Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987. Spumingin Ferðu oft í Kringluna? (Spurt á staðnum.) Reynir Björnsson: Ekki oft, svona einu sinni í viku síðan hún var opn- uð. Það er gaman að koma hingað. Maður hittir marga og það er þægi- legt að versla hér. Kristín Guðnadóttir: Nei, satt að segja ekki. Mér fmnst þægilegt að versla hér þá sjaldan ég kem. Nina Dögg: Já, já, svona til að skoða. Ég kem hingað svona tvisvar í viku. Dýrfinna Tómasdóttir: Já, ég fer stundum en mér fellur alveg eins vel að versla Lgamla Hagkaup. Þetta hér minnir mann dálítið á útlönd. Gunnar Þór Jónsson: Já, einu sinni til tvisvar í viku, aðallega til aö versla. Ragnheiður Ragnarsdóttir: Ég vinn hér í Kringlunni og versla hér líka, fæ hér nánast allt sem ég þarfnast. Lesendur Staðnað Kastljós Upprifjun úr fréttum á ekki heima i viðtals-og umræðuþáttum, að mati bréf- ritara. J.B.L. skrifar: Kastljósþáttur Ríkissjónvarpsins sem sýndur var nýlega, sýndi ljós- lega að Ríkissjónvarpið hefur dregist aftur úr Stöð 2, hvað varðar fjöl- breytni og ftjóar hugmyndir, bæði í uppbyggingu og efni. Tökum fyrst fyrir byijun þáttarins er ég vitna til. Þar er ennþá verið að eyða þó nokkrum tíma í að sýna „ílash“-myndir sem „symbol" þátt- arins. Þetta er auðvitað óþarft og væri nær að byrja þáttinn strax með hinu raunverulega eíhi, á eftir kynn- ingu auðvitað. I þáttinn voru tiikvaddir tveir aðil- ar, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Geir H. Haarde, til að ræða hið merka skref í afvopnunarmálum risaveldanna og voru þeir kynntir í byriun þáttarins, af umsjónarmanni. En ekki mátti byija strax á þessum umræðum. Fyrst skyldu sýndir úr- drættir úr gömlum myndum sjón- varpsins, myndir sem allir, sem áhuga hafa á erlendum fréttum eru RÚV löngu búnir að sjá. Meira að segja þeir sem ekki voru á landinu, því þeir hafa áreiðanlega séð þær er- lendu fréttir í mun ítarlegri útfærslu en hér tíðkast. - Hér er oftast klippt á áheyrilegustu fréttir til geta notað þær í fullri lengd í Kastljósi. Aðdragandi að viðtalinu við þá Ólaf Ragnar og Geir Haarde, með útskýringum fréttamannana tveggja, var alltof langur og algjör- lega óþarfur. Svona þættir eiga annað hvort aö vera viötalsþættir eða umræða um hin erlendu málefni, eða þá bara hrein upprifjun úr fréttunum, ef Ríkissjónvarpið heldur að einhveijir hafi áhuga á henni. Það er eins og veriö sé að láta fréttamenn „vinna fyrir kaupinu“ eða „nýta“ þá af því eru þama, sbr. innskot fréttamanns Ríkissjón- varpsins frá Kaupmannahöfn. Ríkissjónvarpið er orðið langt á eftir Stöð 2, bæði í fréttaflutningi og þáttagerð á borð við Kastljós. Lífgað upp á skamm- degið 2274-5816 skrifar: Húrra fyrir Stöð 2! Það er frábært framtak að gefa þessari neikvæðu þjóð tækifæri til þess að hlæja hressilega á tveggja vikna fresti. Græskulaust gaman sem engan særir. Þessir þættir sanna að við erum fylli- lega samkeppnishæfir hvað varðar innflutta gamanþætti. Okkar bestu gamanleikarar fara á kostum og bregða sér í hin ólíklegustu gervi. Annar hver fimmtudagur er „fjöl- skyldukvöld" á mínu heimili, þegar allir meðlimir fjölskylduiinar safnast saman íyrir framan sjónvarpið og líta bjartari augum á tilveruna eftir að haía horft á allt grínið. Ég vil færa Stöð 2 þakkir fjölskyl- durrnar fyrir að lífga upp á skammdeg- ið. í heilsubælinu í Gervahverfi. Gaman- leikarar okkar fara á kostum. Enn um lögregl- una á villigötum Hjalti G. skrifar „Maður í umferðinni" hringdi og gagnrýndi grein mina um lögregluna á vilhgötum. Hann vill að lögreglan sé ekki aðeins í ómerktum bfium, held- ur líka án búnings. Svoleiðis fyrirkomulag er í austantj- aldslöndunum og einnig í Suður-Afr- íku. Ég trúi því ekki að lögreglan á Islandi vifji fá á sig það orð sem fer af kollegum þeirra í áðumefiidum löndum. Annars hefur lögreglan samúð mína alla, því hún er aö reyna að fram- fylgja úreltum umferðarlögum í allt of litlu gatnakerfi ,með tillitslausustu bílstjóra í heimi. Hérlendis tekur fólk bílpróf 17 ára og endumýjar svo ökuskírteinið á 10 ára fresti. Það þarf ekki að endumýja bílprófiö. Kannske að það sé ein af ástæðunum fyrir því hvað við erum lélegjr öku- menn hér á íslandi. Bréfritari vill að lögreglumenn séu einkenndir við eftirlitsstörf. Fóstrur þurfa að gefa talsvert af sjálfum sér og oft þarf mikla þolinmæði á daghelmilum. „Hneyksli" eða dagvistun bama Erla Ingvarsdóttir skrifar: Nú haustar aö og lengist sá tími sem myrkur er. Það er líka dimmt fyrir augum margra þessa dagana. Það er verið loka dagheimilunum, hveiju af öðm. Þetta kemur harðast niður á þeim sem síst skyldi, einstæð- um foreldrum. Þeir þurfa að hætía aö vinna því að þeir fá enga gæslu fyrir böm sín sem ekki eiga nóg af ættingjum til að hlaupa undir bagga. Það er hrikalegt til þess að hugsa að bamaheimUi skuli, flest ef ekki öU, standa auð og vinnuaflsskortur er í landinu og verið að flyfja inn fólk er- lendis frá. Þær fóstrur, sem hætta nú störfum, fara flestar í aðra vinnu, betur laun- aða. Og ekki er víst að þær snúi til baka þó að eitthvað rætist úr og menntun þeirra nýtist ekki. Ég held að þeir sem ráða hér málum geri sér ekki grein fyrir þeirri vinnu sem felst í gæslu bama. Það er ekki bara að pússa nef og fylgjast með líkamlegum þörfum bamanna. Ýmislegt fleira kemur til og fóstrur eiga sannarlega skUið að fá hærri laun en þær hafa. Þetta er þannig starf að þær þurfa að gefa talsvert af sjálfum sér og oft þarf mikla þolinmæði. Vonandi sjá menn að sér og greiða úr málunum og þaö snarlega. Gagnrýni á Mess- ann svarað Rósmunda skrifar: Um daginn hringdi til ykkar kona og lýsti fyrir lesendum hádegismatn- um í Messanum í Þorlákshöfn. Ég vU lýsa yfir þeirri skoðun minni, að þessi kona virðist ekki vera kunnug því sem hún er að fjalla um. Það má vel vera, að hún hafi ekki fengið kjöt einmitt þann dag sem hún tiltekur, vegna þess að það hafi ein- faldlega verið uppuriö eftir marga matargesti. Varöandi frönsku kartöflumar sem hún minnist á er það að segja, að kart- öflur þær sem notaðar em í Messan- um em mjög góðar, mátulega steiktar og eftir óskum matargesta. Þú veist greinUega lítið um máUð og mér finnst lítið mark takandi á orðum þínum í þessu sambandi. Þú hefur auðvitað rétt á aö svara þessu bréfi ef þú kærir þig um. Ég er tUbúin að kynna mér heiðarleg rök. í leiðinni vU ég nota tækifæriö og senda þakkir tU Hótel Arkar í Hvera- gerði fyrir alveg frábæraran mat og góða þjónustu og fyrir það hve starfs- fólkið er áberandi þægilegt og hlýlegt við matargesti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.