Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. Iþróttir Hollendingur raðinntil Akureyrar Gylfi Krisjánssan, DV, Akureyri: Badmintonfélag Akureyrar hefur ráöiö til sín hollenskan þjálfara og er liann væntan- legur til landsins á næstu dögum. Þjálfari þessi heitir Valberg og er ættaður frá Indónesíu. Hann hefur getið sér mjög gott orö sem badmintonþjálf- ari í Hollandi og hefur í langan tíma starfaö sem ungi- ingaþjálfari á vegum hol- lenska Badmintonsambands- ins. Aö sögn Harðar Þórleifs- sonar, formanns Badminton- félags Akureyrar, lítm- hann á þessa ráöningu sem tilraun til þess að rífa badminton- íþróttina upp á Akureyri og væri hann bjartsýim á að þessi ráðning Hollendingsins myndi skila árangri þegar kæmi fram á veturinn. • Sigurður Bjarnason, sá hinn sami og blómstraði í Evrópuleiknum gegn Urædd á dögunum, sést hér skora eitt af þremur mörkum sinum gegn KR í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti „Úrslitin sýna að strákunum er að áskotnast leikreynsla“ - sagði Gunnar Einarsson, þjálfari Stjömunnar, eftir 19-24 sigur gegn KR „Ég er mjög sáttur við sigurinn og einnig aö fá aðeins 19 mörk á okkur. Það verður að hafa í huga að þetta var millileikur í Evrópukeppninni en samt sem áður höfðu strákarnir góða einbeitingu fyrir þennan leik. Það sýnir að strákunum er að áskotnast reynsla. KR-ingar voru erfiðir viðfangs enda með mjög efni- legt hð,“ sagði Gunnar Einarsson, þjálfari Stjörnunnar, í viðtah við DV í gærkvöldi eftir að Stjaman hafði sigrað KR, 19-24, á íslandsmótinu í handknattleik í Laugardalshöllinni. í hálfleik hafði Stjarnan eins marks forystu, 8-9. Leikur liðanna var í jafnvægi fram- an af en um miðjan fyrri hálfleik náði Stjaman þriggja marka forystu, 3-6, og síðan 4-8. Á þessu tímabili var vöm Stjörnunnar mjög sterk og eins varði Sigmar Þröstur mjög vel í markinu. KR-ingar vom ekki af baki dottnir og tókst með mikilli baráttu í vöm og sókn að minnka muninn niður í eitt mark fyrir leikhlé. Stefán Kristj- ánsson, aðalskytta KRúnga, var í strangri gæslu í fyrri hálfleik eins og reyndar allan leikinn og kom það óneitanlega niður á leik hðsins. En á móti opnaðist meira rými fyrir Guð- mund Albertsson sem hann nýtti sér ágætlega. Strax í upphafi seinni háfleiks tókst KR-ingum að jafna metin, 9-9, en þá var eins og Stjaman segði hingað og ekki lengra. Hægt og sígandi sigu þeir fram úr og um miðjan síðari hálfleikinn var staðan 14-18 fyrir Stjömuna. KR-ingum tókst aðeins að klóra í bakkann þegar langt var liðið á hálf- leikinn. Þorsteinn Guðjónsson minnkaði muninn í 19-20. Stjaman átti hins vegar góðan lokasprett og skoraði fjögur síðustu mörk leiksins og tryggði sér ömggan sigur. Stjaman var vel að sigrinum komið í þessum leik. Liðið náði að sýna inn á milli ágætis handknattleik en hafa verður í huga að hðið er í Evrópu- keppni þar sem allt er lagt í sölurnar. Alhr leikmenn hðsins sluppu við meiðsh en hðið hélt til Noregs í morg- un í seinni leikinn gegn Urædd sem verður á laugardaginn. Gylfi Birgisson átti stórleik í hði Stjömunnar, skoraði grimmt og var einnig sterkur í vöm. Homamaður- inn Hafsteinn Bragason var stór- hættulegur í hominu og skapaði oft mikinn usla í vörn KR með hreyfing- um sínum. Annars er erfitt að draga einstaka leikmenn út því allt Uðið átti yfirhöfuð ágætan leik. Hið unga og efnilega lið KR þarf ekki að örvænta þrátt fyrir tapið. Það sem kom liðinu í opna skjöldu var að einn þeirra sterkasti leikmaður, Stefán Kristjánsson, var í strangri gæslu og við þeirri taktík átti Uðið ekki nógu gott svar. Konráð Ólafsson hefur oft átt betri leiki. Hins vegar kom Þorsteinn Guöjónsson sterkur frá leiknum og er svo að sjá sem hann vaxi með hveijum leik. • Dómarar leiksins vom Gunn- laugur Hjálmarsson og Óh Ólsen og var dómgæsla þeirra þegar á heildina er htið óaðfinnanleg. • Mörk KR: Stefán 6/4, Konráð 4, Guðmundur 4, Þorsteinn 4, Sigurður 1. • Mörk Stjömunnar: Gylfi 9, Haf- steinn 4, Siguijón 3, Sigurður 3/1, Skúh 3, Einar 2. -JKS • Gylfi Birgisson var í miklum ham gegn KR og skoraði 9 mörk fyrir Stjörnuna. íþróttir eru einnig á bls. 20,21, 22 og 23 Níu Islands- metá Akureyri Gjífi KriBtjánæan, DV, Akureyri: AUs vom sett 9 íslandsmet í flokki 16 ára og yngri á lyft- ingamóti á Akureyri en keppt var í ólympískum lyftingum. Aðalsteirm Jóhannsson keppti í 44 kg flokki og lyfti hann 27,5 kg í snörun og 30 kg í jafnhöttun. Snorri Am- aldsson, sem kepptí í 56 kg flokki, lyfti 30 kg í snörun og 45 kg i jafnhöttun. Tryggvi Heimisson kepptí í 67,5 kg flokki og lyfti hann 62,5 kg í snörun og 70 kg í jafnhöttun. Krisfján Magnússon, sem keppti í 75 kg flokki, lyfti 65 kg í snörun og 80 kg í jafit- höttun. Þá lyfti Hermann Snorri Jónsson, sem keppti í 90 kg flokki. 60 kg í snörun. Haraldur Olafsson lyftinga- kappi hefur að undanfömu gert tilraun til þess að rifa olympiskar lyföngar upp úr 1ægð sem þær hafa verið í und- anfarin ár oc virðist sam- kvæmt þessu á réttri leiö með strákana. Fram féll í Ijónagiyfju ÍR - Guðmundur Þórðarson skoraði sigurmark ÍR eftir leikbma, 24-23 „Við áttum aldrei að komast í tap- hættu í þessum leik eftir aö hafa náð sjö marka forustu í hálfleik. En þaö er eins og einbeitingu vanti á köflum hjá okkur ÍR-ingum og þess vegna tókst Frapi að jafna. Lokamínútan var æsispennandi og sigur vannst í lokin,“ sagði Hrafn Margeirsson, hinn 21 árs markvörður ÍR. Hann varði frábærlega vel og var öðrum fremur maðurinn bak við sigur ÍR á Fram í 1. deild í Seljaskóla í gær- kvöldi, 24-23, þar sem Guðmundur Þórðarson skoraði sigurmark ÍR úr vítakasti eftir að leiktímanum var lokið. ÍR náði hraðaupphlaupi nokkrum sekúndum fyrir leikslok, brotið var á Frosta Guðlaugssyni á síðustu sekúndunni og víti dæmt. ÍR-ingar hafa heldur betur komið sér upp „ljónagryfju" í íþróttahúsinu í Seljaskóla. Gífurlegur stuðningur sem þeir fá frá áhorfendum og háv- aðinn er svo rosalegur að ekki heyrist mannsins mál. Það er oröið erfitt að sækja ÍR-inga heim og þeir hafa sigrað í tveimur síðustu leikjum sínum þar. ÍR byijaði mjög vel í gærkvöldi. Komst í 4-1 eftir 10 mín. og forskotíð jókst smám saman í sjö mörk. Oft yfirvegaður leikur ÍR en leikur Fram heldur ráöleysislegur. Atli Hilmars- son tekinn úr umferð og þegar hann slapp úr gæslunni var hann óhepp- inn með skot. í hálfleik var staðan 16-9 fyrir ÍR og það virtist því stefna í öruggan sigur. En það var öðru nær. Jens Einars- son kom í mark Fram og varði glæsilega framan af. Munurinn fór að minnka. Fór í 17-11 og næstu fimm mörk voru Framara. Spennan orðin mikil, 17-16 um miðjan hálf- leikinn. En þá fór Bjarni Bessason að finna leiðina fram hjá Jens, skor- aði þijú mörk í röð, 20-17, og ÍR- ingar virtust aftur stefna í öruggan sigur. En þá fór Bjami illa að ráði sínu, skaut í vonlausum fæmm þeg- ar hö hans gat „hangið" á knettinum. Fram jafnaði í 21-21. Síðan jafnt, 22-22 og 23-23, þar sem ÍR skoraði á undan. Vítið í lokin réð svo úrslitum. Mörk ÍR skoruðu Bjarni 6, Guð- mundur 6/3, Ólafur 4/1, Magnús 3, Frosti 2, Finnur 2 og Sigfús 1. Mörk Fram. Egill 8/2, Hermann 5, Birgir 4, Pálmi 3, Ath 2 og Júlíus 1. Dómar- ar Guðjón Sigurðsson og Hákon Siguijónsson. ÍR fékk sex víti, Fram fjögur. Þrír leikmenn fram út af í 8 mín. Tveir ÍR-ingar í fjórar. -hsím • Atli Hilmarsson komst lítið áielðís í gærkvöldi gegn ÍR en hér reynir hann markskot. DV-mynd GUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.