Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. Spumingin Lesendur Ert þú „skammdegis- sjúklingur“? Ólafur Magnússon: Það má nú eigin- lega segja það - á erfitt með að vakna og er ekki eins hress í vetrarveðrum. Gylfi Gíslason: Nei, mér er alveg sama - vinn vaktavinnu og þetta skiptir ekki máli fyrir mig. Birna Jónsdóttir: Finn alls ekkert fyrir skammdegi. Formannskjör í Alþýðubandalaginu: Ólafur mun leiða flokk- inn úr ánauð Sig. Bjarnason skrifar: Nú er að koma að miklum kafla- skiptum hjá Alþýðubandalaginu. Það formannskjör, sem nú er í vændum hjá flokknum, mun hafa afgerandi áhrif á framtíð flokksins. Það er ekki út í bláinn þegar ég hvet alla flokksholla Alþýðubanda- lagsmenn til að styðja Ölaf Ragnar Grímsson til formannskjörs. Segja má að flokkurinn eigi enga eða mjög takmarkaða framtíð fyrir sér eins og málum er nú komið innan hans. Nýleg stefnu- eða áherslubreyting formannsins, sem hann hefur lýst, kemur of seint. Hún hefði þurft að koma fyrir síð- ustu alþingiskosningar. Það má líka segja að hvaða for- maður sem kosinn verður mun hann vart ráða við flokkinn meðan hann er í því fari sem hann hefur verið í. Það er því fátt til ráða. Alþýðubandalagið hefur verið áberandi afl í íslenskri stjórnmála- baráttu á undanförnum árum en nú síðustu misseri hefur flokkur- inn misst afl svo um munar og því verður erfitt að ná upp aftur. Ástæðan er einkanlega sú að hér eru of margir flokkar fyrir fáa kjós- endur og viðbúið að þeir verði enn fleiri þegar dregur að næstu kosn- ingum. Það er því ekkert æskilegra í stöðunni en að þau öfl og flokkar, sem berjast fyrir svipuðum málefn- um, reyni að sameina kraftana og vinna saman. Slík mun og verða raunin áður en langt líður. Það besta sem Alþýðubandalag- inu gæti hlotnast að formannskjöri loknu er frumkvæði nýs formanns um að sameina þessi öfl. En til þess þarf víðsýnan aðila og hugdjarfan. Ég tel Ólaf Ragnar Grímsson vera þann formann sem leyst gæti fjötr- ana af Alþýðubandalaginu og stýrt því inn í viðræður um nána sam- vinnu eða sameiningu við annan hvorn þeirra félagshyggju- og mið- flokka sem hér eru og hafa eitt- hvert vægi. Þetta getur ekki gert neinn sá aðili sem orðinn er rótfastur í „Hann er sá sem hefur bestu heildarsýn yfir pólitískan vettvang vinstri hreyfingar í landinu," segir bréfritari. - Ölafur Ragnar Grímsson, prófess- or og varaþingmaður Alþýðubandalagsins. flokki eins og Alþýðubandalaginu. Ólafur er nógu frjálslyndur og víð- sýnn til að geta komið þessu til leiðar og hlotið sæmd af. Flokkar hafa fyrr sameinast hér á landi og það er heillandi verk- efni, sem hlýtur að hrífa hvern þann sem trúir á málstað félags- hyggju og þjóðfrelsis, að takast á við verkefni af þessu tagi. Auðvitað verður þetta ekki verk- efni eins manns því forusta ann- arra flokka, sem ekki þurfa síður að huga að framtíðinni, kemur þama einnig við sögu. En þetta er það framtíðarverkefni sem við blasir og ný forysta Alþýðubanda- lagsins á vart annan kost. Ólafur Ragnar þarf að fá öflugan stuðning til formannskjörs. Hann er sá sem hefur bestu heildarsýn yfir póhtískan vettvang vinstri hreyfingar í landinu. r r 1 QTITl a X DXX L LCL J® Erla Jónsdóttir: Nei, finn ekki fyrir skammdeginu. milli kl. 13 og Það getur valdiö óþægindum að geta ekki sótt lyfseðla beint læknastofa en vinnureglur lækna eru mismunandi. afgreiðslu Lyfseðlar: Ekki símsendir? Ingimundur Jón: Nei, ég er ekki svo- leiðis sjúklingur, enda ungur og hraustur. Sigurhans Hlynsson: Nei, það er ég alls ekki. Árstíðir skipta mig engu að þessu leyti. 9107-3617 skrifar: Ég er ekki ein þeirra sem hlaupa meö allt sem úrskeiðis fer í flölmiðla. Hins vegar varð ég fyrir slíku þjón- ustuleysi og óþægindum frá hendi læknastofu hér í borg að ég taldi þörf á að vekja máls á því opinber- lega. Þetta hófst á því að ég þurfti að fá lyfseðil frá lækni fyrir smyrsli sem ég nota að staðaldri. Ég hringdi til læknastofu hér í borginni og ætl- aði að ná tali af ákveðnum lækni. Ég fékk þau svör að ég gæti ekki feng- ið að tala við lækninn og stúlka, viðmælandi í símanum, sagöist koma skilaboðum áleiðis og mætti sækja þetta á mánudegi, ég hringdi hins vegar á miðvikudegi. A mánudagsmorgni kom ég svo á viðkomandi læknastofu. Þar var þá enginn við í afgreiðslu en læknir, sem kom þar fram, upplýsti mig um að stúlkanm væri við eftir hádegi, miRi kl. 13 og 18. Ég sneri því við í það skiptið og hringdi ekki fyrr en daginn eftir þar sem ég er bundin í vinnu eftir há- degi. Eg bað þá um að lyfseðilinn yrði símsendur í apótek. Við þeirri beiðni var svarið að það væri ekki hægt, viðkomandi læknir símsendi ekki lyfseðla. Ég bað þá um að lyfseðillinn yrði látinn liggja frammi þannig að ég gæti sótt hann fyrir hádegi, svo ég þyrfti ekki að fá frí úr vinnu. Þetta var einnig útilokað. Það skal tekið fram að hér var ekki um nein vafa- söm lyf að ræða heldur fremur algengt útvortis smyrsl. Eg spyr því: Hvernig á fólk að nálg- ast lyfseðla sem ekki má símsenda og heldur ekki skilja eftir í afgreiðslu viðkomandi læknastofu? Það hafa ekki allir aöstæður sem leyfa frátöf frá vinnu hvenær sem er. Mér finnst hér vera um þjónustuleysi að ræða sem veldur óþarfa óþægindum. DV kannaði hvort afgreiðsluhættir heföu breyst nýlega hvað varðar umbeðna lyfseðla. Á læknastofu einni, þar sem nokkrir læknar hafa aðsetur, tjáði læknir okkur að al- mennt talað væru lyfseðlar símsend- ir eða þeir lægju frammi í afgreiðslu, samkvæmt umtali. Hins vegar hefðu læknar mismunandi vinnureglur og verið gæti að sumir heföu þann hátt- inn á að afgreiða ekki frá sér lyf án þess að fullkanna hvers þyrfti með, nákvæmlega. Undanfarið hefur farið fram mikil umræða um aöhaldsleysi lækna í þessum efnum og því væri víst að einhveijir heföu tekið upp nýjar vinnureglur að því er snertir útgáfu og afhendingu lyfseðla. Haustdagur i höfuðborginni. Evrópuloft yfir landinu: Fyrirboði eða hvað? Siguijón hringdi: Þá daga í fyrri viku þegar veðrið var sem fegurst, með logni og bjart- viðri, a.m.k. hér á höfuðborgarsvæð- inu, mátti finna sérstaka angan í lofti, líkt og maður finnur stundum í stórborgum á meginlandi Evrópu. Það er dálítið undarleg tilfinning að koma út í þetta óvenjulega loft að loknum vinnudegi og minnir mann á að ekki erum viö nú svo ýkja langt frá Evrópu ef loftstraumar geta borið hingað mettað loftið frá megin- landinu. Kannski hafa fáir tekið eftir þessu á undangengnum kyrrviðrisdögum. Ég átti tal um þetta við veðurglöggan mann og hann benti mér á að slíkt gerðist talsvert oft þegar vindar og straumar í lofti stæðu þannig á landið. Enn annar sem ég ræddi um þetta við haföi tekið eftir þessu og bætti við aö nú myndi þetta verða mun algengara en áður. Ég spurði hann hvers vegna svo yrði. - Jú, svaraði hann, það er vegna þess að nú er þess skammt að bíða að við verðum aö taka ákvörðun um hvort við göngum í Evrópubandalagið og þeir á meginlandinu munu gera allt til þess að fá okkur í bandalagið, jafnvel senda okkur sýnishorn af andrúms- lofti sínu eins oft og mögulegt er. Þá höfum við það. Og kannski er þetta meginlands- eða Evrópuloft, sem ég kalla, bara fyrirboði þess sem koma skal?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.