Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987.
9
Utlönd
Deng Xiaoping, leiðtogi Kínverja, reykir mikið, en alit að sjötiu prósent kinverskra karl-
manna reykja sigarettur.
Sígarettustyrj-
ökl geisar í Kína
Keypt fyrir tugi
milljóna út á
stolin greiðslukort
I Kína hefur nú geisað sígarettustríð um
nokkurra ára skeið. Styrjöldin stendur milli
yfirvalda annars vegar, ólöglegra framleið-
enda og seljenda hins vegar og getur tekið
á sig margar myndir.
Sölumenn, sem leggja óhóílega á vöru
sína, hafa hlotið lífstíðarfangelsi að launum,
Embættismenn, sem þiggja mútur, eru
reknir. Lögreglan ræðst á leynilegar verk-
smiðjur og sígarettusölumiðstöðvar.
Og á meðan þetta allt gengur yflr - er
raunar daglegir viöburðir í átökunum á
hungruðum sígarettumarkaði Kína - auðg-
ast götusalar á nikótínnautn landa sinna og
hafa allt að hundraðfóld laun verkamanna
og bænda.
Hafa ekki undan
Þrátt fyrir að Kína er mesta tóbaksfram-
leiðsluland veraldar, hefur tóbaksiðnaður-
inn engan veginn undan að framleiða fyrir
markaðinn. Einkum skortir verulega á að
nóg sé af gæðatóbaki.
Talið er að um sjötíu af hundraði kín-
verskra karla reyki sígarettur og er þar
Deng Xiaoping, leiðtogi kínverska kom-
múnistaflokksins, fremstur í flokki. Á
opinherum ljósmyndum má gjarna sjá hann
með Panda-sígarettur en það er þesta síga-
rettutegund sem Kínverjar framleiða.
Skorturinn á gæðatóbaki er svo mikill að
sumar af bestu sígarettutegundunum,
þeirra á meðal Da Zhong Jiu, verða ófáan-
legar það sem eftir er af þessu ári. Meira
að segja þær verslanir sem einvöröungu eru
fyrir forréttindahópa geta ekki fengið þær.
Mismunun
Líkt og tíðkast í kommúnistaríkjum fást
betri tegundir af sígarettum einna helst í
þeim verslunum sem takmarkaður aðgang-
ur er að. Almúginn verður að láta sér nægja
ruddann eöa kaupa af svartamarkaðsbrös-
kurum á uppsprengdu verði.
Auk ólöglegra viðskipta með viðurkennd
gæðamerki. selja götusalar einnig mikið
magn af svikinni vöru, það er lélegum síga-
rettum í pökkum undan gæðavöru.
Af þessu braski geta tekjur verið veruleg-
ar og sæmi eru þess að braskarar hafi á
einu ári sem nemur hátt í þúsund ára laun-
um bónda.
Yfirvöld hafa reynt mikið að hafa hendur
í hári þessara „kapítalista" og eru felldir
yfir þeim harðir dómar, þegar til þeirra
næst. Undanfariö hafa nokkrir slíkir fengið
lífstíðarfangelsi. Flestir þeirra hafa haft
samvinnu við mútuþæga embættismenn,
sem hafa séð þeim fyrir vþrunni. Embættis-
mennirnir eru yfirleitt reknir úr starfi en
fá sjaldnast fangelsisdóma eða sektir.
Stjórnvöld eru nú ákveðin í að reyna allt
sem unnt er til að uppræta svartamarkaðs-
brask með sígarettur. Segja þau braskarana
skaöa almenning, valda ríkinu verulegum
búsifjum með skattsvikum - um átta pró-
sent skatttekna ríkisins koma af tóbakssölu
- og valda mikilli óánægju meðal almúgans.
Því er það að dómstólar hafa víða þúsund-
ir mála gegn „sígarettukapítalistum“ til
umíjöllunar og lögð er áhersla á að ljúka
þeim sem fyrst og sem óvægilegast.
Lögreglan í tveimur heimsálfum berst nú
við greiðslukortaþjófa sem komast yfir
milljónir Bandaríkjadala á hverju ári. Talið
er að glæpafélög á Filippseyjum skipuleggi
þjófnaðina.
Starfsmenn póstins í Bandaríkjunum stela
greiðslukortum og mánuði seinna vita
margir Bandaríkjamenn ekki hvaðan á þá
stendur veðrið þegar þeir fá himinháa
reikninga frá stöðum þar sem þeir hafa aldr-
ei verið á. Er þá oft um að ræða reikninga
fyrir skartgripi, fatnað frá frægum tisku-
húsum og dýrar rafmagnsvörur.
Sendiboðar
Sendiboðar eru fengnir til að fara með
kortin frá Bandaríkjunum til Filippseyja
þar sem póstinum er greinilega ekki hægt
að treysta. Talið er að starfsmönnum flugfé-
laga hafi verið mútað til þess að koma
kortunum á áfangastað. Á Fihppseyjum eru
síðan aðrir sendiboðar sendir út af örkinni
meö greiðslukortin og þá oftast til Hong
Kong, Singapore, Tokýo og Bangkok þar
sem vinsælast þykir að gera innkaupin. Að
þeim loknum er kortunum fieygt og varn-
ingurinn er síðan fluttur til Filippseyja þar
sem honum er komið í verð.
Samvinna
Lögreglan í Hong Kong hefur hafiö sam-
vinnu við póstþjónustuna í Bandaríkjunum
og leynilögregluna. Hafa nokkrir menn ver-
ið handteknir í Asíu og Bandaríkjunum.
Búist er við fleiri handtökum á næstu mán-
uðum.
í Hong Kong eiga menn frekar von á róleg-
um vetri en það vandamál er þó enn til
staðar að þegar komið er í veg fyrir tap á
einum stað hefur það í för með sér enn
meira á öðrum.
Flestir greiðslukortaþjófnaðirnir eru
framkvæmdir á vesturströnd Bandaríkj-
anna í kringum San Francisco og Oakland
í Kaliforniu. Þeim hefur þó fækkað að und-
anfórnu vegna árvekni lögreglu og póst-
þjónustunnar. Vasaþjófar í Asíu herja hins
vegar þeim mun meira og hverfa mörg
greiðslukort af þeirra völdum. í Hong Kong
varð tap vegna svindls með greiðslukort tæp
milljón Bandaríkjadala. í Singapore varð
tapið örlitlu hærra.
Tilraunir
Rannsóknin í Bandaríkjunum hófst eftir
að greiöslukortafyrirtæki tilkynntu mikiö
tap í október og nóvember í fyrra. Einnig
var tilkynnt aö greiðslukort, send í pósti,
kæmu ekki til áfangastaðar. Upp komst um
starfsmenn póstsins og voru þeir hand-
teknir. Menn eru þeirrar skoðunar að í
alþjóðlegu glæpasamtökunum, sem skipu-
leggja þjófnaðina, séu hundrað manns.
Lögreglan í Bandaríkjunum álítur að
vandamálið leysist ef hætt verður að senda
kortin í pósti, oft nokkrum mánuðum áður
en fyrra kortið hættir að gilda. Einnig telja
þeir að mynd af korthafa á kortinu gæti
komið í veg fyrir svindlið.
Greiðsiukortafyrirtækin telja þó að málið
sé ekki svo'einfalt. Eftirlit þurfi að vera í
hófi og margir gætu verið andvígir því aö
hafa mynd á kortunum. Verið er að gera
tilraunir með kort sem ekki er hægt að nota
nema með sérstökum dulmálslykli.
Það er meðal annars i Hong Kong sem keyptur er dýrmætur varningur fyrir stolnu
greiðslukortin.
Nú sœkjum við faiþega heim
- Þeir sem ekki geta notað sér atslœtti flugfélaganna og þurfa
að greiða fullt fargjald, eiga þess nú kost að vera sóttir heim
og ekið að dyrum Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar