Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. Jarðarfarir Jórunn S. Jónsdóttir, Hagamel 27, sem lést laugardaginn 24. október, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fóstudaginn 6. nóvember kl. 13.30. Gunnar Gíslason, sem lést þriðju- daginn 27. október, verður jarðsung- inn frá Miklabæjarkirkju laugardag- inn 7. nóvember kl. 14. Ágústa Forberg verður jarðsungin frá FossvogskirKju fóstudaginn 6. nóvember kl. 15. Sigurjón Hallvarðsson verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fóstudaginn 6. nóvember kl. 15. Sigrún Bergmann, Hátúni 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fóstudaginn 6. nóv- ember kl. 13.30. Utfor Ágústar Ottós Jónssonar frá .Gróf, Tjamarbraut 23, Hafnarfirði, fer fram fostudaginn 6. nóvember kl. 13.30 frá Hafnarfjarðarkirkju. Ólöf Lydia Bridde lést 23. október sl. Hún var fædd 29. janúar 1934, dóttir hjónanna Þórdísar Guðnadótt- ur Bridde og Alexanders Bridde. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Ólafur Ólafsson. Þau hjónin eignuð- ust flögur böm. Útfor Ölafar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Clara Guðrún Isebarn lést 29. októb- er sl. Hún fæddist í Hamborg 26. febrúar 1914. Foreldrar hennar voru Hans Isebam og Sigurveig Guðrún Sveinsdóttir. Clara giftist Halldóri Ara Bjömssyni en þau slitu sam- vistum. Þau eignuðust þijú böm. Utför Clöm verður gerð frá Lang- holtskirkju í dag kl. 13.30. TiXkyimingar Fermdar meyjar ogsveinar1937 Þau sem fermd voru í kirkjum Reykja- vikur vorið og haustið 1937 ætla að koma saman í Domus Medica við Egilsgötu laugardaginn 7. nóvember nk. kl. 15-18 til að minnast 50 ára fermingarafmælis- ins. Skorað er á alla hlutaðeigandi að mæta til leiks og njóta endurfundanna Jem best. Skátafélagið Garðbúar með kvöldvöku í tilefni 75 ára afmælis skátastarfs á ís- landi mun Skátafélagiö Garðbúar í Reykjavik halda kvöldvöku og bjóða upp á heitt kakó við skátaheimilið að Hólm- garði 34 í dag, fimmtudaginn 5. nóv. Skemmtunin hefst kl. 18 og lýkur með flugeldasýningu um kl. 20. Skátafélagið Garðbúar í Bústaða- og Smáíbúðahverf- inu býður upp á þróttmikið skátastarf í hverfmu fyrir böm og unglinga frá 7 ára aldri. Allir Garðbúar, ungir sem aldnir, foreldrar og aðrir velunnarar eru hvattir til að mæta. Kvenfélag Laugarnessóknar Kaffisölu félagsinsi sem vera átti 8. nóv- ember, er frestað um óákveðinn tíma vegna byggingaframkvæmda við safnað- arheimilið. Vetrarstarf Kvenfélags Kópavogs Nú er vetrarstarf Kvenféiags Kópavogs haflð og var fýrsti fundurinn í haust 24. sept. sl. Félagskonur eru í óðaönn að undirbúa fjáröflunardaginn sem verður 8. nóvember nk. Þá verður selt kaffi með heitum vöfflum í Félagsheimilinu og hefst kafflsalan kl. 15. Einnig verður bas- ar með kökum og pijónavörum. Happ- drætti með mörgum góðum vinningum verður á meðan á kaffisölunni stendur, miðamir seldir á staðnum og dregið strax. Ágóðinn rennur til liknar- og vel- ferðarmála. Félagið á líknarsjóð sem veitt er úr til bágstaddra og einnig veitir félag- ið styrki til þeirra verkefna sem brýnust em hverju sinni. Bæjarbúar em hvattir (il aö líta inn í félagsheimilið þann 8. nóvember kl. 15. Rúnanámskeið og seiömennska Um næstu helgi, 7. og 8. nóvember, verð- ur fræðslumiðstöðin Þrídrangur með námskeið í aðferðum hinna fomu hug- lækna. -Seiðmaður, seiðkona eða völva vom þeir nefndir til foma en nú á dögum er algengt að tala um huglækna og hug- lækningar. Leiðbeinandi er Tryggvi Gunnar Hansen. Hann hefur unnið að endurvakningu á fomri arfleifð á ýmsum sviöum, s.s. byggingalist, kveðskaparlist og hringdansi. Kynningarkvöld verður í kvöld, 5. nóvember, kl. 20.30 í Þrídrangi, Tryggvagötu 18. Námskeiðið sjálft fer fram í Ásmundarsal á Freyjugötu. Upp- lýsingar og skráning á námskeiðið fer fram í húsnæði Þridrangs í Tryggvagötu 18, sími 622305 milli kl. 17-19. Lögfræðiaðstoð laganema Orator, félag laganema, verður með ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir almenning á fimmtudagskvöldum í vetur milli kl. 19.30 og 22 í síma 11012. Meiming_______________________________________ Vald og vilji Píanótónleikar Davids Tutt í Norræna húsinu Tónlist Leifur Þórarinsson Því miður missir muður hér um bil alltaf af háskólatónleikum sem eru haldnir í hádeginu á miðviku- dögum. Já, það er ansi óþægilegur tími. En þrátt fyrir flensur og sunn- anrok voru furðu margir á tónleik- um Davids Tutt í gær, afbragðs píanista frá Kanada sem hefur komið hér áöur. Prógrammið var eintómur Liszt, sem hefur kannski sitt að segja, hann er enn ofarlega á vinsældalistanum. Tónleikarnir byijuðu á mögnuð- um fantasíutilbrigðum um stef eftir Bach: Weinen, Klagen, Sorgen, Sagen. Þetta er Liszt í öllu sínu mikla píanóveldi, þrunginn sterk- um tilfmningum í línum og hljómi. Tutt er sannarlega maður til að koma þessu til skila. Hann hefur ekki aðeins öll flókin tækniatriöi á David Tutt pianóleikari. DV-mynd Brynjar Gauti sínu valdi heldur á hann það næmi byggingameistarans sem þarf til að úr verði sannfærandi, hstrænt átak. Þó krafturinn væri mikill og fingraferðin undraverð var þetta fullt af áhugaverðum leik með inn- raddir sem liggja alls ekki í augum uppi. Og það sama má segja um leik Tutts í umskrift ástardauða ísoldar sem er ótrúlegt uppátæki og áhrifamikið. Dramtískt vald og vilji skiptir þar öllu máh eins og í lokanúmerinu, Valsinum úr Fást, og píanistinn svaraði þeim kröfum með prýði. Þetta voru stuttir en sterkir tón- leikar sem vekja óskir um meira að heyra. LÞ Skák Heimsmeistaraeinvígið í Sevilla: Aftur biðskák en nú á Karpov betra „Mér fannst Karpov tefla mjög vel, einkum endataflið með drottn- ingum og hrókum," sagði hollenski stórmeistarinn Jan Timman um níundu einvígisskák Karpovs og Kasparovs í Sevilla í gær. Er skák- in fór í bið eftir 42 leiki voru enn drottningar og hrókar á borðinu og jafnmörg peð hjá hvorum en möguleikamir liggja Karpovs meg- in. Hann hefur frelsingja á mið- borðinu og kóngsstaða heims- meistarans er varhugaverð. Timman sagði stöðuna „mjög óþægilega" hjá Kasparov. Ekki verður séð að staða hans sé töpuð en hann gæti átt langa og erfiða vöm fyrir höndum. Fífldjarft peðsrán Karpovs í Grúnfelds-vörninni kemur skáks- érfræðingum ekki lengur á óvart. Fyrstu 13 leikirnir í gær vom end- urtekning á 3., 5. og 7. einvigisskák- unum. í þeim öllum hefur Karpov seilst eftir peði á kostnað stöðunn- ar. Samt hefur ávallt komið í hlut Kasparovs að leita endurbóta. í gær veiddi hann peðið aftur en Karpov náði örlitlu frumkvæði í staðinn. Stórmeistarinn Sosonko taldi Ka- sparov við það að jafna taflið um miðbik skákarinnar en var óán- ægður með 35. leik hans sem hann sagði hreinan afleik. Karpov bætti stöðu sína undir lok setunnar og nú er hann með betri biðskák. Þeir skiptast á hlutverkum. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Griinfelds-vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 c5 8. Re2 Rc6 9. Be3 0-0 10. 0-0 Bg4 11. f3 Ra5 12. Bxf7+ Hxf7 13. fxg4 Hxfl+ 14. Kxfl cxd4 í stað 14. - Dd6 15. e5 Dd5, eins og fyrri skákir þeirra félaga í af- brigðinu hafa teflst, velur Ka- Heimsmeistarinn Kasparov reynir aö geta sér til um hugarástand mótherjans. Hann á lakari stöðu í níundu skákinni, sem fór í bið í gær, þótt meiri líkur séu á að henni lykti með jafntefli en að hann tapi. Nú vill Kasparov sneiða hjá flækj- unum en Karpov reynir að hleypa taflinu upp. 15. cxd4 Db6 16. Kgl De6 17. Dd3 Hann gefur peðið til baka með góöu því að eftir 17. Rg3 Hd8 nær svartur að þrýsta á peðamiðborðið. Ef 18. d5? þá 18. - Bxal. 17. - Dxg4 18. Hfl Hc819. h3 Dd7 20. d5 Rc4 21. Bd4 e5 22. dxe6 fr.hl. Betra en að hörfa með biskupinn þótt hvitur hefði þá valdað frípeð. Þaö er tryggilega skorðað og auk þess tæki peð svarts á e5 reiti af riddaranum. 22. - Dxe6 23. Bxg7 Kxg7 sparov einfaldari leið. Það er eins og orðið hafi hlutverkaskipti í Se- vflla miðað við fyrri einvígi þeirra. Svartur hefur heilsteyptari peða- stöðu - tvær „peðaeyjur" gegn þremur hvits, gæti myndað fjarlæg- an frelsingja á drottningarvæng og þar að auki á hvitur stakt peð á e-línunni. Samt verður hvítur tal- inn eiga betri stöðu. Veigamesta Skák Jón L. Árnason ástæðan fyrir þvi er sú að auðveld- ara er að sækja að kóngi svarts. Þá hefur hvítur betri tök á mið- borðinu og góðan valdaðan reit á d5 fyrir riddara. Ekki má heldur gleyma því að staka peðið er jafn- framt frípeð og síðast en ekki síst á hvítur leikinn. 24. Rf4 Dd6 25. Dc3+ Kh6 Heimsmeistarinn fellur ekki í lúmska gildru: Eftir 25. - De5 kæmi 26. Re6+! og nú 26. - Kg8 27. Dxc4! Hxc4 28. HfB mát, eða 26. - Kh6 27. Dcl+ g5 28. Rxg5! Dxg5 29. Hf6+ og drottningin fellur. 26. Rd5 De5 27. Dd3 Kg7 28. RÍB Dd6 29. Dc3 De5 30. Dd3 Dd6 31. Dc3 De5 32. Db3 Karpov hefur trú á því að meira sé að fá úr stööunni en jafntefli og leyfir Kasparov ekki að þráleika. Drottningakaup koma ekki til greina fyrir hvítan, sbr. athuga- semd við 23. leik. Þá fengju kostir svörtu stöðunnar notið sín. 32. - Hc7 33. Dd3 Hf7 Það er ekki hægt að ætlast til þess að Kasparov gefi kost á 33. - Dd6?? 34. Re8+ með flölskyldu- skák. 34. Dxc4 Hxf6 35. Hdl b5(?) Sosonko hefur líklegast rétt fyrir sér. 35. - Hf7, eða enn sterkara 35. - He6! ætti að leiða til jafnteflis. 36. Hd7+ Kh6 37. De2 Dc5+ 38. Kh2 De5+ 39. g3! Dc3 40. Kg2 Dc4 41. De3+ g5 42. Hd2 Dfl+ 43. Kh2 Biðstaðan. Kasparov, sem hefur svart, lék biðleik. Hann hefur lak- ari kóngsstöðu og þarf jafnframt að hafa gætur á frelsingjanum á e-línunni. Samt er líklegra að hann haldi jafntefli en að hann tapi. Stinga má upp á 43. - Df3 44. Dd4 He6 og ef 45. e5, þá 45. - Df5, eöa 45. Hf2 Dxe4 sem virðist halda. Biö- skákin verður tefld áfram í dag. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.