Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. íþróttir „Geysilega mikilvægur sigur eftir ófarimar á Akureyri“ - sagði Viggó Sigurðsson eftir að FH hafði sigrað Breiðablik, 23-21 „Ég er auðvitað mjög ánægður með sigurinn því þetta var geysilega mik- ilvægur leikur eftir ófarirnar á Akureyri. Það var samt óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn í lokin því við vorum komnir meö góða forystu. Vörnin og markvarslan var mjög góð en sóknarleikurinn hjá okkur hefur oft verið betri,“ sagði Viggó Sigurðs- son, þjálfari FH-inga, eftir að lið hans hafði sigrað Breiðablik, 23-21, í æsi- spennandi leik í Hafnarfirði í gærkvöldi. Sannkallaöur hörkuleikur þar sem tvö geysisterk Uð leiddu saman hesta sína og fjölmargir áhorfendur urðu ekki fyrir vonbrigðum. Hreint ótrú- leg stemmning í íþróttahúsi Hafnar- fjarðar og þakið ætlaði hreinlega af húsinu á lokaminútunum. Björn Jónsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir gestina en FH-ingar svöruðu jafnóðum og komust síðan í 3-1. Síðan var jafnt á öUum tölum þangað til FH-ingar náðu góðum kafla undir lok fyrri hálfleiks og komust í 12-8. Blikar minnkuðu muninn í þrjú mörk og staðan 13-10 í hálfleik. í síðari hálUeik var varnarleikur og markvarsla beggja liða frábær. FH-ingar náöu góðum kafla átta mín- útum fyrir leikslok og 4 marka forystu. Blikar neituðu þó að gefast upp og með mikilU baráttu minnk- uðu þeir muninn í 22-21 þegar hálf mínúta var eftir. BUkar léku maður á mann og allt á suðupunkti innan vallar sem utan en FH-ingum tókst að skora um leið og leiktíminn rann út og guUtryggðu þar með sigurinn. Lið FH-inga var mjög jafnt að getu og má segja aö liðsheildin hafi verið sterkasta vopn liðsins í kvöld. Liðið hefur sjaldan leikið betri vörn og Bergsveinn Bergsveinsson varði af snilld í markinu. Sama er að segja um BlikaUðið. Vörnin og markvarsla Guðmundar Hrafnkelssonar stórgóð og FH-ingar áttu erfitt með að byggja upp sínar árangursríku leikfléttur. Liðið ann- ars mjög jafnt að getu og enginn sérstakur skaraði fram úr. Breiða- bliksliðið greinilega á mikilli uppleið eftir fremur slæma byijun og með smáheppni hefði Uðið getað náð í stig úr þessum leik. Dómarar voru þeir Gunnar Viðars- son og Guðmundur Sveinsson og voru þeir lélegustu menn vaUarins. Dómgæsla þeirra oft á tíðum fáránleg og lengi vel leit út fyrir aö þeir félag- ar þyrftu lögreglufylgd út úr húsinu, slík var reiði áhorfenda og leik- manna út í dóma þeirra. Mörk FH: Héðinn 5, Gunnar og Óskar H. 4 hvor, Pétur og Þorgils 3 hvor, Guðjón 2(1 v.) og Óskar Á. 2 (2 v.) Mörk UBK: Jón Þórir 6 ( 5 v.), Björn, Kristján, Þórður og Aðal- steinn 3 hver, Hans 2 og Andrés 1. -RR | „Dómaraskandall eins og hann gerist verstur “ I I sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari UBK I | „Þetta var hreinn og beinn dóm- Gunnars Viðarssonar. „Þeir réðu | . araskandaU eins og hann gerist ekkert við leikinn og þó að þeir . | verstur," sagði Geir Hallsteinsson, hafi séð greinUeg brot þá virtist þá | Iþjálfari BreiðabUks, i samtali við vantakjarktilaðflauta.Mérfannst ■ DV eftir leik FH og BreiðablUcs í dómararnir setia léleean svip á I DV eftir leik FH og Breiðabliks í I gærkvöldi. Geir var að vonum * óhress eftir leikinn og þá sérstak- I lega yfir skrautlegri dómgæslu ^eirra Guðmundar Sveinssonar og dómararnir setja lélegan svip á I annars stórskemmtílegan leik. I Hvorugt liöið hagnaðist þó á þess- ■ ari fáránlegu dómgæslu," sagöi I Geir ennfremur. -RR| Gunnar Beinteinsson átti mjög góðan leik með FH í gærkvöldi gegn Breiðabliki og hér sést hann svífa inn úr horninu og skora eitt fjögurra marka sinna í leiknum. Gunnar hefur verið mjög vaxandi leikmaður með FH á yfirstandandi keppnistímabili. Fyrir aftan hann á myndinni er Blikinn Þórður Davíðsson. DV-mynd Brynjar Gauti Héðinn Gilsson átti góðan ieik með FH í gærkvöldi gegn Breiðabliki. Hann skoraði síðasta mark leiksins á lokasekúndunum en alls gerði Héðinn fimm mörk í leiknum. Hér á myndinni eigast við þrír stærstu menn liðanna, Héðinn Gilsson, fyrir miðri mynd, og Blikarnir Aðalsteinn Jónsson, til vinstri, og bróöir hans, Björn, til hægri. DV-mynd Brynjar Gauti Hættir Helgi Helga? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ekki er víst að Helgi Helgason, sem var einn besti maður Völsunga í sumar, leiki með félaginu á næsta tímabili. Kann svo aö fara að kappinn leggi skóna fil hliðar eftir mörg ár í miðri hringiðu knattspjrnunnar. Hyggst Helgi snúa sér að öörum hugð- arefnum en íþróttinni enda kvað hann tíma vandfundinn tU sparksins á næsta sumri vegna vinnu sinnar og annarra þátta. Ómar Rafnsson í uppskurð Ómar Rafnsson, landshðsmaður þeirra Völsunga, fer líklega i uppskurð í vetur en hann hefur veriö frá vegna meiðsla í hné um alUangt skeiö. Eru það krossböndin sem ergja kap- pann. Áverkinn er það alvarlegur að ef af uppskurði verður tekur þaö sárin ár að gróa tU fulls. • Þá má geta þess að Þorfinnur Hjaltason markvöröur hefur hætt við að yfirgefa félagið á sama hátt og Aðal- steinn Aðalsteinsson. Þeir verða báöir í eldlinunni næsta sumar með Völsung- um. Raggi Margeirs til Moelenbeek? Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Allar líkur eru á aö Ragnar Margeirs- son leiki meö ÍBK næsta sumar en hann lék með Fram á síðasta sumri. Umboös- maöur Ragnars hefur hins vegar fengið fyrirspumir frá félögum viös vegar um Evrópu, meöal annars frá belgíska 1. deildar liðinu Molenbeek sem vill fá hann leigðan frá Waterschei en Ragnar er enn samningsbundinn viö þaö félag. Waterschei hefur sett 6-8 milljónir á Ragnar sem félögum, sem spurst hafa fyrir um hann, finnst of mikið. Staðan Staðan í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik eftir leiki sjöundu umferöar í gærkvöldi er þannig: FH-Breiöablik ..23-21 ÍR-Fram „24-23 KA-Þór 19-14 KR - Stjarnan 19-24 Valur-Víkingur 18-17 FH............7 6 1 0 209-151 13 Valur.........7 6 1 0 150-107 13 Sijarnan.........7 4 1 2 167-170 9 Víkingur.........7 4 0 3 173-159 8 Breiðablik.......7 4 0 3 143-147 8 ÍR...............7 3 1 3 150-162 7 KA...............7 2 1 4 137-151 5 KR...............7 2 0 5 147-164 4 Fram.............7 1 1 5 158-181 3 Þór..............7 0 0 7 137-180 0 • Næstu leikir í 1. deild karla eru á dagskrá eftir tæpa viku, nk. miðviku- dagskvöld. Þá leika KA og ÍR á Akur- eyri, Breiðablik og Þór í Digranesi, Fram og KR í Laugardalshöll og strax á eftir Víkingur og FH. • Um aöra helgi fara siðan fram síð- ustu leikirnir fyrir um tveggja mánaða hlé á keppninni í 1. deild. Laugardaginn 14. nóvember leika Þór og Víkingur á Akureyri, Stjaman og Fram í Digranesi ogKRogKAí Laugardalshöll. Á sunnu- daginn, 15. nóvember, leika síöan FH og Valur, toppliðin í dag, kl. 20.15 í Hafnar- firði og sama dag mætast ÍR og Breiða- blik í Seljaskóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.