Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. Tippaðátólf Cyril Regis er kominn i sitt gamla landstiðsform með Coventry og spilar gegn Oxford um næstu helgi á Manorvellinum litla í háskólabænum. Umsjón: Eiríkur Jónsson CL > o n 5 Timinn > *o •o !a Dagur Bylgjan (0 Z •D <2 !5 £ Stjarnan Stöð 2 LEIKVIKA NR.: 11 Charlton Norwich .. 2 X 2 2 1 2 X X 2 ■Luton Newcastle .. 1 1 X 1 1 2 X 1 2 Wimbledon Southampton .. 1 1 1 X 1 1 1 2 X Barnsley Bradford .. X 1 2 1 2 1 1 2 X Blackburn Oldham .. 1 2 X 2 1 1 1 X 1 Bournemouth. Crystal Pal .. 2 X 1 1 X 1 1 X 2 Hull Birmingham .. 1 1 1 1 1 1 1 1 X Ipswich Reading .. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Leeds Shrewsbury .. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Leicester Swindon .. 1 1 1 X X 1 1 1 1 Sheffield Utd... Middlesbro .. 1 X X 2 2 2 1 1 1 Stoke WBA 1 1 2 X X 1 2 1 1 Hve margir réttir eftir 10 leikvikur: 57 53 46 54 51 53 50 57 51 Enska 1. deildin HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR L U J T Mörk U J T Mörk S 12 6 0 0 19 -2 Liverpool 4 2 0 13-5 32 14 6 0 1 18 -4 Arsenal 4 2 1 8 -4 32 ' 13 5 1 0 11 -3 QPR 4 1 2 8 -8 29 13 3 2 1 10-4 Nott Forest 5 1 1 14 -7 27 14 4 3 0 12 -6 Manch Utd 2 4 1 12 -9 25 15 6 1 0 15-7 Chelsea 2 0 6 10-17 25 14 5 1 1 14 -4 Everton 1 3 3 7-7 22 15 5 0 2 12 -7 Tottenham 1 3 4 4 -9 21 13 2 2 2 7-8 Southampton 2 3 2 12 -12 17 13 4 0 2 14-10 Oxford -1 2 4 4-11 17 13 1 4 1 9 -7 Wimbledon 3 0 4 7 -9 16 13 2 2 3 5-5 Derby 2 2 2 6 -9 16 13 2 1 4 7-14 Coventry 3 0 3 7 -7 16 13 1 4 2 6-8 West Ham 2 2 2 8 -8 15 14 3 3 2 11 -11 Portsmouth 0 2 4 3-16 14 12 1 1 4 5 -10 Newcastle 2 3 1 10 -9 13 13 2 3 2 8-7 Luton 1 0 5 6-12 12 14 2 1 4 8-12 Sheff Wed 1 2 4 6 -15 12 14 2 2 3 8-9 Norwich 1 0 6 2 -10 11 12 1 2 3 3-7 Watford 1 0 5 3 -9 8 13 1 1 5 4-11 Charlton 0 2 4 6-13 6 Enska 2. deildin HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR L U J T Mörk U J T Mörk S 17 7 1 1 20-7 Bradford 4 3 1 10-7 37 18 2 5 2 10-9 Aston Villa 6 2 1 15 -6 31 17 5 4 0 14 -8 Hull 3 3 2 12 -9 31 16 6 2 1 18 -6 Middlesbro 3 1 3 8-7 30 17 7 1 0 15-3 Ipswich 1 4 4 6-10 29 17 4 4 1 10-9 Birminghám 4 1 3 11 -12 29 16 6 1 1 20-9 Crystal Pal 2 2 4 14-15 27 15 4 2 2 15-7 Swindon 3 1 3 11 -12 24 16 5 1 1 17 -8 Millwall 2 2 5 6-14 24 15 4 1 2 17-9 Manch City 2 3 3 11 -15 22 17 4 1 3 17-13 Barnsley 2 3 4 5 -9 22 16 3 3 2 10-8 Blackburn 2 3 3 10-12 21 17 3 3 2 14-9 Bournemouth 2 2 5 8-16 20 18 4 3 2 22 -14 Plymouth 1 2 6 8-20 20 17 4 2 2 8-7 Leeds 0 6 3 8 -14 20 17 4 3 1 9 -5 Stoke 1 2 6 3-17 20 16 3 3 3 11 -11 Sheffield Utd 2 1 4 8-11 19 16 4 2 3 14-7 Leicester 1 1 5 10-15 18 16 4 1 3 12-8 WBA 1 1 6 8-19 17 15 3 3 2 10-10 Oldham 1 1 5 4 -13 16 15 2 1 4 10-10 Reading 1 3 4 6 -16 13 16 1 3 3 7-8 Shrewsbury 1 4 4 4-14 13 16 1 3 4 6 -11 Huddersfield 0 2 6 10 -23 8 Úti- sigrarnir ollu glund- roða hjá tippurum Úrslit um síðustu helgi voru það óvænt að enginn tippari náði að setja í stóra vinninginn. 1. vinningur, 541.076 krónur, leggst því við fyrsta vinning næstu viku og má búast við að potturinn verði nokkuð góöur um næstu helgi. Tap Tottenham á heimavelli fyrir Wimbledon og ýmsir aörir útisigrar voru mjög óvæntir og var annar vinningur tíu réttir því enginn fannst með ellefu réttar lausnir. Alls komu fram sjö raðir með tíu réttum og gaf hver röð 33.174 krónur. Guöni Guðmúndsson rektor, sem var gestatippari í tippþætti Heimis Karlssonar á Stöð 2 klukkan 19.19 síðastliðinn laugardagi, var með tíu rétta á tveimur röðum. Guðni var með 64 raða kerfisseðil en var með merkin 1 og 2 á leik Sheflield United og Leeds. Sheffield leiddi mestallan leikinn, 2-0, en Leeds jafnaði í síðari hálfleik með mörkum á 83. og 89. mínútu. Guðni var því eina mínútu frá frekari sigrum á tippsviðinu. Hann fékk þó 66.348 krónur í vinning. Allmargir íslendingar fylgjast með leikjum í ensku Barclaysdeildunum á laugardögum. Paddy Feeney, um- sjónarmaður íþróttaþáttarins, segir frá markaskorun leikja eftir því sem honum berast upplýsingar. Það er mjög spennandi aö fylgjast með markaskorun og árangri á tippsvið- inu, vera ef til vill með tólf rétta á einhverri röð en sjá kerfið hrynja á síðustu mínútunum vegna marks í einhverjum leik. Þó er að jafnaði skemmtilegra aö sjá kerfin ganga upp. Um síðustu helgi voru fyrstu upplýsingar í leikjum Chelsea - Ox- ford, Manchester United - Notting- ham Forest, Oldham - Birmingham, Charlton - Southampton, Portsmo- uth - Sheffield, Tottenþam - Wimble- don og Watford - West Ham að útiliðið hefði skorað mark og slíkar tölur féllu ekki alveg að hugmyndum tippara um líkleg úrslit. Ellefu markajafntefli komu upp á ensku getraunaseðlunum um síð- ustu helgi. Númerin eru: 1-4-6-12-19- 21-28-31-32-36 og 46 en markalaus jafntefli nr. 25 og 27. Helgarfrí hjá þeim bestu 1 Charlton - Norwich 2 Þessi lið ganga í gegnum erfiðleikatímabil um þessar mundir og er Charlton neðst í 1. deildinni en Norwich í þriðja neðsta sæti. Bæði liðin hafa skorað tíu mörk, en Charlton hefur fengið á sig 24 mörk í 13 leikjum en Nor- wich 19 mörk í 14 leikjum. Þar sem að markahlutfall Norwich er betra er spáin útisigur. 2 Luton ~ Newcastle 1 Fáir leikir eru í 1. deildinni á laugardaginn þar sem leikj- um nokkurra liða var frestað. Englendingar eiga leik gegn Júgóslavíu á miðvikudaginn og eiga þau hð frí sem eiga landsliðsmenn í hópnum fyrir landsleikinn. Hvorki Luton né Newcastle eiga leikmenn í enska hópnum. Liðm hafa ekki spilað vel í haust en halað inn stig við og við. Útivall- arárangur Newcastle er ágætur því að liðið hefur ekki tapað nema einum leik af sex til þessa. Luton hefur illa að skora mörk en það býr meira í liðinu en árangurinn segir til um. Því er spáin heimasigur. 3 Wimbledon - Southampton 1 Wimbledon er stemmningslið sem sigrar eða tapar nokkr- um sirmum 1 röð. Liðið vann gegn Tottenham á útivelli á laugardaginn en tapaði fjórum leikjum þar á undan. Sout- hampton kemur með gott veganesti, jafiitefli í síðasta leik og þrír sigrar þar á undan. Wimbledon ætti að knýja á meó sigur í þessum leik. 4 Bamsley - Bradford X Bradford hefur komið á óvart í vetur og er efst í 2. deild- iruti en Middlesbro og Hull sækja fast að liðinu. Bradford hefur tapað fáum leikjum þaö sem af er. Bamsley er tun miðja deild en vann stórsigur, 5-2, á Stoke um síðustu helgi. Bamsley hefur gert góða hluti á heimavelli sínum undanfarin ár og nær að minnsta kosti einu stigi úr þessum leik. 5 Blackbum - Oldham 1 Oldham hefur gengið afleitlega í haust og er í fjórða neðsta sæti 2. deildar. Blackbum er um miðja deild og hefur gengið mjög vel undanfarið. Oldham tapaði á heima- velli um síðustu helgi fyrir Birmingham en vann Shrews- bury þar á undan á útivelli. Liðið er frekar slakt um þessar mundir og tapar. 6 Boumemouth - Crystal Palace 2 Eftir ágæta byrjun í haust hefur Crystal Palace dalað veru- lega. Boumemouth kom úr 3. deild í vor en hefur ekki gengið of vel að tryggja stöðu sína í 2. deild. Liðið er meðal neðstu liða og verður að sigra nokkra leiki til að komast upp fyrir miðju í lygnuna þar. Crystal Palace býr yfir miklum hæfileikum og sigrar nú. 7 Hull - Birmingham 1 Hull gekk illa í 2. deildinni í fyrravetur og jaðraði við að liðið félli á timabili. Nú er það hinn endi stigatöflunnar og er í mikilli sókn. Hull skorar gjaman mikið af mörkum, tvö mörk að meðaltali það sem af er. Birmingham hefur geng- ið ágætlega á útivelli þar sem flórir leikir hafa unnist af átta en þrír tapast. Harðjaxlamir í Hull ættu að sigra í þessum leik. 8 Ipswich - Reading 1 Ipswich er mjög ofarlega en Reading við botninn. Ipswich hefur gengið mjög vel á heimavell, hefur ekki tapað þar leik en Reading hefur einungis unnið einn leik af átta á útivelli öruggur heimasigur. 9 Leeds - Shrewsbury I Leeds hefur gengið illa að skora mörk og er meðaltalið ekki nema eitt mark á leik rúmlega. Shrewsbury er við botninn og það er sama sagan og hjá Leeds, markaskorun- in er ekki í lagi. Shrewsbury hefur ekki skoraö nema fjögur mörk á útivelli og hefur unnið þar eixui leik. Leeds ætti að vinna auðveldlega. 10 Leicester - Swindon I Leicester er meðal neðstu liða en Swindon, sem kom upp úr 3. deild í vor, er meðal efstu liða. Heimavöllurixm er ávallt sterkur og þvi er spáin heimasigur. Swindon hefur skorað mikið af mörkum það sem af er keppnistímabilinu, en vöm Leicester er þétt á heimavelli. Markahlutfall Leic- ester er 14-7 á heimavelli og er ekki óliklegt að úrslitin verði 2-1. 11 Sheffield United - Middlesbro 1 Middlesbro hefur gengið mjög vel í haust eftir að hafa komið úr 3. deildinni i vor og er með efstu liða. Sheffield United hefur valdið aödáendum sínum vonbrigðum. Vöm- in er frekar slæm og hefur liðinu ekki tekist að fylgja heimaárangri sínum undanfarin ár, eftir. Þó em þær blik- ur á lofti að liðið geti miklu meir en sést hefur í haust og því er spáin heimasigur. 12 Stoke - W.B.A. 1 Stoke hefur varist vel á heimavelli og ekki fengið á sig þar nerna fimm mörk í átta leikjum. W.B.A. er ekki enn búið að ná sér eftir mjög svo slæma byrjun í haust. Liðin em bæði neðarlega. Khattsparkfræðingar í Englandi bjug- gust við Stoke sterkara og nú er það heimasigur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.