Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 20
'20
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987.
„Þetta er hverfult starf!
. „Það sem hefur gerst er að 1983
vorum við með miklar birgðir af
fiski. Þá var lögð á þaö megináhersla
að auka söluna til að vinna upp
birgðirnar í trausti þess að fram-
leiðslan myndi aukast um leið og
birgðirnar minnkuðu en það hefur
ekki gerst. Framleiðslan hefur verið
óbreytt frá árinu 1984 og birgðirnar
eru löngu uppurnar. Salan hefur
aukist en framleiðslan minnkað
þannig að nú dregst salan sennilega
saman aftur. Þorskflakasalan, sem
hefur verið mest hér, mun sennilega
fara aftur niður í það sem hún var
* árið 1983. Þá var kvartað yfir því
heima á íslandi hvað lítið seldist i
Ameríku en nú hefur dæmið snúist
við á þann veg að við fáum ekki
nægan fisk til að selja."
- Er eitthvað hægt að gera til bóta?
„Það virðist vera snúiö. Aðalástæð-
an fyrir þessu núna er sú að hráefn-
ráða um átta hundruð þúsund
manns á ári til að halda reglulegri
starfsemi gangandi. Þeir loka ekki
veitingahúsum í Bandaríkjunum út
af manneklu. Þeir bregðast við með
ýmsum hætti. Fjölmennasti hópur-
inn, sem vinnur í veitingahúsunum,
er ungt fólk, 16-25 ara. Sá hópur fer
mjög minnkandi en þeir hafa gripið
til ýmissa ráða. Það virðist vera hálf-
gerð uppgjöf heima þegar kemur að
vinnuafli, heyrist manni. Menn sjá
ekki með hvaða hætti hægt er að
leysa vandann. Ég get nefnt sem
dæmi að hér við hraðbrautina fyrir
neðan er McDonaldskeðjan en þar
er starfsfólkið keyrt til og frá vinnu,
um 50 kin hvora leið. Veitingahúsin
hér eru síleitandi að fólki og hafa til
dæmis tekið það ráð að ráða til sín
eldra fólk sem hefur gripið tækifærið
fegins hendi. Það hefur hjálpað mik-
ið.
Fiskurinn hefur hækkað mjög mik-
„Bandarikjamenn eru sniðugir með það að finna upp félagslíf," segir Mar-
grét og segist hafa nóg að gera alla daga, þó ekki sé nema viö að keyra
börnin til og frá skóla.
Viö þurfum líka að skapa okkur nafn
í smásölu á flökunum en við erum
þó ekki alveg óþekkt nafn þar. Ég tel
öruggt að salan muni aukast á næst-
unni og ég held að það sé mikilvægt
fyrir okkur íslendinga að halda fót-
festunni hér.“
- Þarf ekki að brýna það meira fyrir
fiskvinnslufólki hversu mikil verð-
mæti það hefur í höndunum?
„Við verðum að gera okkur grein
fyrir því að út um allt ísland er fólk
sem hefur unnið í fjöldamörg ár í
frystihúsum. Þetta fólk hefur ánægju
af sínu starfi og stundar sína vinnu
vel og er ánægt. Það skapast gotí
umhverfi og starfsandinn er góður,
aðstaðan er viðunandi og þetta er
skemmtilegt vegna þess að allir leggj-
ast á eitt. Svo eru aðrir staðir þar sem
allt er fiskinum andsnúið. Það er eins
og allir hafi komið sér saman um að
það sé hundleiðinlegt að vinna í fiski.
Það þarf að vekja athygli á að þetta
„Við höfum haft miklar áhyggjur af hvalamálinu en sem befur fer virðist sú umræða aðeins vera í blöðunum heima
á íslandi," segir Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood.
-
inu hefur verið ráðstafað í frystingu
á aðra markaði. Það er ekkert minna
fryst. Hráefnið hefur farið á þá mark-
aði sem krefjast ekki eins mikillar
vinnu við fiskinn, markaði sem hafa
fallist á að bein séu í fiskinum og
þessir frægu ormar ekki leitaðir eins
mikið uppi, sem svo mikið hefur ver-
ið talað um. Menn töluðu um það í
blöðum fyrir ári að það ætti ekki að
selja öðrum fisk en þeim sem kynnu
að meta það að taka beinin úr sjálfir
og éta ormana. Þessir menn hafa
ekki hátt núna. Þá snerist umræðan
heima um að allt of mikið væri gert
iyrir Kanann. Svo er auðvitað mann-
ekla. Okkur hefur ekki tekist
nægjanlega að gera störf í frystihús-
um áhugaverð.
Mannekla er vandamál hér líka í
sumum greinum, eins og veitinga-
húsarekstri. Dæmi um það er veit-
ingahúsakeðja hér í Bandaríkjunum
sem nefnist Burger King. Þar starfa
um 250 þúsund manns og þarf aö
ið hér, langtum meira en aðrar
matvörur, og það er spurning hvort
fiskurinn er það góður að fólk kaupi
hann hvað sem hann kostar.“
Neysla á fiski lítil
- Er fiskur vinsæll hjá hinum al-
menna neytanda?
„Bandaríkjamenn borða í kringum
hundrað kíló af aðalréttum á ári. Af
því eru sex kíló sjávarafurðir en þar
af eru botnfisktegundir, sem við er-
um með í huga, svo sem þorskur, ýsa
og kolategundir, aðeins tvö kíló.
Neyslan á fiski er því mjög lítil og
má geta þess að hún er ekki nema
helmingur þess sem kjúklinganeysl-
an hefur aukist á tuttugu árum.
Kjúklingurinn er núna einhver vin-
sælasti maturinn og það styttist í að
hahn slái nautakjötinu við.“
- Það er einnig um samkeppni við
aðra fiskseljendur að ræða:
„Já, sjávarútvegurinn er náttúr-
lega í samkeppni um aðalréttina og
þannig eiga menn að hugsa, ekki
leggja alla áherslu á að keppa sín á
milli.“
- íslenski fiskurinn er dýrari:
„Hann er dýrari og miklu betri,
þess vegna borga þeir hærra verð.“
- Hefur ormaumræðan komið hing-
aö?
„Nei, sem betur fer hefur hún ekki
gert það, enda höfum við ekki selt
eitt gramm nema þess sé vandlega
gætt að það sé hreinsað.“
- Hvað um ferskan fisk?
„Hann hefur ekki verið seldur í
umtalsverðu magni undanfarin ár.
Fyrir mína tíö kom óhemjumagn af
karfa hingað í flugi. Það gekk vegna
þess að þaö þurfti að fljúga með hluti
í tölvur til Evrópu og vélarnar komu
tómar hingað. Með því móti var
kostnaðurinn viðráðanlegur og við
urðum stórir í þessu; höföum byggt
upp stóran viðskiptahóp og skapað
okkur nafn þegar botninn datt úr
Björn, 21 árs, segist eiga kærustu á íslandi, Einar er að verða 17 ára en
fékk bílpróf 16 ára, því þannig er það í Bandaríkjunum, og Jórunn er 14
ára og líkar vel i skólanum. Þau voru skemmtileg og höfðu frá mörgu að
segja.
þessu af því að við fengum ekki flutn-
inga. Við höfum lítillega fengist við
þetta síðan. Þessi ráðstöfun keppir
ekki afkomulega séð við frysta fisk-
inn á markaðnum. Á þessum
markaði skiptir áreiðanleikinn svo
miklu máli fyrir sjávarafurðir. Hann
kemur raunar fyrst, síðan gæðin, því
gæðin skipta í sjálfu sér litlu máli ef
ekki er hægt að fá vöruna. Þessum
flutningum var því sjálfhætt vegna
óstöðugleika eftir að við höfðum ver-
ið búnir að koma okkur ágætlega
fyrir,“ sagði Magnús ennfremur.
- Koma íslendingar til þín og kaupa
fisk?
„Já, og konan mín varð þess vald-
andi. í einhverjum saumaklúbbnum
var rætt um að það væri ótækt aö
ekki væri hægt aö fá góða fiskinn
sem verið væri að selja. Það var því
ekki um annað að ræða en bregðast
við því. Alltaf er opið fyrsta laugar-
dag í mánuði og fólk getur komið og
keypt fisk. Við höfum frétt af manni
sem kom alla leið frá Kanada til að
kaupa fisk hjá okkur. Fólk kemur frá
Long Island og hvaðanæva," sagði
Magnús og Margrét tók undir það
og sagði að þessi fiskur, sem þau
fengju, væri sá langbesti fiskur sem
hún gæti fengið hér.
Þurfum að halda fótfestu
- Hver er ástæðan fyrir að fólk getur
ekki keypt íslenska fiskinn í verslun-
um hér?
„Verslanirnar hafa ekki verið til-
búnar til að meta gæðin nema með
undantekningum á nokkrum svæð-
um þar sem hann selst mjög vel. Þar
er fólk vant því að kaupa nýjan, góð-
an fisk úr frystinum. Hér áður fyrr
var þaö oft þannig að sá fiskur, sem
ekki seldist, var frystur og var bjarg-
aö meö því. Sá fiskur var undantekn-
ingarlaust vondur og þess vegna er
erfitt að koma því inn hjá fólki að
þessi fiskur sé góður. Hjá veitinga-
húsunum erum viö hins vegar að
eiga við fagmenn sem vita hvort var-
an er góð eða vond. Það er kannski
líka ástæðan fyrir að við getum selt
okkar fisk á hærra verði en aðrir.
Reyndar erum við aðeins að auka
það að selja í smásöluna því áhugi á
fiski er að aukast."
- Eigið þið von á að smásöluverslun-
in eigi eftir að aukast á næstu árum?
„í einhverju formi. Þar hefur selst
um einn þriðji af magninu, eins og
ég sagöi áðan. Við höfum skapað
okkur nafn hjá veitingahúsunum.
er mikilvægt starf. Ég er alltaf að
segja fólki að frystihúsavinna virðist
á mörgum stöðum ekki vera leiöin-
leg. Þaö þarf að taka höndum saman
um að gera hana áhugaverða og
skemmtilega."
- Hefur þú unnið í fiski?
„Ég vann í saltfiski einu sinni,
Björn sonur minn hefur líka prófað
það, Einar hefur verið á frystitogara
og í Granda og Jórunn var í frysti-
húsi í Hafnarfirði í sumar."
Förum heim aftur
Það er farið að líða á kvöldið og
margt hefur verið skrafað og mikið
hlegiö en Magnús hefur enn ekki
sagt okkur hvaðan hann er ættaður:
„Úr Reykjavík, Skipholtinu," segir
hann. „Ég ólsi upp í húsinu við hlið-
ina á fiskbúðinni. Ætli ég hafi ekki
smitast af fisksalatilfinningunni þar
þó að fiskbúðin hafi nú ekki verið
þarna þegar ég fæddist 1941. Ég sagð-
ist alltaf búa fyrir innan bæ því
menningunni sleppti við Hlemm,"
sagði Magnús og hió við tilhugsunina
um allar breytingarnar síðan. „Til
skamms tíma var vélsmiðja í næsta
húsi við Hlíðardal en svo hét húsið
okkar sem stóð viö Kringlumýrar-
veg. Ég ákvaö að læra vélvirkjun
þar. Síðan fór ég í Vélskólann og loks
í tæknifræðinám. Ég var líka tvö
sumur í síldarversksmiðju á Fá-
skrúðsfirði sem vélstjóri."
- Hvenær kynntust þið hjónin?
„Við vorum saman í gagnfræða-
skóla í fyrsta og öðrum bekk en það
var ekki fyrr en um tvítugt sem við
byrjuðum að vera saman,“ sagði
Margrét. „Þegar Magnús var í námi
í Danmörku fæddist Björn, elsti son-
urinn. Hann var skírður í Noregi
þegar við fórum þangað. Eftir að við
komum heim bjuggum við í tvö ár í
Goðheimum en keyptum síðan hús
við Hrauntungu í Kópavogi þar sem
við bjuggum í 14 ár. Þú sérð mynd
af því þama á veggnum. Okkur var
gefin hún þegar við fórum út,“ sagði
Margrét. „Við seldum þetta hús núna
í sumar,“ sagði hún ennfremur.
- Ætlið þið að setjast hér aö?
„Nei, ég býst ekki við því,“ sagði
Magnús. „Þetta er hverfult starf. í
fyrsta lagi getur maður náttúrlega
verið rekinn," hélt hann áfram og
hló og bætti síðan við að ennfremur
gætu komið til einhverjar breyting-
ar.
- Þið hafið komið ykkur vel fyrir
hér: