Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987.
Fréttir
Landbúnaðarráðuneytið:
Spáir900% aukningu í
seiðaeldi á tveim ámm
- markaðshorfur eni tvísýnar
y
Landbúnaðarráðuneytið spáir stórauknu seiðaeldi.
sSSaC íis'iSÍ5;'
Á næsta ári er samkvæmt spá land-
búnaðarráðuneytisins gert ráð fyrir
að fiskeldisstöðvar hér á landi ali 1500
til 2000 tonn af matfiski. Á þessu ári
verða líklega alin 1000 tonn. í fyrra
voru alin 200 tonn. Aukning milli ár-
anna 1986 og 1988 er því 1300 til 1800
tonn.
Meiri aukningu er spáð í seiðaeldi.
í fyrra voru alin 800 þúsund göngu-
seiði, í ár er áætlað að aldar verði 4
milljónir seiða og á næsta ári er áætl-
að að aldar verði 8 milljónir seiða.
Mikilli aukningu fylgja vandamál.
Markaðshorfur í matfiskeldi eru
nokkuð bjartar. Nú vantar lax á mark-
aðinn. í fyrra var hald manna að
erfiðlega gæti gengið að selja lax en
vegna sjúkdóma í Noregi varð svo
ekki. Hvaö matfiskinn varðar eru
menn bjartsymir. Reiknað er með að
heimsmarkaðurinn þurfi nokkuð á
annað hundrað þúsund tonna af laxi
á næsta ári.
Það stefnir hins vegar í markaðserf-
iðleika í seiðaeldi. Á næsta ári er
áætlað að alin verði 8 milljón seiði.
Áætlað er að til áframeldis fari 2 millj-
ónir seiða og að hafbeitarstöðvar
sleppi um 2 milljónum seiða. Þá þarf
að selja úr landi 4 milljónir seiða. Á
þessu ári verður seld til útlanda um
ein og hálf milljón seiða. Því þarf að
auka sölu til útlanda um meira en
helming. Líklegt er talið að ef mark-
aðserfiðleikar verða muni hafbeitar-
stöðvar sleppa fleiri seiðum en áætlaö
er.
Seiði hafa mest verið seld til Noregs
og írlands. Nú eru mögulega að skap-
ast markaðir á Spáni og í Frakklandi.
„Þaö er ekki mikið hæft í því,“
sagöi Einar Sigurðsson, útvarps-
stjóri Bylgjunnar, um sögusagnir,
sem veriö hafa á kreiki, um að
Bylgjan hyggist kaupa útvarps-
stöðina Hþóðbylgjuna á Akureyri.
Einar sagði að þeir Bylgjumenn
stæöu frammi fyrir því aö þurfa
að gera einhverjar breytingar á
rekstri sínum á Akureyri. Þar hef-
ur Bylgjan haft iítinn sendi sem
stöðin á ekki og þarf hugsanlega
að skila áöur en langt um líður.
„Við eigum annan sendi, sem er
sterkari, og getum sett hann upp
fyrir norðan.“
Uppsagnir hjá Hljóðbylgjunni á Akureyri:
„Það varð að grípa
inn í reksturínn“
Gyifi Knstjánssan, DV, Akureyii:
„Við erum hvergi smeyk en auðvit-
að verður að koma í ljós hvað við
höldum þetta lengi út,“ sagði Ómar
Pétursson, útvarpsstjóri Hljóðbylgj-
unnar á Akureyri, í samtali við DV
en nýlega var þremur af starfsmönn-
um stöðvarinnar sagt upp störfum.
Ómar sagði að það hefði orðið að
grípa inn í reksturinn á þennan hátt
því að hlutimir hefðu ekki gengiö sem
skyldi. Fjármál Hijóðbylgjunnar hafa
um nokkurt skeið verið í óvissu. í
sumar var starfsmönnum fækkað og
dagskráin stytt verulega og nú var
starfsmönnum fækkað aftur en dag-
skráin hins vegar lengd um 60 klukku-
stundir á mánuði. Það vakti athygli
að fréttamaður stöðvarinnar var einn
þeirra sem var sagt upp. Er þá ekki
ætlunin að vera með fréttatíma í fram-
tíðinni?
„Jú, ég ætla að sjá um þá hlið sjálfur
og einnig auglýsingamar," sagði Óm-
ar. Hann sagði að nú væm fjórir
fastráðnir starfsmenn eftir á Hljóð-
bylgjunni og einnig nokkuð af laus-
ráðnu fólki. „Það hefur verið slæmur
tími frjá okkur að undanfömu en von-
andi er þetta einungis tímabundið
ástand," sagði Ómar Pétursson.
hnin linfni
porsnom:
W '
I
fisk-
Gytt Krisjánsson, DV, Akureyit
„Það hefur verið lítiö að gera
í fiskvinnslunni hér að undan-
förau," sagði Jóhann A. Jónsson,
framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
stöðvar Þórshafnar, er DV ræddi
við hann um atvinnuástandiö á
staönum.
„Það væri búið aö vera hér
atvinnuleysi undanfaraar vikur
ef við hefðum ekki fryst dálítið
magn af kola f sumar sem viö
höfum svo verið að vinna að
undanfömu. Sá grunnur, sem
Stakfellið var hér varöandi hrá-
efnisöflun, er horfinn efUr að
skipmu var breytt í frystiskip og
það liggur á boröinu núna það
sem við vöraöum við þegar það
var gert“
Þórshafnarbúar fengu nú í vik-
unni nýjan bát til staöarins en
Útgeröarfélag Norður-Þingey-
inga hefur keypt 200 tonna bát
frá Siglufirði. Hann hét áður
Skjöldur en heitir nú Súlnafell
og hefur verið útbúixm sem skut-
skip. Jóhann sagði að tilkoma
þessa báts leysti ekki vandann,
'þetta væri bátur sem ekki gæti
veitt í brælu og reyndar væri
allt óljóst varöandi kvótamál
með þennan bát.
„Þaö er því alveg óhætt að
segja að hér ríki óvissuástand,“
sagöi Jóhann. ,fiaö veröur að
fást einhver ttygging fyrir því
að hingað berist afli á land. Hér
byggist allt atvinnulíf á fisk-
vinnslu og það verður að gera
ráðstafanir til þess aö íbúar heils
þorps standi ekki uppi atvinnu-
lausir og fólk flýi staðinn. Þeir
sem stjóma fiskveiðistefnunni
verða að taka mið af þvf að
vinnslan og byggðarlögin verða
að hafa einhveija tryggingu fyrir
þvi að fá fisk, annars leggst
byggðin af,“ sagði Jóhann A.
Jónsson.
I dag mælir Dagfari
Víglundur veit best
Það er lenska hjá fjölmiðlum, þeg-
ar einhverjir hlutir era að gerast í
efnahagslifinu sem þeir skiija ekki,
aö snúa sér til svokallaðra forsvars-
manna atvinnulífisins og spyrja þá
um álit. Eftir að sjónvarpsstöðvam-
ar urðu tvær era þessir menn að
verða daglegir gestir á íslenskum
heimilum þar sem þeir standa ýmist
á skyrtunni heima hjá sér eða í
jakkafötunum á skrifstofunni og
mæla nokkur spakleg orð um það
hvaða áhrif það hafi að þetta eða
hitt sé gert. Maður hefur það á til-
finningunni að þessi hópur manna
sé löggiltur og útvalinn til að hafa
skoðanir á hveiju einu sem gerist í
þjóðfélaginu og aðrir séu núll og nix
í því sambandi.
Það var sagt um Njál á Bergþórs-
hvoli að hann hefði verið svo spakur
að ekkert mál hefði verið til lykta
leitt nema að fengnu hans ráði en
eftir að Njáll féll frá, snemma á sögu-
öld, hefur þjóðin ekki vitað sitt
rjúkandi ráð. Enda fór það svo að
við týndum bæði sjálfstæðinu og vit-
inu og hér var allt komið í glórulausa
vitleysu og verðbólgu þegar kom
fram á okkar daga.
Nú á síðustu árum og misserum
hefur hins vegar risið upp nýr spá-
maöur sem er líklegur til að taka
upp hanskann þar sem frá var horf-
ið eftir að Njáll varð allur í brenn-
unni. Víglundur Þorsteinsson heitir
maöur sem hefúr vakið á sér at-
hygli fyrir rökfastar skoðanir og
óumdeilanlega þekkingu í hveiju því
máli sem hann tjáir sig um. Og þau
era mörg og margvísleg eins og við
erum farin að sjá og hevra í sjón-
varpsfréttum. í hvert skipti, sem
eitthvað bjátar á, raunar í hvert
skipti sem einhver ráðherranna í
hæstvirtri ríkisstjóm snýr sér við,
er kallað í Víglund þennan og hann
fenginn til að segja álit sitt á því sem
ráðherramir era að gera.
Sumir segja að þetta stafi af því
að Víglundur er kvæntur einum af
sjónvarpsfréttamönnunum en aðrir
benda á að Víglundur sé formaður
Félags íslenskra iönrekenda. En
hvort heldur er nærtækari skýring
á tíðum fréttaflutningi af skoðunum
Víglundar þá er það þjóðinni til
happs að formaður iðnrekenda sé
kvæntur inn á fréttastofuna því að
þar með hefur hún greiðari aðgang
en ella að þessum viskubrunni og
allsheijargoða 1 íslenskum efna-
hagsmálum.
Það góða við Víglund er að hann
veit alltaf miklu betur en ráðherr-
amir og Þjóðhagsstofnun og allir
samanlagðir hagfræðingar kerfisins
hvaða áhrif og afleiðingar efnahags-
aðgerðir stjómarinnar hafa og, það
sem meira er, þær era alltaf í fiill-
kominni andstöðu við hin yfirlýstu
markmið. Nú hefur Víglundur til aö
mynda flutt um það nokkra fyrir-
lestra í sjónvarpsfréttum að stefna
stjómarinnar leiði til upplausnar og
Viglundur hefur raunar ákveðið að
svo sé. Það er alveg sama hvað ráð-
herramir lemja höföinu við stein-
inn; Víglundur lemur alltaf sínu
höföi ennþá fastar við sinn stein og
kemst að þeirri niöurstöðu að allt
sem ráðherramir séu að gera sé vit-
laust en allt sem hann er að segja
sé rétt.
Nú síðast lagði Víglundur það á
sig að standa berhöföaður utan við
híbýli sín á Seltjamamesinu og
flytja fyrirlestur yfir þjóðinni og rík-
isstjóminni um þróun efnahagsmál-
anna á næstunni og þetta gat hann
meira að segja gert áður en ríkis-
stjómin tilkynnti um nýjustu fjár-
lagaaðgerðimar. Hann lét kuldann
ekkert á sig fá, enda verða svona
menn að leggja ýmislegt á sig til að
gefa stjómvöldum ráð áður en gripið
er til þeirra og segja almenningi frá
því hvað snýr upp þegar ríkisstjóm-
in segir hvað snýr niður. Ef Dagfari
væri ríkisstjómin mundi hann sam-
stundis ráða Víglund sem efnahags-
ráðgjafa og atvinnumálaráðgjafa og
spámaim og yfirforsætisráðherra,
enda veit maðurinn allt miklu betur
en allir hinir. Nú er Víglundur til
að mynda búinn að segja þjóðinni
og ríkisstjóminni frá því að gengið
sé fallið og það er alveg sama hvað
ráðherramir ætla sér að halda fast
í fastgengisstefnuna. Víglundur er
búinn að fella gengið, sama hvað
hver segir. Víglundur veit best. Njáll
á Bergþórshvoli kemst ekki með
tæmar þar sem Víglundur hefur
hælana.
Dagfari