Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987.
Spumingin
Telur þú grundvöll fyrir
sameiningu Framsókn-
ar- og Alþýðuflokks?
Sverrir Runólfsson: Já, ég held þaö.
Stefanía Davíðsdóttir: Þaö get ég
varla ímyndaö mér.
Halla Jónsdóttir: Nei, alls ekki. Mér
þykja þeir of óskyldir til þess.
Bent Scheving Thorsteinsson: Veit
ekki. Var ekki sami stofnandi að báö-
um flokkum? Var ekki Steingrímur
að nálgast þá í Alþýðuflokknum? Tel
þetta þó frekar vafasamt.
Sigriður Kristinsdóttir: Nei, það tel
ég ekki. Framsóknarflokkur á að
vera Framsóknarflokkur og Alþýðu-
flokkur á að vera Alþýðuflokkur.
Magnús Pétursson: Nei, engan veg-
inn.
Lesendur
Stöðvum launa- og verð-
hækkanir með lögum
T*vr*tt
iii'íiYenytí
Lítið eftirlit hefur verið með innstreymi erlends lánsfjár.
V.Þ. skrifar:
Nú hefur erlent lánsfé streymt inn
í landiö og verið sem olía á eld í öllu
efiiahagslifi hér á landi. Ekki skal
amast við erlendu fjármagni til fram-
kvæmda hér en með því hefur ekkert
eftirlit verið og því allt farið úr bönd-
unum.
Það er fyrst nú að stjómvöld sjá
ástæðu til að grípa í taumana og er
það vel að svo miklu leyti sem þaö
eitt og sér nægir til að koma í veg fyr-
ir kollsteypu þegar skyndilega er
skrúfað fyrir fjárstreymið.
Þetta er þó nauðsynlegt og ekki ein-
ungis það að stöðva eða takmarka að
verulegu leyti innstreymi erlends fjár-
magns heldur verður fleira aö koma
tfl.
Það sem stjómvöld geta gert best
fyrir þjóðarbúið eins og málum er
komið er að setja lög um tafarlausa
stöðvun launa- og verðlagshækkana
um óákveðinn tíma eða tfltaka þann
tíma ef talið er heppilegra.
Þetta hafa ýmsir hagfræðingar bent
á, bæði nú og á undanfómum árum.
Skipulag launþegahreyfinga hér á
landi er þegar úrelt og allir samningar
sem gerðir hafa verið um hækkun
launa hafa ekki leitt til neinnar kjara-
bóta eða hagsældar fyrir launþega.
Og ekki er útlitið betra hinum megin
borðsins. Ujá íslenskum úfflutnings-
aðilum td. hafa mifljónir króna
runnið út í sandinn vegna skorts á aga
og fyrirhyggju, vegna mistaka af ýmsu
tagi og hugsunarleysis.
Það er því fárra kosta vöL Stöðvim
þenslu veröur var framkvæmd aö
marki, nema til komi lagasetning gegn
launa- og verðhækkunum og það sem
allra, allra fyrst.
Einnig verður að halda fastgengis-
stefiiunni og atvinnuvegimir munu
þá þurfa að hagræða hjá sér, sam-
kvæmt markaðshorfum og ástandi
mála hveiju sinni. Samdráttur í
rekstri er eitt úrræðið og það er ein-
mitt ein leið ffl að minnka þensluna.
Aldur ráðningar:
Hver er staða
manns?
Launþegi skrifar:
Ég hef orðið var við það að afar er-
fitt er fyrir menn, sem komnir em
yfir fimmtugt eða sextugt, að fá starf.
Nú vil ég gera fyrirspum tfl viðkom-
andi ráðamanna um hvort slík tregða
á ráðningum í störf standist yfirleitt
gagnvart lögum.
Skyldi ekki vera vænlegra að halda
fólki í störfum og endurráða það án
tillits tfl aldurs, einkum nú þegar allt
snýst um það að ráða hingað erlent
starfsfólk?
Ég gæti nefnt dæmi um þónokkur
fyrirtæki sem virðast hafa það sem
stefnu að ráða ekki fólk, t.d. eftir að
umsækjandi hefur náð fimmtugsaldri!
Þetta hefur verið orðað svona beint
við umsækjendur.
Ef svo heldur fram sem hér er lýst
er illa komið í þjóðfélagi okkar og fólk
er þá í raun með annars flokks mann-
réttindi.
Hringið í síma 27022
milli kl. 13 ocr 15,
Frá Hvalstöðinni. Bréfritari vísar til atburða sem geröust þar nýlega og
spyr hvort olíbirgðanna í Hvalfirði sé nógu vel gætt.
Olíubirgðir NATO í Hvaffirði:
Er þeirra vel gætt?
8154-8412 hringdi:
Með tilliti ffl þeirra atburða, sem
nýlega áttu sér stað í Hvalfirði, vaknar
spuming um hvort olíubirgða vamar-
liðsins í Hvalflrði sé nógu vel gætt.
Þetta em það verðmætar og nauð-
synlegar oliubirgðir að ekki er vansa-
laust ef einhver óviðkomandi getur
komist óséður til að vinna þar spjöll á.
Hægt væri t.d. að bæta flóðlýsingu
á staðnum ásamt því að tölvuvæða
eftirlitskerfi, - ef það er þá ekki þegar
fyrir hendi.
Það yrði ekki aftur tekið ef þama
yrði einhver misbrestur á og stórslys
gæti hlotist af. Ég vfldi rétt vekja at-
hygli á þessu máli.
Bandarikin hafa skotist fram úr öðrum þjóðum í efanalegu og tæknilegu
tilliti. Mynd frá hraðbrautakerfi í borginni Los Angeles.
Bandarísk hnignun?
Fréttaskýringar
Tímans
Arinbjöm skrifar:
Það hefur lengi loðað viö erlendar
fréttaskýringar Tímans, málsvara
frjálslyndis, samvinnu og félags-
hyggju, að hnýta í Bandaríki Norður-
Ameríku.
í Tímanum laugardaginn 3. þ.m.
birtist einmitt fyrsta grein af nokkrum
í málaflokknum ,Að utan“, undir fyr-
irsögninni - Er bandarísku þjóðinni
að hnigna?
Gagnstætt því sem oftast er um
þessa dálka Tímans, var nú ekki getið
höfundai , heldur aðeins heitis dálks-
ins; Að utan.
Höfundi fréttaskýringar Tímans hef-'
ur þótt bera vel í veiði að geta vitnað
í tvöfaldan Pulitzer-verðlaunahafa og
sagnfræðing, Barböra Tuchman, konu
sem Tíminn segir hafa þungar áhyggj-
ur af hnignandi siðferði þjóðar sinnar,
og telur að vanhæfi og vangeta hafi í
för með sér að Bandarílgamenn kom-
ist ekki af. Hvorki meira né minna!
Nú skal engum getum að því leitt
hvers vegna Tíminn sér, oftar en önn-
ur blöð, ástæðu tfl að fara með ritvopn-
um á hendur Bandaríkjunum.
Það er ef tfl vill sú landlæga árátta
gamalla, vonsvikinna baráttumanna
fyrir félagshyggju á íslandi að hnýta
í aflar þær þjóðir sem hafa skarað
fram úr í efiialegu tflliti, tæknflegu eða
félagslegu.
Bandaríkin eru einmitt sú þjóð sem
hefur skotist ljósárum fram úr öðrum
þjóðum hvað allt þetta snertir.
Viö íslendingar ættum þjóða síst að
ljá máls á öfund og áróðri í garð
Bandaríkjanna því við eigum stóran
hluta afkomu okkar undir velgengni
þeirra og styrkleika.
Eitt og sér er það að við íslendingar
hefðum sennflega aldrei lagt út í þá
framkvæmd á sínum tíma sem fólst í
því aö „taka“ okkur lýöveldi, árið 1944,
nema með þá fifllvissu í farteskinu að
Bandaríkjamenn styddu okkur með
ráðum og dáð - og var fyrsta þjóðin
til aö viðurkenna ftfllt sjálfstæði okk-
ar.
Síðan kom Marshall-aðstoðin í kjöl-
farið og þá hver aðstoðin á fætur
annarri, allt tfl þessa dags.
En það er eins og máltækið segir: -
Sjaldan launar kálfur ofeldi - og það
ættu þeir Tímamenn að þekkja betur
öðrum.