Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987. 7 Fréttir Hitaveitan kaupir SuðumesjasaMð - og ríkið gefur næni 500 milUónlr Samninpr um kaup Hitaveitu samiðumgreiösIutima,hvorthann veitunnar eru þau aöaleigendur að leiðsluaöferðin liggur þó ekki á Suðumesja á 84% hiut rikisins i verður 8 eða 10 ár. þeim 16% hlutafjár sem rikiö á hreinu og hugmyndir eru uppi um Sjóefnavinnslunni hf. eru i buröar- Þá skuldbindur kaupandi sig til ekki nú. að til þess aö hefja framleiðslu á liðnum. Ríkið hefur þegar afskrifaö þess aö greiða 150 milijónir króna, Um leiö og kaupin eru frágengin heilsusaiti i stórum stil þurfi nýja nærri 34 milijónir af hlutafé sínu verðtryggðar en vaxtalausar, ef kemur til framkvæmda útboð á verksraiðju íyrir 250-500 mifljónir og gefur nú eftir um 460 miUjónir arðsemiSjóefnavinnslunnarleyfir. nýju 50 milljóna króna hlutafé. króna. króna af skuldum fyrirtækisins. Erþámiöaðviðaðuppíþettagangi Hluthafar hafa forkaupsrétt en Með kaupunum á Sjóefnavinnsl- Kaupverðið á hlut rödsins er því 7,5% af árlegum rekstrarhagnaöi ijóst er aö þeir leita eftir þátttöku unni hf fær Hitaveitan einnig aðeins tæpar 3,4 mifljónir króna. uns skuldin er að fullu greidd. annarra aðila, einkum varðandi gríðarlega virkjaöa en ónotaða Að auki greiðir Hitaveitan 70 milij- Með kaupunum eru það 1 raun- framleiöslu á kolsýru, áburðinum jarðorku. ónir af skuldum sem eru alls 530 inni sveitarfélögin á Suðumesjum kísl og heilsusalti. -HERB milijónir króna, með verötrygg- sem eignast Sjóefnavinnsluna því Heflsusaltið er taliö einna aið- ingu og 5% vöxtum. Ekki er full- aö auk þess aö vera eigendur Hita- vænlegast í framtíðinni. Fram- VR um deiluna við Hagkaup: Viljum vaktir „Það er ekkert af þessu að frétta en við héldum fund strax á laugar- daginn og annan í dag,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavjkur, í samtali við DV þegar hann var spurður um fundi VR og Hagkaups- manna vegna afgreiðslutíma Hag- kaups en VR hefur mótmælt laugardagsvinnu starfsfólks og hótaö yfirvinnubanni. „Lausn á þessu máli verður ekki hrist fram úr erminni, þetta tekur einhvern tíma. En það er þýðingar- mikið að ræða málin og reyna aö finna lausn. Viö viljum að þarna verði komið á vöktum þannig að sama fókið vinni ekki alla daga og fram á kvöld og líka um helgar,“ sagði Magnús. -ój Frá námsstefnu Landsstjórnar björgunaraðgerða i Reykjavík. Fjölmenni var á námsstefnunni og þótti hún takast vel. DV-mynd S Námsstefna Landsstjómar björgunaraðgerða Landsstjórn björgunaraðgerða gekkst fyrir námstefnu um síðustu helgi. Námsstefnan var haldin í húsi Slysavamafélagsins á Grandagarði í Reykjavík. Landsstjórn björgunaraðgerða er sameiginleg stjórn björgunarsam- takanna þriggja, Landssambands Hjálparsveita skáta (LHS), Sly- svamafélags íslands (SVFÍ) og Landssambands flugbjörgunarsveita (LFBS). Landsstjórnin fer meö yfir- stjórn allra björgunaraðgerða á landi sem sveitir þessara samtaka taka þátt í. Námsstefnan hófst á laugardags- morgun og lauk henni seinni part sunnudags. Á námsstefnunni var fjölþætt dagskrá. Sveitirnar voru kynntar, svo og hin ýmsu hjálpar- tæki. Þá var einnig farið yfir leitar- tækni, verklegar stjórnunaræfingar og fleira. -sme Kringlan: Övyggismiðstöðin sf. riftir samkomulagi við Dagsbrún „Með bréfl dagsettu 8. nóvember, stíluðu á Guðmund J. Guðmundsson, formann Dagsbrúnar, rifti ég sam- komulagi því er Öryggismiðstöðin sf. hafði gert við verkamannafélagið Dagsbrún vegna brottrekstrar Freys Guðlaugssonar, trúnaðarmanns Dagsbrúnar, úr starfl öryggisvarðar í Kringlunni,“ sagði Kjartan Sche- ving, eigandi Öryggismiðstöövarinn- ar. „Ástæðan fyrir riftuninni er sú að einn hluti af tvíhliða samkomulagi, er ég hafði gert fyrir hönd Öryggis- miðstöðvarinnar, gekk út á það að ekki yrðu frekari blaðaskrif vegna þessa máls. Það ákvæði hefur verið brotið. í samkomulaginu stendur skýrum stöfum að Öryggismiðstöðin viöur- kenni ekki bótaskyldu vegna Freys þar sem við töldum okkur í fullum rétti að víkja honum frá störfum vegna brota í starfi. Öryggismiðstöð- in sf. gerði samkomulag um að borga Frey Guðlaugssyni tveggja mánaða laun til að greiða fyrir frekara sam- komulagi milli Öryggismiðstöðvar- innar og Dagsbrúnar um kaup og kjör öryggisvarða í Kringlunni. Hver frekari framvinda þessa máls verður get ég ekki um sagt á þessari stundu,“ sagði Kjartan að lokum. -J.Mar Mistök að greina fiá samkomulaginu íblöðum „Það var ekki rætt um skaðabætur í samkomulaginu sem Dagsbrún gerði við Öryggismiðstöðina sf. Sá misskilningur, sem kom fram í frétt DV á föstudaginn varðandi skaða- bætur mér til handa, eru komnar til vegna þess að ég talaði ekki nógu skýrt út um málið og ég vil biðja hlut- aðeigendur afsökunar á þessu,“ sagði Freyr Guðlaugsson. „Það á ekki að leysa svona mál í dagblöðum og það er slæmt ef blaða- skrif hefjast aftur vegna þessa máls þar sem við höfðum komist að sam- komulagi um að ekki yrðu frekari blaðaskrif. Ég harma að svona fór og vona að lausn flnnist á málinu hið fyrsta," sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar. Hagkaup og VR: Samningaviðræður um afgreiðslutíma Hagkaup og Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur leita nú lausnar á deilu aðila um vinnutíma starfs- fólks Hagkaups en svo sem kunnugt er hótaði VR að setja yfir- vinnubann á verslunina. „Verslunarmannafélag Reykja- víkur tilkynnti okkur það bréflega að ef við hefðum Hagkaup í Kringl- unni opið á milli kl. 16 og 17 á laugardaginn myndu þeir setja okkur í yfírvinnubann til þess að við gætum ekki haft opið á laugar- dögum," sagði Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, í samtali við DV. „Þá tilkynntum við þeim það í bréfl að við myndum gera félagið ábyrgt fyrir því tjóni sem við yrð- um fyrir gætum við ekki haft opið á laugardögum,“ sagði Jón. „Við ákváðum að láta ekki á þetta reyna síðastliðinn laugardag og lokuðum versluninni klukkan 16 og hófum samningaviðræður við Verslunarmannafélagið sama dag og veltum þar upp ákveðnum hug- myndum. Ég veit ekki hvenær vænta má lausnar í þessu máli en þetta tekur tíma og ég á ekki von á að málið leysist fyrir næstu helgi en það er óeðlilegt að verkalýðs- félag ráði þvi hvenær kaupmenn hafi verslanir sínar opnar,“ sagði Jón Ásbergsson. -ój FISLÉTTER - MJÚKIR OG ÓTRÚLEGA ÞÆGILEGIR KULDASKÓR ÚR VATNSHELDU EFNI SEM HLEYPIR RAKA FRÁ HÚÐINNI FÁST HJÁ: Reykjavik: Axel Ó., Laugavegi 11 - Hvannbergsbræðrum, Laugavegi 71 - Rimu, Laugavegi 89 - Rímu, Aust- urstræti 6 - Skóbæ, Laugavegi 69 - Skóvali, Óðinstorgi - Skóversl. Helga, Völvufelli 19 - Steinari Waage, Kringlunni, Egilsgötu 3 -Toppskónum, Veltusundi - Skóversl. Kópavogs, Hamraborg 3 - Skóhöllinni, Hafnar- firði. Staöarfelli, Akranesi - Kaupfél. Borgfirðinga, Borgarnesi - Skóbúð Leós, ísafirði - Óskalandi, Blönduósi - Kaupfél. Skagfirðinga, Sauðárkróki - Skótiskunni, Akureyri - Skóbúð Húsavikur - KASK, Höfn, Hornafirði - Skóbúð Selfoss - Fatavali, Keflavík - Skóbúð Keflavíkur - Axel Ó., Vestmannaeyjum. HVAÐER TOP DRY? VATNSHELT EFNI SEM HLEYPIR RAKA FRÁ HÚÐINNI Gore-tex er hið dýrmæta efni sem er notað innan á hlaupaskó, safariskó, göngu- og fjallaskó og nýtískulega útivistarskó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.