Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987. Spumingin Vinnur þú um helgar? Ólafur Jónsson: Nei, aðeins venju- lega vinnuviku. Margrét Sigurbjörnsdóttir: Stundum og þá á laugardögum. Friðrik Þorsteinsson: Já, á vöktum, bæði dag- og helgarvaktir. Sigríður Sigurðardóttir: Nei. Ég er húsmóðir og það má segja að allir dagar séu jafnir í því efni. Hafsteinn Júliusson: Ég vinn vakta- vinnu sem tekur yfir helgar jafnt og aðra daga. Guðbjörn Sigurðsson: Nei, það geri ég ekki nema kannski ef ég sæki grásleppu í soðið. Lesendur Þrákelkni eða þvinganir? Baldur skrifar: Þaö er árvlss atburður aö heyra í fréttum, einmitt á þessum tíma árs, aö nú sitji samninganefnd í Moskvu til aö semja um sölu salt- síidar héðan. Þetta væri nú svo sem ekki fréttnæmt í sjálfti sér, nema vegna þess að það skai ekki bregð- ast að fréttinni fylgir sá viðbætir að nú sé allt komið í hnút þama fyrir austan og sendineöid okkar sé í þann veginn að snúa heim, samningslaus. En svo skeöur þaö. Samninga- mönnum okkar tókst á undraverð- an hátt aö gera samningana haldgóðu og öllum léttir. Sjóraenn, sem voru 1 þann veginn aö sigla af miðunum og hætta veiðum, eru kyrrir viö veiöar og allir una glaðir viö sitt um sinn. I þessari samningalotu virtist út- litið „mjög alvarlegt“ og samninga- nefndin beið á hóteli sínu í Moskvu. Ekkert framundan annaö en heim- ferðin. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst Við fréttum að gengið hefði verið Samningar náðust og síldveiðar gátu haldið ðfram. frá samningum á sölu saltsfldar og ekki aöeins þaö heldur fylgdi það fréttinni að verðið heföi verið um 11% hærra frá þvi í fyrra. Við því hafði enginn búist þegar tæpt stóð að samningar næðust yfirleitt. En hvað haföi snúið málinu okk- ur í hag? Á því hefur enn engin fullnægjandi skýring fengíst. Tvær kenningar eru í gangi. ónnur er sú að sendinefhdin hafi alls ekkert haft með málið að gera heldur ut- anríkisráðherra sem hafði hitt sovéska sendiherrann að máli. - Hvað þeim fór á milli hefur ekki fengist upplýst að fuflu Hinn skýringin er sú aö þaö hafi veriö formaöur íslensku sendi- nefiidarinnar í Moskvu, Gunnar Flóven2, sem fyrir harðfylgni og lipurð í senn hafi fengjð því áorkað að Sovétmenn gengu til samninga. Auövitað er þaö ekki annaö en slæm fréttamennska þegar svona ágiskunum er slengt fram í fjöl- raiðlum. Kannski er það hraðinn í þjóðfélaginu og fjölmiðlar barma- fullir af hviksögum og ávæningi ýmiss konar sera gera það að verk- um að þeir hafa hreinlega ckki tíma til kryfla svona fréttir til mergjar. Eitt er þó fjóst og það er að full ástæða er til þess að leita hald- bærrar skýringar á þessum umskiptum sem urðu svo skyndi- lega í Moskvu. Hér blýtur annað- hvort að koma til, þrákelkni okkar manna við að ná samningum eða þvinganir frá hendi annars hvors aðilans, nema hvort tveggja sé. En kannski eigum við íslending- ar ekki rétt á neinum útskýringum og er það eitt og sér ennþá stærra mál til að rannsaka. Frábært Flug- leiðafólk 2741-9518 og 6876-4777 skrifa: Kona mín og ég áttum bókaö flug frá Mílanó til London með British Airways kl. 08:10 fóstudaginn 30. f.m. til að ná flugi FI kl. 13:15 sama dag. Nægur tími átti því að vera til stefnu. Vegna verkfalls í Mílanó komumst við hins vegar ekki til London fyrr en kl. 13:10. - Sem betur fór kom flug- vél okkar að sama rana og flugvél Flugleiöa var við. Við hlupum yfir að flugvél Flugleiða og var þá klukk- an 13:15. Dyrum hafði verið lokað og rani kominn frá vélinni. Við bárum upp vandræði okkar. „Við reynum hvað við getum,“ svar- aði afgreiðslufólkið. Haft var sam- band við flugstjóra, rani var settur að aftur og við um borð með það sama. - „Við björgum töskunum," sagði afgreiðslumaðurinn, „svo framarlega sem þú leggur þetta ekki í vana þinn.“ Um borð var þjónusta eins og endranær, fyrsta flokks, og matur góður. Töskur komu svo næsta dag. Deildin sú virðist kunna sitt fag. Eftir erfiða ferð er gott að geta treyst „frábæru Flugleiðafólki". - Við biðjum áhöfn og farþega flugvél- ar í áætlun frá London velvirðingar á umstanginu. - Kærar þakkir. Nálarstunguadferð til lækninga: Ekki viðurkennd af tiyggingakerfi Kristín Gunnlaugsdóttir hringdi: Ég er ein þeirra sem hef orðið fyrir barðinu á taugasjúkdómi sem leggst á vinstri helming líkamans. Ég hef því orðið að fara nokkuð reglulega til læknis í Reykjavík frá heimahögum mínum úti á lands- byggðinni. Eina lækningin eða meðferðin, sem hefur dugað gegn þessu meini, er nálarstunguaðferð sem ég fæ notið er ég fer til Reykjavíkur. Opinberir aðilar vflja ekki viður- kenna þessa læknismeðferö þannig að ég sit ekki við sama borð og aðrir gagnvart tryggingakerfinu. En þetta er orðið mér mjög kostn- aðarsamt. Þá eru fargjöldin ein drjúgur lið- ur útgjalda minna en þannig eru afsláttarreglur gagnvart trygging- um að þurfi menn til lækninga, t.d. til Reykjavíkur, þrisvar á ári eða oftar, taka tryggingar þátt í kostn- aðinum. í mínu tilfelli er þetta algjörlega sniðgengið. Ég hefi rætt þetta við viðkomandi aðila, meðal annarra fyrrverandi ráðherra, sem var yfir þessum málum, en án árangurs. Mér finnst það skjóta skökku við að á sama tíma og verið er að ræða of mikla notkun á lyflum og sífellt aukinn kostnað hins opinbera af þeim skuli ekki viðurkenndar lækningaaðferðir, eins og t.d. nál- arstunguaöferðin, vera teknar inn í tryggingakerfið. Kannski verður einhver til þess að taka þessi mál til umræðu frekar og kanna hvort ekki er hér misræmi og ósanngirni á ferðinni. Þokuljós aftan á bílum: Óþolandi og óþarfi Bílstjóri hringdi: Ég hef orðið var við undanfarið að á götunum flölgar þeim bílum sem eru með svokölluð þokuljós að aftan. Þessi þokuljós eru sennilega pöntuð með sérstaklega en eru ætl- uð fyrir notkun á hraðbrautum erlendis og í dimmviðri og þoku. Hér er engum slíkum hraðbraut- um til að dreifa og þoka er hér ekki algengt fyrirbæri heldur. Það er því engin ástæða til aö aka með þessi þokuljós logandi alla daga. Ljósin eru fremur villandi og mjög óþægilegt að aka á eftir þeim bílum sem nota þau því þau eru mjög skær og stinga í augu þess er á eftir ekur. Mig langar til aö vekja máls á þessu og spyrja rétta aðila hvort þetta hafi verið kannað frekar. „Club Sandwich" sem Þórhallur segir vera fyrirmynd annarra slíkra. Brauðsamlokur á þremur hæðum „Club sandwich" á Hard Þórhallur Gunnlaugsson skrifar: Ég skrapp í Hard Rock veitinga- staðinn í Kringlunni, ásamt fleirum, til að fá mér í svanginn, sem ekki er í frásögur færandi. Þar pöntuðum við okkur svokallaða „Club sandwich“ sem er amerísk fyrirmynd annarra slíkra víða um lönd. Venjulega stórar og góðar samlokur og matarmiklar. Sú samloka, sem mér var seld sem „club sandwich" í Hard Rock Café, var ekki sú sem auglýst var að því leytinu til að hér var notuð önnur Rock gerð af brauði (ílangt brauð í stað ferhymdrar sneiðar) og eins var samlokan aðeins tvöföld en hún á að vera þreföld. Mér datt nú í hug að biöja ykkur hjá lesendasíðunni að birta mynd af „club sandwich" eins og hún á að vera, til þess að fólk geti áttað sig á þessu, ef það er í vafa, hvað við er átt. Ég vil hins vegar taka fram að álegg það sem við fengum með samlokunni áðumefndu var óaðfinnanlegt. Hringrið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.