Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987.
Fréttir
Tímaritið Þjóðlrf:
Svavar
áfram
- minni ákvörðun verður ekki breytt segir Svavar
í tímaritinu Þjóðlífi, sem kom út í
gær, skrifar Svanur Kristjánsson
stjómmálafræðingur grein um Al-
þýðubandalagið, rekur sögu þess og
spáir í framtíðina. Hans niðurstaða er
sú að Svavar Gestsson verði áfram
formaður flokksins.
Eftir að hafa rakið gang mála í Al-
þýðubandalaginu og spáð í komandi
landsfund flokksins segir Svanur:
„í ljósi alls er aö ofan greinir munu
á landsfundi Alþýðubandalagsins
vakna raddir um, að ekki sé tímabært
að skipta um formann úr því að ekki
náist samstaða um arftaka Svavars.
Vaidakjami flokksins mun verða fljót-
ur til að taka undir þessar óskir. Þetta
mun ganga eftir.“
Þessi niðurstaða Svans Kristjáns-
sonar var borin undir Svavar Gests-
son og sagðist hann undrandi á að
stjómmálafræðingurinn skyldi ekki
fylgjast betur með en þetta. Síðan sagði
Svavar:
„Ég hef oft sett spumingarmerki við
kenningar Svans Kristjánssonar um
fortíð Alþýðubandalagsins og oftast
hefur honum sjátlast, en að þessu
sinni skjátlast honum líka um framtið-
ina. Ég hef lýst yfir þeirri ákvörðun
minni að gefa ekki kost á mér áfram
sem formaður. Þeirri ákvörðun minni
verður ekki breytt," sagði Svavar
Gestsson.
-S.dór
Vigdís Finnbogadóttir kom i gær úr góða veðrinu á Sikiley í frostið á ís-
landi. Það voru því viðbrigði fyrir hana að koma heim á Frón. Á Sikiley
kynnti Vigdís sér vínrækt eyjarskeggja. Á myndinni er forsetinn að smakka
á verðandi rauðvíni í 25 stiga hita. DV-mynd GVA
Síldarsöltun að hefjast á Eskifirði. Alls verður saltað á sex stöðum þar á
vertíðinni. DV-mynd Emil Thorarensen
Eskifjörður:
Fyrsta síldin
komin á land
Emil Thorarensen, DV, EskifirðL'
Fyrsta síldin á vertiðinni barst til Eski-
fjarðar í gær. Það var Sæljón SU sem
landaði 45 til 50 tonnum hjá sfldarsölt-
unarstöðinni Friðþjófi. Sæljón .fékk
sfldina fyrir mynni Viðfjarðar.
Bjarni Stefánsson, einn eiganda
Friðþjófs, Scigði að sfldin væri ágæt,
stór og góð, en misjöfn að fitu. Hún
er þó innan réttra marka. Saltað verð-
ur fyrir Skandinavíumarkað, sykur-
sfld og kryddsfld. Ekki hafa náðst
samningar við Rússa. Þeir hafa verið
stærstu kaupendur á sfld hingað tfl.
Á Eskifirði eru sex sfldarsöltunar-
stöðvar og verður saltað á þeim ölium
eins og síðastliðin ár.
Elli- og örorkulífeyrisþegar á Reykjavíkursvæðinu:
Ókeypis umfram-
sktefum fjölgað
Samgönguráðherra hefur ákveðiö
að fjölga þeim umframskrefum sem
elii- og örorkulífeyrisþegar á Reykja-
víkursvæðinu fá eftirgefin frá gjald-
skrá Pósts og síma og verða skrefin
nú 400 ársfjórðungslega í stað 200 áð-
ur, samkvæmt upplýsingum sem DV
fékk hjá Hreini Loftssyni, aðstoöar-
manni samgönguráðherra, í gær.
Sagði Hreinn að þessi breyting væri
gerð í framhaldi af gjaldskrárbreyt-
ingu frá 1. júlí sl. þar sem inniföldum
skrefum i fríu ársfjórðungslegu af-
notagjaldi var fækkað úr 300 í 200 á
Reykjavikursvæðinu, en úr 600 í 400
utan Reykjavíkursvæðisins, jafnframt
því sem skrefatalning var tekin upp á
kvöldin og um helgar. Sagði Hreinn
að þessari ákvörðun hefði verið mót-
mælt af borgaryfirvöldum og samtök-
um aldraðra og væri með þessari
ákvörðun reynt að koma tfl móts við
þau sjónarmið sem þar hefðu komið
fram. Sætu nú allir elli- og örorkulíf-
eyrisþegar við sama borð hvar sem
væri á landinu að þessu leyti.
Hreinn sagði að þessi ákvörðun væri
tekin eftir viðræður við Póst og síma
en reiknað er með að tekjutap Pósts
og síma vegna þessa muni nema um
3,4 milljónum króna á ári. Talið er að
þessi breyting nái til 2.740 einstaklinga
en á landinu öllu eru um 4.200 manns
sem njóta ívflnana af þessu tagi. Sagði
Hreinn að niðurfelling afnotagjalda og
400 umframskrefa tfl þessa hóps kost-
aði um 14 milljónjr króna á ári.
-ój
Vinnueftirlit
innsiglar lög-
reglustöð
Hús lögreglustöðvarinnar á Vopna-
firði hefur verið innsiglað. í húsinu
er einnig fangageymsla. Það var
Vinnueftiriitið sem innsiglaði húsið.
Þetta er í annað sinn á þessu ári sem
það er gert. Ástæðan fyrir því að hú-
sið hefur verið innsiglað er að það
lekur og í því er mikill raki. Upphitun
hússins er einrúg ábótavant.
Lögreglustöðin var innsigluð í fyrra
skiptið í vor. Innsiglið var rofið þá,
gegn því skilyrði að gerðar yrðu end-
urbætur á húsinu. Ekki fengust menn
til að vinna að lagfæringum og því var
húsið innsiglað á ný.
Rúnar Valsson, varðstjóri á Vopna-
firði, sagði að þetta væri erfitt ástand.
Að visu hefur lögreglan til umráða
eitt herbergi á umboðsskrifstofu sýslu-
manns. Rúnar sagði að það leysti
einhvem vanda en nauösyrflegt væri
að fá fangageymslumar í lag. Hann
sagði að ekki hefði þurft að hýsa fanga
þá tíu daga sem lögreglustöðin hefur
verið innsigluð. Hann bætti við að slíkt
gerði ekki boð á undan sér og því
væri þetta afar óheppilegt.
Rúnar varðstjóri sagði að það væri
ótrúlegt hvað þeir sem settir hafa ve-
rið inn hefðu sýnt mikið langlundar-
geð að gera ekkert í því að vera boðin
slik gistiaðstaða sem fangageymslum-
ar em.
-sme
Póstur og sími:
Sundurliðaðir
símareikning-
aránæstaári?
Samgönguráðherra hefur falið Pósti
og síma undirbúning að því að gefa
símnotendum kost á sundurliðuðum
símareikningum þannig að þar komi
fram upplýsingar um það hvenær
hringt er, hvert og hversu lengi talað
er.
Að sögn Hreins Loftssonar, aðstoð-
armanns samgönguráðherra, má
búast við því að þessi þjónusta komist
í gagniö á næsta ári en til þess að þetta
verði fært þarf að kaupa sérstakan
tækjabúnað. Hreinn sagði tflganginn
með þessari breytingu þann að bæta
og auka þjónustu við símnotendur en
þjónusta af þessu tagi stendur símnot-
endum til boða erlendis. Hann sagði
að þeir sem áhuga hefðu á þessari
þjónustu þyrftu aö óska sérstaklega
eftir henni, en upphæð gjalds vegna
þessarar þjónustu heíði ekki verið
ákveðin. Hann kvaðst þó búast við því
að gjaldiö yrði svipað og upphæð út-
skriftargjalds hjá greiðslukortafyrir-
tækjunum. -
Sambandið selur og kaupir
Ríkið keypti húseignir Sambands
íslenskra samvinnufélaga við Sölv-
hólsgötu og Lindargötu á 280 milljónir
króna í gær og verða eignimar af-
hentar kaupanda að ári liðnu.
Við undirritun borgaði ríkið Sam-
bandinu 50 milljónir króna, eftir sex
mánuði mun ríkið síðan reiða af hendi
aðrar 50 milljónir króna og síðan verða
eftirstöðvamar greiddar á tæpum flór-
um árum.
Um er að ræða eignimar Sölvhóls-
götu 4 ásamt tilheyrandi eignarlóö,
Lindargötu 9 ásamt tilheyrandi eign-
arlóð, eignarlóðina númer 12 við
Sölvhólsgötu og ennfremur framsal á
eignarréttindum leigulóðanna númer
6 og 8 við Sölvhólsgötu.
Jón Baldvin Hannibalsson fjármála-
ráðherra sagði eftir undiritunina að
þetta væm að hans mati hagstæð kaup
fyrir ríkið. Það væri mun ódýrara fyr-
ir ríkið að kaupa af Sambandinu
heldur en fara út í nýbyggingar.
Þegar ráðuneytin væm flutt inn
myndi það spara ríkinu 25 milljónir
Samningurinn undirritaður, Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambands íslenskra
samvinnufélaga, Sigurður Þórðarson, skrifstofustjóri i fjármálaráðuneytinu, Jón
Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra og Valur Arnþórsson, stjórnarformað-
ur Sambands íslenskra samvinnufélaga. DV-mynd KAE
króna á ári í leigugjöldum að komast
í eigið húsnæði. „Það hefur ekki verið
tekin endanleg ákvörðun um nýtingu
á því húsnæði sem við vorum að festa
kaup á. Húsnæðið er af þeirri stærð-
argráðu að það getur rúmað alla
starfsemi þeirra ráðuneyta sem nú em
í leiguhúsnæði en það er brýnast aö
leysa húsnæðisvanda menntamála-
ráðuneytisins," sagði Jón Baldvin.
Síðdegis í gær festi Samband ís-
lenskra samvinnufélaga kaup á 23,5
hektörum af í Smárahvammslandi í
Kópavogi. Samkvæmt ósk seljenda
var kaupverð ekki gefið upp. Samnig-
urinn var gerður með fyrirvara um
forkaupsrétt Kópavogsstaðar, sem að-
ilar era sammála um að standi í 28
daga í samræmi við lög þar um.
• Að sögn Guðjóns B. Olafssonar for-
stjóra Sambands íslenskra samvinnu-
félaga hefur sambandið ekki enn tekið
ákvörðun um hvar höfuöstöðvar þess
verða í framtíðinni. En ætlunin sé að
komast undir eitt þak.
-J.Mar
Cheerios:
Innkalla kraft-
boltapakkana
í framhaldi af umijöllun DV á slysa-
hættu vegna kraftbolta sem em í
pökkum með Cheerios-morgunkomi
hefur heildverslun Nathans O. Olsens
hcifið innköllun á pökkum sem inrú-
halda þessa bolta í verslunum hér-
lendis.
Hingað til lands kom síðasti farmur-
inn af Cheerios-morgunkomi með
kraftboltum í júlímánuöi og var það
allt komiö út í verslanir. í gær vann
fyrirtækið síðan við að hringja í versl-
anir og innkalla alla þá pakka sem
vom óseldar. -J.Mar
Leiðrétting:
í svari við spumingu dagsins, hinn
9. þ.m., er rangt haft eftir Guðfreði
Jóhannessyni að hann sé félagi í SÁÁ.
Hann er hins vegar félagi í AA-sam-
tökunum. Beðist er velviröingar á
þessum mistökum.