Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. 15 Þá hefir Alþingi hafiö störf að nýju eftir rösklega 5 mánaða hlé, með fleiri þingmenn og fleiri ráð- herra en nokkru sinni fyrr. Ekki er ástæða til að taka fram að þingsetning fór fram á hefð- bundinn hátt. Aðeins vil ég þó segja það að sá góði og hátíðlegi siður að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar ásamt forseta íslands og biskupi hefli athöfnina með því að ganga í 'guðshús inn og hlýða á messu rótar við hinum hversdagslegasta huga, það get ég borið um, og færir hon- um vissan hátíðleikablæ frá at- höfninni, ásamt vissu um að þarna séu þessir menn alhr sem einn að taka ákvarðanir um að þjóðar- hagur skuh hafa algjöran forgang í öhum þeirra störfum. Þetta er vissulega stór stund í lífi þjóðarinnar, ásamt því að hlusta á ljúfan lofgjörðaróm frá sölum Al- þingis og ferfold húrrahróp fyrir ættjörðinni. Á slíkri stund er sem Alþingishúsið verði drekkhlaðið af ættjarðarást og hrópi: íslandi aht! - eins og ungmennafélagshreyfing- in gerði á sínum sokkabandsárum, nánar tiltekið áður en hún varð elliær. Já, auðvitað þarf ekki að efast um að ahir þessir menn vilja ættjörð sinni allt hið besta og ef þeir breyta ekki samkvæmt því spilar aö sjálf- sögðu eitthvað þar inn í sem verður góðum vilja yfirsterkara. Því er best að vera bjartsýnn hvað snertir háttvirt Alþingi. Öllum þingmönn- um kemur saman um að almenn- ingur eigi að bera virðingu fyrir stofnuninni. Þess vegna hljóta þeir líka að vanda vinnubrögð sín. Því að það eru þeir og þeir einir sem stjórna, hvað sem líður virðingu eða virðingarleysi fyrir Alþingi. Það ættu þeir þó að skilja. Slátrun og haugamatur Sagt hefir verið að mesta hitamál Alþingis hafi snúist um sláturhúsið á Bíldudal, sem settur dýralæknir Sláturtíð á Al KjaUannn Aðalheiður Jónsdóttir skrifstofumaður urhúsi þótt varan, sem þeir ætla að selja neytendum, sé skemmd eða hættuleg. Það skiptir ekki máli, hvorki fyrir þá né þingmennina sem fylgja þessu. En hvernig væri annars að leyfa þessum bændum að slátra fé sínu þama eða hvar sem þeim sýnist og fleygja skrokkunum svo strax á haugana. Væri það ekki ágæt lausn? Þá þyrftu neytendur ekki að greiða tugi milljóna fyrir geymslu á þeim í marga mánuði. Nei, varla auðvitað finnst þing- mönnum ekki að hagsmunir neytenda skipti máli. Kannski missti Sambandið þá líka spón úr aski sínum... Þá færi nú í verra! Því þótt það gæti selt skreiðarbréf- in sín er það vissulega sárt leikið ef það fær ekki að eignast Útvegs- „A slíkri stund er sem Alþingishúsið verði drekkhlaðið af ættjarðarást og hrópi: Islandi allt! - eins og ungmenna- félagshreyfmgin gerði á sínum sokka- bandsárum, nánar tiltekið áður en hún varð elliær.“ hefir dæmt óhæft til notkunar en nokkrir alþingismenn hafa neitað að taka mark á og vilja setja lög sem leyfa þar slátrun. Fyrir nokkru lét einn háttv. Vest- fjarðaþingmaður ómjúk orð falla á einni útvarpsrásinni um dýra- læknamafiuna, sem hann nefndi svo, fyrir afskipti af slíkum málum sem raunverulega ættu aðeins að heyra undir Alþingi. En hvers vegna hafa þingmenn látið svo illa? Því er fljótsvarað: Kjördæmapot og spilling... at- kvæðin verða að skila sér... Heimamenn vilja slátra í sínu slát- bankann. Það ættu allir að geta skilið. En hvað sem gerist í sauðfjár- slátrun á Vestfjörðum er það staðreynd að vestfirsk heift og slát- urtíð hefir lagt undir sig Alþingi og sett á það ómengaðan sauðar- svip. Og hvað vill íslenska þjóðin hafa það betra? Þar með er þó séð fyrir því að sauðarsvipurinn varir þótt sauðkindin hverfi. Fjórföldunin fyllir mælinn Fróðlegt verður að fylgjast með gangi mála hjá fjórföldu Vest- fjarðaatkvæðunum sem hafa haft i pingDyrjun. við orð að kæra settan yfirdýra- læknir og eða ríkið. Ekki skiptir máli þótt ríkið hafi greitt flutnings- kostnað á sláturfé þeirra. Nei, í krafti atkvæðavægis skal þjarma að ríkinu eða skattborgurum. Þeir geta reyndar sagt eins og kratar sögðu eitt sinn: „Þetta er okkar stefna - betri leiðir bjóðast." Ráðvillt ríkisstjórn Eins og áður sagði eru ráðherrar í þessari ríkisstjórn fleiri en hér hefir áður þekkst, 11 talsins eða öllu heldur 22 að meðtöldum að- stoöarmönnum. Ætla mætti að þetta úrvalslið hefði ráð undir rifi hveiju. En það sorglega er að þegar ráðin líta dagsins ljós reynast þau bæði lúaleg og illa örtuð á allan hátt. Segja má að aUt það sem ekki gengur rangsælis gangi aftur á hak. Víst er þetta ófógur saga en því miður sönn. Var það þetta sem Jón Baldvin boðaði á þeysireið sinni út um land þegar hann var að slá sig til ridd- ara? Sagði hann þá að hann ætlaði að sjá til þess ef hann yrði ráðherra að þeim sem hirtu gróðann í góðær- inu yrði sleppt við byrðarnar en þær lagðar á herðar hinna sem verst væru settir? Best er að sleppa öllum vanga- veltum um það sem framboös- kandídatinn Jón Baldvin sagöi fyrir kosningar og hitt sem Jón Baldvin fjármálaráðherra hefir framkvæmt síðan. En hafi ein- hverjir trúað því að Jón Baldvin mundi beita sér gegn auövaldinu og berjast fyrir jafnrétti er hætt við að þeir verði fyrir vonbrigðum. Ef hann hefði viljað hnekkja valdi auðhyggju og arðráns hefði hann varla talið samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn vænlegasta kostinn. En þó aö fátt bendi í þá átt að ríkisstjórnin geri góða hluti er þó eins og í sumu sé vonarglæta. Sú yfirlýsing utanríkisráðherra að ís- lendingar muni beita sér fyrir friðar- og afvopnunarmálum hvar sem komið verði fram á alþjóða- vettvangi eru gleðitíðindi. Það er ekki svo lítil breyting frá þeirri stefnu sem fylgt hefir verið um áraraðir. íslendingar hafa i besta falli þagað þunnu hljóði við tillögum sem lagðar hafa verið fram hjá Sameinuðu þjóðunum um friðar- og afvopnunarmál. Vonandi verður þessari friðar- og afvopnun- arstefnu einnig beitt gegn hömlu- lausri vígbúnaðarstefnu hér á landi. En nú er Steini áhyggjufull- ur. Þvílíkt stríð! Aðalheiður Jónsdóttir Matseðlar og málfjólur „Oft er það svo að þegar litið er yfir matseðla á veitingahúsum er erfitt að gera sér grein fyrir hvort þeim er ætlað að vera á íslensku eða bara einhvers konar heimatilbúinni útlensku.“ Það eru til margar sögur um uppruna matseðla. Ein þeirra er eitthvað á þessa leið: Spánarkon- ungur einn, sem var mikill mat- hákur, var orðinn leiður á að verða fyrir því hvað eftir annað, þegar hann var að borða eitthvað sem honum þótti gott, að næsti réttur á eftir var svo enn betri en þá var ekki lengur pláss fyrir hann. Hann uppálagði því yfirmat- reiðslumanni sínum að fyrir allar veislur skyldi hann láta útbúa lista yfir þá rétti sem á boðstólum væru. Með þessu fyrirkomulagi átti hann auðveldara með að þjóna duttlungum sínum í mat. Það fylgdi reyndar sögunni að blessaður mað- urinn hafi að lokum étið sig í hel en það er svo önnur saga. Spaugilegar bókmenntir Samkvæmt lögum ber veitinga- húsum skylda til að láta liggja frammi matseðla eða verðlista yfir það sem þau hafa á boðstólum. Þessar „bókmenntir" eru oft ansi spaugilegar frá sjónarhóli okkar meðaljónanna en trúlega grátlegar séðar með augum íslenskufræð- inga eða þeirra sem bera skyn- bragð á erlend tungumál. Einhvern tíma las ég í reglugerð eða lagagrein setningu sem hljóð- aði eitthvað á þá leið að matseðlar hérlendra veitingahúsa skyldu vera á íslensku og ef líklegt væri að útlendingar sæktu staðinn þá einnig á einhveiju því tungumáli sem telja mætti að þeir skildu. Oft er það svo að þegar htið er yfir matseðla á veitingahúsum er erfitt að gera sér grein fyrir hvort þeim er ætlað að vera á íslensku eða bara einhvers konar heimatil- búinni útlensku. Dæmi um ambögur á matseðlum eru ótelj- andi en hér skulu nokkur tíunduð - og alls ekki þau verstu. KjaUarinn Guðmundur Axelsson skrifstofumaður Algengt var hér áður og sést raunar enn á matseðlum að súpur, sem bættar eru með rjóma, séu nefndar „kremsúpur". Þessar súp- ur heita á frönsku „créme“ þetta eða hitt. „Créme“ þýðir rjómi en ekki „krem“ enda er slíkt „krem“ notað t.d. ofan á kökur en trúlega aldrei í súpur. Allir þekkja rangnefni á borð við kjúklingabrjóst, nautabrjóst, anda- bijóst o.s.frv. - í stað prðsins bringa, t.d. nautabringa. Á mat- seðli eins skyndibitastaðar borgar- innar var auglýst: „Hamborgari með ost“. Ég sá fyrir mér eitthvert torkennilegt nautahakksílikki skrönglast áfram með stóran ost. Á öðrum skyndibitastað gat að líta orðið „cotelsósa" á matseðlin- um. „Crosnits" sá ég á einum mat- seðli og komst að raun um að þetta átti að vera það sem heitir á frönsku „croissanf‘. Þess skal getið að matseðlinum, sem þetta stóð á, var greinilega aðeins ætlað að koma fyrir augu íslendinga svo að vandséð var hverjum þetta franska orð yfir smjördeigshorn þjónaði. „Jarðarber með þeyttum rjóma“ voru látin heita á máli sem trúlega átti að vera enska: „Earthberrys \vith whipped cream“. Þetta er dæmi af matseðli eins af stærstu hótelum landsins! Væri ekki snjallt að fólk tæki sig saman um að gera athugasemdir við svona ambögur í þeirri von að menn taki gagnrýninni vel og geri betur. Guðmundur Axelsson Frumlegur matseðill frá árshátið ónefndra félagasamtaka. - Lausnin ætti ekki að vefjast fyrir sérfræðingum í lausn myndagáta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.