Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987. Frjálst.óháð dagblaö. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglysingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Andarslitur í áratug íslendingar bera hluta ábyrgðarinnar á. hvernig kom- ið er fyrir menntastofnun Sameinuðu þjóðanna, Unesco. Við höfum ekki aðeins vannýtt hið heila atkvæði, er við höfum þar sem aðildarþjóð, heldur einnig stjórnarsæt- ið, er við höfum haft þar allra síðustu árin. Menntamálaráðherrar og ríkisstjórnir síðasta áratug- ar hafa ekki sér til afsökunar að vita ekki, hvað hefur verið að gerast í Unesco. í rúm ellefu ár hefur í að minnsta kosti jafnmörgum leiðurum hér í blaðinu verið varað við öfugþróuninni í hinni heillum horfnu stofnun. Valdamenn okkar hafa eins og valdamenn Norður- landa og margra Vesturlanda ekki tekið Unesco nógu alvarlega. Þangað hafa verið sendir fulltrúar og stjórn- armenn, sem hvorki hafa taflgetu né harðfylgi til að etja kappi við glæpalið Mbows framkvæmdastjóra. Stjórnarmönnum Vesturlanda í Unesco og öðrum fulltrúum þeirra þar hefur mistekizt að finna frá þriðja heiminum frambjóðanda, er geti náð öruggu kjöri sem nýr framkvæmdastjóri menntastofnunarinnar. Fylgið gegn Mbow hefur dreifzt á of marga frambjóðendur. í fyrstu atkvæðagreiðslum hefur næstur á eftir Mbow komið pakistanski hershöfðinginn Jakub. Hann er auð- vitað, eins og aðrir, illskárri en Mbow. Eigi að síður er hann óviðeigandi, því að hann er fulltrúi herforingja, sem komu lýðræðislega kjörinni stjórn Pakistans á kné. Leiðtogum þriðja heimsins er auðvitað flestum sama um slíkt, en Vesturlönd mega ekki sætta sig við fram- kvæmdastjóra af því tagi. Bezt hefði verið að fá mann frá þjóðum Suður-Ameríku, sem hafa verið að losa sig við harðstjórnir herforingja á undanfórnum árum. Enn er ekki loku fyrir það skotið, að samkomulag náist um ágætis mann á borð við Iglesias, utanríkisráð- herra Uruguay. Horfurnar virðast samt mjög daufar, því að Mbow trónir á tindi hverrar atkvæðagreiðslunn- ar á fætur annarri og hershöfðinginn nær öðru sæti. Meira en áratugur er síðan öllum mátti ljóst vera, að Mbow mundi rústa Unesco. Síðan hafa dæmin hvert á fætur öðru sannað kenninguna. Menntastofnunin rambar á barmi siðferðilegs og íjárhagslegs hruns. Stjórnarmenn hennar hafa ekki náð neinu taumhaldi. Nær allir embættismenn, sem eitthvað hafa getað unnið, hafa flúið Unesco eða verið hraktir þaðan. í stað- inn hafa komið frændur Mbows og aðrar pöddur, sem hafa það eitt hlutverk að verja veldi hans. Þremur fjórðu af peningum stofnunarinnar er sóað í Parísarsukk. Hið litla, sem Unesco megnar að gera, er neikvætt. Mbow hefur beint fé og kröftum stofnunarinnar að málum, sem auðvelda harðstjórum að kúga þjóðir þriðja heimsins, meðal annars með því að takmarka upplýs- ingaflæði og efla áróðursráðuneyti harðstjóra. Unesco er beitt gegn mannréttindahugsjónum Vest- urlanda. Þess vegna nýtur Mbow mikils stuðnings meðal harðstjóra þriðja heimsins, arabaríkjanna og austur- blakkarinnar, jafnvel þótt þeim sé ljóst, að hann er einnig búinn að koma menntastofnuninni á vonarvöl. Seta íslenzks fulltrúa í stjórn Unescos á þessum hörm- ungatíma er okkur til vansæmdar. Við hefðum betur farið frá borði í tæka tíð, áður en við tókum ábyrgð á ósómanum. En raunar er þó aldrei of seint að játa sann- leikann og ganga úr hinni vegavilltu menntastofnun. Hinn nýi menntaráðherra okkar hefur því miður aðeins sagt, að ísland taki aðild sína til endurskoðunar, ef Mbow nær endurkjöri. Það er allt of vægt orðað. Jónas Kristjánsson Vandamál fámenn- isins í fjölmenninu Eftir því see byggð landsins flyst meira á einn stað, héma á suðvest- urhomið, og fjölmennið eykst, ber meira á þeim brag sem hefur verið taiinn einkenna fámenna staði, eink- um sjávarþorp. Einkennin em margvisleg, til að mjmda þau að unglingar og javnvel fullorðið fólk stunda rúðubrot um helgar. Sú plága hrjáði þorp viðsvegar um land, en hvarf um stund, og nú skýtur henni upp á höfuðborgarsvæðinu öllum að óvörum í skugga nætur og það í miðborginni. Á öðmm hvimleiðum þorpssið er líka farið að bera, mikl- um götusöng um nætur, þegar komið er út af dansstöðum þar sem leikin er aðeins alþjóðleg tónfist og öll framkoma fólks er afskaplega heimsborgaraleg. En þegar það kem- ur út úr hinni íslensku efitirlíkingu á kjarna glæsimennskunnar og er orðið eitt i rigningunni og rokinu í dreifðum hópum, þá fer jafnvel það yngsta sem hefur aldrei heyrt annað en kjamapopp, að halda mætti, að syngja gömlu lögin sem langamma þess hlýtur að hafa sungið við hey- skap í Dölunum. Og sá sem vaknar um miðja nótt við hin átakanlegu hljóð, því allir gamhr söngvar voru átakanlegir, furðar sig á hvað sál- arkirnan jafnvel í fuilum unglingum getur verið þjóðleg og undarleg, ef þeir fá nóg af rósavíni og rokki. Ég hef oft vaknaö við gamlar jarm- kenndar rokur, sem núnna á söng- inn í réttinni heima, og aldrei heyrt unglinga syngja rokklög um nætur, þegar þeir koma heim rakir; aftur á móti syngja þeir ekkert nema rokk- söngva á daginn, þegar þeir koma þurrir úr skóla; ef þeir syngja þá nokkuð. Það að ráða fram úr leynd- um rökum ljóðs og laga hjá æskunni er ekki á mínu færi, en mér þykir furðuverkið vera afar þorpslegt og jafnvel heimilislegt í hinni víðáttum- iklu borg, sem verður útkjálkaiegri eftir því sem hún vex meir. En það er ekki bara á þessu sviði sem þorpseinkennin koma fram, heldur einnig á stærri og mikilvæg- ari sviðum, eins og dægurmála og stjómmála og íslenskrar menningar. Tii dæmis var ég að hugleiða al- þjóöahyggju verkalýðsins og sósíal- ismans. Fyrir um það bii áratug einidi enn eftir af hinni stóru al- þjóðlegu hugsjón kommúnismans, þrátt fyrir kenningu Stalíns um sós- íalisma í einu landi, sem leiddi til leppríkja um allar jarðir og afskap- lega undirgefmna hugsana hjá kennimönnum. Núna heyrist ekki minnst á alþjóðahyggju fremur en hún hefði aidrei verið til í hugar- heimi fylgjenda Karls Marx. Það er engu líkara en viðfeðm hugsun hans, sem náði á tíma, með aðstoð hugsun- ar lærisveina hans, inn á flest svið mannsandans: heimspeki, hagfræði, bókmennta, hafi skroppið saman eins og kútþæföur sokkur. Við ís- lendingar erum snilhngar í að kútþæfa hið stóra og víðfeðma, vegna þess að við náum ekki al- mennilega utan um það í sinni réttu mynd, hvorki með hugsun okkar né höndum: á sviði atvinnumál!. Og manni bregður stundum þegar hann sér kútþæfða hugsun Karls Marx í hndum hinna fyrrverandi verka- lýðsflokka. Foringjar þeirra eru ekki að prjóna stórar flíkur á börn fram- tíðarinnar, svo þau „verði í stakk búin" til að mæta stórsjóum og brimi hennar, í stað þess eru þeir alltaf að þæfa. Maður finnur einkennilega lykt af kútþæfðum lopa af öliu sem þeir láta út úr sér. í talfæri Guðbergur Bergsson Það sama er að segja um verkalýð- inn; sem stafar af því að á vinnustöð- um er næstum enginn á sama kaupi lengur. Svo vinnustaöaandinn margumræddi einkennist af hræði- legri tortryggni og eftirliti með vinnufélögum: hvaö þeir kaupi og hvað þeir veiti sér og krakkamir og konan, þannig að hægt sé að reikna út eða geta sér tii um hvort þeir séu yfirborgaðir. Þetta er að verða eins og í Rússlandi, í sambandi við reið- hjól krakka vinkonu Pastemaks. Þegar stelpan fékk hljól ætlaði allt að verða vitlaust af öfundsýki og lá nærri að Pastemak missti höfuðið fyrir fóðurlandssvik og gjaldeyris- brask, fólk fylgdist svo rækilega með hvað hann át mörg bjúgu, konan hans, viðhaldið og krakkinn, og bar saman væntanlegt kaup hans og hvað hann hefði efni á að éta mörg á viku. Svona var lífið í þorpinu hans. Og þanmg er andrúmsloftið næstum orðið á almennum vinnu- stöðum hér í borg. Eftirhtið nær jafnvel til áleggsins sem er á milli brauðsneiðanna. Fyrir þremur ára- tugum vom feður þessa fólks með allan hugann við framkvæmd sósíal- ismans í Sovétríkjunum í þágu alþjóðaheilla, eða þá dreymdi um Borgin verður útkjálkalegri eftir þvi sem hún vex meir. dýrð einstaklingsins við uppgripin í Bandaríkjunum, en afkomendumir, sem aka í vinnuna á einkabílum og koma úr stórum íbúðum, reyna að ráða í raunkaup félaga sinna eftir því hvað þeir éta oft rúllupylsu. Svona er alþjóðahyggjan komin rækilega í bitakassann. Fjölmiðlamir em í sama félagslega dúmum. Efni þeima verður þynnra eftir því sem þeim fjölgar og fjöl- miölafræðingamir verða menntaðri. Eftir óralanga skólagöngu virðast þeir ekki hafa lært annaö en láta grammófónplötur á fón. Þetta em að vísu ýkjur, vegna þess að þeim vanda að láta plötuna rétt á fóninn fylgir þvílíkur freyðandi að hann á ekki sína Mðstæðu nema í eld- húsum á íslenskum heimilum frá kreppuámnum fram að komu kan- ans; menn hættu þá að freyða og fóm bara að eyða. Álþýðan hafði þá i afsökun að í rauninni var ekki við neitt annað að vera en það að láta móðan mása daginn út og inn, ýmist í eldhúsinu eða á dívaninum eða í hjallinum innan um þorskhausana, ellegar menn stóðu undir skúrveggj- um. Og um hvað var freyðandinn? Ekki um nokkum skapaðan hlut. Það sama er að segja um freyðand- ann í fijálsu útvarpsstöðvimum. Örhtil frávik era þó frá íslenska þorpsbragnum, því hann var rofmn stöku sinnum af rödd kerlinganna sem ruku út í glugga og góluðu á karlana eða kölluðu út um dymar með offorsi, svo þeir druhuðust heim í kaffi eða mat á réttum tíma. Klukk- an þrjú á daginn beljuðu tuttugu eða þrjátíu kerlingaskrækir út um opna glugga og mynduðu raddkhð í bland við svör karlanna sem létu þær fá það óþvegið, fyrir að trufla þá í umræðunum um ekki neitt. Karl- amir höfðu svo mikið að gera í kjaftæðinu og iðjuleysinu að þeir höfðu aldrei tíma til að koma heim á réttum tíma í mat eða kaffi. Og það kvaldi kerlingamar meira en það að þær gætu haldið munninum lokuð- um lengi. Sá er þó munur á kjaftæð- inu við þessar kringumstæður og freyðandanum í frjálsu útvarps- stöðvunum, aö hjá þeim er haldið uppi einskonar sólókjaftæði, kjaft- æði einstakhngins í stað hins félags- lega malanda forðum daga. Og í því sést líka greinilega þróun lands- manna á hinu þjóðfélagslega sviði málnotkunar. Broslegast er þó tal þjóðarleið- toganna og hæstráðenda um dreif- ingu valdsins, og þá ríkisvaldsins með kjörorðinu: báknið burt; og það hjá þjóð þar sem ríkisvaldið hefur aldrei náð neinum þroska og er varla til, hvorki í sósíahskum skilningi né frá sjónarhóh auðvaldshyggju. Menn em einhvem veginn með hug- ann úti í heimi, en ekki á heimslóð- um, þegar þeir ræöa um ríkisvaldið. í ríkisútvarpinu var fjallað um dreif- ingu’ valds, í kjölfar stefnu nýfijáls- hyggjunnar, og fuhtrúi frá íslensku ríkisstjóminni var spurður, hvoit hún hefði ekki eitthvað á prjónunum eins og sú breska. Jú-jú, mikil ósköp. Margt mikilvægt var í aðsigi, og nefnt dæmi: að leggja niöur eða selja einkaaðila hluta ríkisins í hey- kögglaverksmiðju. Manninum, sem er eflaust hagfræðingur, stökk ekki einu sinni bros þegar hann ræddi um ógurlega hættuleg umsvif ríkis sem á hluta í heykögglaverksmiðju. Heyköggla úr huga slíkra stjóm- málamanna áht ég ekki vera mikið andlegt fóður, en það virðist samt nægja til þess að stofna nýja stjóm- málaflokka og dreifa þannig hinni htlu stjómmálalegu hugsun, sem hefur tórt, eftir að Einar Olgeirsson, Ólafur Thors og Bjami Ben hættu að þruma og þrýsta þjóðinni saman, í stað þess aö dreifa henni á öllum sviðum í málglaðar en máttvana ein- ingar á höfuðborgarsvæðinu, sem er hka dreift út um hvippinn og hvappinn uns ystu hverfin verða reist á Hombjargi - og þá byggist landið á ný.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.