Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987. Jarðarfaiir Borghildur Vilmundardóttir lést 29. september sl. Hún var fædd í Staöar- hverfi í Grindavík 12. maí 1921, dóttir hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Vilmundar Árnasonar. Eftirlifandi eiginmaöur hennar er Ingi S. Bjarna- son. Þau hjónin eignuðust níu börn. Útfór Borghildar var gerð frá Foss- vogskirkju í morgun. Lára Antonsdóttir lést 30. septemb- er sl. Hún var fædd 3. júlí 1921. Foreldrar hennar voru Stefanía Ei- ríksdóttir og Anton Magnús Magnús- son. Lára var tvígift. Fyrri maður hennar var Sigurjón Guðmundsson, þau slitu samvistum. Þau eignuðust eina dóttur. Eftirlifandi maður henn- ar er Valur Guðmundsson. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur. Sigurgeir Jónsson bifvélavirki, Bræðraborgarstíg 13, sem lést 25. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 8. október kl. 13.30. Börge Hillers mjólkurfræðingur, Heiðmörk 3, Selfossi, er varð bráð- kvaddur 2. október sl., verður jarð- sunginn frá Selfosskirkju fimmtu- daginn 8. október kl. 15. jjngibjörg Benediktsdóttir píanó- kennari andaðist 2. október á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Útforinfer fram frá Hafnarfjaröarkirkju fimmtudaginn 8. október kl. 13.30. útför Sigurðar Vals Þorvaldssonar bifvélavirkja, áður til heimilis á Laugarnesvegi 56, fer fram frá Foss- vogskapellu fimmtudaginn 8. októb- er kl. 15. Félagsvist Húnvetningafélagið Félagsvist verður spiluð laugardaginn 10. október kl. 14 í félagsheimilinu Skeifunni 17. Þriggja daga keppni að hefjast. Allir velkomnir. Happdrætti Almanakshappdrætti Land- samtakanna Þroskahjálpar Vinningurinn í september kom á miða nr. 17299. Tónleikar Stórtónleikar í Hollywood Hljómplötuútgáfan Tóný stendur fyrir stórtónleikum í veitingahúsinu Holly- wood fimmtudaginn 8. októbver nk. Eftir- taldir aðilar koma fram á tónleikakvöld- inu, Rúnar Þór Pétursson og stórhljómsveit kynna plötu sína „Gísli", Haukur Hauksson ásamt hljómsveit kynn- ir plötu sína „Hvílík nótt“, Dúettinn „Blár skjár“ (Steingrímur Guðmundsson og In- gólfur Steinsson) kynna lög af væntanlegri hljómplötu sem inniheldur íslensk þjóðlög í þeirra eigin útsetningu. Magnús Þór Sig- mundsson kynnir lög af sólóplötu sinni sem væntanleg er nú fyrir jólin. Einnig kemur fram í fyrsta skipti opinberlega hljómsveitin „Tíbet-Tagú“. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21. I gærkvöldi Jónas Elíasson prófessor: Tæknileg fullkomnun Fréttimar í sjónvarpinu horfi ég alltaf á, og tek þær fram yfir fréttir á Stöð työ. Mér finnst alltaf gaman að sjá Ómar Ragnarsson í fréttun- um, hann hefur líflega framkomu. Markús Öm Antonsson og Atli Heimir Sveinsson vora síðan með gríöarlega mikla afmælisveislu í til- efni 80 ára afmælis Stefáns íslandi. Tónlistin í þættinum var mjög skemmtileg en heldur fannst mér myndatakan þunglamaleg. Það er kannski erfitt að ná góðum myndum við þessar aðstæður. Næst á dagskránni var hreint frá- bær þáttur um flugfálka, enn ein skrautfjöðrin í hatt David Atten- borough. Myndatakan var hreint stórkostleg og í raun óskiljanleg. í mínum augum er þetta tæknileg fullkomnun. Ég var orðinn hálf þreyttur á sjónvarpsglápi er fram- haldsþátturinn, Á ystu nöf, byrjaði, og var þess vegna hálffeginn þegar sjónvarpið gafst upp, eftir fjórar til- raunir, á að sýna þáttinn. En hann var búinn að hafa af mér leikritið um Solzhenitsyn á Rás 1 sem ég hefði annars hlustað á. Þar sem ég hef dvalið nokkuð er- lendis hef ég samanburð á sjónvarps- og útvarpsdagskrám þaðan, og fer fjarri þvi að ísland fari halloka í þeim samanburði. Þar á ég aðallega við Rás 1 og Stöð 1, en ég hlusta ekkert á Bylgjuna, Stjörnuna né Rás 2. Jónas Eliasson. Ljót landspjöll í Reykjanesfólkvangi Eins og sjá má á myndinni hafa fjórhjól og jeppar grafið djúp hjólför í vor og sumar i grasi gróinn bala á leiðinni frá Höskuldarvöllum að Krókamýri. DV-myndir Styrmir Sigurðsson Fundir MS félag íslands heldur fund fimmtudaginn 8. október kl. 20 í Hátúni 12, II. hæð, matsal. Fundar- efni: sagt verður frá alþjóðlega MS þing- inu sem haldið var í september sl. Mætið vel og stundvíslega. Tiikyrmingar Toyotu stolið Dökkgrænni númerslausri Toyotu Coronu Mark II, var stolið aðfaranótt sunnudags- ins frá Granaskjóli. Þeir sem hafa orðið varir við bifreiðina eða vita hvar hún er niðurkomin vinsamlegast látið lögregluna vita. „Ályktun" „Fundur stjómar Slysavamafélags Is- lands og umdæmisstjóra björgunarsveita félagsins, haldinn 26. og 27. september 1987, lýsir áhyggjm sínum af því að þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, skuli ekki ætíð vera tiltæk til leitar- og björgunar- starfa. Beinir fundurinn því til stjómvalda að séð verði til þess að hér verði breyting á og að þetta mikilvæga björgunartæki verði jafnan tiltækt þegar þörf krefur. Jafnframt ítrekar fundurinn fyrri ályktan- ir landsþinga og aðalfunda SVFl um að hugað verði að kaupum á stærri og full- komnari þyrlu til viðbótar þeim sem fyrir em.“ Eyfirðingafélagið Árlegur kaffidagur Eyfirðingafélagsins verður 11. október í Atthagasal Hótel Sögu. Húsið opnað kl. 14. Frístæl keppni á vegum Hárs & fegurðar Þann 24. október verður haldin á vegum tímaritsins Hárs & fegurðar frístæl keppni (frjáls greiðsla) og förðunarsýning í Sjall- anum Akureyri. Stórglæsileg verðlaun em í frístæl keppninni en fyrstu verðlaun em ferð á International Beauty Show í New York og verðlaun frá Pyramid, KMS, Forval, Jingles, heilsupakki frá Toro og peysur frá Don Cano. Önnur verðlaun era Canon F-70 myndavélar frá Ljósmynda- búðinni, Laugavegi 118, samtals að verðmæti kr. 56.000. Þriðju verðlaun em armbandsúr frá Orient. Það em meðlimir úr Förðunarfélagi Islands sem frumsýna nýtt förðunarshow þar sem sýnt verður m.a.: búálfur, djöfull, monster og sjó- skrímsli. Tímarit Lopi og band - haustblaðið Haustblað Lopa og bands er komið út. Fjöldi glæsilegra peysuuppskrifta. Skóla- peysur, lopapeysur og ullarpeysur. Haust- og vetrartískan í öllu sínu veldi. Litir og línur í haustsnyrtingu. Leikfimisþáttur Jónínu. Matreiðsluþáttur með súrsuðu grænmeti og gómsætum eftirréttum og/eða smáréttum. Tímarit Máls og menningar 3 hefti 1987 er komið út. Yfir 20 höfundar leggja að þessu sinni fjölskrúðugt efni til tímaritsins. í heftinu eru ljóð, greinar sem snúast um fornar merkisbækur, fjallað er um íslenska rithöfunda og eru að vanda umsagnir um nýlegar bækur. Ritstjórar tímaritsins eru Silja Aðalsteinsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson. „Reykjanesfólkvangur er mjög við- kvæmt svæði frá gróðurfarslegu sjónarmiði. Þar er mikið af mosagrónu landi og þarf ekki nema einn jeppa eða torfæruhjól til að valda miklum spjöll- um á landi, sárum sem ekki gróa aftur. Mér hefur þótt það áberandi í sumar hversu jeppar með skrásetningarstöf- unum JO hafa verið erfiðir viðureign- ar,“ segir Guðmundur Sigurjónsson, umsjónarmaður fólkvangsins á Reykjanesi, um mikil landspjöll sem þar hafa verið unnin að undanfömu. „Ég held það sé spuming um að fræða vamarliðsmenn meira um landið og útskýra fyrir þeim hversu viðkvæmt það er. Ef það væri gert trúi ég ekki öðra en landspjöll af þeirra völdum myndu minnka til muna.“ Guðmundur er einn um að halda uppi eftiriiti með fólkvanginum. Hann fer yfirleitt þrisvar í viku í efHrlits- ferðir og þá einkum um helgar þvi þá era flestir á ferð um svæðið. „Nýlega var samþykkt innan stjóm- ar fólkvangs Reykjaness að leggja bann við umferð torfæratækja innan fólkvangsins og slíkt bann er til um- fjöllunar hjá stjóm Bláfjallafólkvangs og hjá Náttúravemdarráði. En ég hef þó enga trú á að takist að framfylgja sliku banni nema með mjög hertri lög- gæslu. Það er tímabært að afmarka einhver svæði fyrir fjórhjól, jeppa og torfæra- Það er búið að aka svæðið milli Höskuldarvalla og Vigdísarvalla þvers og kurs. Þarna er mjög send- inn jarðvegur sem auðveldiega blæs upp. Ófærðfyrir norðan Gyifi Kristjánsson, DV, Aknreyii Ólafsfjarðarmúli var talinn ófær í morgun en möguleiki að fara þar um á jeppum og stærri bOum. Þá var færð talin mjög erfið í Vikurskarði og mönnum ráðlagt að fara ekki þar um. Ekki höföu borist fregnir um færð á Öxnadals- heiði en átti að kanna ástandið þar. Spáð er áframhaldandi norð- anátt á Norðurlandi og éljagangi. hjól á þessu svæði. Meðan innflutning- ur á fjórhjólum er leyföur og mönnum leyft að eiga þau er fáránlegt að leyfa fólki ekki að nota þau á afmörkuðum svæðum þar sem þau geta ekki valdið gróðurspjöllum. Samkvæmt náttúravemdarlögum er akstur utan vega bannaöur. Við höfum ekki beitt sektum eða öðrum ■ refsingum við slíkum brotum en ég tel að við ættum að hafa þann háttinn á. “ - Era engin svæði innan fólkvangsins þar sem menn mega leika sér á tor- færatækjum? „Þeir sem aka um á fjórhjólum hafa Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fyrsta uppboðið hjá Fiskmarkaði Norðurlands h/f á Akureyri fór fram í gær. Boðin vora upp 1,8 tonn af þorski og 2,1 tonn af grálúðu. Veiði- skipið var Súlan EA 300 en skipiö var að ljúka rækjuveiðum og haföi fengið þennan afla með rækjunni í síðustu veiðiferöinni. Boðið var upp um tölvunet Fisk- markaðsins og bárast boð frá fimm aðOum. Nokkrir erfiðleikar vora um tíma vegna bOana í tölvunetinu en úr þeim rættist og lauk uppboðinu, sem mikið verið í gryfjum rétt við afleggj- arann inn að Djúpavatni og eins við Lambhagatjöm sem er uppþomuð tjöm norðan við Kleifarvatn. Þeir sem era á jeppunum hafa mikið verið á leiðinni frá nýja Bláíjallaveginum að Vatnsskarði. Þetta era tOtölulega af- mörkuð svæði og þar er ekki mikO hætta á gróðurskemmdum. Ég vO bara beina því til fólks að ganga betur um landið og athuga hversu mikilli eyðOeggingu það getur valdið á gróðri með ógætilegum akstri á torfæratækjum," sagði Guðmundur. -J.Mar haföi hafist kl. 11.30, kl. 15.30 í gærdag. Birgir ÞórhaUsson á Akureyri átti fyrsta boðið er hann bauð 33 krónur fyrir kOóið af þorski. Síðan komu nokkur boð í þorskinn en niðurstaðan varð sú að Birgir átti hæsta boðið, 38 kr. fyrir kOóið. Mun meiri áhugi var á grálúðunni þótt ekki væri hátt boðið og boð hækk- uöu lengi vel um 50 aura. í lokin bitust Útgerðarfélag Akureyringa og Útgerð- arfélag Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík um aflann og haföi síðamefnda fyrirtækið betur og átti hæsta boðið á síðustu stundu, 22 kr. fyrir kflóið. Fyrsta uppboðið í gær

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.