Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. 5 _______________________________________ Stjómmál Mótun fiskveiðistefnunnar: Stefnir í mikil átök - undirbúningsnefndin er klofin í málinu og gjaldkera flokksins og fjölga vara- formönnum í 2 eða 3. Ekki er taliö öruggt að þessi tillaga verði sam- þykkt, eða jafnvel að ákvörðun um hana verði frestað. Nú hafa nokkrir aðilar verið nefndir til sögunnar sem' varaformannsefni. Þessir aðilar lýsa því yfir að þeim sé ekki sama hvort Ólafur eða Sigríður verður formaður ef þeir gefa kost á sér til varafor- manns. Það er því ólíklegt að reynt verði að sætta átakaarmana með ein- hvers konar málamiðlun við vara- formannskjör, hvort heldur sem kjörinn verður einn eða fleiri vara- formenn. Flestir eru þeirrar skoðunar að úr þessu getiekki orðið um neins konar málamiðlanir eða sættir að ræða, til þess hafi of mikið gegnið á undan- farna mánuði. Menn verða þó að taka þessu með þeim fýrirvara að bókstaf- lega ekkert er útilokað í póhtík. Snýr Svavar aftur? Og talandi um að ekkert sé útilokað í pólitík þá spyrja margir: Snýr Sva- var aftur, hættir hann við aö hætta? Svavar Gestsson hefur hvaö eftir annað að undanförnu neitað því. Hann hefur sagt að ekki komi til greina að hann endurskoði ákvörðun sína um að láta af formennsku. Sva- var hefur viðurkennt að hann hafi fengið fjölmargar áskoranir um að endurskoða afstöðu sína en að hann hafi alltaf svarað á sama veg, að hann geri það ekki. Svanur Kristjánsson stjórnmála- fræðingur spáði því í grein í tímarit- inu Þjóðlífi fyrir skömmu að Svavar mundi hætta við aö hætta. Meti valdakjarninn í flokknum stöðuna svo að Sigríður eigi ekki möguleika gegn Ólafi Ragnari er ekki útilokað að hann leggi að Svavari að endur- skoða afstöðu sína og bjóða sig fram, en Sigríður dragi framboð sitt til baka. Ef Svavar sneri aftur og færi í framboð tæki hann vissulega mikla áhættu. Að tapa í slíkri kosningu gæti orðið honum dýrt, það sést best á stöðu Ásmundar Stefánssonar inn- an flokksins nú eftir tapið á þingsæt- inu í vor. Sigur myndi líka lyfta Svavari mjög hátt upp sem hinum sterka manni í flokknum og hann ætti hægara um vik að beita sér inn- an flokksins eftir slíkan sigur en veriö hefur. Formannskjörið fer fram fyrir há- degi á laugardag. Línurnar munu að einhverju leyti skýrast í umræðum á landsfundinum í dag og á morgun en úrslitin verða ekki ljós fyrr en á laugardag. -S.dór Landsfundur Kvennalistans: Konur og vald Landsfundur Kvennalistans verður haldinn í Menningarmið- stööinni Gerðubergi í Breiðholti dagana 13. til 15. nóvember. Landsfundurinn er opinn öllum konum. í frétt frá Kvennalistanum segir að tvö meginviðfangsefni fundar- ins veröi: „Staða Kvennalistans í dag. Hvernig getum við markað okkur enn meiri sérstöðu innan þings og utan? Viðhorf kvenna til þróunar at- vinnu- og byggöamála." Um þessi efni verða framsögu- erindi og umræöur. Gestur fundarins, Anna Guðr- ún Jónasdóttir, lektor í stjórn- málafræðum við háskólann í Örebro í Svíþjóð, flytur erindi um konur og vald. Hún vinnur að doktorsritgerð við Gautaborgar- háskóla um grundvallarkenning- ar um stöðu kvenna í nútíma karlveldi. -KMU Undirbúningsnefnd sú sem vinn- ur að mótun nýrrar fiskveiöi- stefnu, undir stjóm Árna Kolbeinssonar ráöuneytisstjóra, er klofln í málinu og mun að öllum líkindum skila sitt hvoru álitinu. Að sögn Árna Kolbeinssonar er ómögulegt aö segja til um hvenær nefndin lýkur störfum og skilar af sér til Alþingis en hann viður- kenndi að hún væri komin í tímaþröng. Fyrir nefndina hafa verið lögö tvenn drög aö frumvarpi að nýrri flskveiðistefnu og er þaö síst til að auövelda nefndinni störfln. Þingmannanefnd, sem næst tek- ur við frumvarpsdrögunum, hefur nýlega veriö skipuð og sagði Matt- hias Bjamason alþingismaður, sem sæti á í þeirri nefnd, sem og í undir- böningsnefndinni, að hann ætti von á mjög hörðum átökum, bæði innan þingnefndarinnar og á Al- þingi, þegar fiskveiöistefnan kæmi til umræðu þar. Þeir aðilar sem best þekkja til þessara mála og DV hefur rætt við telja ólíklegt aö sjávarútvegsráð- herra taki inn i fmmvarp sitt óskir rækjuvinnslustöðva um að þær fái hlutdeild i kvótanum og ekki held- ur hugmyndir fiskvinnslustöðva um hlutdeild-þeirra í bolfiskkvót- anum. Aftur á móti sé alls óvíst hvemig Alþingi afgreiöi frumvarpið en vaxandi andstaða er gegn kvóta- kerflnu nema verulegar breytingar veröi á því gerðar frá því sem það ÞAÐ TÓKST! 13.900 KRÓNUR. Okkur tókst það ótrúlega, að útvega 100 Samsung örbylgjuofna ó þessu fróbœra verði. Matreiðslunómskeið fylgir að sjólfsögðu með í kaupunum. Spariðtíma og peninga - Veljið Samsung. JAPISS BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN • SÍMI 27133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.