Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987.
Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood, og fjölskylda heimsótt: -
„Þetta er hverfult starf ‘
- spjallað um atvinnuna, fjölskylduna og bandarískt þjóðlíf
Magnús Gústafsson, forstjóri Cold-
water Seafood Corporation í Banda-
ríkjunum, tók sig upp ásamt
fjölskyldunni, eiginkonunni Margréti
og börnunum þremur, er honum
bauðst starfið í Bandaríkjunum fyrir
tæpum Uórum árum. Aður hafði
hann starfað um nokkurra ára skeið
sem forstjóri Hampiðjunnar í Reykja-
vík. Blaðamaður DV átti þess kost
fyrir stuttu að heimsækja Magnús og
fjölskyldu hans á heimili þeirra í New
Canoon í Connecticut. Heimili þeirra
er á fallegum stað, stórt og mikið
hús, eins og marga íslendinga dreym-
ir um, með sundlaug í bakgarðinum.
Húsið keyptu þau hjónin er þau fluttu
út. Næstu nágrannar þeirra virðast
ekki á nástrái, fólk sem býr í stórum
og fallegum húsum og gott ef ekki
eru einhverjar kvikmyndastjörnur
þar í grenndinni. Það var komið
kvöld er bkðamaður DV ók í hlað
enda hafði Magnús verið að vinna
frameftir og næsta morgun ætlaði
hann að fara í viðskiptaerindum til
Washington þannig að þessi kvöld-
stund var eini tíminn sem laus var.
Dóttirin kom til dyra, hress og glað-
leg, enda hafði verið um tuttugu og
fimm stiga hiti þennan dag - ennþá
sumar í Bandaríkjunum þó kuldinn
ríki heima á íslandi. Magnús hafði
komið sér fyrir inni í stofu og beið
mín þar ásamt köttunum en þeir eru
þrír á heimilinu. Er ég hafði komið
mér fyrir í sófanum spurði ég Magn-
ús hvað komið hefði til að hann hefði
upphaflega tekið þetta mikla starf að
sér.
„Ég var ráðínn frá 3. febrúar 1984
en hafði þá verið forstjóri Hampiðj-
unnar frá árinu 1973. Það kom
þannig til að sá sem var hér á undan
mér sagði upp störfum. Forystu-
menn hjá Sölumiðstöðinni, sem ég
hafði kynnst sem viðskiptavinum í
Hampiðjunni, spurðu mig hvort ég
hefði áhuga á aö taka þetta starf að
mér. Þetta var mikið leyndarmál á
meðan ákvörðun var ekki tekin og
margir langir fundir í hjónaherberg-
inu. Við létum engan vita, ekki einu
sinni börnin, en það er óvanalegt að
leyna þau einhverju. Þegar staða sem
þessi er veitt hvílir jafnan mikil
leynd yfir því þar sem hún er ekki
auglýst," sagöi Magnús og bætti því
við að það væri kannski sérstaklega
ef til kæmi að stöðunni væri hafnað
því það liti verr út fyrir þann aðila
sem byðist hún næst.
í boði hjá Independent
Foundation
Ég hafði aðeins kynnst Bandaríkj-
unum áöur því ég var hér í fimm
mánuði áður en ég byrjaði hjá Hamp-
iðjunni. Það var í boði sjóðs sem
nefnist Independent Foundation.
Margir íslendingar hafa notið fyrir-
greiðslu þessa sjóðs. Jóhannes
Nordal hefur verið formaður þeirrar
íslensku nefndar sem hefur valið
styrkþega til Bandaríkjadvalarinnar.
Sá er veitti íslendingum þessa fyrir-
greiðslu heitir Robert Maes, mikill
Islandsvinur. Hann rekur fyrirtæki
sem verslar með verðbréf og hluta-
bréf. Maes hefur eytt talsverðum
peningum í að bjóða íslendingum að
kynna sér sitt sérsvið og ég var einn
af þeim fyrstu sem fengu það boð.
Fjölskyldan var einnig með þá en
dóttir mín, sem er yngst barnanna,
var þá fimm vikna gömul.
Við erum ekki óvön að búa erlend-
is því ég var í námi í Danmörku í
tæknifræði. Á sínum tíma var sett á
laggirnar vinnutimanefnd en ég
hafði þá ráðið mig til starfa hjá
Vinnuveitendasambandinu. Hún átti
að finna út hvernig hægt væri að
stytta vinnutíma á Islandi og komst
að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að
til þess að það væri mögulegt þyrfti
að auka framleiðnina. Til að hvetja
til þess voru aðilar vinnumarkaðar-
ins, verkalýðs- og vinnuveitendafé-
lögin, styrkt til þess að mennta
hagræðingarráðunauta. Sveinn
Björnsson, núverandi forstjóri
Strætisvagnanna, setti upp ákveðna
dagskrá, ellefu mánaða nám,“ sagði
Magnús. „Ég fór því eiginlega beint
úr tæknifræðináminu í hagræðing-
arnám en tæpur helmingur námsins
fór fram erlendis, aðallega í Noregi
og Danmörku. Þetta var mjög góð
viðbót við fyrra námið,“ hélt hann
áfram.
„Ég tók við starfi Þorsteins Gíslason-
ar hér hjá Coldwater en áður hafði
Jón Gunnarsson verið forstjóri frá
byrjun, að undanskildum tveimur
árum er hann tók sér frí frá störfum
en þá gegndi Gunnlaugur Pétursson
fqrstjórastarfinu. Það var Jón Gunn-
arsson sem kom allri starfseminni
af Stað,“ sagði Magnús.
- Enhvernigfannstþéraðtakaþetta
starf að þér og flytjast frá íslandi?
„Þetta er náttúrlega öðruvísi heim-
ur sem ég hafði þó kynnst vel. Til
dæmis voru allt í einu bestu við-
skiptavinir mínir í Hampiðjunni.
kanadísk fyrirtæki, orðnir hörðustu
keppinautarnir. Hampiðjan fylgdist
vel með íslenska sjávarútveginum.
Einnig fylgdumst við vel meö í
Kanada svo þetta var ekki alveg nýtt
fyrir mér,“ sagði Magnús og hélt
áfram: „Það er geysilega mikið af
góðu starfsfólki hjá Coldwater sem
er áhugasamt og hæft til sinna starfa.
Þetta hefur í fjölda ára verið öflug-
asta fyrirtækið í sambandi við út-
flutning á sjávarafurðum.
Vörumerkið okkar, Icelandic, hefur
þróast upp í það að verða langbest
þekkta vörumerkið. Við vorum í
miklum erfiðleikum til að byrja með
og töpuðum peningum en gátum
komist yfir þá erfiðleika.
Að starfa hér í Bandaríkjunum er
ekkert mjög ólíkt og heima. Stjórn-
unarstörf eru alls staðar svipuö - að
reyna að skapa umhverfi sem hvetur
til dáða og vonandi veitir árangur í
starfi."
Mikið af lélegum fiski
- Getur þú lýst starfi fyrirtækisins í
stuttu máli?
„Við erum í því að framleiða og
selja sjávarafurðir, fyrst og fremst til
veitingahúsa. Við getum skipt við-
skiptahópnum í tvennt: matvæla-
þjónustu og smásöluverslun. Salan
er miklu meiri í smásöluversluninni
en á móti kemur að fiskur fer aö
mestu leyti í gegnum veitingahúsin.
Vafalaust er það vegna ókunnug-
leika fólks um matreiðslu á honum
og slæmrar. reynslu því það er allt
of mikiö af lélegum fiski til sölu í
búðunum. Þaö er ein aðalástæðan
fyrir því að við höfum lagt áherslu á
að þjóna fremur veitingahúsunum
sem hafa í gegnum árin verið fús til
að greiða hærra verð fyrir góða vöru.
Það er talað um að fiskur sé 30-35%
af gjöldum í veitingahúsum og miklu
skiptir því fyrir þau að hráefnið sé
gott, annars kaupa viðskiptavinir
vöruna ekki aftur.
Einnig skiptum viö afurðum okkar
í tvo meginflokka. Annars vegar eru
það flök og vörur til beinnar endur-
sölu. Flökin eru þá fullpökkuð í
frystihúsum í ákveðnar öskjur og til-
búin til sölu. Hins vegar er það fiskur
sem við vinnum eitthvað frekar og
aukum þar með verðmæti hans. Þá
setjum við yfir fiskinn brauðmylsnu,
deig eða einhvers konar sósur. Núna
hefur tíðarandinn breyst í þá átt að
fólk hugsar mikið um að vera grannt
og hraust og þá verður fiskurinn fyr-
ir valinu. Við reynum að aðlaga
vöruna þeirri þróun.“
Ahyggjur af hvalamálinu
- Hefur hvalamálið haft áhrif á fisk-
neytendur hér í Bandaríkjunum?
„Sem betur fer er það mál aðeins
í blöðunum heima á íslandi að því
er virðist. Þetta hefur verið okkur
mikið áhyggjuefni alveg frá þeim
tíma er það var spurning hvort Al-
þingi myndi mótmæla hvalveiði-
banninu eða ekki. Við vitum að það
eru mjög sterkar tilfinningar sem
fólk ber í brjósti til hvalanna, hvort
sem það er skynsamlegt eða ekki.
DV birti niðurstöður Gallupkönnun-
ar, sem við létum gera, sem ég veit
nú ekki hvernig þeir gátu náð í. Þar
var afstaða Bandaríkjamanna gagn-
vart hvalveiðum könnuð. Það er
eindregið að fólk er andvígt hvalveið-
um þó að ótrúlega margir vissu um
banniö og styddu þaö. Margir af þeim
alþingismönnum, sem ekki mót-
mæltu banninu, voru á því að
rannsaka þyrfti hvernig stofninn
stæði 1990, öðruvísi væri ekki hægt
að ákveða þá hvort veiða ætti eða
ekki. Aðrir líta þannig á að það eigi
að steinhætta öllum veiðum til 1990
en hugsa sér þá til hreyfings. Banda-
ríkjamenn hafa verið i sviðsljósinu
út af þessu vegna þess að þeir hafa
sett lög. Þeir sem hafa fylgst með
fundum Alþjóða hvalveiðiráðsins
vita að það eru margar aðrar þjóðir
sem hafa látið verr. Bretar eru til
dæmis óskaplega ofstækisfullir í sín-
um málflutningi og Norðurlanda-
þjóðirnar, að undanteknum
Norðmönnum. Ef sett eru lög og regl-
ur í Bandaríkjunum þá eru menn
harðir í framkvæmdavaldinu og hafa
lítinn sveigjanleika. Þeim rennur
blóðið til skyldunnar þannig að það
var mjög mikilvægt að samkomulag
náðist við Bandaríkjamenn um að
þeir létu vísindaveiðar okkar óátald-
ar.“
- Hefur þú tekið einhvern þátt í
umræðum vegna hvalamálsins hér
vestanhafs?
„Nei, en ég hef fylgst með því og
kynnst embættismönnum sem fjalla
um það. Mér finnst að margir Banda-
ríkjamenn, eins og kom fram í
þessari könnun í DV, séu á því að
það eigi aö hætta aö drepa allan hval
og þeim líkar ekki, frekar en íslend-
ingum, að láta undan þrýstingi. En
það er vonandi að málið sé leyst núna
svo að við getum fjallað um þetta
viðkvæma mál sameiginlega af skyn-
semi.“
- Hafa þessar umræður haft einhver
áhrif á hinn venjulega bandaríska
borgara?
„Það hefur ekki ennþá verið og sem
betur fer. Náttúruverndarhóparnir
hafa unnið í þessu máli pólitískt
miklu fremur en að þeir hafi verið
aö beita sér í fjölmiölum," sagði
Magnús um leið og Margrét kona
hans kom inn með kaífi og með því,
meira að segja íslenskt rækjusalat
sem heimilisfólk var greinilega glatt
að fá. Þegar heimilisfólkið var sest
að borðum var hætt að tala um
hvalamál og þess háttar og tekið upp
léttara hjal.
Félagslíf mikið í USA
Börnin eru Björn, 21 árs, Einar, að
veröa 17, og Jórunn, 14 ára. Það var
því ekki annað að gera en spyrja fólk-
ið hvort það saknaði íslands:
„Ég sakna kærustu minnar á ís-
landi,“ var Björn fljótur að svara.
„Ég ætla að flýta mér að ljúka námi
svo ég geti farið til hennar."
Margrét sagðist ekki ennþá hafa
fengið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum
þannig að hún væri heimavinnandi
húsmóðir, enda hefði hún nóg að
gera að keyra börnin í skólann, auka-
tíma, íþróttir og annað. „Það er allt
öðruvísi að vera heimavinnandi hús-
móðir hér en heima." sagði hún.
„Heima myndi ég deyja úr leiðindum
því allar mínar vinkonur vinna úti.
Hér er hins vegar ógurlega margt
sem maður getur verið að gera á
daginn og þarf alls ekki að láta sér
leiðast. Hér er til dæmis tennis.
keiluspil og alls konar klúbbar. Þeir
eru sniöugir með það. Bandaríkja-
menn, að vera með alls kyns félagslíf,
einnig eru klúbbar sem þeir nefna
Newcomers Club. Maður gengur í
slíkan klúbb fyrir lítinn pening og
fær fréttabréf í hverjum mánuði þar
sem boðið er upp á bridgeklúbba.
bókaklúbba, biblíuklúbba, blóma-
skreytingar, verslunar- og leikhús-
ferðir, svo eitthvað sé nefnt. Annars
má segja að ég hafi nóg fyrir stafni.
ég fer einu sinni í viku í keiluspil og
ég er í gönguklúbbi með annarri
konu."
- Hefur þú þá alltaf verið mikið fyrir
íþróttir?
„Já, í tuttugu ár hef ég stundað ein-
hverjar íþróttir, fór til dæmis í sund
á hverjum degi í Laugardalslauginni.
Þær eru ekki eins skemmtilegar,
laugarnar, hér og heima. Ég fer því
í aðrar íþróttir hér.“
- Varstu fljót að komast 'inn í lífið
hér í Connecticut?
„Nei," segir Margrét og hlær og
krakkarnir hlæja líka. „Kannski er
það þannig aö eftir því sem maður
eldist verður erfiðara að breyta til.
Ég sakna líka fiölskyldunnar heima
og vinkvenna minna. Þó ég eigi vin-
konur hér þá er það ekki eins og
vinkonur sem maður er búinn að
eiga í fiörutíu ár.“
- En þið farið stundum til íslands:
„Við förum alltaf á sumrin og
kannski einu sinni að auki á ári.
Magnús fer oftar vegna viðskipta.“
- En unglingarnir á heimilinu,
kunna þeir við sig hér?
„Já, það er allt í lagi,“ segir Jórunn
og Einar bætir við að það sé alveg
frábært að vera hér. Hann hafi feng-
ið bílpróf sextán ára og sé farinn að
keyra um allt. Björn segir að hann
vilji fara heim aftur.
- EnMagnús.ertþúlíkaísportinu?
„Já, ég er í tennis og fór alltaf í
laugarnar í hádeginu heima. Ég
reyni að hlaupa svolítið og svo eru
það skíðin. Á hverjum sunnudags-
morgni spilum við tennis við íslensk
hjón sem hér búa, Einar Ólafsson og
Ingu. Hann var áður hjá Cargolux í
Lúxemborg. Núna vinnur hann hjá
fyrirtæki sem verslar meö flugvélar
og leigir þær út í sumum tilvikum,“
svaraði Magnús og Margrét bætti
við: „Á hverjum sunnudagsmorgni
rífum við okkur upp eldsnemma til
að spila og það er mjög skemmtilegt.
Svo má ekki gleyma saumaklúbbn-
um. Við höfum tekið okkur saman,
nokkrar íslenskar konur hér, og
stofnað klúbb sem við nefnum Sprett
úr spori. Það er vegna þess að það
tekur okkur rúma klukkustund. að
komast á milli. Við komum saman
einu sinni í mánuði, í hádeginu, því
engin okkar vill þvælast svona langt
á kvöldin.“
- Eru margir íslendingar búsettir
hér í grenndinni?
„Já, svona innan klukkustundar
aksturs, bæði í New Yorkfylki og svo
hér. Bæði eru þetta konur, giftar ís-
lenskum mönnum sem hér starfa, og
einnig konur sem eru giftar amerísk-
um mönnum.“
7 Takið þið mikinn þátt í störfum
íslendingafélagsins?
„Við njótum góðs af félaginu á
þann hátt að við förum á þorrablót
og þegar um einhverjar samkomur
er að ræða förum við," svaraði
Margrét. „Við höfum ekki tekið þátt
í neinni undirbúningsvinnu."
- Hvernig er vinnutíminn hjá for-
stjóranum?
„Ætli það sé ekki svipað og heima
á Islandi," sagði Magnús en Margrét
sagði að þetta væri gífurleg vinna og
mikil ferðalög.“
Lítinn fisk að fá
- Eru margir íslendingar í vinnu hjá
þér?
„Það eru nokkrir. Við erum á
þremur stööum: í Boston. þar sem
við erum með hafnaraðstöðu dg
vörugeymslu, skrifstofan er hér í
Connecticut og svo er verksmiðja í
Cambridge sem er ekki langt frá
Washington. Ætli það séu ekki tiu
íslendingar sem vinna á þessum
þremur stöðum."
- Hafa fleiri íslendingar sýnt því
áhuga að starfa hér?
„Já, þaö eru margir sem sýna þessu
áhuga en það eru vissir annmarkar
á því að komast í vinnu hér. Og það
hefur heldur þyngst með það. Einnig
fmnst okkur aö þeir Ameríkanar,
sem vinna hjá okkur, verði að finna
að þeir geti fengiö stöðuhækkanir -
að það séu ekki einungis íslendingar
sem geta verið yfirmenn heldur allir
þeir sem standa sig vel í starfi. Cofflf-'
water er bandarískt hlutafélag í eigu
íslenskra frystihúsa sem selja í gegn-
um Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
íslendingar hafa verið í forsvari fyrir
fyrirtækið. Við stundum mikil við-
skipti við ísland. En bandarísk
skattyfirvöld fylgjast vel með því að
viðskiptin fari fram eins og um
óskylda aðila sé að ræða til að tryggja
að flutningar á eignum fari ekki fram
hjá þeim. Við kaupum t.d. líka mikið
af Færeyingum. Um 60% af fiskinum
eru frá íslandi, hitt kemur annars
staðar frá. íslenskur fiskur hefur
verið um 70% undanfarin ár en þaö
hefur ekki fengist meiri fiskur, frá
íslandi í ár.“
- Hvað veldur þvi að þið fáið ekki
nægan fisk?