Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987. Fréttir Johanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra um húsnæðismálin: Samstaða um framlagningu nýja húsnæðisfnimvarpsins „Það er samstaða um þaö í ríkis- stjórninni að leggja fram þetta frumvarp til breytinga á húsnæöis- málalöggjöfinni," segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Halldór Blöndal þingmaður sagði í DV í gær að húsnæðismálin væru algerlega órædd í Sjálfstæðisflokkn- um. „Það fjallar hver flokkur fyrir sig um þessi mál og ég ræö því ekki hvenær eða hvernig Þorsteinn Páls- son eöa Steingrímur Hermannsson kynna þau í sínum flokkum en það eru 3^4 vikur síðan ég lagði hug- myndir að breytingum fyrir ríkis- stjórnina. Þær hafa breyst lítils háttar síðan og voru lagðar fyrir aft- ur ásamt drögum að greinargerð á ríkisstjórnarfundi á íimmtudaginn," segir ráðherrann. Jóhanna segir breytingarnar snú- ast um að veita þeim forgang sem hafa brýnasta þörf fyrir húsnæðis- lán, þeim sem eru að eignast húsnæði í fyrsta sinn eða eru húsnæðislausir og aö takmarka sjálfvirkni lánakerf- isins sem þýði að minna fé þurfi til þess. „Það er búið að skoða þetta mál frá öllum hliðum og núverandi kerfi gengur ekki upp, það eru ekki til peningar til þess,“ segir ráðher- rann. Það hefur veriö gagnrýnt að lífeyr- issjóðirnir séu sama og skyldaðir til þess að lána húsnæðiskerfinu jafnvel megnið af ráðstöfunarfé sínu en síð- an eigi að mismuna aðilum lífeyris- sjóðanna við lánveitingar. „Það er bara einn útgangspunktur í þessu máli og hann er sá að húsnæðiskerf- ið gengur ekki upp meö öðrum hætti og þá verður að hafa þaö þótt slíkt komi við einhveija,“ svarar Jóhanna Sigurðardóttir. Hún segir næsta mál á dagskrá að fjalla um vaxtamálin. Þar er til at- hugunar hvort rétt sé að draga úr niöurgreiðslum á vöxtum til þeirra sem þurfa ekki beinlíns niður- greiðslna við. Hún vill ekki nefna neinar ákveðnar hugmyndir varð- andi þetta en segir að eftir skoðun sé ljóst að hægt sé að breyta vaxta- kjörum á þeim lánum sem þegar hafa verið tekin. Það er því greinilega til athugunar. -HERB Fjárveitinganefnd tekur þessa dagana á móti fjárbeiðnum frá sveitarstjórnarmönnum. Við borðið sitja Pálmi Jónsson, Ásdis Sigurjónsdóttir, ritari nefndarinnar, Sighvatur Björgvinsson, Alexander Stefánsson, Óli Þ. Guðbjartsson, Margrét Frímannsdóttir og Málmfríður Sigurðardóttir. DV-mynd S ÆFiNGASTÖÐIN ENGIHJALLA8 Upplýsingar og innritun í sima 46900, 46901 og 46902. í húsí Kaupgarðs. SÍMAR 46900, 46901 OG 46902. AEROBIC: II' Námskeiðin eru hafin. Allar nýjungar í aerobickennslu hjá okkur. Lítið af hoppi. KVENNALEIKFIMI: B M Kvöldtímar byrjenda og framhalds. I \ « TÆKJASALUR: 14v. Bjóðum upp á stærsta og besta tækjasal á landinu. Þrek- þjálfun fyrir fólk á öllum aldri, vaxtarrækt og styrkjandi þjálfun fyrir hvers konar íþróttafólk. Getum tekið á móti stórum hópum. KONUR: j 9 Sérþjálfun fyrir konur í tækjasal með upphitun og teygjuæf- ingum á mánud., miðvikud. og föstud. kl. 14.00. íf Höfum fengið sendingu af hinu viðurkennda MULTI KRAFT próteini frá Þýskalandi, ásamt megrunarfæói sem margir hafa beðið eftir. W-: DAGSKRÁ í LEIKFIMISAL: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. kl. 18 Aerobic 1 kl. 18 Átak í megrun kl. 18 Aerobic 1 kl. 18 Átak í megrun kl. 18 Aerobic 1 kl.11 Aerobic 1 kl. 19 Kvennal. kl. 19 Kvennal. kl. 12 Aerobic 2 kl. 20 Aerobic 2 kl. 20 Aerobic 1 kl. 20 Aerobic 2 kl. 20 Aerobic 1 kl. 20 Aerobic 2 kl. 13 Kl. 14.30 kl. 21 Aerobic 2 kl. 21 Aerobic 2 Þoltími 1 aerobic OPNUNARTiMI STODVARINNAR Mánud. 14-22, þriðjud. 12-22, miðvikud. 14-22, fimmtud. 12-22, föstud. 12-21, laugard. 11-18 og sunnud. 13-16. Ath.l Afsláttur fyrir hópa og skólafólk. Hringdu strax og láttu innrita þig. Þau hlusta á fjárbeiðnir - „ísfirðingur inni og Dalvíkingur á biðstofu“ Sveitarstjómarmenn víðs vegar af landinu streyma þessa dagana til fundar viö fjárveitinganefnd Alþingis. Allir í sama tilgangi: að biöja um pen- inga i opinber verkefni. Nefndin hlustar á óskir um fjárveitingar frá klukkan hálfníu á morgnana og íram eftir degi. „ísfirðingur er inni hjá nefndinni eins og er og Dalvíkingur á biðstofu," sagði Hnlldór Kristjánsson, starfsmað- ur Alþingis, við DV. Enda þótt Alþingi hafi ekki enn kom- ið saman til að kjósa fjárveitinganefnd hafa ílokkamir tilnefnt fulltrúa í hana; Alþýðuflokkur Sighvat Björgvinsson, sem verður formaður, Framsóknar- ílokkur Alexander Stefánsson, Sjálf- stæðisílokkur Pálma Jónsson, Alþýðubandalag Margréti Frímanns- dóttur, Borgaraflokkur Óla Þ. Guð- bjartsson og Kvennalisti Málmfríði Sigurðardóttur. Alls verða níu alþingismenn í nefnd- inni. Búist er við að auk sexmenning- anna áöurtöldu verði í henni sjálfstæðismennimir Friðjón Þórðar- son og Egill Jónsson og framsóknar- maðurinn Ólafur Þ. Þórðarson. -KMU Sjálfstæðiskonurnar Ragnhildur Helgadóttir og Salome Þorkelsdóttir ræð- ast við í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins eftir að þingflokkurinn hafði hafnað konu í forsetastól Alþingis. DV-mynd KAE SjáHistæðiskonur óhressar með forsetakjor á Alþingi: „Tímaskyn þmgmanna virðist ekki í lagi“ Sjálfstæðiskonur em óhressar með aö þingflokkur þeirra skyldi ekki velja konu í embætti forseta Sameinaðs þings. „Eg hélt aö tímaskyn þingmanna væri í lagi en svo virðist ekki vera,“ sagði Þórunn Gestsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, þegar úrslit lágu fyrir. „Við teljum flokkslega nauðsyn á að fleiri konur séu í ábyrgðarstöðum. Þingflokkurinn virðist ekki telja það,“ sagði Þórunn. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Vestfjarðakjördæmi, verður áfram forseti Sameinaðs þings. í leynilegri atkvæðagreiðslu á þingflokksfundi í gær hlaut hann níu atkvæði. Salome Þorkelsdóttir, sem var forseti efri deildar síðasta kjörtimabil, hlaut sjö atkvæði. Einn seðill var auður og einn þingmaður var fjarverandi. Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi ráðherra, lýsti því yfir fyrir atkvæða- greiðsluna að hún gæfl ekki kost á sér. Jafnframt kvaðst hún vonast tii að það sem fælist í áskomn sjálfstæö- iskvenna yrði að veruléika. „Þetta em vonbrigöi,“ sagði Salome Þorkelsdóttir um úrslitin. „Ég skoraðist ekki undan því að gefa kost á mér vegna þeirra eindregnu áskorana sem komu frá Landssam- bandi sjálfstæðiskvenna og fleiri aðilum um að kona skyldi valin. En það er greinilegt að meirihluti þing- manna innan þingflokksins taldi aðrar ástæður veigameiri.11 -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.