til muna starfsemi Landgræðslunnar með stórauknu fjármagni og ekki síður þarf byltingu í skógrækt. Þar er greinilega áhuginn að vakna og stöð- ugt þarf að kynda undir hann. Skemmdir af mannavöldum En það era fleiri sem ganga um landið en skepnumar. Maðurinn „Bændur eiga að sjá sér hag í því að leigja þessi beitarlönd þéttbýlisbúum og er það víða gert.“ af svefhi afskiptaleysisins, er alvóra- mál. ísland er ungt land í jarðsögunni. Gróður þar er viðkvæmur. Talið er að gróðureyðing hafl byrjað hér strax er land byggðist og hafi haldið áfram allar götur síöan, mishratt eftir árferði og álagi. Alkunna er að skóglendi hefur gengið mjög saman. Þar hefur' maðurinn verið mesti skaðvaldurinn, hvort heldur er litið á skógarhöggið eða beitina. Fyrstu fimm aldir íslandsbyggðar var naut- peningur aðalbúfé landsmanna. Þessum búpeningi var beitt á landið og fullyrt er að nautgripir fari mun verr með skóglendi en sauðfé, eink- um að vetri til. Þegar beitiland minnkaði fjölgaði sauðfé sem betur gat bjargað sér í gróðurleysi. Þetta var lífsbjörg þess tíma, bæði hvað varðar matvæli og eldsneyti. Takmörkun beitar Nú er öldin önnur og ekki þörf á því að nýta lándið með sama hætti og gert var á fyrri hluta íslands- byggðar. Því verður að gera þá kröfu til okkar, nútímafólks, að við nýtum þessa auðlind af miklu meiri gát en við höfum gert. í reynd er voði fram- undan ef ekki verður snúið til vamar af mikilli hörku. Ekki er svo að skilja að ekkert hafi verið gert, það þaif bara mun meiri stuðning. Sú ofiramleiðsla, sem verið hefur á kindakjöti síöustu ár, hefur haft það í for með sér að stórlega hefur hefur með umgengni sinni um landið sýnt því oft og tíðum ótrúlegt tómlæti. Umferðin um viðkvæm hálendissvæði hefur aukist til mik- illa muna hin síðari ár. Vegna öflugri farartækja, sem nú era í eigu margra, hefur mönnum auðnast að komast til þeirra staða sem áður var ekki fært nema gangandi eða ríðandi fólki. Þetta hefur margfaldað um- ferðina og þvi miður oft skilið eftir sig spor sem sýna tillitsleysi við nátt- úruna og hafa stórskemmt hana. Þama þurfum við að vera vel á verði bæði gagnvart okkar eigin fólki sem og útlendingum. Það er af hinu góða að menn hafi áhuga á því að kynnast landinu. En þó verður mönnum að skiljast aö þörf kann að vera á þvi að loka ýmsum svæðum og friða þau fyrir allri umferð. Ferðalög um hálendið verða aö hlíta ákveðnum reglum. Þar getur ekki gilt algert frelsi. Landið er okkar sameiginlega eign . og sameigninni fylgja takmarkanir. Við eigum að skila landinu til afkom- enda okkar. Við verðum líka að taka tíllit til þess þegar viö erum aö nýta þetta land. Fjölgun hrossanna Undanfarið hafa heyrst um það raddir að ágangur hrossa sé að verða það skaðlegasta fyrir gróðurlendi Islands. Ljótt er það ef satt er. Hross- um hefur fjölgað á íslandi undanfar- ið. Einkum er það í þéttbýli. Hesturinn er mikill yndisgjafi. Haim er í raun ein af perlum íslenskrar náttúra. Bændur hafa af því tekjur að rækta hross og markaður þeirra er þéttbýlið. Auðvitað fylgir því að eignast hest að sjá verður honum fyrir fóðri sumar og vetur. Ekkert af hrossum þéttbýlisbúa gengur lengur á afrétti og reyndar þekkist það aðeins á örfáum stöðum að hross séu sett á afrétt. Þau era i heima- löndum. Á láglendi er víða mjög mikið gras og þvi á alls staðar að vera nægileg beit fyrir hrossin í girt- um löndum. Bændur eiga að sjá sér hag í því að leigja þessi beitarlönd þéttbýlisbúum og er það víða gert. Með bættu skipulagi er það aldeilis óþarfi að hross séu í ofbeittu landi. Nú hin síðari ár hafa komið upp svonefndar hestaleigur sem era hluti af ferðamannaþjónustunni. Oft era þær hluti af ferðaþjónustu bænda, ný búgrein til að bæta tekju- missi vegna framleiðsluskerðingar. Á nokkrum stöðum er þetta orðin umfangsmikil starfsemi. í kjölfarið fylgja feröalög vítt og breitt um landið og oft í stórhópum. Þama þarf að gefa gaum að. Þegar þessum stóra flotum er beint inn á hálendið er gróðrinum hætt ef eingöngu á að fóðra hrossin með beit. Slíkt er alger- lega ófært. Þær kröfur verður að gera, bæði til hestaleiganna svo og til annarra er ferðast um hálendið á hrossum, að þeir hafi með sér fóður. í því skyni þyrfti að koma upp fóður- sölu á fjölfömustu leiðunum. Starf- semi hestaleiganna þarf að skipuleggja. Þetta er eins og áður segir hluti af ferðaþjónustunni og því eðlilegt að samgöngumálaráðu- neytið setji um þetta reglur. Það verður að teljast eðlilegt að menn þurfi að sækja um leyfi til aö reka slíka starfsemi og uppfylla ákveðin skilyrði. Á því verður að vera stjóm- un hvaða svæði menn ferðast um, eins konar sérleyfi til að fyrirbyggja áníðslu á landinu. Hestamenn verða að sætta sig við að hugsanlega verði svæðum lokað tímabundiö verði ágangur of mikill. Þama þarf sam- eiginlegt átak hestamannahreyfing- arinnar, hestaleiganna, Náttúra- vemdarráðs og Landgræðslunnar. Hestamenn hafa sýnt það að þar sem þeim er trúað fyrir landi til varðveislu og afnota hafa þeir gengið vel um þaö. Vil ég í því sambandi nefna Skógarhóla í Þingvallasveit sem hestamenn hafa haft umsjón með í allmörg ár. Það er mikið notað af einstaklingum og hópum sem era á ferðinni. Umgengni er þar til fyrir- myndar og landiö hefur farið árbatn- andi. Enda er þar gæsla allt sumarið. Ég hef áður lagt það til að nefskatt- ur yrði settur á alla skattskylda íslendinga og honum variö til upp- græðslu. Ég ítreka það nú. Eitt þúsund króna skattur, 250 krónur ársfjórðungslega, drepur ekki nokk- um mann en slíkur skattur eitt hundrað og tuttugu þúsund gjald- enda yrði eitt hundrað og tuttugu milljónir á ári. Það rúmlega tvöfald- ar það fiármagn sem er til ráðstöfun- ar í dag. Kári Amórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.