Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 30
30
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987.
Stjómmál_______________________________________________
Jón Baldvin fylgir fjáriagafmmvarpinu úr hlaði:
Her dugar ekkert
pólitískt kjarkleysi
„Islenska þjóöin á mikið undir því
*komið að sú grundvallarstefna, sem
boðuð er með þessu fjárlagafrum-
varpi, um aðhaldsemi í ríkisfjármál-
um og jöfnuð í ríkisrekstri, nái fram
að ganga,“ sagði Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráðherra
undir lok tveggja og hálfrar klukku-
stundar langrar ræðu sinnar við
fyrstu umræðu um fjárlagafrum-
varpið á Alþingi í gær.
„Eg vænti þess að ríkisstjómin og
þeir þingflokkar, sem að baki henni
standa, sem og alþingismenn allir,
reynist reiðubúnir að axla þá ábyrgð
sem á þeim hvílir.
Menn verða að hafa pólitískt þrek
til að vera sjálfum sér samkvæmir.
Það stoðar ekki að gjalda jáyrði við
nauðsyn aðhaldsaðgerða en setja síð-
an ótal fyrirvara og flytja tillögur um
hundruð milljóna aukaútgjöld sem
ekki verða fjármögnuð nema með
auknum lántökum.
Hér duga engir fyrirvarar, undan-
sláttur eða pólitískt kjarkleysi. Það
dugar ekki að gagnrýna nauðsynlega
tekjuöflun en flytja á sama tíma til-
lögur um stóraukin útgjöld.
Lykilorðin eiga að vera ráðdeild og
aðhaldssemi, hvar sem því verður
við komið, án þess að reiða öxina að
Pálmi Jónsson, Sjálfstæðisflokki:
Skattar mun lægri hér
en í nálægum löndum
„Ríkisstjórnin hefur kynnt þá
stefnu sína að halda gengi íslensku
krónunnar stöðugu, veita verð-
bólgu öflugt viðnám og stefna að
hallalausum viðskiptum við útlönd
og þar með lækkun erlendra
skulda,“ sagði Pálmi Jónsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Meginniðurstaða fjárlagafrum-
varpsins um hallalausan ríkis-
búskap er þýðingarmikill þáttur í
því að þessi stefna geti orðið að
veruleika.
Kjarasamningar standa fyrir
Pálmi Jónsson.
dyrum. Mikið er í húfi að þar verði
hófsamlega að verki staðið. Bregð-
ist það er hætt við að fastgengis-
stefnan hrynji og veröbólgan taki
nýjan fjörkipp."
Pálmi sagði að á starfstíma ríkis-
stjórnarinnar hefðu komið fram
hugmyndir um frekari skattheimtu
en orðið hefur. Þær hugmyndir
hefðu strandað vegna andstöðu
Sjálfstæðisflokksins.
„Ég vil minna á að skattar eru
miklu lægri hér á landi en í flestum
nálægum löndum. Sömu sögu er
að segja um opinber útgjöid, sem
ef til vill eru réttari mælikvarði.
Árið 1983 voru opinber útgjöld rík-
is og sveitarfélaga hér á landi 35,2%
af landsframleiðslu. Á hinum
Norðurlöndunum var þetta hlutfall
50,6% að meðaltali, hæst í Svíþjóð
61%. Hér er um gífurlegan mismun
að ræða. Mér hafa ekki borist upp-
lýsingar um að verulega hafi dregið
úr honum síðan.“
Pálmi lagði að lokum á það
áherslu aö tilfærsla verkefna til
sveitarfélaga þyrfti sinn undirbún-
ing. Tryggja þyrfti að fámennari
sveitarfélög og ýmsir aðilar, eins
og styrkþegar íþróttasjóðs, sætu
ekki við lakari hlut en áður.
-KMU
Óli Þ. Guðbjartsson, Borgaraflokki:
Skattar auknir um
þúsundir milljóna
„Hér er á ferð frumvarp til fjárlaga
sem ber þau megineinkenni aö skatt-
ar eru auknir um þúsundir milljóna
króna,“ sagði Óli Þ. Guðbjartsson,
þingmaður Borgaraflokksins.
„Engu að síður ætlar ríkisstjómin
að smokra verkefnum af ríkinu til
jnnarra aðila án nægilegs undirbún-
ings.
En verst er þó að um þau mark-
mið, sem uppi eru, virðist stjórnin
og stjómarliðið sjálfu sér sundur-
þykkt í verulegum atriðum.
Borgaraflokkurinn lítur á hlutverk
sitt í stjómarandstöðu að gagnrýna
j-Óli Þ. Guðbjartsson.
á rökstuddan hátt. Það munu fulltrú-
ar hans gera.
Hins vegar eru fulltrúar Borgara-
flokksins reiðubúnir til jákvæðs og
eðlilegs samstarfs við fulltrúa ríkis-
stjórnar og annarra flokka í stjómar-
andstöðu til þess að sníöa verstu
agnúa af því meira og minna hálf-
unna verki sem frumvarp þetta til
fjárlaga óneitanlega er.“
Óh Þ. Guðbjartsson sagði að þegar
athugað væri hvernig tekjum ríkis-
sjóðs, 59,6 miUjörðum, væri ráðstafað
kæmi í ljós að 52,4 miUjarðar, eða
88%, færu í rekstur báknsins en tíl
fjárfestingar fæm 7,2 milljarðar, eða
einungis 12% af heildartekjum.
„Heldur þætti það nú slappur
rekstur hjá sveitarfélagi sem ekki
skilaði nema 12% tekna til fjárfest-
ingar og uppbyggingar fyrir framtíð-
ina.“
Hann sagði að stjómarstefnan
stuðlaði að hækkun vaxta í landinu
og myndi þar með íþyngja öUum at-
vinnurekstri, húsbyggjendum og
almenningi.
Hann fjallaði sérstaklega um verk-
efnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
í því efni væri mörgum spurningum
ósvarað. Hvatti hann til aðgætni á
því sviði og varaði við flaustri.
Margrét Frímannsdóttir, Alþýðubandalagi:
Enginn kvóti á
vasa almennings
„Viöskilnaður síðustu ríkisstjórnar
var einn sá ljótasti sem um getur
þannig að virða má hæstvirtum fjár-
málaráðherra það tU nokkurrar
vorkunnar að taka við og ætla að
leysa vandann," sagði Margrét Frí-
mannsdóttir, þingmaður Alþýðu-
bandalags.
„Enn á að leysa vanda ríkissjóðs
með auknum álögum á almenning.
Áfram sleppa stóreignamenn vel frá
skattlagningunni. Enn sleppa skatt-
svikaramir. Áfram á að fylla upp í
göt fjárlaga með því að skerða og
skera niður samfélagslega þjónustu.
Og áfram skal haldið þeirri stefnu
að færa byggð í þessu landi á suðvest-
urhornið.
Hvergi er reynt að ná tU þeirra sem
peningana eiga. Heldur róið á sömu
mið og áður.
Hæstvirtur fjármálaráðherra situr
og dorgar í vasa almennings. Þar er
enginn kvóti. Þar er ekki rætt um
ofveiði og útrýmingarhættu. Þau mið
á að þurrka upp.“
Margrét sagði að fuUkomin óvissa
ríkti um hvemig sveitarfélögum
væri ætlað að mæta útgjöldum sem
tilfærsla verkefna frá ríki hefði í for
með sér. Fjármálaráðherra hefði tek-
ið einhhða ákvörðun um tilfærslu
verkefna í einhveiju bráðræðiskasti
án umhugsunar og sanngirni.
Alexander Stefánsson, Framsóknarflokki:
Ekki má koma aftan
að sveitarfélögum
„Ljóst er að óvenju mikið og erfitt
verk verður að ná saman fjárlögum
'og lánsfjárlögum, ekki síst með það
markmið í huga að ná þeim halla-
lausum,“ sagði Alexander Stefáns-
son, þingmaður Framsóknarflokks-
ins.
Hann rifjaði upp aö landbúnaðar-
ráðherra hefði vissa fyrirvara um
frumvarpið. „Ég trúi því að þama
fáist lausn sem allir geti við unað,“
sagði Alexander.
Hann sagði ljóst að framlög til
hafna þyrftu að hækka verulega. Þá
kæmust menn ekki hjá því að skoða
sérstaklega framlög til skólamála.
Athuga þyrfti vel rannsóknarverk-
efni fyrir atvinnuvegi. Samdráttur í
styrkjum til atvinnuvega væri
áhyggjuefni.
Álexander gerði verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga að sérstöku
umtalsefni. Lagði hann áherslu á að
þar yrði vandað til verka þannig að
ekki skapaðist tortryggni. Kvaðst
hann ekki vilja stuðla að því að þessi
verkefnatilfærslamistækist. Sveitar-
félög hefðu bitra reynslu frá fyrri
verkefnaflutningi. Sannfæra þyrfti
þau um að ekki væri verið að koma
aftan að þeim.
Uppgjör á sameiginlegum verkefn-
um ríkis og sveitarfélaga þurftu að
liggja ljóslega fyrir. Sagði Alexander
Málmfriður Sigurðardóttir, Kvennalista:
Harðneskja og ranglæti
„Yfirbragð stefnu ríkisstjómarinnar
sést í þessu fjárlagafrumvarpi, yfir-
bragð harðneskju og ranglætis, auk
þess sem útfærslur em óljósar svo
að erfitt er að átta sig á hvort þær
muni standast tímans tönn,“ sagði
Málmfríður Sigurðardóttir, þing-
maöur Kvennalistans.
„Þannig vegur þessi ríkisstjóm
með svokallaða jafnaðarmenn inn-
anborðs að lágtekjufólki í landinu.
Hún margfaldar skattgreiðslur
hinna tekjulægstu, en útfærir ekkert
bætumar, sem eiga að létta byrðar
þeirra, ef marka má loforðin."
Málmfríður sagði að kvennalista-
konur hefðu viljað sjá á fjárlögum
sérstakt framlag til að hækka laun
kvenna í þjónustu ríkisins.
„Það á greinilega ekki að spara alls
staðar. Sums staðar á meira að segja
að eyða - og eyða drjúgt. Kostnaður
vegna aöalskrifstofa hefur aukist
stórlega. Á næsta ári eiga þær að fá
um 160 milljónum króna hærri fram-
lög til yfirstjórnar en þær þyrftu til
að fylgja verðlagsbreytingum.“
Ljósan punkt sagði Málmfríöur að
málefni fatlaðra fengju betri útreið
en á síðustu ámm. Varla hefði verið
von til annars með Jóhönnu Sigurð-
ardóttur í félagsmálaráðuneytinu.
Hún sagði aö Kvennalistinn áteldi
vinnubrögð við undirbúning verka-
skiptingar milh ríkis og sveitarfé-
laga. Óvissan um afdrif þeirra mála
væri verulegt áhyggjuefni.
„Einfóldun, réttlæti og skhvirkni
era nokkurs konar einkunnarorð
ljármálaráðherra við gerð þessa
Jón Baldvin Hannibalsson fjármála-
ráðherra. DV-myndir GVA
rótum trésins, sem er það velferðar-
ríki fólksins sem við vhjum öll festa
í sessi," sagði fjármálaráðherra.
-KMU
Margrét Frímannsdóttir.
Hún sagði að harkalega væri vegið
að atvinnuvegum landsbyggðarinn-
ar. Endurgreiðslur söluskatts til
sjávarútvegs væra skornar niður um
helming, launaskattur lagður á fisk-
vinnsluna og hafnir væru sveltar.
Landbúnaður fengi þó enn verri út-
reið, hrikalega meðferð. Þá væri
óskiljanlegt að ætlunin væri að
leggja niður iðnráðgjafa. -KMU
Alexander Stefánsson.
að sér fyndist sem menn hefðu van-
metið hvað þetta væru stórar íjár-
hæðir.
Þá lýsti hann þeirri skoðun sinni
að eðlilegt væri að th greina kæmi
að íþróttasjóður starfaði áfram við
uppbyggingu íþróttamannvirkja
annarra en sveitarfélaga. -KMU
Málmfríður Sigurðardóttir.
frumvarps. Við skulum hafa það í
huga að einfóldun er sjaldan réttlát
- og skilvirknin sýnist mér að komi
helst fram í því hve hratt pyngjur
ahs þorra launafólks munu tæmast
á komandi ári.“
-KMU