Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987. 17 Lesendur Á almennum vinnumarkaði eru flestir matreiðslumenn karlmenn, segir i greininni. Matrelðslumenn að störfum. Svar við grein Ingós 12. þ.m. VOPNAFJÖRÐUR Óskum eftir að ráða umboðsmann á Vopnafirði frá og með 1. nóvember 1987. Upplýsingar gefa Þórunn Gunnarsdóttir í síma 97-31258 og afgreiðsla DV í Reykjavík í síma 91-27022. Ráðstefna um starfsmenntun í atvinnulífinu Laugardaginn 28. nóvember 1987 kl. 9-17 verður haldin í Borgartúni 6 ráðstefna um starfsmenntun í atvinnulífinu. Lögð er áhersla á þátttöku fulltrúa sam- taka aðila vinnumarkaðarins, stjórnvalda mennta- mála, sveitarfélaga og annarra sem hafa áhuga á viðfangsefni ráðstefnunnar. Nánari tilhögun verður auglýst síðar. Félagsmálaráðuneytið, 19. október 1987 Að ríghalda í kynjaskiptingu Svava skrifar: Því miður virðist enn vera tU fólk af báðum kynjum, sem vill ríghalda í kynjaskiptingu hér á landi, og skilur ekki hvað átt er viö með .jafnrétti kynjanna". Ingó nefnir vinnumarkaðinn að fólk fari í kynbundin störf og einnig í nám. Við vitum öll að sú kennsla sem við fengum í grunnskóla er undirstöðu- kennsla fyrir lengra nám og sjálfsagt lág prósenta stúlkna sem starfar á saumastofum þótt þær hafi fengið saumakennslu í skóla. Það sama gOdir væntanlega um pilt- ana. Þeir verða ekki aliir smiðir þótt þeir fái smíðakennslu. Hvaða hagur er í því að bæöi kynin sitji saman í handavinnutímum? Kost- urinn er sá að bæði kynin fá innsýn í hvort tveggja, sauma og smíðar, og kemur sú þekking að góðum notum í daglegu lifi. Ekki er langt síðan að ástæðulaust þótti að kenna piltum matreiðslu. Þeir þurfa þó að borða eins og aðrir. Mikið vandamál hefur oft skapast hjá full- orðnum mönnum, t.d. er þeir missa konu sína, og eru þá ekki sjálfbjarga, t.d. varðandi matseld. Ég, sem kona, fékk saumakennslu á sínum tíma og hefur komið sér vel í lífinu. Þótti mér þó alltaf handavinna þessi leiðinleg og kynin hijóta að hafa misgaman af þessari eða hinni handa- vinnunni. Persónulega hef ég meira gaman af allri smíðavinnu en því miður vantar mig alla undirstöðuþekkingu. Dóttir mín hefur fengið kennslu í hvoru tveggja, sem og hennar jafn- aldrar. Sjálfsagt eru margir piltar sem velja sauma fremur en smíða og öfugt. í skóla dóttur minnar eru þó langflest- ir af báðum kypjum sem velja frekar smíðar. Kannski eru smiðar bara al- mennt skemmtilegri. Á almennum vinnumarkaði eru flestir matreiöslumenn karlmenn og sjaldnar sjást konur í þeirri stétt. Hvað skyldu forfeður okkar hafa sagt um það, Ingó! Eða hvers vegna skyldu karlmenn hópast í kennarastörf? Ég man ekki betur en til sé stéttin klæðskerar, sem oft eru karlmenn, þótt þeir hafi ekki fengið saumakennslu í grunnskóla. Einhver er áhuginn þar fyrir öðru en smíðum. Eða hvað? Þótt fyrir hendi sé ómndefianlegur munur á kynjunum þá held ég að allir geti verið sammála um að öll þmfum við að nærast til að geta lifað, geta matbúið. Flest höfum við tvær hendur til að starfa með eða skapa eitthvað og það getur ekki verið að áhugasviöið hggi í því hvers kyns eigandi hand- anna er. OLLUM ALDRI VANTARí EFTIRTALIN HVERFI GARÐABÆR REYKJAVIK AFGREIÐSLA Þverholti 11, simi 27022 Hrísmóar Hlíðarbyggð KOPAVOGUR Kársnesbraut 40-út Vesturvör Laugavegur SELTJARNARNES Látraströnd Víkurströnd Finnst frúnni bíllinn skítugur...! Renndu þá við hjá mr HOLTABONI , Smiðjuvegi 38 Við þvoum og bónum. Djúphreinsum sæti og teppi. Sími 77690." Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir septembermánuð 1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 26. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. nóvemb- er. 20. október 1987 Fjármálaráðuneytið Eftir kröfu tollstjórans í Reykjvík og að undangengn- um úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þess- arar, fyrir eftirtöldum gjöldum. Söluskatti fyrir apríl, maí, júní, júlí, ágúst og sept. 1987; svo og söluskattshækkunum, álögðum 12. júní 1987 til 12. okt. 1987; vörugjaldi af innlendri framleiðslu fyrir apríl, maí, júní, júlí, ágúst og sept. 1987; mælagjaldi af dísilbifreiðum, gjaldföllnu 11. sept. 1987; skemmtanaskatti fyrir maí, júní, júli, ágúst og sept. 1987; svo og launaskatti, gjaldföllnum 1986. Reykjavík 13. okt. 1987. Borgarfógetaembættið í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.