Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987. 5 Stjóminál Alþýðubandalagið að loknum landsfundi: Á landsfundi Alþýöubandalagsins átti sér stað meiri valdabarátta og meiri valdaátök, fyrir opnum tjöld- um, en dæmi eru um áöur eftir að Alþýðubandalagið var gert að form- legum stjórnmálaflokki. Niðurstaða Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson: þessara átaka er sú að Ólafur Ragnar Grímsson stendur uppi sem sigur- vegari í orustunni. Hann hefur í sínum höndum alla valdaþræði sem máh skipta. Ólafur hefur flokks- stjómina sjálfa og yfirgnæfandi meirihluta í miðstjórn, sem er æðsta valdastofnun flokksins og fer með æðsta vald milli landsfunda. Ólafur er aftur á móti í minnihluta í fram- kvæmdastjórn. Kunnugir segja að það skipti ekki miklu máli fyrir hann fyrst honum tókst aö tryggja sér meirihluta í miðstjórninni. Umskipt- in hafa því orðið snögg innan Alþýðubandalagsins. Lýðræðiskyn- slóðin hefur tekiö völdin og alveg ný forysta hefur tekið við. Sváfu á verðinum Stuðningsmenn Ólafs Ragnars geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki meirihluta í framkvæmdastjórn. Þeir sváfu á verðinum í orðsins fyllstu merkingu. Eftir mikla sigur- hátíö á laugardagskvöldið var stuðningsmannahópur Ólafs þunn- skipaður fyrir hádegi á sunnudag þegar kosið var í framkvæmdastjórn. Flokkseigendafélagið var aftur á móti vel skipulagt, mætti með sína varamenn og náði meirihlutanum. Ólafsmenn segja aö búið hafi verið að gera samkomulag um fram- kvæmdastjómarkjörið, en það hafi flokkseigendur svikiö. Þeir svara því aftur á móti til að ekkert samkomulag hafi verið gert. Þeir landsfundarfulltrúar sem mætt- ir voru til starfa á sunnudagsmorgn- inum hafi viljað hafa framkvæmda- stjórnina svona skipaða. Þetta sagði meðal annarra Steingrímur J. Sig- fússon alþingismaður. Þegar Olafsmenn mættu eftir há- degið og sáu hvernig farið hafði tóku þeir til við að kalla í sína menn og skipuleggja sig fyrir miðstjómar- kjörið. Þeir halda því fram að af 40 miðstjórnarmönnum, sem kosnir vom á fundinum, séu 30 stuðnings- menn Ólafs. Til viðbótar koma í miöstjórn þingmenn flokksins, flokksstjórn og framkvæmdastjórn, 7 fulltrúar frá Æskulýðsfylkingunni og fulltrúar frá kjördæmisráðum flokksins. Samtals er miöstjórn skip- uð 90 mönnum og segjast Ólafsmenn eiga á milli 60 og 70 stuðningsmenn í þeim hópi. Valdið er miðstjórnar Sem fyrr segir er miðstjórnin æösta valdastofnun flokksins. Menn halda því fram að andstæðingar Ólafs í framkvæmdastjórn geti gert honum erfitt fyrir. Framkvæmdastjórn geti ályktað gegn Ólafi í hverju sem er og hvenær sem er. Aftur á móti er bent á að hann getur skotið öllum málum sem einhveiju skipta til mið- stjórnar. Þetta getur að sjálfsögðu verið dálítið þungt í vöfum en eigi að síður er þessi möguleiki alltaf opinn. Þá hefur Ólafur lýst því yfir að hann ætli að gera hina fjögurra manna flokksstjóm mjög virka en svo hefur ekki verið um langt árabil. Vald hennar er vissulega mikið ef hún beitir sér. Flestir eru á því að átök muni eiga sér staö innan flokksins enn um sinn. Flokkseigendur eru sárir eftir ósig- urinn á landsfundi. Á það er bent að þeir em í meirihluta stjórna þeirra hlutafélaga og sjóða sem stjórna öll- um eigum flokksins, svo sem hús- eigninni að Hverfisgötu 105 í Reykjavík, í útgáfufélagi Þjóðviljans, í prentsmiðju Þjóðviljans og í því hlutafélagi sem fer með eignahlut Þjóðviljans í Blaðaprenti hf. Klofnar flokkurinn? Eins og máhn standa í dag er ekki talin mikil hætta-á formlegum klofn- ingi í Alþýðubandalaginu. Flokkseig- endur munu telja fylgi sitt of lítið til að ráðast í að stofna nýjan flokk. Hitt er aftur á móti alveg ljóst að margt af duglegasta fólki flokkseig- endafélagsins og stuðningsfólki Sigríðar Stefánsdóttur mun þurfa tíma til aö jafna sig eftir ófarirnar og ekki verða mjög virkt í flokknum um sinn aö minnsta kosti. Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi sagði í samtali við DV að hún þyrfti tíma til aö jafna sig eftir þá meðferð sem hún héfði fengið í flokknum. Framkoma Hjörleifs Guttormsson- ar, þegar kjöri Ólafs Ragnars var lýst, vakti undrun og reiði fólks á landsfundi. Hjörleifur stóð á fætur, strax eftir að Adda Bára hafði lýst kjöri Ólafs, og yfirgaf landsfundinn. Hann haföi síðan uppi gífuryrði um Ólaf og hans menn í fjölmiðlum. Hjörleifur mætti ekki á landsfundinn fyrr en á hádegi á sunnudag og var þá orðinn rólegur. Margir héldu því fram að Hjörleif- ur hefði með framkomu sinni eyði- lagt framtíð sína í flokknum. Það voru ekki síst landsfundarfulltrúar Austurlands sem þetta sögðu enda voru þeir reiðastir allra út í Hjörleif fyrir framkomuna. Þeir landsfundarfulltrúar sem DV ræddi við eftir formannskjörið voru allir á því að flokkurinn myndi ekki klofna. Þeir sögðu að hann myndi kreppast eitthvað fyrst í stað en síðan myndu menn jafna sig og flestir koma aftur til starfa. Ólafur Ragnar sagðist ekki kvíða því að kreppa yrði Óiafur Ragnar Grimsson. í flokknum. Hann var fullur bjart- sýni. Hvað er fram undan? Ólafur Ragnar orðaði það svo í samtali við DV að Alþýðubandalagið væri nú mætt til leiks, endurnýjað og eflt að starfskrafti. Hann segist ætla að taka upp ný vinnubrögð í flokknum og færa störf flokksins til nútímalegs horfs. Ólafur Ragnar er þekktur fyrir aö kunna að notfæra sér fjölmiðla og hefur lag á aö haga orðum sínum þannig að fréttnæmt þykir. Hvernig honum gengur að afla flokknum fylgis er aftur á móti önnur saga. Hann er mjög umdeildur mað- ur, einn af þeim sem menn eru annaöhvort með eða á móti, ekkert þar í milli. Hvort flokknum tekst að rífa sig upp úr því 8% fylgi sem skoðana- kannanir segja hann hafa um þessar mundir og upp í 20% til 25% eins og þegar fylgi hans var mest ræöst mjög af því hvort átakaarmarnir ná að vinna saman. Ef andstæðingar Ólafs gera honum allt til miska sem þeir mega getur róðurinn hjá honum orö- ið þungur, allavega fyrst í stað. Ef armarnir ná að vinna saman ætti Ólafi að takast að afla flokknum auk- ins fylgis. Það er enginn vafi á því að ósam- komulagið í flokknum hefur valdið mestu um fylgishrun hans undanfar- ið. Hitt er svo annað mál að hvað sem nútímalegum vinnubrögðum Ólafs Ragnars líður þá er erfiðasta verk- efnið sem hann á fyrir höndum að ná átakaörmunum í flokknum sam- an. Takist það ekki er hæpið að honum verði ágengt í að afla flokkn- um trausts og fylgis hjá þjóðinni. Og til eru þeir andstæðingar Ólafs í Al- þýðubandalaginu að þeir myndu ekki gráta þótt honum mistækist að efla flokkinn. -S.dór ÞARNA LIGGUR VALDIÐ FORMAÐUR ÖLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Svanfríður Björn G. Bjargey Jónasdóttir Sveinsson Einarsdóttir - Ottar Ásmundur H MMw Álfheiður Guðrún Sigurjón Kristín Á Ármann Æ. Stefanía ■ Birna Proppé Stefánsson Ingadóttir Ágústssdóttir Pétursson Ölafsdóttir Magnússon fraustadóttir Þórðardóttir I MIÐSTJÓRN Miðstjóm er skipuð 90 mönnum. Fjörutíu voru kjörnir af landsfundi. Þá á flokksstjórn og fram- kvæmdastjórn sæti í miðstjórninni, sem og þingflokkurinn, sjö fulltrúar frá æskulýðsfylkingunni og fjórir fulltrúar frá hverju kjördæmisráði flokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.