Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. 13 Neytendur Camembert, brie og yrja eru allt ostar með hraða gerjun og breytast því með tímanum. Geymsluþol osta Einn af dyggustu lesendum neyt- endasíðu kom að máli við okkur og vildi fá að vita um geymsluþol osta. Hann hafði keypt camembert og brie i Ostabúðinni á Snorrabraut, en þeg- ar kom að því að borða þá þóttu þeir fullþroskaðir. Vinur okkar leit því á pakkningarnar og sá að ostarnir höfðu verið framleiddir í júb. Það var hins vegar ekki getið um síðasta söludag. Okkur lék forvitni á aö vita hversu lengi væri hægt að geyma ostana og snerum okkur því til Geirs Jónsson- ar hjá Osta- og smjörsölunni. „í Ostabúðinni eru seldir undir- vigtarostar og geta verið gamhr ostar innan um, en það eru alltaf ein- hverjir sem eru að sækjast eftir sterkum ostum og höfum við þá á boðstólum þess vegna. Afgreiðslu- fólki ber þó að geta þess að um gamla osta sé að ræða þannig að þarna hafa átt sér stað einhver mistök og er les- andanum velkomið að koma í versl- unina og fá ostana bætta.“ - En hvað geymast ostarnir lengi? „Camembert og brie haldast góðir í 12 vikur frá framleiösludegi en yrja í átta. Eftir þann tíma er gerjunin komin í gegn og komið aukabragð sem fæstir sætta sig við. Port salut geymist aftur á móti i fimm mánuði. Aðrir ostar geymast lengur, við selj- um t.d. goudaost sem er um níu mánaða gamall. Gerjun þessara osta er hröð og sendum við t.d. camembert fjögurra vikna gamlan í verslanir. Hann selst vel enda höfum við varla undan að framleiða hann. Það heyrir því til undantekninga að hann sé verulega gamall í verslunum. Á dalabrie og yrju eru leiðbeining- ar um þroska ostanna en á camem- bert og port salut er aðeins getið um framleiðsludag. Úr þessu verður bætt með nýjum reglum um um- búðamerkingar en þá er okkur skylt að merkja vöru með meira en þriggja mánaða geymsluþol með „best fyrir“ merkingu." -PLP í bráttunni við aukakílóin Það þarf ekki endilega að svelta sig þegar verið er að berjast við auka- kílóin. Það eru til alls konar grænmetistegundir sem hægt er að „belgja sig út á“, en fyrir alla muni ekki borða þannig að það geti flokk- ast undir ofát. Eftirfarandi grænmetistegundir eru alveg „hættulausar“ í hitaein- ingabaráttunni: spergill, brokkál, grænar baunir, hvítkál, sellerí, agúrka, grænt salat, paprika, spínat og karsi. -A.BJ. GLÆSIVAGNAR Honda Accord EX árgerð 1987, ekinn aðeins 8 þús. km, 5 gíra, vökvastýri, rafmagn í rúðum og læsingum, út- varp/segulband, litur rauður, skipti koma til greina á ódýrari bifreið. Verð 780 þús. Peugeot 309 1.9 árgerð 1986, ekinn aðeins 20 þús. km, skemmtilegur bill, framdrifinn, 5 gíra, rafmagn í rúðum og læsingum, topplúga, álfelgur, út- varp/seguiband, litur blásans., skipti koma til greina á ódýrari bifreið. Verð 630 þús. Toyota Celica 1600 GT árgerð 1987, glæsilegur sportbíll, litur rauður, ekinn 16 þús. km, 5 gíra, vökvastýri, raf- magn i speglum, útvarp, skipti koma til greina á ódýrari bifreið. Verð 780 þús. Subaru 1800 station 4X4 árgerð 1988, nýr bill, ekinn 2 þús. km, 5 gíra, vökva- stýri, rafmagn í rúðum, speglum og læsingum, splittað drif, álfelgur, litur hvitur, aðeins bein sala, engin skipti. Verð 830 þús. Cherokee Laredo, 4ra dyra, árgerð 1985, ekinn 80 þús. km, sjálfskiptur, vökvastýri, 6 cylindra, rafmagn í rúð- um, álfelgur, litur silfur, skipti koma til greina á ódýrari smábíl, nýlegum. Verð 1.050 þús. KAUPENDUR, ATHUGIÐ: NÆSTU DAGA SELJUM VIÐ BILA Á GÓÐUM KJÖRUM, T.D. SKULDA- BRÉFUM 12-24 MÁNAÐA. Subaru Justy J-10 4X4 árgerð 1986, ekinn aðeins 22 þús. km, 5 gira, sum- ar/vetrardekk, litur rauður, aðeins bein sala. Verð 360 þús. Ennfremur Subaru Justy J-12 4X4 árgerð 1987, ekinn 22 þús. km, 5 gira, útvarp/segulband, lit- ur svartur, 5 dyra, aðeins bein sala. BÍLAR VIÐ FLESTRA HÆFI. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Heiðargerði 24, neðri hæð, þingl. eigandi Steinunn Eldjárnsdóttir, ferfram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 10. nóvemb- er 1987 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru Tryggingastofnun ríkisins, Veðdeild Landsbanka íslands, Jón Sveinsson hdl. og Sveinn H. Valdimars- son hrl. Bæjarfógetinn á Akranesi Keflavík Umboðsmaður okkar í Keflavík, ofan Hringbrautar, er Margrét Sigurðardóttir, Óðinsvöllum 5, sími 13053. Vinsamlega athugið breytt heimilisfang. Vöknun - hlutastarf Laus staða hjúkrunarfræðings á vöknun. Um er að ræða dagvinnu - hlutastarf. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 19600-220. Ræstingar Fólk óskast til ræstinga á skurðstofu, vinnutími frá kl. 8.00-16.00 og 9.00-17.00. Einnig vantar fólk til ræstinga á lyflækningadeild. Vinnutími frá kl. 7.30-15.30. Upplýsingar gefnar af ræstingastjóra í síma 19600-259 milli kl. 10 og 14. Fteykjavík 4/11 1987 BLAÐBURÐARFÓLK Á ÖLLUM ALDRI VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI Kleppsvegur 2-60 Lynghagi Tómasarhagi 20 - út Njörvasund Hlunnavogur Sigluvogur GARÐABÆR Espilundur Grenilundur Heiðarlundur Hofslundur Hörgslundur Reynilundur AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022 ASEA Cylinda þvottavélar'Asænskar og sérstakar Fá frábæra dóma í neytendaprófunum fyrir þvott, skolun, vindingu (fjölhraða lotuvind- ing upp í 1200 snúninga), taumeðferð, sápu- og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi ein- kenna ASEA. Gerðar til að endast. /Fúnix Hátúni 6A SÍMI (91)24420 i /Fdnix ábyrgð SÉRTILBOD ASEA Cylinda 11000 Verðáður kr. 44.990 Afsláttur kr. 7.000 Nú staðgr. kr. 37.990 Ath. tilboðið gildir aðeins í stuttan tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.