Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987. Iþróttir • Clive Allen. Bayern vill borga 105 milljónir fyrir Allen Bayem Miinchen hefur nú áhuga á aö fá enska landsliðsmiö- vöröinn Clive Allen frá Totten- liam. Félagið er tilbúið aö borga 105 millj. íslenskra kr. fyrir þennan mikla markaskorara. „Við viljum fá sóknarleikmann sem getur skoraö mörk,“ sagöi Ule Höness, framkvæmdastjóri Bayem, í Múnchen i gær. Bayem keypti danska leikmann- inn Lars Lund á sl. keppnistíma- bili. Lund hefur ekki náö að uppfylia þær vonir sem bundnar vom viö hann og sagði Höness að Bayem myndi láta Lund fara ef eitthvert félag vildi fá hann til sín. Þess má geta aö Bayem bauð í Tony Hateley, landsliðsmann frá Englandi, þegar hann lék meö AC Milano. Hateley valdi frekar að fara til Monaco í Frakklandi. Fyrir helgina reyndi Bayem aö fá Mark Hughes lánaöan frá Barcelona. þaö dæmi hefur ekki gengið upp. -SOS 103 holur og 400 þúsund „Þetta var meiriháttar uppá- koma og viö vomm allir að niður- lotum komnir í lokin," sagöi Björgúlfur Lúðviksson, fram- kvæmdastjóri Golíklúbbs Reykja- víkur, í samtali við DV í gær. Um helgina lék sveit GR, sem keppir á Evrópumóti félagsliöa í golfi i næsta mánuði, nokkurs konar boðgolf en takmarkið var að leika sem flestar holur á þeim hámarks- tíma sem leyfður er í keppni hiá GR, fjórum klukkustundum og tuttugu minútum. GR-sveitin vann í raun og vem frábært afrek. Henni tókst að leika 103 holur og var það mun meira en menn höfðu þorað að vona. Og það sem meira var, skor kylfínganna var mjög gott og fór batnandi eftir þvi sem á leið. Fyrstu 18 holumar léku kylfingamir Hannes Eyvinds- son, Sigurður Pétursson og Siguijón Amarsson, á aðeins 37 mmútum og 87 höggum. Næsti hringur tók sveit- ina 43 minútur og þar notaði hún 81 högg. Þriðja hnnginn lék sveitin á 46 nunútum og 87 höggum og þann Qorða á 53 mínútum og 81 höggi. Síðasta heila hringinn léku þre- menningamir á 50 mínútum og aðeins 75 höggum. Þar af fengu þeir 9 högg a eina holuna. Þegar hér var komið sögu hafði sveitin sem sagt leikið 90 holur og enn var haldið áfram. Sveitin átti nú inni 31 mín- útu og lék 13 holur á þeim tíma og eftir 13. holuna var sveitin á aöeins tveimur höggum yfir parinu. • Tilað ijúka holunum 103 notaði sveitin 464 högg. 56 holur lék hún á pan, 7 holur a „bördíi", 27 holur á einu höggi yfir pari og 13 holur á tveimur yfir pari eða meira. • Eins og fram kom i DV fyrir helgi var mönnum gefinn kostur á að heita á GR-sveitina og greiða ákveðna upphæð fyrir hverja leikna holu. Mikið var um áheit og er talið að samtals hafi safnast tæplega 400 þúsund krónur. -SK Víkingar fiá það hlutverk að hefna éfara Blikanna - þeir mæta danska meistaraliðinu Kolding. Stjaman leikur gegn Urædd íslandsmeistarar Víkings fá það hlut- verk að hefna ófara Breiðabliks í Evrópukeppninni. Vikingar drógust gegn danska meistaraliðinu Kolding í 2. umferð Evrópukeppni meistaraliða og leika Víkingar fyrri leik sinn í Laugardalshöllinni. Danskir mótherjar í fyrsta skipti hjá Víkingum Þetta er í fyrsta skipti sem Víkingar leika gegn dönsku hði í Evrópu- keppni. íslensk lið hafa aðeins tvisvar sinnum áður leikið gegn liði frá Dan- mörku. Þegar Framarar tóku fyrst íslenska liða þátt í Evrópukeppni, 1962, léku Framarar gegn Skovbakken, unnu Danimir með einu marki eftir framlengdan leik í Danmörku. Blik- amir léku síðan gegn Hellerup á dögunum og máttu þola skell, 11-28, í Danmörku. Víkingar fá nú það hlutverk að hefna þessara ófara Blikanna í Danmörku. Þeir leika gegn Kolding sem sló norska liöið Stavanger út úr keppninni. Dan- imir unnu stórsigur, 25-17, í seinni leik liðanna í Danmörku um sl. helgi. Með Kolding leika kappar eins og Bjame Jeppesen, Kim G. Jacobsen, Vemer Möller og Thomas Lyng, svo einhverjir séu nefndir. Stjarnan leikurgegn norska lið- inu Urædd • Stjaman úr Garðabæ leikur gegn norska félaginu Urædd í Evrópu- keppni bikarhafa. Urædd lék gegn sænska liðinu Warta í fyrstu umferð. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli, 20-20, en Urædd sigraði í síðari leikn- um með eins marks mun, 22-21. -SOS Real leikur í Valencia Leikmenn Real Madrid verða að ferðast til Valencia til að leika fyrri leik sinn gegn Porto frá Portúgal í Evrópukeppni meistaraliða, 21. októb- er. Á dögunum léku þeir gegn Napoli án þess að áhorfendur væm á Sant- iago Bemabeu. Nú verða þeir að leika leik sinn gegn Porto 350 km frá heima- velli sínum. -SOS • Siggeir Magnússon, Víkingur, skoraði samtals 12 mörk gegn enska liðinu Liverpool sem Víkingar mættu í 1. um- ferð Evrópukeppninnar. Siggeir verður í eldlínunni þegar Vikingur mætir Urædd í 2. umferð og KR-ingum í Laugardals- höll í kvöld. DV-mynd Brynjar Gauti Hörkuleikir í kvöld - heil umferð í 1. deild karia og 4 leikir í 1. deild kvenna I kvöld heldur slagurinn áfram um íslandsmeistaratitilinn í handknatt- leik. Þá verður leikin heil umferö í 1. deild karla og fiórir leikir em á dag- skrá í 1. deild kvenna. íslandsmeistarar Víkings leika í Laugardalshöll gegn KR og hefst leik- urinn klukkan átta. Víkingar léku gegn ÍR í fyrstu umferð og sigmðu næsta auðveldlega. KR-ingar léku hins vegar gegn Breiðabliki í Kópavogi og unnu nauman og nokkuð óvæntan sigur. Flestir höfðu raunar afskrifað KR í vetur en frammistaða hins unga og efnilega KR-Iiðs gegn UBK hefur fengið menn til að endurskoða íýrri afstöðu til liðsins. Ef ekkert óvænt gerist ættu þó Víkingar að ná að vinna sigur. Framarar leika á Akureyri KA-menn leika nú öðra sinni á heimavelli í jafhmörgum leikjum Þeir töpuðu illa fyrir viku gegn Stjömunni en mæta Fram í kvöld í íþróttahöllinni á Akureyri. Framarar leika sem kunn- ugt er án nokkurra lykilmanna en eftir mjög óvænt jafntefli gegn Val er lið Fram nánast spumingarmerki þessa dagana. Lið KA er sterkt og verður öragglega erfitt við að eiga í kvöld. Nágrannaslagur í Digranesi í kvöld klukkan átta fæst úr því skorið í íþróttahúsinu í Digranesi hvort Stjaman, undir sfióm Gunnars Einarssonar, nær að fylgja góðum úti- sigri gegn KA eflir. Blikamir töpuðu illa gegn KR í fyrstu umferðinni og verða nú að taka sig verulega saman í andlitinu. Spumingin er hvort Blik- amir hafa fengið uppreisn æra eflir jafnteflið í sfðari leiknum gegn HIK í Evrópukeppninni. Valsmenn leika klukkan sex! Valsmenn leika sinn fyrsta heima- leik í sínu nýja íþróttahúsi gegn Þór frá Akureyri á morgun og hefst leikur- inn klukkan sex. Valsmenn munu leika heimaleiki sína á þessum tíma í vetur. Valsmenn ættu ekki að eiga í miklum erfiðleikum með að innbyrða sigur í tímamótaleiknum í kvöld. FH-ingar leika í Seljaskóla FH-ingar, sem unnu mjög stóran sig- ur á nýliðum Þórs frá Akureyri í fyrsta leiknum í íslandsmótinu, mæta í kvöld hinum nýliðunum í deildinni, ÍR. Leik- ur liðanna fer fram í íþróttahúsi Seljaskóla og hefst klukkan átta. • í 1. deild kvenna leika í kvöld, Haukar-KR kl. 20.00 í Hafnarfirði og strax á eftir FH og Valur. í Laugardals- höll leika síðan Fram-Stjaman kl. 19.00 og Víkingur-Þróttur kl. 21.30. -SK Aldridge bjarg- aði Liverpool Markamaskínan John Aldridge bjarg- aöi andliti Liverpool í gærkvöldi með marki á síðustu minútu þegar Liverpool sigraði 2. deildar lið Blackbum Rovers á Anfield Road í síðari leik liðanna í enska deildarbikamum. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1. • Lið Everton lenti einnig í erfiðleikum gegn Rotherham. Jafntefli varð í gær- kvöldi, 0-0, en Everton vann fyrri leikinn, 3-2. • Leikmenn Watford fóra á kostum gegn Darlington og sigraðu 8-0 í gær- kvöldi. Fyrri leikinn vann Watford, 0-3, og því samanlagt, 11-0. • Úrslit í öðram leikjum í gærkvöldi í deildarbikamum: Scunthorpe-Leícester.........1-2 (2-4) Sheff. Wed-Shrewsbury.......2-1 (3-2) Southampton-Boumemouth...2-2 (2-3) Walsall-Charlton............2-0 (2-3) Wimbledon-Rochdale...........2-1 (3-2) Wolves-Man. City............0-2 (2-3) York-Leeds..................0-4 (1-5) Arsenal-Doncaster...........1-0 (4-0) Coventry-Cambridge...........2-1 (3-1) Gillingham-Stoke............0-1 (0-3) Luton-Wigan.................4-2 (5-2) Mansfield-Oxford.............0-2 (1-3) Millwall-QPR.................0-0 (1-2) Newport-Crystal Palace.0-2 (0-6) Plymouth-Peterborough.1-1 (2-5) -SK „Danirverða erfiðir" - segir Mike Engtand „Danir hafa náð einum besta árangri landsliða í Evrópu á heimavelli. Það hefur enginn getað lagt Dani aö velli í Kaup- mannahöfn í langan tíma. Það verður þ\d ekki auðvelt aö glíma við þá,“ sagði Mike England, framkvæmdastjóri Wales- manna sem leika gegn Dönum í Evrópu- keppni landsliða í næstu viku. England er ekki búinn að afskrifa sig- ur. Hann segir að Ian Rush, sem leikur á ný með Wales, geti gert út um leiki á stutt- um tíma. Mark Hughes, sem leikur með Barcelona, getur einnig leikið með gegn Dönum og þá Kenny Jackett, Watford, sem hefúr átt við meiösli að stríða. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.